Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. MAI 1997
S
dv Fréttir
------------------,--------------------------------.— ------*---------------------------^---------------
Bæjarstjóri Seltjarnarness vill selja jarðhitaréttinn:.
Afgreiðir málið í fjórum embættum
- vörum við þessu, segir Eggert Eggertsson bæjarfulltrúi
„Hraðinn í þessu máli hefur
verið slikur að Sigurgeir bæjar-
stjóri hefur sent bréf til for-
manns stjórnar Hitaveitunnar og
stjórnarformaðurinn sendi síðan
ritara fjárhags- og launanefndar
tillögu um að Hitaveitan kaupi
þennan jarðhitarétt á 55 milljón-
ir. Þetta væri kannski ekkert
merkilegt nema fyrir þá sök að
einn og sami maðurinn situr í
öllum embættunum. Síðan mun
bæjarfulltrúinn Sigurgeir Sig-
urðsson, oddviti Sjálfstæðis-
flokks, flytja málið I bæjarstjórn.
Þarna er of mikið vald á einum
stað því ef þessi maður vill keyra
svona mál í gegn þá gerir hann
það í krafti hinna ýmsu emb-
ætta,“ segir Eggert Eggertsson,
bæjarfulltrúi minnihlutans á Sel-
tjarnarnesi.
Ljúka skólanum
Eggert segir að Sigurgeir Sig-
urðsson bæjarstjóri vilji selja
Hitaveitu Seltjarnarness jarð-
hitaréttindi bæjarins. Það komi
til af því að 45 milljónir vanti til
þess að ljúka við að byggja Mýr-
arhúsaskóla. í sjóði Hitaveitunn-
ar séu til 45 milljónir og því sjá
menn þarna auðvelda leið til þess
að ná í peningana.
„Minnihlutinn er alveg sam-
mála því að ljúka þurfi við skól-
ann. Við vörum hins vegar við
því að jarðhitarétturinn sé seldur
með þessum hætti. Bæði held ég
að það stangist á við lög og síðan
er varhugavert að selja réttinn
úr höndum sér. Verði þetta raun-
in fara kjörnir fulltrúar bæjarins
ekki lengur með þessi jarðhita-
mál. Við viljum frekar leigja veit-
unni þetta og teljum að það komi
sér betur við bæinn.“
Eggert segir málið illa grund-
að. Ekkert hafi verið skoðað
hvað þetta eigi að kosta í raun.
Hann segir 45 milljónir allt of
lága tölu. Hún sé fengin með því
að skoða hvað skólinn muni
kosta og hvað veitan eigi í sjóði.
Málið hafi ekki verið skipulagt
meira en það.
„Bærinn og bæjarbúar þurfa
að leggja í talsverðan kostnað
vegna hitaveitunnar og því er
ekki nema eðlilegt að hún borgi
það sem henni ber í bæjarsjóð,"
segir Eggert Eggertsson.
Hagkvæmt fyrir báöa
„Það er enginn vafi í mínum
huga að þessi sala er hagkvæm
fyrir báða aðila. Verðið er reikn-
að út frá eins árs veltu hitaveit-
unnar og þótt eflaust megi deila
um það held ég að það sé sann-
gjarnt," segir Sigurgeir Sigurðs-
son bæjarstjóri við DV í gær. Að-
spurður hvort hann kæmi að
málinu úr of mörgum embættum
sagði Sigurgeir að stundum væri
gott að of margir hausar kæmu
ekki að málum. Hann sagðist
vonast til þess að málið yrði af-
greitt í bæjarstjórn í dag. -sv
Þorsteinn Þorbergsson skipstjóri við bát sinn.
Kúfiskveiðar frá Þórshöfn:
Góður gangur í veiðunum
DV, Þórshöfn:
„Veiðarnar ganga vel. Þetta er
svipaður afli og fyrir vestan. Við
fiskum nóg til að halda verksmiðj-
unni gangandi," segir Þorsteinn
Þorbergsson, skipstjóri á skelfisk-
bátnum Öðufelli, sem annast hrá-
efnisöflun fyrir kúfiskverksmiðju
Hraðfrystihúss Þórshafnar.
Báturinn fer á sjó 5 daga i viku
þegar unnið er i verksmiðjunni.
Þrír skipverjar eru um borð og seg-
ir Þorsteinn að þeir hafi náð tökum
á veiðunum að mestu.
„Ég kynnti mér þessar veiðar í
Ameríku. Svo hafa Ameríkanar ver-
ið hér til að leiðbeina okkur með
bátinn. Það er framtíð í þessum
veiðiskap en við þurfum tíma til að
aðlagast veiðiskapnum," segir Þor-
steinn. -rt
Ef þú átt þér draum um að eignast glæsilegan sjálfskiptan
eðalvagn, sem tekur öðrum fram í útliti og aksturseiginleikum,
þá er Hyundai Sonata bíllinn. Og það er stutt frá draumnum yfir
mræmi við gæði þessa
í veruleikann
Veglegt afmælistilboð!
Sjálfskipt Sonata /XI
Verð:
HYunoni iyí^iLa
til fratntíðar ÁRMÚLA 13, REYKJAV[K, SÍMI: 568 1200 - BEINN SÍMI: 553 1236
PIOMEER
The Art of Entertainment
wm
:aw ©Picwvccn ' • - 5S»<-
353 'v'l *. •
m I il í 7l '< n : líllí! jes m
5 œ nnjiiU 1 cjib -L-
DEH 435/útvarp og geislaspilari
• 4x35w magnari • RDS • Stafrænt útvarp • 18 stöðva minni
• BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu
• Aðskilin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka
PIOMEER
The Art of Entertainment
KEH 1500/útvarp og segulbandstæki
> 4x22w magnari • Stafrænt útvarp • 24 stöðva mlnni
> BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu
• Aðskilin bassi/diskant
Kr.fflZi9.
* 1 ~ O
o
ö D Tf T rt . C3K O
f> niiiJ .1
Wminn
.1 toltækjum! I
B R Æ Ð U
N I R
KEH 2500/útvarp og segulbandstæki
• 4x35w magnari • Stafrænt útvarp «18 stöðva minnl • RDS
• BSM • Loudness • Framhlið er hægt að taka úr tækinu
• Aðskiiin bassi/diskant • RCA útgangur • Klukka
Sími 533 2800
Umbo&smertn um land allt
Reykjavík: Byggt og Búiö Vesturl'and: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guðni Hallgrímsson Grundarfiröi Ásubúð.Búöardal Vestflrölr: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi.
Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstöðum. Verslunin Vík, Neskaupstað. Suöurland: Árvirkinn, Selfossi.
Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavfk. ___^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■nMHHM