Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 Spurningin Ætlar þú á Fugees-tónleik- ana? Rán Pétursdóttir nemi: Já, alveg örugglega. Sandra Rós Matthíasdóttir nemi: Já, ef það er ekki uppselt. Sandra Konráðsdóttir nemi: Nei, ég ætla ekki á þá. Þorgeir Karlsson nemi: Nei, ég ætla ekki. Kristinn Rúnar Kristjánsson nemi: Nei, mér finnst hljómsveitin leiðinleg. Hólmfriður Sigurðardóttir nemi: Nei, ég ætla ekki að fara. Lesendur___________________ Foreldra vandamál ? Foreldravandamál - ekki unglingavandamál? Ásgeir Helgi Jóhannsson skrifar: „Ekki barnið mitt“ er eitt vin- sælasta orðtakið í orðaforða ís- lenskra foreldra. - Barnið mitt slæst ekki. Barnið mitt stelur ekki. Barn- ið mitt lærir af mistökum sínum. Barnið mitt mun aldrei velja sér vini sem reykja. Barnið mitt um- gengst ekki rumpulýð sem drekkur áfengi. Góðar fréttir fyrir ykkur foreldra sem nota þetta orðalag. Auðvitað getur ekki verið að ykkar eigið hold og blóð sé að misþyrma sér og öðr- um. Það hljómar líka fáránlega. Hvemig gætu þau brugðist ykkur sem hafið alið þau upp og gert allt ykkar besta og veitt þeim allt sem þið megið. - Ég gaf þér sjónvarp í fermingargjöf, og þú launar það með því að detta í það með dóttur hans Sigga. Þaö er greinilegt að Siggi og hans kona kunna ekki að sjá um bömin sín. Bamið mitt ger- ir ekki svona nokkuð. Tími er kominn til að staldra við og hugsa. Er endalaust hægt að kenna öðrum um? Er endalaust hægt að rétta sprengjuna áfram og vona að hún springi annars staðar? Kannski í Kringlunni? Þar komu saman ungmennin sem vildu ólm verða fullorðin. Eða er þetta kannski það að vera fullorðinn? Er það ekki að vera fullorðinn að geta drukkiö sig út úr heiminum, rétt eins og mamma og pabbi á síðasta ættarmóti? Er það ekki þannig sem við „sjáum“ tilfinningar okkar? Er það ekki svona sem við nálgumst hvort annað og „opnum okkur“ fyr- ir hvort öðru? Era foreldrar ekki viljugastir til að ræða málin undir áhrifum? Margir foreldrar þagna ekki þeg- Oddur hringdi: Ég las furðulegar greinar í Morg- unblaðinu sl. sunnudag. Allt á sömu opnunni. Ein greinin hét „Orkan við Atlantshaf‘, þá pistil eftir Norð- mann einn undir fyrirsögninni „Færeyingar fari varlega", grein um norska risann Troll og loks pistil, óundirritaðan, sem bar heitið „Olía finnst reyndar á íslandi en ..." Þetta var nú svo sem ekkert at- hugavert nema hvað þama var aug- ar þeir em dmkknir. Þeir em upp- fullir af heilræðum og umhyggju. Ekkert er jafn sannfærandi og drukkið foreldri með sígarettu lafandi í munnviki og bjórglas í hendi, muldrandi „þú veist að þetta er óhollt" eða, „lofaðu mér að byrja aldrei á þessu“! Afskiptaleysi foreldra virðist vera orðinn erfðasjúkdómur sem lýsir sér síðar í virðingarleysi ung- menna á íslandi gagnvart sjálfum sér. - Lausn hins almenna foreldris virðist einskorðast við íþróttir og þvílíkan félagsskap. Enn og aftur vilja foreldrar finna lausnina ein- ljóslega reynt að draga úr því að ís- lensk stjórnvöld láti kanna hvort hér sé olíu að fínna. Er þó búið að staðfesta fund allþykkra setlaga við norðanvert ísland. Fyrir liggur að gera frekari mælingar og tilrauna- boranir til að komast að hinu sanna um olíuna. Engin tilraun hefur verið gerð til að kanna málið þótt ekki vanti áhuga erlendra olíufyrirtækja á því aö standa að könnuninni. Eða hvers hvers staðar annars staðar en hjá sjálfum sér. Þau geta ekki agað börnin sín sjálf, þau ætlast til að íþróttafélögin geri það. Nú er svo komið fyrir flestum íþróttafélögum á landinu að drykkjuskapur er ein helsta aðferð- in til að fagna sigri eða drekkja sorgum yfír tapi. íslenskir foreldrar eru að fá afskiptaleysi sitt í haus- inn. íslenskir foreldrar verða að skilja hlutverk sitt sem ábyrgir uppalendur. - Hættið að berja höfð- inu við steininn, takið ábyrgð á eig- in lífi áður en þið farið að segja okk- ur hvað ábyrgð er. en... vegna ætti að vera áhugi á olíubor- un við Færeyjar og Grænland en ekki ísland sem liggur nokkuð mið- svæðis milli þessara svæða? Er nokkur ástæða til að bíða frek- ar en orðið er og fá erlenda aðila til að gera tilraunaboranir, okkur að kostnaðarlausu. Eða er sjávarútveg- urinn það eina sem við eigum að halda okkur við, og stóriðja, svona rétt í kaupbæti? Olía á íslandi, Veiðileyfagjaldið - og baráttan um skattleysiö Halldór Gíslason skrifar: Mikið er rætt um veiðileyfagjald, hvort setja skuli eða ekki. Ég fylgi þeim hópi fólks sem telur sjálfsagt að koma þessu gjaldi á. Ég er hins vegar eindregið fylgjandi því að þeir sem lengst hafa staðið í útgerð og rekið sín fyrirtæki af elju og að- haldi, og helst með talsverðum arði, haldi þeim rétti sínum óskertum. Ég sé ekki að þjóðin sé bættari með að einhver og einhver sé að sulla í þessari atvinnugrein alveg án tillits til þekkingar og reynslu. Veiðleyfagjald er nauðsyn og að sjálfsögðu ætti að vera hægt að lækka skattheimtuna talsvert með þeirri breytingu. Þeir sem telja að veiðileyfagjald komi ekki til greina vegna óhóflegrar skattbyrði á landsbyggðarfólk fara villir vegar. Það er ekki nokkur kúnst að jafna slíkt. Það væri meiri aumingjaskapur- inn á tölvuöld. Það er því vísvitandi blekking þeima áköfustu sem eru á móti veiðileyfagjaldinu að halda því fr£im að íbúar Reykjavíkur og nágrennis verði ofan á í baráttunni við skattleysið. Eimmgis til þess að æsa upp landsbyggðarfólk gegn Reykvíkingum. - Eða hvers vegna ætti landsbyggðin að verða undir í þessum efnum? Hún á heldur ekki að fara með sigur af hólmi í veiði- gjaldsmálinu. Við skulum bara standa að málinu á jafiu-éttisgrund- velli. Þá fá allir sína skattalækkun. En veiðileyfagjald umfram allt. Engin spuming. Bankaleynd af fiskviðskiptum Gunnlaugur hringdi: Hvemig er hægt að neita Fiski- stofu um að fá skjöl um ákveðin viðskipti með fisk. Fiskistofa er þó sá opinberi aðili sem ber sam- an framleiddar fiskafurðir og hrá- efniskaupin. Til þess verður Fiskistofa að hafa tilskilin gögn við höndina. Það er auðvitað óeðlilegt að Fiskistofa þurfl að fara dómstólaleiðina til að fá upp- lýsingar hjá bankastofiiunum. Fyrr má nú vera bankaleyndin. Og það á milli opinberra stofii- ana. Framhalds- þáttasjónvarpið Gyða hringdi: Það er ef til viU að bera í bakkafullan lækinn að kvarta um dagskrá ríkissjónvarpsins. Hún var góð um páskana. Sjónvarpið má eiga það. Síðan ekki söguna meir, eða svo gott sem. Nú em komnir framhaldsþættir svo um munar. Ég tek dæmi frá mánu- deginum síðasta. Öll dagskráin morandi í framhaldsþáttum. Kl. 19 framhaldsþáttur númer 19 af 26. Kl. 19.25 er þáttur númer 50 af 72. Hugsið ykkur! Svo koma frétir og veður. Kl. 20.30 17. þáttur af 26. Þá kemur nýbyijaður þáttur númer 2 af 26 og síðast kl. 22.00 þáttur númer 2 af 4. Og loks svona til þrautavara var þáttur- inn Markaregn endursýndur. Verðlausir bæklingar Pétur Ámason hringdi: Sífellt er verið að henda inn um bréfalúguna bæklingum, tilboð- um og myndablöðum frá hinum og þessum fyrirtækjum. Það er hins vegar móðgun við fólk að senda þeim bæklinga, litskrúðuga og vel gerða, án þess að nokkurt verð sé gefið upp á þvi sem aug- lýst er. Ég er nýbúinn að fá bæk- ling sendan um garðáhöld og ekk- ert verð var gefin upp. Halda þessir aðstandendur bæklinganna að maður sé hálfviti og fari á stað- inn til að spyija um verðið? Hví að gera manni svona glennur? Bæklingar eru hreint glórulausir án verðupplýsinga. Burt með slík- ar sendingai'. Landsbyggðar- þingmenn iðnir við kolann Elín Jónsdóttir hringdi: Það er eftirtektarvert á Alþingi tslendinga, ekki síst þessa síðustu daga þingsins, að landsbyggðar- þingmenn biða í röðum til að komast í pontu til að biðja um peninga í hitt og þetta. Reykjavík er eina bæjarfélagið sem stendur óstutt í þessu landi og það er við- burður ef einhver þingmaður Reykvíkinga biður um fé hvað þá heldur að þeir mótmæli þessari aðfor að ríkiskassanum og al- mennum skattborgurum. Nú á t.d. enn og aftur að kría út fé til að girða fyrir snjóflóð í byggðum Vestfjarða. Og kaupa upp hús á mesta hættusvæðinu! Hvenær linnir þessum fíflagangi? Göngubrýr yfir umferðaræðar Garðar skrifar: Ég tel fylliega tímabært fyrir borgaryfirvöld að huga að því hvort ekki megi koma upp göngu- brúm yfir mestu umferðaræðarn- ar hér í borginni. Einkum þar sem íbúabyggð er beggja vegna og verslanahverfi axmars vegar. Þannig háttar til víða í borginni. Það má minnast á Miklubrautina við Háleitisbraut, Hringbrautina við eða á móts við JL-húsið (Nóta- tún vestur í bæ) og víðar. Þarna fara hundmð manna yfir til að sækja í verslanir og skóla. Vin- samlegast kannið málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.