Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 Fréttir 11 Kúfiskvinnslan á Þórshöfn: Veikindi koma í veg fýrir vinnslu DV, Akureyri: „Þessi veikindi hafa að sjálf- sögðu að verulegu leyti komið í veg fyrir vinnslu á kúfiskinum," segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, en enn hefur ekki tekist að komast að því hvað veldur veikindum starfsfólks við kúfískvinnslu hjá fyrirtækinu. Þegar kúfiskvinnslan hófst hjá fyrirtækinu í vetur komu í ljós veik- indi hjá starfsfólki sem lýstu sér m.a. í ofnæmiseinkennum sem virð- ast koma vegna gufu sem myndast þegar fiskurinn er soðinn. Önnur einkenni eru hósti og önnur vanlíð- an. Jóhann A. Jónsson segir að lítil vinna hafi verið við kúfiskvinnsl- una vegna þessa, enda sé þetta heil- brigðisvandamál enn til staðar þótt svo virðist sem það hafi minnkað. „Það hefur enginn hugmynd um hvað það er sem veldur þessu þrátt fyrir miklar rannsóknir. Það gerist ekkert þegar kúfiskurinn er með- höndlaður um borð í bátnum en þegar flskurinn fer í gegnum gufu- meðferð og suðu í verksmiðjunni gerist eitthvað," segir Jóhann. Þess má geta að nákvæmlega þetta átti sér stað þegar kúfisk- vinnsla var á Flateyri fyrir nokkrum árum en veikindi sem þessi eru ekki þekkt vegna kúfisk- vinnslu erlendis. -gk S-Þingeyjarsýsla: Robland trésmíðavélar Fyrir metnaðarfulla iðnaðarmenn og verkstæði sem velja hámarks gæði og g rekstraröryggi < Þegar gæðin skipta máli Skeifan 11 D • Sími 568 6466 Forseti Islands í opinbera heimsókn DV, Akureyri: Forseti íslands, hr. Ólafúr Ragn- ar Grímsson, og kona hans, Guðrún Katrin Þorbergsdóttir, eru væntan- leg í opinbera heimsókn í S-Þingeyj- arsýslu um næstu mánaðamót. Heimsóknin hefst fóstudaginn 2. maí og lýkur sunnudaginn 4. maí. Forsetahjónin munu ferðast um nær alla hreppa sýslunnar, taka þátt í héraðshátíð að Laugum í Reykjadal og þá munu þau verja drjúgum tíma á Húsavík. Þar munu forsetahjónin m.a. heimsækja Borgarhólsskóla, setja handknattleiksmót bama og ung- linga, heimsækja dvalarheimili aldraðra, Kjötiðju KÞ, Netagerð FH og vegleg kvöldskemmtun fyrir alla bæjarbúa með forsetahjónunum verður haldin í Félagsheimili Húsa- víkur að kvöldi 2. maí. -gk Reykvíkingar! Munið borgarstjórnarfundinn í dag kl. 17:00, sem útvarpað er Akureyri: á Aðalstöðinni FM 90.9. Landgræðsla á tímamótum DV, Akureyri: Tímamót eru í sögu landgræðslu á íslandi á þessu ári en í ár eru 90 ár liðin frá því Landgræðsla ríkis- ins hóf starfsemi sína. Af því tilefni verður haldin ráðstefna á Akureyri á morgun undir yfirskriftinni „Landgræðsla á timamótum". Ný landgræðsluáætlun verður kynnt en ráðstefnan er haldin á vegum Land- græðslu ríkisins, landbúnaðarráðu- neytis og Háskólans á Akureyri. Meginefni ráðstefnunnar verður að kynna hina nýju landgræðsluá- ætlun sem unnið verður eftir á komandi árum en auk þess verður fjallað um sögu landgræðslu á ís- landi og landgræðslustarfið frá ýms- um hliðum. Þá verða kynntar breyttar forsendur í landgræðslu í ljósi nýrrar þekkingar á jarðvegs- rofi og rætt verður um þátttöku landsmanna í landgræðslustarfinu. Ráðstefnan hefst kl. 10 á fóstu- dagsmorgun á Hótel KEA með ávörpum Jakobs Björnssonar bæj- arstjóra, hr. Ólafs Ragnars Gríms- Eðal-Darri, írskur setter, var valinn besti hundurinn á ræktunarsýningu Hundaræktarfélags íslands. 230 hundar af 36 tegundum voru sýndir. Eöal- Darri sést hér á myndinni ásamt eiganda sínum, Magnúsi Jónatanssyni og Jónu Th. Viðarsdóttur, eiginkonu Magnúsar. Til hægri á myndinni er sænski dómarinn Marlo Hjernquist. DV-mynd Hilmar Þór sonar, forseta íslands, og Guðmund- ar Bjarnasonar landbúnaðarráð- herra. Síðan ræðir Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri um land- græðslustarflð en aðrir meginþættir ráðstefnunnar verða: ástand lands- ins, ný landgræðsluáætlun, vörslu- menn landsins og sjálfbær þróun. -gk í SHtofa horgarstjóra AÐALFUNDUR verður haldinn föstudaginn 25. apríl 1997, kl. 16:15 á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi. HLUTABRÉFA SJOÐURINN Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, sbr. 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. 3. Heimild til stjórnar félagsins um kaup á hlutabréfum félagsins á næstu átján mánuðum, sbr. lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 4. Onnur mál, löglega upp borin. 5. Erindi: „Verður árið 1997 enn eitt metárið á hlutabréfamarkaði?" Ægir Birgisson, Viðskiptastofu íslandsbanka hf. Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Kirkjusandi, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Hluthafar eru hvattir til að mœta! REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.