Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 Vandi stöðv- arinnar „Helsti vandi stöðvarinnar er ef til viU að skilaboðin eru ekki alltaf nægilega skýr. Við sjáum ekki hvort um grín eða gagnrýni er að ræða.“ Hjalti Hugason prófessor, um Enn eina stöðina, í DV. Skrefin „Þetta eru tvö skref áfram og eitt til baka.“ Þórir Einarsson sáttasemjari, um ganginn í samningamál- um, í Degi-Tímanum. Fúlt að fá ekki að gera neitt „Það er fúlt að vinna fyrir Tó- baksvarnanefnd, vera ekki eftir- litsaðili og geta ekkert gert þó lögin séu þverbrotin." Þorgrímur Þráinsson, fram- kvæmdastjóri Tóbaksvarna- nefndar, í Alþýðublaðinu. Ummæli Þeir sem horfa á Strandverði „Hver sá sem segist horfa á Strandverði til að fylgjast með uppeldi Hoby eða lífinu á strönd- inni er annaðhvort lygari eða skráður meðlimur í Kvennalist- anum.“ Guðmundur Albertsson, í les- endabréfi í DV. Umbúðir og innihald „Til þessa hafa viðræður snú- ist meira um umbúðir en inni- hald.“ Ögmundur Jónasson, form. BSRB, í Alþýðublaðinu. Bólusetning er ekki mikil aðgerð, samt er það svo að margir kvíða henni. Bólusetning Lengi vel var flótti eina úr- ræði fólks þegar bólusótt var væntanleg. Bólusetning af ein- hverju tagi var þó viðhöfð á Ind- landi eða í Kína aftur í fomeskju og var hún í raun fyrsta úrræði manna til að skapa ónæmi. Upp- þomað hreistur af bólusóttarkýl- um var tekið í nefið í ónæmis- skyni í Austurlöndum fjær 800 áram áður en Englendingurinn Jenner uppgötvaði kúabóluefnið. Hin austurlenska aðferð var óþekkt í Evrópu fram til 1717 en þá fréttist að lafði Mary Wortley Montaque, kona breska sendi- herrans í Konstantínópel, hefði látið gera þriggja ára son sinn ónæman. Blessuð veröldin Kúabóluefni Janners 14. maí 1796 dró Edward Jenn- er gröft út úr kúabólu á hendi ungrar stúlku og setti hann í handlegg átta ára gamals drengs. Stúlkan var með kúabólu, mein- lausan sjúkdóm sem var algeng- ur í mjaltastúlkum. Tíu dögum síðar kom bólan út. Hún læknað- ist eftir skamma hríð. Næst lét Jenner drenginn liggja í rúmi hjá bólusóttarsjúklingi til þess að athuga hvort hann smitaðist af honum og drengurinn smitað- ist ekki. Bólusetningin hafði gert hann ónæman. Jenner kallaði vökvann vaccine sem dregið er af latneska orðinu vacca og þýð- ir kýr. Þokubakkar og sums staðar súld Skammt suðvestan af landinu er kyrrstæð og víðáttumikil 1034 mb hæð. Veðrið í dag í dag verður hæg vestlæg eða breytileg átt. Norðan og vestan til á landinu verða þokubakkar og sums staðar súld en skýjað með köflum um landið suðaustanvert. Hiti á bil- inu 2 til 13 stig, hlýjast á Suðaust- urlandi yfir daginn en kaldast á norðausturhominu. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytileg átt og þokusúld öðru hvoru. Hiti 6 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.08 Sólarupprás á morgun: 5.45 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.32 Árdegisflóð á morgun: 3.47 Vedrið kl. 6 í morgun Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 7 Akurnes þoka 2 Bergstaöir Bolungarvík skýjaö 7 Egilsstaöir skýjaö 4 Keflavíkurflugv. þoka 6 Kirkjubkl. skýjaö 6 Raufarhöfn rigning 3 Reykjavík rigning og súld 6 Stórhöföi þoka 6 Helsinki skýjaö 2 Kaupmannah. skýjaö 4 Ósló létttskýjaö 2 Stokkhólmur skýjaö 4 Þórshöfn alskýjaö 6 Amsterdam léttskýjaö 2 Barcelona skýjað 14 Chicago alskýjaö 2 Frankfurt úrkoma í grennd 4 Glasgow skýjaö 9 Hamborg léttskýjaö -0 London alskýjaó 9 Lúxemborg hálfskýjaö 3 Malaga skýjaö 17 Mallorca skýjað 10 París léttskýjaö 4 Róm skýjaö 7 New York hálfskýjaö 12 Orlando skýjaö 18 Nuuk skýjaö 3 Vín skýjað 2 Washington léttskýjaö 13 Winnipeg heiöskírt -4 Sigurður Kjartansson byggingafræðingur: Hafði áhyggjur í fyrstu af að hafa bent á ranga menn Sigurður Kjartansson bygginga- fræðingur og Hallgrímur Magnús- son læknir voru þeir sem urðu til þess að lögreglan komst á slóð ræn- ingjanna þriggja sem rændu pen- ingasendil á mánudagsmorgun. Sýndu þeir mikið snarræði þegar þeir eltu ræningjana og náðu núm- eri bílsins sem þeir voru á, sem svo varð til þess að lögreglan komst á sporið. Sigurður og Hallgrímur starfa báðir á Suðurlandsbraut 48 þar sem ránið var framið. í stuttu spjalli var Sigurður fyrst spurður hvemig honum hefði liðiö meðan á öllu þessu stóð: „Þetta tók svo Maður dagsins snöggt af að það var ekki fyrr en eft- ir á að ég fór að hugsa um atburð- inn og hafði þá mestar áhyggjur af því hvort ég hefði bent á ranga menn. Kringumstæðurnar voru samt þannig að erfitt var að ímynda sér annað en að þetta væm ræningj- amir. Sigurður sagði aðspurður að ræn- ingjamir hefðu aldrei orðið varir við eftirfórina: „Ég held að þeir hafi verið alveg grunlausir og sjálfsagt — Sigurður Kjartansson. ekki dottið í hug að þeim væri veitt efthför. Eftir á að hyggja þá var ég sjálfúr hissa hvað við Hallgrímur vorum fljótir að hugsa því þarna var um sekúndur að ræða. Einnig er ánægjulegt tO þess að vita hvað lögreglan stóð sig vel í leitinni að ræningjunum. Það að tveir almennir borgarar fari að taka upp á því að elta ræn- ingja er nokkuð sem enginn myndi þora að gera í stórborg: „íslending- ar eru ekki vanir glæpamennsku af þessu tagi og því bregðumst við svona við. Ég var eitt sinn í Kaup- mannahöfh og var að bíða eftir strætó. Stutt frá rak einhver náungi höndina í bílrúðu, braut hana og tók tösku og aðra persónulega hluti og labbaði á brott. Þeir sem næstir stóðu hreyfðu sig ekki, litu aðeins undan. Þetta held ég gæti aldrei gerst á íslandi." Sigurður Kjartansson er bygg- ingafræðingur og rekur ásamt syni sínum, Kjartani, stofu sem annast hönnun, ráðgjöf og byggingareftir- lit. Þegar hann var spurður um áhugamál sagðist hann nýverið hafa ánetjast golfinu: „Ég hef ákaf- lega gaman af að spila golfið, er svona að ná áttum í íþróttinni áður en ég geng í golfklúbb. Það er mjög margt sem gerir golfið skemmtilegt, þetta er kjörin fjölskylduíþrótt, íþrótt sem tekur vel á móti byrjend- um. Þegar svo farið er í frí til út- landa er einstaklega gaman að kynnast nýjum golfvöllum og hitta skemmtilegt fólk. Þá er það ekki síst gaman að í golfinu er maður alltaf að keppa við sjálfan sig.“ Eiginkona Sigurðar er Eyrún Gunnarsdóttir og þau eiga þrjú börn. Kasthjól Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. Rósa Guðný Þórsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Steinunn Ólafsdóttir í hiutverkum sínum. Vinnukonurnar í Kafilleikhúsinu í Hlaðvarp- anum er nú verið að sýna Vinnukonurnar eftir Jean Genet og er næsta sýning í kvöld. Vinnukonumar var frumsýnt í París árið 1947 og hefur ásamt öðrum verkum Genet haft mikil áhrif á hugmyndir manna um leikhús á síðari hluta tuttugustu aldar. Fjölmargir leikstjórar hafa tekist á við verkið og hægt er að skoða það frá ýmsum sjón- arhomum. Leikritið hefur einu sinni áður verið sýnt hér á landi, hjá Grímu árið 1963. Leikstjóri í þetta skiptið er Melkorka Tekla Ólafsdóttir en meö hlutverkin þrjú fara Rósa Guðný Þórsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Þýðendur verksins eru Vigdis Finnbogadóttir og Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Leikhús Smáborgarabrúðkaupið Leikfélag Selfoss hefur hafið sýningar að nýju eftir páskafrí á Smáborgarabrúðkaupinu eftir Bertholt Brecht í leikstjórn Við- ars Eggertssonar. Er sýning á leikritinu í kvöld í Kaffileikhús- inu, Sigtúnum 1, Selfossi. Leik- ritið verður síðan sýnt á sama stað á fóstudags- og laugardags- kvöld. Sýningar heíjast kl. 20.30. Bridge Pólverjarnir Roman Kierznowski og Krzysztof Lukaszewicz (þau eru erfið þessi pólsku nöfn) vora næsta öruggir sigurvegarar á Evrópumót- inu i tvímenningi í marsmánuði síð- astliðnum með 56,48% skor. Parið í öðru sæti (Quantin og Abecassis frá Frakklandi) var með 55,75% skor. í þessu spili úr mótinu sýnir Bretinn Paul Hackett (faðir landsliðsspilar- anna Jason og Justin Hackett) fæmi sína í úrspilinu. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og n-s á hættu: * Á8642 W ÁK8 * D9 * 653 * 9 DG109 * K87542 * KG 4 KD53 •* 7643 * Á6 * Á42 Norður Austur Suður Vestur 1 4 pass 3 Grönd 4 ♦ 4 4 p/h Þriggja granda sögn suðurs lýsti jafnskiptri hendi með góðum spaða- stuðningi og vestur ákvað að koma inn á fjórum tíglum til að benda á útspil. Samningurinn lítur ekki allt of vel út og tapslagirnir virðast óhjákvæmilega vera fjórir. Austur spilaði út tigli og Hackett drap á ás- inn, tók þrisvar tromp og vestur henti tvisvar tígli. Hackett spilaði sig síðan út á tígli. Vestur drap og spilaði hjartadrottningu sem Hackett drap á kóng og spilaði síðan litlu laufi frá báðum höndum. Vest- ur átti slaginn og spilaði aftur hjarta en Hackett drap á kónginn, spilaði laufás og meira laufi. Austur átti ekkert eftir nema tígul og lauf og varð að spila upp í tvöfalda eyðu. Fimm tíglar er reyndar ágætis fóm, svo fremi sem fjórir spaðar standa. Sagnhafi getur sloppið 3 niður (500 í dobluðum samningi) ef hann gefur aðeins einn slag á tromp). ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.