Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1997, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1997 Sviðsljós r>v Liam Gallagher og Patsy Kensit valda skemmdum á húsbúnaði: Elskuðust svo heitt að rúmið fór í spað Hollywood- stjarnan gerð að sendiherra Kvikmyndaleikarinn og ósk- arsverðlaunahafinn Sidney Poiti- er tók formlega við embætti sendiherra Bahamaeyja í Japan í gær þegar hann afhenti Akihito keisara trúnaðarbréf sitt í keis- arahöllinni í Tokyo. Leikarinn mun ekki búa í Japan þar sem Bahamaeyjar hafa ekki sendiráð í Tokyo. Sidney Poitier fékk ósk- arsverðlaun á sínum tíma, fyrst- ur allra þeldökkra leikara, fyrir frammistöðuna í myndinni Liij- um vaUarins frá árinu 1963. Af öðrum frægum myndum sem hann hefur leikið í má nefna Gettu hver kemur í matinn? og í næturhitanum. Leikarinn hefur tvöfaldan ríkisborgararétt, bæði í Bandaríkjunum og á Bahama- eyjum. Patsy Kensit og Liam Gallagher rifust eins og hundur og köttur milli þess sem þau elskuðust heitt og innilega í risarúmi í einu af fínni hverfum Lund- úna. Slmamynd Reuter I Fjörkállinum i DV á fösltidögum Á Bylgjunni á limmtuúögum kl. 20 og endurtluttur á laiigardögum kl. 16 r 4 VA\ |il t|f| ||l nímiiri' ■gfjl Ujf™/ f ■kS'",- . p» t. 1 Atgangurixm var svo mikill þegar þau Liam Gallagher og Patsy Kensit elskuðust á heimili sínu í London að rúmið lét undan. Ekkert venjulegur beddi, heldur þrjú hundruð þúsund króna gripur úr massífum viði. Liam er að sjálfsögðu höfuðpaur- inn í bresku poppsveitinni Oasis og Patsy er leikkona. Þau gengu nýlega í hjónaband. „Rúmið var alltaf mjög stinnt þeg- ar ég svaf í þvi en núna riðar það til falls,“ segir hin 27 ára gamla Kimberley Cowell, eigandi umm- rædds rúms. Kimberley leigði Liam og Patsy glæsihús sitt í St. John’s Wood hverf- inu í Lundúnum fyrir tvö þúsund pund á viku og lét þau að auki greiða tuttugu þúsund pund í tryggingu. Hún ætti því að geta endumýjað rúmið og gert við aðrar skemmdir sem skötuhjúin ollu á húsinu. „Ég gerði alltaf ráð fyrir að ástar- lífið hjá þeim yrði með kröftugra móti. Og þau hljóta svo sannarlega að hafa átt nokkrar trylltar nætur," segir Kimberley. Hún ætti að vita allt um það, fyrrum fyrirsætan sem lét taka af sér myndir fyrir kennslu- bók í erótísku nuddi. Þau Liam og Patsy eru fræg fyrir rifrildin þar sem þau slógust eins og hundur og köttur. Hús Kimberley ber þess líka greinilega merki því sprunga er komin í hurðina á hjóna- herberginu, rétt eins og einhver hafi sparkað i hana. Húsiö er nú ekki beint í rúst en Kimberley viðurkennir að það hafi verið dálítið draslaralegt um að lit- ast þegar Liam og Patsy skiluðu því af sér skömmu áður en þau gengu í hjónabandið á dögunum. „Þegar maður leigir Liam Gallag- her á maður svo sannarlega von á hinu versta," segir Kimberley leigu- sali. Leikkonan Anne Heche, ein af stjörnunum í hasarmyndinni Volcano, kom á frumsýningu myndarinnar í Hollywood meö Ellen DeGeneres, stjörnunni í sjónvarpsmyndaflokknum Ellen. Simamynd Reuter Fékk í raun lítið kvennabúr með Cindy Næturklúbbseigandinn Rande Gerber fékk eiginlega lítið kvenna- búr þegar ofurfyrirsætan Cindy Crawford játaðist honum ekki alls fyrir löngu. Eins og allar góðar fyrirsætur er Cindy nefnilega dug- leg að breyta útliti sínu og er þar með orðin allt önnur kona í hvert skipti. Þetta var sérstaklega áþreifan- legt þegar þau fóru saman til Par- ísar á dögunum. Fyrst gengu hin nýtrúlofuðu um í hversdagslegum klæðnaði um götur heimsborgar- innar og kíktu á flóamarkaðinn í Clignancourt. Þaö voru ekki marg- ir sem báru kennsl á hana þar. Aö göngutúrnum loknum hélt Cindy til tískuhönnuðarins Johns Gallianos sem heldur uppi heiðri Cindy Crawford og Rande Gerber í Parls. Diortískuhússins. Þar fór ekki milli mála hver það var sem gekk um og sýndi næstu haust- og vetr- artísku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.