Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 32
s: LD
«=c
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997
Jóhannes Nordal:
Styrkurinn renn-
ur ekki til mín
„Þessi styrkur rennur algjörlega til
i. i Hins íslenska bókmenntafélags sem
gefur verkið út, ekki til mín - þetta er
styrkur fyrir vinnu hennar við útgáf-
una, annarrar en minnar - frágangur
á útgáfu á textum, fræðilegar skrár og
fleira. Félagið sótti um styrkinn en ég,
sem hef umsjón með útgáfunni, skrif-
aði undir umsóknina," sagði Jóhannes
Nordal, fv. seðlabankastjóri, aðspurð-
ur um styrk sem Rannsóknaráð ríkis-
ins veitti til að standa að heildarút-
gáfú á verkum fóður hans, Sigurðar
Nordal. Styrkurirm, ein og hálf millj-
ón króna, þykir mun hærri en vana-
lega er veittur úr þessum flokki verka.
„Þetta er vissulega há upphæð í
þessum flokki en við höfúm veitt
marga hærri styrki," sagði Vilhjálmur
m Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rann-
sóknaráðs. „Við höfum að sjálfsögðu
fullt leyfi til að ákvarða svona styrk.
Menn voru sammála um að þetta væri
viðeigandi." -Ótt/RR
Trúnaðarlæknir SVR:
Braut ekki
skyldur sínar
- úrskurðar landlæknir
m Landlæknir hefur úrskurðað í
máli Unnar Eggertsdóttur, vagn-
stjóra hjá Strætisvögnum Reykja-
víkur, gegn trúnaðarlækni SVR þar
sem hún sakar hann um trúnaðar-
brot. í úrskurðinum, sem dagsettur
er í gær, segir að það sé mat emb-
ættisins að Kjartan Magnússon hafi
ekki brotið skyldur sínar sem lækn-
ir og málið krefjist ekki frekari að-
gerða af hendi landlæknis.
í bréfi Matthíasar Halldórssonar
aðstoðarlandiæknis segir að ákvæði
um læknisvottorð hafi ekki verið
brotin, að undanskildu því orðalagi
í vottorði Kjartans þar sem fram
kemur: „hvarflað hefur að“ eigi
ekki heima í vottorði af þessu tagi.
I úrskurðinum segir jafnframt að
**reglum um trúnaðarlækna sé í
ýmsu ábótavant og þó hljóti að falla
undir verksvið læknanna að segja
forsvarsmönnum fyrirtækja til um
vinnuhæfni starfsmanna. -rt
Flugmenn:
Lítil hreyfing
Flugmenn og viðsemjendur
þeirra frestuðu klukkan hálfsjö í
morgun fundi hjá sáttasemjara. Lít-
ið hreyfðist í samkomulagsátt á
fundi þeirra í nótt en nýr fundur er
boðaður klukkan 15 í dag.
Verði af verkfalli stöðvast allt flug
til og frá landinu í tvo sólarhringa
frá klukkan 20 á föstudagskvöld.
'*^Dtímabundið verkfall skellur síðan á
þann 25. april semjist ekki. -rt
Prófessorarnir Jón Torfi Jónasson og Páll Skúlason skála í kampavíni seint í gærkvöldi eftir að niðurstööur úr rekt-
orskosningunum lágu fyrir. Kjósa þarf aftur á milli þeirra í næstu viku. Sjá frétt á bls. 2 um niöurstööu rektorskosn-
ingar í Háskóla íslands. DV-mynd Hilmar Þór
Skatta- og lífeyr-
isfrumvörpin í
uppnámi
„Það verður víst engu logið upp á
þessa menn,“ sagði Bjöm Grétar
Sveinsson, formaður Verkamanna-
sambands íslands, þegar DV leitaði
viðbragða hans við meðferð þings-
ins á skattalækkunarfrumvarpi rík-
isstjórnarinnar.
Ólafur G Einarsson, forseti Al-
þingis, sagði í samtali við DV í
morgun að fjármálaráðherra myndi
mæla fyrir skattafmmvarpi og líf-
eyristryggingafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar á morgun, fostudag.
Hann sagði að brugðið gæti til
beggja vona með að þau verði að
lögum fyrir þinglok, þar sem bæði
eru seint fram komin og mjög viða-
mikil. „Ég skil nú ekki hvers vegna
ekki ætti að vera hægt að renna
frumvarpinu í gegn og afgreiða það,
eins og ríkisstjórnin hefur þó lofað í
tengslum við kjarasamningana,
ekki held ég að andstaða sé gegn því
í þinginu sem slík,“ sagði Björn
Grétar Sveinsson í morgun. -SÁ
Hjónin í Hafnarfirði:
Linda af gjörgæslu
Hjónin sem lentu í alvarlegu um-
ferðarslysi í Hafnarfirði á annan
dag páska eru enn á batavegi. Linda
Bragadóttir er laus af gjörgæslu og
úr hættu en Gunnari Gunnarssyni
er ennþá haldið sofandi. -sv
Verslunarstjóri KS í Varmahlíð lætur af störfum:
Neltaði að selja
kaupfélagspylsur
Ákveðið hefur verið að versl-
unarstjóri Kaupfélags Skagfirð-
inga í Varmahlíð hætti störfum
vegna deilna við kaupfélags-
stjórnina um hvaða tegund af
pylsum skuli selja í greiðasölu
kaupfélagsins í Varmahlíð. Versl-
unarstjórinn, Helgi Gunnarsson,
mun láta af störfum þann 15. maí
nk. Deilur hafa staðið milli hans
og yfirstjómar KS um áherslur í
rekstri síðan á miðju ári 1995
þegar hann ákvað vegna ítrek-
aðra kvartana viðskiptavina
greiðasölunnar í Varmahlíð að
hætta að selja heitar pylsur frá
kjötvinnslu Kaupfélags Skagflrð-
inga. Viðskiptavinirnir, aðallega
ferðafólk, voru samkvæmt heim-
ildum DV, ekki sáttir við bragðið
af pylsunum og því ákvað versl-
unarstjórinn, Helgi Gunnarsson,
að skipta yfir í pylsur frá Slátur-
félagi Suðurlands. Þetta varð
samkvæmt heimildum DV til
þess að stífni komst í samstarf
útibússtjórans og kaupfélags-
stjórnarinnar sem vildi eindregið
að kaupfélagspylsurnar yrðu
áfram einar á boðstólum. Deilur
þessar enduðu með því að ákveð-
ið var að Helgi léti af störfum.
Hann vildi i samtali við DV ekk-
ert tjá sig um málið en staðfesti
að hann hefði gert starfsloka-
samning við yfirboðara sína.
Engin átök um pylsur
„Starfslok mín eru í fullri sátt
við dafyrirtækið og ég vil ekki tjá
mig um það mál frekar," segir
Helgi aðspurður hvort pylsurnar
hefðu orðið honum að falli.
DV hefur staðfestingu fyrir því
að SS-pylsur hafi komið í stað
kaupfélagspylsnanna árið 1995.
Jafnframt hefur blaðið fengið
staðfest að forveri Helga hafi al-
farið neitað að selja SS-pylsur
sem og aðrar vörur fyrirtaekisins,
en Helgi hafi aftur á móti tekið
inn þær vörur sem hann taldi lík-
legar til sölu.
Þórólfur Gíslason kaupfélags-
stjóri sagðist í samtali við DV
ekki kannast við pylsumálið í
Varmahlið og hann sagði starfs-
lok Helga vera í fullri sátt beggja
aðila.
„Hann er bara að færa sig til
eins og eðlilegt er. Þessi umræða
er langt fyrir neðan hné. Helgi er
enn í starfi hjá félaginu og mjög
líklegt að hann verði hér áfram
þó það verði í einhverju öðru en
hann er núna. Það eru engin átök
um pylsur," segir Þórólfur. -rt
L O K I
Veðrið á morgun:
Hæg vest-
lægátt
Á morgun verður hæg vestlæg
átt. Bjart veður og hiti 10-15 stig
suðaustanlands en annars skýj-
að og víða þokuloft við ströndina
með 5 til 10 stiga hita að degin-
um.
Veðrið í dag er á bls. 36