Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997
11
Fréttir
Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar:
Pólitíkin hér
er mann-
skemmandi
megi árangur á annars bágum i]ár-
hag bæjarfélagsins.
„Margt af því sem Jón Gauti er
að gera eru sömu aðgerðir og við
kratar lögðum til en ekki mátti
heyra minnst á á þeim tíma,“ segir
hún.
Hún segist hafa lagt til á fúndi
bæjarstjómar nýlega að Gísla Ólafs-
syni yrði sagt upp störfum en tillög-
unni hafi verið vísað frá af meiri-
hlutanum. Jóhanna Kristín segir að
þrátt fyrir að loft sé lævi blandið í
Vesturbyggð sé hún síður en svo á
fóram. Þvert á móti ætli hún að
berjast fyrir betra mannlífi og heil-
brigðari stjórnunarháttum.
„Það er gott að eiga heima hér
þegar á allt er litið og ég bíð eftir
þeim degi að jákvæðnin taki við af
neikvæðninni," segir Kristín Jó-
hanna. -rt
Jólaljósin niöur
„Það var meiningin að taka jólaseríuna niður fyrir sumardaginn fyrsta. Við
erum um það bil að ná því markmiði," sögöu þeir Jóhann Árnason og Matth-
ías Þorvaldsson, starfsmenn Gunnólfs hf. á Bakkafirði sem voru í óðaönn
að taka niður jóiaseríu þegar DV átti leið um á dögunum. DV-mynd GVA
DV, Patreksfirði:
„Eins og ástandið hefur verið hér
er pólitíkin mannskemmandi. Ólg-
an hefur farið mjög illa með samfé-
lagið og það er mikil neikvæðni í
gangi,“ segir Kristín Jóhanna
Björnsdóttir, bæjarfulltrúi minni-
hluta Alþýðuflokksins í bæjarstjóm
Vesturbyggðar og fyrrverandi for-
seti bæjarstjómar.
Gísli Ólafsson, bæjarstjóri og for-
seti bæjarstjórnar, hefur undan-
farna mánuði verið í leyfi. Jón
Gauti Jónsson hefur leyst hann af á
meðan og hefur verið ráðinn til
næstu þriggja mánaða. Samkvæmt
heimildum DV mun Gisli taka við
starfi bæjarverkstjóra á meðan Jón
Gauti er til staðar. Kristín Jóhanna
segir að starf Jóns Gauta hafi verið
með miklum ágætum og merkja
Kristín Jóhanna Björnsdóttir við afgreiöslu í bakaríinu á Patrksfirði sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum.
DV-mynd Hilmar Þór.
Verslunin Lónið á Þórshöfn:
; Færist í vöxt aö heildsalan
greiöi flutningskostnaö
- segir Steini Þorvaldsson framkvæmdastjóri
DV, Þórshöfn:
„Reksturinn gengur vel þrátt
i fyrir þá erfiðleika sem fylgja versl-
un á landsbyggðinni," segir Steini
i Þorvaldsson, framkvæmdastjóri
| Lónsins á Þórshöfn.
Lónið rekur stærstu verslunina
á staðnum auk þess sem bakarí
fyrirtækisins sér nágrannabyggð-
unum fyrir brauði og kökum.
Steini segir flutningskostnað á
vörum íþyngja rekstrinum hvað
mest. Teikn séu þó á lofti um að
slíkt sé að breytast. „Það sem veld-
. ur okkur mestum erfiðleikum eru
flutningarnir þar sem við sitjum
( ekki við sama borð og Reykvíking-
i ar. Við þurfum að greiða stóran
' hluta flutningskostnaðar sjálfir.
Það færist þó reyndar í vöxt að
heildasalan greiði flutning á vöru
hingað,“ segir Steini.
Hann segir að þáttur stjórn-
valda hjálpi ekki til við aö létta
róðurinn. Erfitt sé um aðföng eftir
að Ríkisskip voru lögð niður og
treysta verði á vegina.
„Halldór Blöndal, samgönguráð-
( herra og þingmaður okkar, stóð
1 fyrir því að leggja niður flutninga
* á sjó. Ríkið tekur þungaskatt af
flutningabílum og virðisaukaskatt
Steini Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Lónsins á Þórshöfn, segir aö þáttur
stjórnvalda hjálpi ekki til við að létta dreifbýlisversluninni róöurinn.
DV-mynd GVA
af flutningsgjöldum. Þá er hróp- upp vöruverð og þar með að gera
legt ranglæti í háu raforkuverði. okkur lífið erfitt,“ segir Steini. -rt
Allt þetta hjálpast að til að spenna
Stökktu til
Benidorm
28. maí í 14 daga
frá kr. 23.932
c 'Sri ctU 1 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð þann
StU • 1 28. maí til Costa del Sol. Þú tryggir þér
SUU sæti í sólina og 5 dögum fyrir brottför
færðu að vita á hvaða hóteli þú gistir. Á Costa
del Sol finnur þú glæsilegasta aðbúnað á Spáni og heillandi
mannlíf sem er engu líkt og þú nýtur rómaðrar þjónustu fara-
stjómar Heimsferða allan tímann.
Yerð kr.
29.932
M.v. hjón með 2 börn í íbúð.
28. maí, 14 nætur, flug,
gisting, ferðir til og frá
flugvelli, skattar.
Verðkr. 39.960
M.v. 2 í íbúð, 14 nætur,
28. maí.
Vikulegt flug í
sumar.
r
L
iii
T wOffj
I
HEIMSFERÐJR
1092 CT 1097
%r
Austurstræti 17 - 2. hæi - Sími 562 4600