Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoóarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösia, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kaupmaðurinn í snörunni Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna er efnislega úr sögunni. Hún getur ekki framar ályktað um mann- réttindabrot, þar sem hún féll á Kínaprófinu. Engir harð- stjórar þriðja heimsins þurfa að taka mark á stofnun, sem engar viðmiðunarreglur notar í ályktunum sínum. Hlutverk mannréttindanefndar á að felast í að fylgjast með, hvort ríkisstjómir fari eftir undirrituðum mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Engum blöðum er um það að fletta, að Kínastjórn hefur brotið sáttmál- ann kruss og þvers og hyggst áfram brjóta hann. Kínastjórn hefur löngum beitt viðskiptalegum hótun- um og gylliboðum til að hafa sitt fram á alþjóðlegum stjómmálavettvangi. íslenzka valdastéttin hefur ekki farið varhluta af þessum óviðurkvæmilegu vinnubrögð- um. Hún hefur látið múta sér með glæstum ferðalögum. Frönsk og þýzk stjórnvöld og mörg önnur evrópsk stjómvöld fylltu ömurlegan flokk þeirra, sem töldu ekki taka því að álykta um mannréttindabrot kínverskra stjómvalda. Sú stefna stafar af þrýstingi fyrirtækja, sem telja sig geta makað krókinn á viðskiptum við Kína. Hlutskipti þessara stjómvalda er hið sama og kaup- mannsins, er selur snöruna, sem á að hengja hann í. Kínastjórn fyrirlítur Vesturlönd samkvæmt aldagamalli hefð og lætur ófriðlega við nánast öll nágrannaríki sín, þar á meðal Víetnam, Japan og Filippseyjar. Markmið Kínastjórnar er að taka við af Sovétríkjun- um sem annað heimsveldið andspænis Bandaríkjunum. Hún vill sveigja stjórnvöld um allan heim til hlýðni við hagsmuni sína. Hún beitir skipulega viðskiptalegum og efnahagslegum þrýstingi og freistingum í því skyni. Kínastjóm er núna að reyna að hefna sín á dönskum stjómvöldum fyrir að hafa frumkvæði að tillögunni, sem ekki náði fram að ganga í mannréttindanefnd Samein- uðu þjóðanna. Meðal annars hefur hún ákveðið að fresta öllum samskiptum við Danmörk um óákveðinn tíma. Mikilvægt er, að þau ríki, sem stóðu með Danmörku að tillögunni, láti núna eitt yfir alla ganga. Þeim ber að svara með að fresta sínum samskiptum við Kína. í þess- um hópi eru íslenzk stjórnvöld, sem hingað til hafa slef- að af hamingju yfir ferðamolum af borði Kínastjórnar. Hér í blaðinu hefur oft verið varað við óhóflegum Kínaferðum stjómmálamanna og ekki síður við tilraun- um íslenzkra aðila til að græða á viðskiptum við Kína. Reynslan sýnir, að í Kína eru útlend fyrirtæki arðrænd að geðþótta stjórnvalda, sem fara ekki að neinum lögum. Lakkrísverksmiðja vina Halldórs Blöndal fór auðvitað á hausinn og þannig mun fara fyrir fleirum. Aðrir munu halda sjó með því að gerast flutningsmenn sjónarmiða kínverskra stjómvalda gagnvart íslenzkum stjórnvöld- um, svo sem við sjáum af dæmum frá öðmm löndum. Ýmis bandarísk fyrirtæki em í svo erfiðum málum í Kína og eiga svo mikilla hagsmuna að gæta, að Banda- ríkjastjóm er undir stöðugum þrýstingi að hætta að am- ast við brotum Kínastjórnar á fjölþjóðlegum samning- um, svo sem umræddum mannréttindasáttmála. Með því að stunda viðskipti við stjómina eða aðra að- ila í Kína em menn að leggja sitt lóð á vogarskál auk- inna vandræða í heiminum í kjölfar aukinnar uppi- vöðslusemi kínverskra stjórnvalda; á vogarskál aukins vígbúnaðar til að hafa hemil á þessum stjómvöldum. Hrakfarir Vesturlanda í mannréttindanefndinni sýna vestræn stjómvöld í hlutverki skammsýna kaupmanns- ins, er verður hengdur í snörunni, sem hann seldi. Jónas Kristjánsson „Leggjum ofurkapp á að efla lestrarkunnátfu og lesskilning þeirra. Lesum fyrir þau, lesum með þeim ...“ Lestur og reikningur brotna og brotna nið- ur, henda (í merk- ingunni kasta) og henda (í merking- unni fleygja í ruslið eða úti á víðavangi). Börn sem svara spurningunni rétt eru býsna sleip í móðurmáli en það er óheimilt að draga ályktun um kunn- áttuleysi hinna í eðl- isfræði! Lesturinn er lyk- ill fræða Þrátt fyrir alla tæknivæðingu (og reyndar súmpart Kjallarinn Heimir Pálsson deildarstjóri „Menn hafa jafnvel látiö eins og reikningslist sé eitthvaö alveg út af fyrír sig, náttúruvísindi annaö og lestur og læsi þá væntanlega hið þriöja.“ í öllu talinu um reikning og náttúruvísindi í vetur hefur fjarska fátt verið skrifað og skraf- að um samband lestrarkunnáttu og reikningskunnáttu. Menn hafa jafnvel látið eins og reikningslist sé eitthvað alveg út af fyrir sig, náttúruvísindi annað og lestur og læsi þá væntanlega hið þriðja. Auðvitað hugsa menn ekki svona. Þeir hugsa bara ekki út í allt sem þeir segja og þá hljómar það svona. Þvi undirniðri vita náttúrlega allir að engin sála lær- ir reikning eða eðlisfræði á vorum dögum nema hún kunni fyrst að lesa. Þannig er nú einu sinni miðl- un fræðanna háttað. Brotna og brotna niður Ég fór sér á parti að husga um þetta þegar mér var sagt frá einu eðlisfræðiverkefninu á prófinu mikla sem kallað er TIMMS (af því það er svo þægileg skammstöfun og skiljanleg). Þetta verkefni var spuming sem hljóðaði svona (að sögn): Hver eftirtalinna hluta brotnar fyrst niður ef honum er hent: plastflaska glerflaska áldós eplakjarni? Mig setti eiginlega hljóðan. Hvað var verið að prófa hér? Var verið að smiða orðaleiki sérstak- lega til þess að klekkja á börnum og gera lítið úr þeim? Því það fyrsta sem prófast með þessu verk- efni er ekki kunnátta í eðlisfræði heldur kunnátta í móðurmáli: þetta að geta gert greinarmun á vegna hennar) stöndum við á því þroskastigi að við kunnum fáar eða engar aðferðir til að miðla þekkingu nema setja hana I orð og síðan tákn á blaði eða tölvuskjá (stærðfræðitáknin eru náttúrlega einkum aðferð til að skammstafa það sem líka væri hægt að segja í orðum). Þetta merkir það að sú lítil sála sem ekki er hraðlæs á texta af öllu tagi, henni er lokuð leiðin að öllu upplýsingaflóðinu sem að okkur streymir. Og henni er náttúrlega þar með óviðráðanlegt verkefni að velja úr þeim upplýsingum það sem að notum mætti verða. Þar með er hún úr leik. Lesum meö börn- unum Þetta er náttúrlega gömul saga en hún fel- ur í sér meiri alvöru í dag en í gær. Hin orð- rænu skilaboð sem öll framtíðin byggist á hafa aldrei verið eins flókin og viðamikil og núna. Þess vegna er bara eitt sem gildir ef við viljum gera börn okkar og bama- börn hlutgeng í samfélagi fram- tíðarinnar: Leggj- um ofurkapp á að efla lestrarkunn- áttu og lesskiln- ing þeirra. Lesum fyrir þau, lesum með þeim, fylgj- umst með lestri þeirra og hjálpum til. Senn koma sumarfríin. Öll vit- um við að bömin þurfa að hreyfa sig og leika sér úti. En gerum líka okkar til þess að þau hreyfi gráu heilasellurnar og haldi þeim í þjálfun. Gleymum ekki að börnin þurfa bækur og eiga heimtingu á að við eflum lestur þeirra og lesskilning eins og nokkur kostur er. Þá verða þau kannski líka góð í reikningi og náttúruvísindum með tímanum. Heimir Pálsson Skoðanir annarra I sæluhúsum pyntingameistara „Nú fyrirfinnst varla lengur hér í landi sá póli- tíkus, embættismaður, erindreki eða forkólfur sem ekki er nýkominn frá Kína ... íslenska sendinefnda- elítan er orðin sannfærðari en gömlu Maóistarnir um dýrðina eystra, og hefur haft undarlega hljótt um þrekvirkin í sæluhúsum pyntingameistara ... Á dögum kommúnista hér á landi hét þetta „hræðileg þögn um illvirki" hjá þeim sem nú stanga súrsætt svín úr tönnunum." Stefán Jón Hafstein 1 Degi- Tímanum 16. apríl. Fjölmiðlar og Flugleiðir „Það er ljóst að það er bókstaflega lagaskylda Sam- keppnisráðs að setja samruna Flugleiða og Flugfé- lags Norðurlands með stofnun Flugfélags íslands, ströng skilyrði, og jafnvel hefði stofnunin og ráðið getað gengið lengra og bókstaflega ógilt samrunann ... í þessu sambandi verður heldur ekki undan því vikist, að nefna þátt fjölmiðla í málinu, þegar það kom upp á yfirborðið ... Hvar eru krossfarar heiðar- legrar og óspilltrar fjölmiðlunar, þegar svona hags- munaárekstrar verða? ... Getur verið að samtrygging í fjölmiðlaheiminum sé svo mikil, að svona nokkuð hafi átt að þegja í hel?“ Guðmundur Ámi Stefánsson í Alþbl. 16. apríl. Lífeyrisfrumvarpiö „Fyrir skömmu lagði fjármálaráðherra fram á Al- þingi frumvarp um skyldutryggingu lifeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Flestir höfðu búist við því að það yrði byggt á markmiðum ríkisstjómarinnar um valfrelsi og samkeppni, eða að minnsta kosti yrði reynt að þoka málum eitthvað í þá átt. Því er hins vegar ekki að heilsa. Frumvarpið felur þvert á móti í sér ákvæði, sem hætt er við að festi núverandi skylduaðildarfyrirkomulag í sessi... efast má um að breyting af þessu tagi stæðist ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkaréttarins." Birgir Ármannsson í Mbl. 16. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.