Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 10
io menmng FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 JL>"V Umsjón Silja Aðalsteinsdótir Þeir eru ekki á hverju strái bassar eins og Jóhann Smári Sævarsson; með þykka, þétta og silkimjúka rödd, með alvöru bassalit. Og hvergi banginn lagði hann i’ann í fyrsta skipti á einsöngstónleikum á Islandi með átta rússnesk, rómantísk lög - sungin á rússnesku. Þetta var djarft. Þó varð strax ljóst að það var engan veginn teflt á tæp- asta vað með þessu lagavali í upphafi tónleika, því Jóhann Smári hafði rússnesku lögin al- gerlega á valdi sínu og söng þau mjög vel. Þrjú lög Tsjaíkovskíjs voru fyrst; Sá einn er þekkir þrá, hinn ljúfsári söngur Mignonar; Ég blessa ykkur skógar og Man- söngur Don Juans; öll fallega Tónlist Bergþóra Jónsdóttir sungin en aðeins of spennt í hæðinni. Fimm söngvar eftir Rakhmaninov við yfirmáta róm- antísk ljóð rússneskra skálda voru vel sungnir, sérstaklega þeir i rólegri kantinum, þar sem fallegt og breitt legato söngvar- ans naut sín mjög vel. Harmljóð föður yfir dánum börnum sínum var sungið af sterkri tilfinningu, algjörlega án þess að skrefið stutta væri stigið yfir í tilfinn- ingasemi eða væmni. Fimm íslensk lög úr ýmsum áttum fylgdu. Rósin, lag Árna Thorsteinssonar var hrífandi í túlkun Jóhanns Smára. í Nirflin- um, lagi Karls 0. Runólfssonar við ljóð Davíðs frá Fagraskógi og Tengdamæðrum Atla Heimis bassi Jóhann Smári Sævars- son - bæði dramatískur og gamansamur. DV-mynd EÓI. Sveinssonar sýndi hann góð til- þrif sem gamansöngvari, og í því máttuga lagi Sveinbjöms Svein- björnssonar, Sverri konungi, mátti heyra að röddin býr líka yfir dramatík og miklum þrótti. Eftir hlé var komið að óperu- tónlist. Aria úr Fidelio eftir Beethoven var ekki alveg nógu leikandi, of stíf og sem fyrr helst á efsta raddsviði. Aría úr Svefn- genglinum eftir BeOini rann hins vegar mjög ljúflega, ^ sömuleiðis La vendetta, wn aría Bartolós úr Brúð- H kaupi Fígarós. Tvær Verdi % ' aríur voru síðastar á efnis- \ skránni; úr Makbeð og Don W Carlo. Þar sýndi Jóhann 1 Smári Sævarsson að hann er * virkilega góður óperusöngv- ari, með sterka tilfmningu fyr- ir texta og laglínu. Maris Skuja frá Lettlandi lék á píanóiö með Jóhanni Smára. Þar var fagmaður að verki; sýndi mikla fingrcifimi og leikni þegar hann lék hlutverk heiOar sinfóníuhljómsveitar í óperuarí- unum, og rússnesku lögin lék hann ákaflega vel. Vonandi fær Jóhann Smári í framtíðinni mörg tækifæri til að sjóast í list- inni og hrista úr sér sviðsskrekk og spennu. Það er þó sorglegt að trúlegast verður það með hann eins og marga aðra af okkar fjöl- mörgu, góðu, ungu söngvumm, að það verða aðrir en við sem njóta þeirra elda. Vortónleikar Svans Lúðrasveitin Svanur heldur vortón- leika í Tjamarbíói á laugardaginn kl. 14. Stjórnandi er Haraldur Ámi Haraldsson. Á tónleikunum verður Gísli Ferdin- andsson piccoloflautuleikari heiðraður en hann hefur þá lokið 50 ára starfi með sveitinni. Er einsdæmi hér á landi að maður hafi náð svo löngu samfeUdu starfi með sömu lúðrasveitinni. Á efnisskrá eru verk eftir Gregson, Hanssen, Langford, Penders, Leroy And- erson og fleiri. Nýtt tímarit - Ritmennt Hið nýja bókasafn þjóðarinnar, Lands- bókasafn ísland - Háskólabókasafn, sem hefur aðsetur í Þjóðarbókhlööunni við Arngrímsgötu, hefur hafið útgáfu á tíma- riti í stað Árbókar Landsbókasafns sem kom út i hálfa öld. Nýja ritið heitir Ritmennt og er í breið- ara broti en Árbókin og lit- prentuð. Einar Sigurðsson landsbókavörður og ritstjóri Ritmenntar sagði að það heföi verið sjálfgert að stofna nýtt tímarit í stað hins gamla þegar söfnin voru sameinuð og auk ytra útlits veröur sú efnisbreyt- i ing að ársskýrsla safnsins verður fram- f; vegis prentuð sem sérstakt rit. Uppistaðan í Ritmennt verður fræði- 1 legar greinar sem tengjast efniskosti Isafnsins en einnig styttri firásagnir og annað sem tengist safninu og starfsemi þess. í þessu fyrsta tölublaði er eðlilega mikið efni um opnun Þjóðarbókhlöðunn- ar, erindi sem haldin voru og myndir. Haralds Sigurðssonar, fyrrum bókavarð- ar, er minnst og viðtal er við norsku listakonuna Synnove Anker Aurdal um veggteppi hennar sem Norðmenn gáfu Islendingum 1974 og prýðir nú húsa- : kynni safnsins. Margt fleira er i ritinu. Árni Björnsson verðlaunaður Félag bókasafnsfræðinga veitti nýlega Áma Björnssyni þjóðháttafræðingi við- urkenningu fyrir Merkisdaga á mannsævinni sem út kom sl. haust. Þetta er í fimmta sinn sem félagið veitir við- urkenningu fyrir bestu fræðibók ársins. Aðeins einu sinni hef- ur félagið veitt fræðibók handa börnum viður- kenningu eins og þó var markmiðið að gera árlega. Ástæðan er sú hin árin var ekki gefin út frumsam- in íslensk fræðibók fyrir böm sem stóðst lágmarkskröfur um gerð slíkra bóka, hafði til dæmis atriðisorðaskrá. Félag bókasafhsfræðinga skorar á útgefendur að leggja aukna áherslu á fræðibækur handa bömum og unglingum í framtíð- inni. Stéttartal bókagerðarmanna Samtök bókagerðarmanna áttu aldar- aftnæli 4. apríl sl. eins og getið var um í DV þann dag. Auk hinnar myndarlegu sögu þeirra, Samtök bókagerðarmanna i 100 ár eftir Inga Rúnar Eð- varðsson, kom þá út Stéttartal bókagerðar- manna í tveimur bindum. Ritstjóri er Þorsteinn Jónsson en með honum sátu ritnefnd Guð- brandur Magnús- son, Svanur Jó- hannesson og Sæmundur Árnason. í ritinu eru æviskrár allra bókagerðarmanna sem vora í stéttartalinu frá 1976, allir sem hafa lok- ið sveinsprófi síðan, nemar á samningi í árslok 1995 auk ýmiss aðstoðarfólks. Myndir era af flestum. Þjóðsaga gefur ritið út. Margrét Pálmadóttir - kennir Grænlendingum á syngja. sonar. Þar að auki tók hópurinn þátt í lista- smiðju þar sem áttatíu grænlensk böm fengu tækifæri til að syngja, spila og dansa einn eft- irmiðdag, en í grænlenskum skólum er engin tónmenntakennsla og enginn tónlistarskóli fyrirfinnst í landinu. „Það sem kom einna best út hjá okkur var frumsamda dagskráin sem við kölluðum „Konur á stríðstímum“,“ segir Ásdís. „Þó að hugmyndin væri eiginlega komin frá græn- lensku konunum þá vissum við ekkert hvaða áhrif dagskráin myndi hafa á þær og aðra áhorfendur. Hún gat alveg dottið dauð niður. En satt að segja vakti hún geysilegan fögnuð, ekki einasta hlátur - því við reyndum aö hafa hana í léttari kantinum - heldur grét fólk! Við tókum efhið út frá fordómum gagnvart börnum sem verða til í hersetnu landi á stríðs- tímum. Og boðskapur okkar var sá að fólk eigi að standa saman hvar sem það er fætt, hvern- ig sem það er á litinn og af hvaða kyni sem það er. Við erum öll manneskjur á jörðinni. Og þarna upplifðum við hvernig ólíkir menningarheimar geta mæst. Við héldum að við værum að segja frá einhverju séríslensku en áheyrendum okkar fannst við vera að tala „Mér fannst Katuaq ofsídega skemmtilegt hús - geysilega stórt og góðir salir, þó finna megi að hljómburðinum þar eins og víðar. Aðalsalurinn tekur 500 manns í sæti og er ætl- aður fyrir kvikmynda- og leiksýningar, en frammi er minni salur sem má stækka út í anddyrið - sem skapar ýmsa möguleika,” seg- ir Ásdís Skúladóttir leikstjóri sem fór með Vestnorræna kvennakómum til Grænlands í mars. „í rauninni vorum við í vímu með Græn- lendingum. Það var svo merkilegt að sjá hvemig fólkið í Nuuk streymdi á staðinn. Þessi stöðugi flaumur af fólki, allan daginn, hafði mikil áhrif á okkur.“ Katuaq er fyrsta menningarmiðstöð Græn- lendinga, og stóri salurinn sem Ásdís nefndi er fyrsti kvikmyndasalurinn í því landi. Fyrsta kvikmyndin sem þar var frumsýnd var að sjálfsögðu Lesið í snjóinn, sem er að hluta tekin á Grænlandi. Félagar i vestnorræna kvennakórnum eru frá Grænlandi, Islandi og Færeyjum og komu saman á Grænlandi í tilefni af opnun Katuaq. Kórinn flutti tvíþætta tónlistardagskrá, byggða á gömlum og nýjum tónsmíðum frá þátttökulöndunum, auk þess sem hann tók þátt í gospel-tónleikum með tveim kvennakór- um sem hafa starfað í Nuuk síðan 1994. Is- lensku konurnar og færeysku konurnar fluttu hvorar sitt leikverkið 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna; þær íslensku sýndu þjóð- dansa sem dr. Sigríður Valgeirsdóttir kenndi hópnum fyrir ferðina og söngkonurnar Mar- grét Pálmadóttir og Björk Jónsdóttir fluttu söngdagskrá við undirleik Agnars Magnús- íslenski hópurinn dansar hringbrot. um dönsku iðnaðarmennina sem komu til Grænlands og drituðu niður börnum út um allt. Ein grænlenska konan í hópnum gat ekki hætt að tala um þetta eftir sýninguna; hún var einmitt svona barn. Hitt sem mér fannst merkilegast var að kynnast íslenskum þjóðdönsum og starfi Sig- ríðar Valgeirs. Það er svolítið hlægilegt að þurfa að fara alla leið til Grænlands til að sjá hvað íslenskir þjóðdansar hafa upp á að bjóða. En við komum auðvitað á vængjum söngsins með Margréti Pálmadóttur í farar- broddi. Hún var búin að fara sérstaka ferð til að undirbúa kórana í Nuuk, og ég tel að hún hafi sáð fræjum í Grænlandi sem eiga eftir að dafna vel í þessu tónmenntalausa landi.“ Hópurinn hitti Ingu Dóra Guðmundsdóttur sem varð í öðru sæti í borgarstjómarkosning- um i Nuuk í vikunni sem leið og verður vara- borgarstjóri, og fannst hún hafa góðar hug- myndir um nýtingu Katuaq. Hún er ung kona, 25 ára orkubolti, og að hennar mati verður að leggja áherslu á börnin - þau eru framtíðin. „Hún spurði heilmikið um skipulagðar heim- sóknir barna til Leikfélags Reykjavíkur und- anfarin ár og fannst það góð hugmynd og nýti- leg,“ segir Ásdís. I Nuuk er leikhópur og þaö verður leikstarfsemi í húsinu, en auðvitað er allt ómótað enn. Húsið er alhliða menningarhús og á að þjóna öllum landsbúum. Og áhuginn á þvi er gífurlega mikill. „Þó era þeir til sem stíga ekki fæti sínum inn i þetta hús. Þeim fannst að peningunum hefði átt að verja í annað þarf- legra. Það era væringar á Grænlandi eins og annars staðar.“ Grænlensku börnin komu í sínu fínasta pússi. Við erum öll mann- eskjur á jörðinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.