Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1997, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 28. APRÍL 1997 9 Útlönd Þúsundir hafa yfirgefið heimili sín vegna flóða í Rauðá: Flóðhæðin við landa- mærin minni en spáð var íbúar í bæjum nærri landamærum Kanada og Bandaríkjanna, sem hafa yflrgefið heimili sín, fengu góöar frétt- ir í gær þegar embættismenn sögðu að flóðin í Rauðá yrðu hugsanlega ekki jafhmikil og spáð hafði verið. Búist var við að flóðin í Rauðá mundu ná hámarki við landamæra- bæinn Emerson í Manitoba í Kanada, sem nú er að mestu mann- laus, í nótt eða í morgunsárið. „Það eru engar breytingar á spánni fyrir Rauðá, nema hvað há- markshæð flóðsins við Emerson verður um feti minni en áætlað var,“ sagði verkfræðingurinn Larry Whit- ney í gær. Þrjátíu og níu hjálparsveitamenn héldu til á bak við gríðarstóran flóð- garð sem á að veqa Emerson, þar sem 750 manns búa, fyrir vatnavöxt- búar í Grande Pointe í Manitobafylki í Kanada róa burt frá heimili sínu eftir aö hafa kannaö verksummerki eftir flóðin í Rauðá. * Símamynd Reuter IIH ■,ms t unum í Rauðá. Áin var orðin 29 kíló- metra breið á þessum slóðum í gær. Rúmlega sautján þúsund ibúar hafa verið fluttir frá heimilum sínum í sunnanverðu Manitobafylki. Marg- ir þeirra hafa leitað hælis á íþrótta- leikvangi í Winnipeg. Vatnavextirnir i Rauðá eru þeir mestu frá árinu 1852. Þeir hafa vald- ið griðarlegum skemmdum á stórum landsvæðum í Norður- og Suður- Dakota og Minnesota í Bandaríkjun- um og miklum hluta sunnanverðs Manitoba. íbúar á sumum stöðum í Norður- Dakota fengu að snúa heim í nokkr- ar klukkustundir í gær til að byrja að hreinsa til á heimilum sínum sem eru á kafi í eðju og vatni. Hætta er talin á að sjúkdómar brjótist út. Reuter Hún valdi skartgrípi frá Silfurbiíðinni <0) SILFURBUÐIN VXy Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - ISPÓ Góður og ódýr kostur Ispó er samskeytalaust akrýlmúrkerfi. Pessar lit- og bossafögru stúlkur eru fyrirsætur þýska listamannsins Joes Brockerhoffs sem málaði þær í bak og fyrir með loftbursta á líkamslistarsýn- ingu í Sviss í gær. Símamynd Reuter Uppreisnarmenn í Saír setja skilyrði: SÞ fá 60 daga til að selflytja flóttamenn Laurent Kabila, leiðtogi uppreisn- armanna í Saír, sagði í gær að Sam- einuðu þjóðimar hefðu sextíu daga til að flytja alla rúandíska flóttamenn af ættbáiki hútúa í Saír til síns heima. Kabila sagði á fundi með frétta- mönnum, eftir viðræður við fulltrúa SÞ og Evrópusambandsins, að heim- flutningamir með flugvélum ættu að hefjast frá Kisangani þann 1. maí. „Ég gaf þeim 60 daga frest. Þeir verða að fara fyrir þann tíma. Þetta hefur tekið allt of langan tíma og ef þessu veröur ekki lokið gerum við það sjálfir," sagði Kabila. Hann vísaði því harðlega á bug að menn hans hefðu staðið fyrir árásum á rúmlega fimmtíu þúsund flótta- menn og valdið því að þeir flúðu úr búðum sínum sunnan við Kisangani. Uppreisnarforinginn sagði að hann ætlaði einnig að fara fram á persónulega afsökunarbeiðni frá Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóra SÞ, fyrir að saka uppreisnarmenn um að hafa vísvitandi leyft þúsundum flóttamanna að deyja. Uppreisnarmenn lokuðu svæðun- um kringum flóttamannabúðimar fyr- ir viku og komu i veg fyrir að hjálpar- stofnanir og fréttamenn kæmust þangað. Þegar starfsmenn SÞ komust loks i búðimar á miðvikudag voru flóttamennimir allir á bak og burt. Af ummerkjum að dæma höfðu þeir haft sig á brott í skyndingu. Leit að þeim úr lofti bar svo engan árangim. Kabila sagði að menn sínir vissu hvar flestir flóttamennimir væru og hann mundi aðstoða SÞ við að finna þá. Reuter Fronsku stjórnarflokk- unum spað Stjórnarflokkarnir i Frakklandi njóta töluvert meira fylgis meðal þjóðarinnar en sameinaðir vinstri- flokkar í stjórnarandstöðu, ef marka má skoðanakönnun sem blaðið Figaro birti í gær. Meirihluti stjórnarflokkanna á þingi verður þó ekki jafnmikill og nú, eftir kosning- arnar í lok næsta mánaðar. Samkvæmt könnun Figaro fengju stjómarflokkamir um 329 þingsæti, sósíalistar, aðrir vinstriflokkar og meirihluta umhverfissinnar fengju samtals 202 sæti, kommúnistar 29 sæti og hægriöfgamenn í Þjóðarfylkingunni fengju eitt sæti. Stjórnarflokkarnir hafa nú 464 þingmenn af 577. Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, lýsti í gær yfir vilja sínum til að stjórna með kommúnistum, fengju flokkamir meirihluta. Kommúnist- ar yrðu þó að sætta sig við stefnu- mál sósíalista. Reuter nwr**Trr,B,í1,,í^ði KKitrEtrírrrrrCBf ClDrSMBDDUQiBllN C Yfir 650 hús klædd á síðastliðn- um 16 árum. 5 ára ábyrgö. Gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Múrklæðning hf. Smiðsbúö 3, 210 Garöabær Sími 565 8826 Verðið hlýtur að vega þungt þegar þú veltir því fyrir þér hvaða bíl þú eigir að fá þér. Hvers vegna þarftu að kaupa dýran bíl þegar hægt er að fá vel búinn sjálfskiptan bíl á svo hagstæðu verði ? Líttu á Accent og spurðu þig svo Accent 4/5 dyra GLSi sjálfsk. <s Verð , 99.0 HYunDni til jramtidar GLSi vél búin: 1.5 lltra rúmmáli 12 ventlum Fjölinnsprautun 90 hestöflum Vökva- og veltistýri Samlæsing Rafdrifnar rúöur Rafdrifiö loftnet ÚtvVsegulb. með 4 hátölurum Stafræn klukka Fjarstýrö opnun á benslnloki Dagljósabúnaöur Litafi gler Tveggja hraöa þurrkur meö biörofa og rúöusprautu Afturrúöuhitari meö tlmarofa Samlitir stuöarar Heilir hjólkoppar Tveir styrktarbitar I huröum Krumpusvæöi Barnalæsingar o.m.fl. ÁRMÚLA 13, SlMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.