Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 15 Hendum við hundruð- um milljóna í hafið? Ætla má aö u.þ.b. 3500 tonnum að minnsta kosti sé hent árlega í sjóinn viö ísland." Hrognkelsaveiðar hafa verið stundaðar við ísland um langa hríð. Á síðustu öld voru hrognkelsa- veiðar lífsbjörg margra heimila og fyrsti vorboði eftir harða og nýmet- issnauða vetur. Hrognkelsaveiðar voru stundaðar vegna rauðmagans og fisksins af grá- sleppunni í salt og til upphengingar og sem soðning. Þetta sjávarfang bjargaði einnig skepnum jafnt og mönnum. í dag eru grá- sleppuveiðar stund- aðar vegna hrogn- anna sem eru mjög verðmæt út- flutningsvara. Verðmæti hrogn- anna er u.þ.b 550-650 kr. upp úr sjó sl. ár; úr hverri grásleppu fást 700-800 g að meðaltali. Útflutnings- verðmæti grásleppuhrogna skiptir miklu fyrir þjóðarbúið. Afkoma fjölmargra heimila er háð því hvernig tekst til með að ná tekjum af hrognkelsaveiðum. Meöferð aflans Það sem fram kemur í spurnar- heiti greinarinnar er sett fram vegna þess að sá háttur er hafður á að eftir að hrognin hafa verið tekin úr fiskinum er honum að stórum hluta hent aftur í hafið á veiðislóð eða á sigling- arleið þeirra báta sem veiðarnar stunda. Ætla má að u.þ.b. 3500 tonnum a.m.k. sé hent árlega í sjóinn við ísland. Það má spyrja - er það löglegt? Er skylt að koma með allan afla að landi jafhvel þó ekkert fáist fyrir hann? Vinnslu- aðferðir eru svo frum- stæðar að sjómenn leggja sjaldnast svo mikla vinnu á sig sem þeim fylgir, því verður að þróa nýjar aðferðir. Undirritaður stund- aði hrognkelsaveiðar um árahil og gerði þá ásamt fleirum tilraun til að sjóða niður grá- sleppuna. Niðursuðuverksmiðja H.B og Co. á Akranesi lagði til vinnu og umbúðir ásamt bragð- efni. Afurðin var send til Háskól- ans til umsagnar. Framleiðslan var umsvifa- laust dæmd óhæf. Undirrit- aður átti nokkr- ar dósir af grá- sleppu í tómat í u.þ.h. tvö ár og bragðaðist þetta hið besta sem álegg á brauð eftir þann tíma þrátt fyrir dóm eldhúss Háskól- ans. Með þessari grein er ég að reyna að vekja at- hygli á þörfinni á að rannsaka möguleika til að fullnýta hrogn- kelsaafla sem fæst við ísland. Sig- in grásleppa er af mörgum talin herramannsmatur, söltuð grá- sleppa þykir mörgum góð, en nauðsyn er að huga að fleiri mögu- leikum til vinnslu þessara afurða. Það þarf að gera sjómönnum það kleift að landa fiskinum á fisk- markaði fyrir bærilegt verð eftir aö hrognataka hefur farið fram og að koma með allan aflann að landi. Hvaö ber að gera? Það hlýtur að vera skylda stjórnvalda að gera eins mikil verðmæti úr auðlindum íslands og unnt er. Það hlýtur að vera krafa grásleppuveiðimanna að viðkom- andi rannsóknarstofnanir ríkisins athugi hvernig unnt er að auka verðmæti þessa sjávarfangs sem hér er rætt um. Ásókn í hrognkelsaveiðar hefur stöðugt aukist í kjölfar skertra heimilda smábáta til bolfiskveiða. Nauðsyn er að kanna hversu mik- ið veiðiþol þessi stofn hefur og stjórna veiöum í framhaldi af þvi. Við íslendingar höfum dapra reynslu af ofveiðum, við erum að ganga hættulega á ýmsa stofna hafsins ásamt og með nágranna- þjóðum okkar. Við getum stjórnað þessum veiðum sjálfir. Við berum ábyrgð á afkomu af þessari auðlind og henni sjálfri. Ef sjávarútvegsráðu- neyti og Hafrannsóknastofnun ganga ekki til þess verks að rann- saka og meta vinnslumöguleika og veiðiþol þessa veiðistofns mun undirritaður flytja þingmál þar að lútandi á næsta hausti. Gísli S. Einarsson Kjallarinn Gísli S. Einarsson þingmaöur jafnaöar- manna „Ásókn í hrognkelsaveiöar hefur stöðugt aukist í kjölfar skertra heimilda smábáta til bolfisk- veiða. Nauðsyn er að kanna hversu mikið veiðiþol þessi stofn hefur og stjórna veiðum í fram- haldi afþví.u Þensla og niðurskurður í íslensku efnahagslífi hafa jafn- an skipst á skin og skúrir. Hefur efhahagssagan verið sveiflukennd; með skjótfengnum gróða, verð- bólgu og hörðum niðurskurði þess á milli. Við getum dregið vissan lærdóm af feigðarsiglingu sænsku þjóðarskútunnar, þar sem íslenska þjóðarskútan hefur oft siglt í kjöl- far hennar. Reyndar hefur sú eftir- för ekki verið stöðug þar sem ís- lenska skútan hefur skipt um stýrimenn með jöfnu millibili meðan sú sænska hefur að mestu haft sömu stýrimenn. í Svíþjóð hefur því sá flokkur sem þandi bogann of hátt orðið að standa sjálfur að niðurskurðinum. Hjá okkur íslendingum hafa tíð stjórnarskipti valdið því að skipst hafa á þenslutímabil og niður- skurðartimabil. Hafa því sveifl- urnar stundum orðið enn meiri en hjá Svíum. Skrúfaö fyrir annan kran- ann Markmið sænskrar efnahags- stýringar var annars vegar að jafna út efnahagssveiflur með veit- ingu eða niðurskurði fjármagns til atvinnulífsins, og hins vegar að jafna lífskjör fólks með sköttum og bótagreiðslum. Á síðari árum hef- ur sænska þjóð- arskútan siglt nærri brotskerj- um. Félagslegu markmiðin urðu yfirsterkari þeim efhahagslegu, og Svíar greiddu bætur til ein- staklinga og styrki til fyrir- tækja úr opinber- um sjóðum með peningum, sem ekki voru fyrir hendi. Þegar að niðurskurðinum kom varð hann mjög þungbær fyr- ir marga. Sem dæmi um íslenskt þenslu- tímabil má nefna 8. áratuginn með verðbólgu, tiðum vinnudeilum og langvinnum verkfóllum. Til að stemma stigu við þessu var gripið tO vísitölubindingar launa og lána sem áttu að tryggja stöðugleika á vinnumarkaðinum og stöðugt efnahags- líf. Þetta hafði þó öfug áhrif, leiddi til óðaverðbólgu og loks var skorið á vísitölu launa árið 1982. Lán- in voru þó áfram vísi- tölubundin, og var því aðeins skrúfað fyrir annan kranann, meðan þurft hefði að skrúfa fyrir báða. Fótunum var kippt undan þeim sem höfðu fjárfest í hús- næði með vísitölu- bundnum lánum, og hlaust af þvi gjald- þrot fjölda heimila. Sæmiö um LÍN Vandinn hlaust af ofþenslu undanfarandi ára, en dæmið sýnir okkur, að standa verður þannig að niðurskurðinum að kynslóðum sé ekki mismunað. Þeir sem eignuðust húsnæði á þensluárunum fyrir vísitölubind- ingu hlutu það næstrnn gefins, og yngri kynslóðum var gert að greiða fyrir þá svallveislu. Sem nýlegt dæmi um þenslu í opinberum fjárveitingum má nefha Lánasjóð íslenskra náms- manna, þar sem ofþensla leiddi loks til niðurskurðar og hertra endurgreiðsluskil- mála. Að þessu sinni verðum við að gæta þess að niðurskurður- inn bitni ekki of hart á komandi kynslóð- um þar sem menntun er fjárfesting íslands fyrir framtiðina. Dæmin sýna okkur að efhahagsstýring hins opinbera verður að gerast með mikilli gát og jafhvægi í fjárveit- ingu hins opinbera er forsenda stöðugs efnahagslífs. Þetta hafa Svíar lært af bit- urri reynslu, og Evr- ópusambandið hefur gert jafnvægi í rikis- rekstri að skilyrði fyrir þátttöku í ein- ingargjaldmiðli sambandsins. Við íslendingar höfum nú loks náð nokkrum stöðugleika í efna- hagslífinu, og vonandi höfum við líka lært af reynslunni, þannig að ef nýir menn taka við stýrinu fari þeir ekki jafnskjótt að eyða pen- ingum sem ekki eru fyrir hendi. Á skal að ósi stemma, þensla kemur á undan niðurskurði, og til að komast hjá niöurskurði verðum við fyrst að stemma stigu við þenslunni. Dr. Bjarki Jóhannesson „Við íslendingar höfum nú loks náð nokkrum stöðugleika í efna- hagslífinu, og vonandi höfum við líka lært af reynslunni, þannig að ef nýir menn taka við stýrinu fari þeir ekki jafnskjótt að eyða pen- ingum sem ekki eru fyrirhendi.“ Kjallarinn Dr. Bjarki Jóhannesson skipulagsfræöingur, starfar i Svíþjóö Arni Hörteifsson, brejarfulltrúi Al- þýðuflokks. Meö og á móti Breikkun Reykjanes- brautar Hugsað til þátta sem að fólki snúa Reykjanesbrautin er staðreynd og hún verður þama um komandi framtíð. Það sem hefur legið fyrir em athuganir í umferðarlikönum hver umferðarþunginn er. Mestur er hann vegna Hafnfirðinga sjálfra en 85% umferðarinnar eru vegna innan- bæjarumferðar þeirra. Spurn- ingin um að leysa vandamál vegna umferð- arinnar þannig að menn geti vel unað er að þarna verði búið til mann- virki sem er betra en þaö sem er í dag. Það verði hugsaö til þeirra þátta sem að fólki snúa, bæði hávaöa- og loftmengun og síðan aðkomuleiöir akandi og gangandi vegfarenda milli byggðalaga í Hafnarfirði. Með mislægum gatnamótum er hægt að leysa vandamál sem snerta Setbergssvæðið. Það sem við leggjum upp með í vinnu með Vegagerðinni er að það komi fram tillaga sem flestir geti sætt sig við. Það sem er til sýnis er eingöngu vinnuplagg Vegargerð- arinnar og hefur vakið viðbrögð hjá bæjarbúum sem við teljum mjög jákvætt því það ýtir undir að varanlegar lausnir fáist. Það hefur alltaf verið vilji Hafnfirð- inga, ekki bara Setbergsbúa, að ofanbyggðarvegur verði lagður í komandi framtíð. Við gerum okk- ur grein fyrir því að það getur orðið langt þangað til því fjár- magn til vegagerðar er ekki of mikið á höfuðborgarsvæðinu. Nær að horfa fram í tímann í fyrsta lagi er verið að breyta mjög nýlegu skipulagi og hverfið við Reykjanesbrautina er ekki nema 10-15 ára gamalt. Það er harla skringilegt að sveitarfélagið þurfi að fara að rífa hús sem voru byggð fyrir einum áratug eða sið- ar til að koma fyrir umferð. í öðru lagi telj- um við að þama sé verið að reisa hrað- braut tii aö beina umferö í gegmun bæinn frekar en að þjóna bæjarbú- um. Viö erum ekki sannfærð um rök bæjar- ins og því teljum við betra að þessi umferð verði lögð fram hjá bænum heldur en skipta bænum með þessum hætti. Við bendum á að þetta eru gífurlega umdeild mál í Reykjavík, samanber Miklu- braut, og því teljum við að það sé nær að horfa fram í tímann í stað þess að gera sömu mistökin. Þama er mjög mikil umferð og götuma liggja í sumum tilfellum í innan við 15 metra fjarlægð frá húsum og hljóðmúrar þurfa að vera minnst 4 metra háir aö mati Hollustuverndar. Meðal þeirra viðmiðunarstaðla sem Vegagerð og bærinn ætluðu að nota eru að hávaði upp við húsin verði 65 db en ekki 55 desibel eins og gert er í nýjum hverfum. Það er líka sjald- gæft að menn ætli að bæta um- ferðaröryggi með því að auka um- ferð og hraða eins og á að gera. Það er betra að hafa hraðbraut fram hjá byggðinni og þrengja veginn við byggðina, þannig að umferðarþunginn beinist sjálf- krafa frá byggðinni. -jáhj Magnús Þorkols- son, fornlcifafræö- Ingur og kennarl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.