Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 5 pv__________________________________________________________________________________Fréttir Margt llkt með 10-11 ráninu nú og tveimur frægum óupplýstum ránum: Mánudagsránin 10-ll-ránið á Suðurlandsbraut 48 sl. mánudagsmorgun hefur óneitanlega vakið upp minningar um tvö af frægustu ránum síðari ára sem enn eru óupplýst. Hér er um að ræða Búnaðarbankaránið og Skeljungsránið sem framin voru árið 1995 og þóttu nánast spegilmynd hvort af öðru. Þau tvö rán og ránið nú eiga vissulega margt sameiginlegt. í öll skiptin voru ræningjarnir þrír, hettuklæddir og beittu ofbeldi. Ránin voru öll mjög vel skipulögð og hvort sem það er tilviljun eða ekki þá voru þau öll framin á mánudagsmorgni. Eflaust hafa margir velt því fyr- ir sér hvort þremenningarnir sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa framkvæmt 10- 11 ránið séu einnig mennimir á bak við hin tvö óupplýstu ránin. Samkvæmt upplýsingum frá RLR er verið að rannsaka tengsl þama á milli. Það sem helst mæl- ir gegn því að ræningjamir sem náðust nú hafi framkvæmt hin tvö ránin árið 1995 er aðferðin sem þeir notuðu á flóttanum. í tveimur fyrri rámmum vom í bæði skiptin notaðir stolnir bílar og á þeim voru einnig stolnar númeraplötur. Nú var flóttabíll- inn hins vegar í eigu eins þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi, grun- aðir um ránið. Það sem gerði þó eflaust gæfumuninn í ráninu nú er að tveir menn urðu á vegi ræn- ingjanna, eltu þá og gátu gefið lög- Fréttaljós Róbert Róbertsson reglu lýsingu á flóttahílnum og skráningarnúmerinu. Ef mennim- ir tveir hefðu ekki komið til sög- unnar er óvíst hvort ræningjarnir hefðu fundist svo auðveldlega. Búnaðarbankaránið Að morgni mánudagsins 18. des- ember 1995 réðust þrír vopnaðir ræningjar inn í Búnaðarbankann á Vesturgötu í Reykjavík. Einn ræningjanna var með haglabyssu en hinir tveir voru með hnífa og ógnuðu þeir starfsfólki og við- skiptavinum sem vom í bankan- um. Ræningjamir, sem vom allir með lambhúshettur á höfði, hrifsuðu tæpar tvær milljónir i reiðufé úr kössum gjaldkera. Rán- ið tók aðeins um eina mínútu og að því loknu hlupu þeir niður á Nýlendugötu, að sögn sjónarvotta. Síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Sporhundur rakti slóð þeirra áfram yfir Garðastræti en tapaði þá slóðinni. Lögregla fann Toyota-bifreið á Blómvallagötu sem talið er að ræningjamir hafi notað til að komast undan. í bif- reiðinni fannst hnífur ræningj- anna en ekki annað úr fórum þeirra. Umfangsmikil leit fór fram en hún bar engan árangur. Fjórir ungir menn, sem allir voru ákærðir fyrir fjársvik og tryggingasvik með því að hafa sviðsett bæði slys, óhöpp, innbrot og fleira, vom í fyrra sterklega gmnaðir um aðild að Búnaðar- bankaráninu. Likurnar voru tald- ar svo sterkar að dómari féllst á að úrskurða þá í gæsluvarðhald og síðan að framlengja það í sum- um tilfellum. Ekki reyndust þó nægar sannanir fyrir hendi til að hægt væri að ákæra mennina fyr- ir ránið og þeim var sleppt. Málið er því enn óupplýst. Skeljungsrániö Skeljungsránið var framiö að morgni mánudagsins 27. febrúar 1995. Þrír hettuklæddir menn rændu tæplega 6 milljónum króna af tveimur starfsstúlkum Skelj- ungs við íslandsbanka i Lækjar- götu. Ræningjarnir beittu ofbeldi og slógu aðra stúlkuna með slökkvitæki i andlitið og hrifsuðu siðan af henni peningatöskuna. Þeir komust undan í hvítri Saab- bifreið sem lagt hafði verið við bankann. Bíllinn fannst mannlaus um klukkustund síðar á Ásvalla- götu. Þá kom í ljós að honum hafði verið stolið og skipt um númeraplötur á honum sem einnig voru stolnar. Síðar um daginn fundust upp- gjörstöskur í Hvammsvík þar sem reynt hafði verið að brenna þær. Þrátt fyrir umfangsmikla leit lög- reglu fundust ræningjarnir ekki og málið telst því enn óupplýst. Ofbeldisrán ^995 Mánudc ánudagur 27. febrúar Þrír ræningjar réöust á tvær starfsstúlkur Skeljungs viö Islandsbanka í Lækjargötu. Þeir beittu ofbeldi og rændu af þeim tæpum sex milljónum króna. Ræningjarnir komust undan þrátt fýrir umfangsmikla leit lögreglu. ánudagur 19. desember Þrír vopnaðir ræningjar réöust inn í Búnaöarbankann viö Vesturgötu og ógnuöu starfsfólki og viöskiptavinum bankans. Þeir hrifsuöu tæpartvær milljónir króna í reiöufé og komust undan. Lögregla hóf umfangsmikla leit en ræningjarnir fundust ekki. 1997 Manud nudagur 14. apríl Þrír ræningjar fremja rán á starfsmanni 10-11 ver: braut 48. Þeir réðust á manninn og hrifsuðu af honij í voru um sex milljónir króna. Lögreglan hefur handteklö menn grunaða um rániö og eru þeir í gæsluvarðhaldi. ___aö SuÖurlands- ' ‘atösku sem Meindl Alaska Áður 15.980 Nú 9.990 Meindl Tampa Áður 11.500 Nú 7.990 Legende Áður 6.280 Nú 2.990 Nike A Pummel Áður 8680 Nú 5.990 Misstu ekki af þessu Vorútsala aðeins í eina viku Matin Bleau galli Áður 12.780 Nú 7.900 Adidas anorak m/fleace Áður 6.800 Nú 2.490 Bermuda jakki Áður 8.9S0 Nú 5.900 Simple Sneakers Áður 4.700 Nú 2.990 Adidas Road Trip Áður 6.490 Nú 4.490 Nokkur verðdæmi: Skila öndunarjakki. Áður 13.760. Nú 6.800. 0'Neill skyrta m/hettu. Áður 6.230. Nú 1.500. Cerbul jakki. Áður 7.470. Nú 4.900. Nature Project jakki. Áður 9.590. Nú 4.900. Berghans Fleace jakki. Áður 9.800. Nú 6.800. Max fleace jakki. Áður 7.840. Nú 5.490. Wynmster fleace jakki. Áður 5.590. Nú 3.990. Airway öndunarjakki. Áður 17.980. Nú 12.900. Max öndunarjakki. Áður 18.490. Nú 14.700. Barnajoggingallarfrá kr. 1.000. Leggingsfrá kr. 500. Barnasundbolir frá kr. 500. T-bolir frá kr. 500. Hetttupeysurfrá kr. 995. O.fl. o.fl. o.fl. 30% afsláttur af skíðum -10% afsláttur af línuskautum Athugið, útsalan stenduryfir _—|n...; _ w _________ aðeins þessa einu viku. \T ÚTttÍl?- ~^ T* Nýtt kortatímabil LJilLÖJI--- W,,Ur ' L-^ILUön Glæsibæ - Sími 581 2922 Hrein ánægja með Umboðsmenn um land allt Reykjavík: Byggt og Búið Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvlk. Straumur, (safirði. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Austurland: Kf. Héraðsbúa, Egilsstððum. Verslunin Vík, Neskaupstað. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás^orlákshöfr^nmneSjVestmannaeyjurT^eykjanes^ósboginnJKeflavílcJkafborg^nndavfl^^^^^ anMK Críoa • Stafrænt útvarp mefl 40 stöflva minni • 2x20w RMS • Forstilltut tónjafnari. 5 mismunandi stillingar • Tvöfalt segulbandstæki • Tímastilling ogvekjari • 3D surround • Fjarstýring jgjgz Eittverð 29.900,- B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 533 2800 hljómtækjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.