Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 7 Fréttir Verkföll framundan í fiskvinnslu: Forystan hefur brugðist „Það eru mjög margir ósáttir vegna þessara kjarasamninga og þá sérstaklega að bónusinn skuli vera tekinn að hluta inn í taxtana. Mörgun fmnst að 70 þúsund króna krafan hefði átt að ná fram að ganga án þess. Það er í rauninni fiskverkafólk eitt sem gefur eftir af sínum launvun,“ segir Þorbjörg Kristjánsdóttir, fiskvinnslukona og trúnaðarmaður hjá Granda hf„ um nýgerða kjarasamninga Dags- brúnar/Framsóknar sem voru naumlega samþykktir í heildarat- kvæðagreiðslu þar sem aðeins 23 prósent félagsmanna tóku þátt. „Ég samþykkti samninginn þó ég sé ekki sátt við hann. Ég er ef- ins um að við hefðum náð meiru með verkfalli. Ég tel að forystan hafi ekki staðið sig nógu vel og hún sé ekki í nógu góðu sambandi við fólkið,“ segir Þorbjörg. Mörg félög þar sem fiskvinnslu- fólk er ráðandi afl hafa fellt samn- ingana og mikil óánægja er í röð- um þess. Það stefnir því víða í verkföll í fiskvinnslu seinnihluta mánaðarins. Þorbjörg segir að starfsfólk Granda búi við góð skil- yrði þar sem fáir dagar falli úr vinnslu og þess vegna sé staðan - segja trúnaðarmenn Granda hf. víðast annars staðar frábrugðin og meiri óánægja við lýði. Guðmundur Einar Jónsson, framleiðslustjóri Granda, segist ekki verða var við mikla óánægju síns fólks vegna málsins og raunar bendi slök þátttaka i atkvæða- greiðslu til þess að ekki sé mikil óánægja með kjörin. „Saddur maður kvartar ekki og það er margt sem bendir til þess að fólk sé ánægt hér. Mér virðist sem fólk hafi verið tilbúið að sætta sig við þann samning sem yrði ofan á,“ segir Guðmundur. Óskar Jóhann Bjömsson, trún- aðarmaður og starfsmaðm- í mót- töku, tekur í sama streng og Þor- björg. „Ég samþykkti samningana með semingi og vildi auðvitað ná meiru fram. Kjör fiskverkafólks eru mjög misjöfh og við erum vel sett þar sem bónusinn er gegnum- sneitt góður. Það em sérstaklega slæm kjör hjá fiskverkafólki úti á landi. Það vantar hörkuna í for- kólfana og samstöðu meðal fólks- ins til að hægt sé að ná fram al- vörukjarabótum," segir Óskar Jó- hann. -rt Guömundur Einar Jónsson, framleiðslustjóri Granda, fyrir miðju ásamt trúnaðarmönnunum Óskari Jóhanni Björns- syni og Þorbjörgu Kristjánsdóttur. Þau eru sammála um að starfsfólk í fiskvinnslu Granda sé tiltölulega sátt við sin kjör. Trúnaöarmennirnir segja að almennt sé fiskverkafólk ekki öfundsvert af hlutskipti sinu og forystan hafi brugð- ist. ? DV-mynd ÞÖK Fjölmennur fundur vagnstjóra SVR: Vilja úrsögn úr Starfs- mannafélagi Reykjavíkur Fjölmennur fundur vagnsfjóra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur samþykkti einróma á mánudags- kvöld að krefjast úrsagnar úr Starfs- mannafélagi Reykjavíkur. í sam- þykkt frá fundinum er fulltrúum og varafulltrúum Níundu deildar falið að vinna að stofnun nýs félags sem gangi í Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Vísað er til slökkviliðs- manna, hjúkrunarfræðinga og leik- skólakennara sem gert hafi slíkt með góðum árangri að undanfömu. „Það er ekki ánægja með það hversu mjög við höfum dregist aftur úr í kjörum ef litið er til viðmiðun- arstétta okkar. Við erum komin langt aftur úr þeim,“ segir Sigur- bjöm Halldórsson, einn trúnaðar- manna vagnstjóra hjá Strætisvögn- um Reykjavíkur. í samþykktinni er kveðið á um að fullmótuð drög að félagslögum liggi fýrir ekki síðar en um næstu ára- mót. „Það þarf að halda um þetta mál sérstakan félagsfund og við munum gera það á næstunni," segir Sigur- bjöm. -rt Ferðamálaráð: Eiðfaxi fékk fjölmiðlabik- arinn Fjölmiðlabikarsnefnd Ferða- málaráðs hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eiðfaxi hljóti bik- arinn fyrir árið 1996. Blaðið þyk- ir með eftirtektarverðum hætti gegna mikilvægu hlutverki sem upplýsingamiðill um málefni tengd íslenska hestinum, ásamt ýmsu er tengir íslenska hestinn landi og þjóð. -sv Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fundaði f gær um kjaramálin. Hér má m.a. sjá vagnstjóra á fundinum en þeir krefjast úrsagnar úr félaginu. DV-mynd E.ÓI. Vogar: Par handtekið með fíkniefni Par var handtekið í Vogunum í fyrrakvöld vegna fíkniefhamisferlis. Maðurinn var stöðvaður fyrir utan heimili sitt og fannst nokkurt magn amfetamíns í fórum hans. Við húsleit á heimili mannsins fundust kannabiseöii, 15 kannabisplöntur í ræktun og áhöld til fikniefnanotk- unar. Sambýliskona mannsins var einnig handtekin. Aö sögn rann- sóknardeildar lögreglunnar i Kefla- vík telst málið upplýst. -RR Vegfarendur um miðbæ Reykjavíkur hafa tekið eftir „nýju köku- og kaffi- húsi“ á Frakkastígnum sem kennt er við Karólínu. Fallegu terturnar f glugg- anum eru bara plat og innandyra eru leikarar að sýnast fyrir framan mynda- vélina. Það er verið að taka upp eitt atriöi f mynd Óskars Jónassonar sem hefur vinnuheitið Perlur og svfn. Á myndinni eru það Marfa Guðmundsdótt- ir og Baldvin Halldórsson sem taka snúning fyrir framan vélarnar. DV-mynd ÞÖK UM GRAM GÆÐIN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. Á næstunni kynnum við nýjar gerðir Gram kæliskápa og bjóðum því síðustu skápana af 1996 árgerðinni á sérlega hagstæðu verði, eins og sjá má hér að neðan. cnniY fyrsta flokks 11W frá HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI552 4420 KF-135TU 550 x601x 843 109 + 27 48.980 KF-184 550x601x1065 139 + 33 48.980 KF-232GT 550x601x1285 186 + 33 56.940 KF-263 550x601x1465 197 + 55 54.990 KF-245EG 595x601x1342 168 + 62 62.990 KF-355E 595x601x1742 272 + 62 69.990 KF-345E 595x601x1742 190 +133 79.990 GRAM Ytri mál mm: Rými lítr. gerð: B x D x H kæl.+fr. Kæliskápar án frystis: K-130 550 x601x 715 116 K-155TU 550 x601x 843 155 KS-200 550x601x1065 195 KS-240 550x601x1265 240 KS-180TU 595 x601x 843 168 KS-300E 595x601x1342 271 KS-350E 595x601x1542 323 KS-400E 595x601x1742 377 Staðgr. kr. 39.990 47.490 48.440 53.980 49.990 56.990 63.980 71.970

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.