Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 7 pv Sandkorn Ekkjan og ráð- herrann Frammistaða Kolbrúnar Sverris- dóttur, ekkju skipstjórans á Æsu, hefur vakið veröskuldaða at- hygli. Hún hefúr barist fyrir því að flak Æsu yrði rannsakað með það fyrir augum að varpa ljósi á slysið. Það gustar af Kolbrúnu og hún hefur verið ófeimin viö að skamma ráðamenn þjóðarinnar. Samgönguráðherra mun vera orðinn nokkuð pirraður á gagnrýni Kol- brúnar og á mánudag mætti hún í eigin persónu á Alþingi til að skamma hann þegar útlit var fyrir að leit að líki fóður hennar yrði hætt. Halldór mun hafa hvesst sig nokkuð við ekkjuna og sagði að hann væri búinn að gera sitt og að það væri samkvæmt samkomulagi við hana. Nokkrir þingmenn voru áheyrendur að þvi þegar Kolbrún hóf upp raust sina og tók ráðherr- ann nánast í nefið. Mönnum var nokkuð skemmt og fyrir liggm- að ráðherra hefur heimilaö frekari leit. Bestu sandalarnir Víkartindur hefur reynst mörgum góð matarhola. Strandgóss hefúr eflt hag margra heimila og sögur fara af því að heilu fjölskyld- umar hafi náð að fata sig upp af tískufatnaði með- an gámar fengu afskiptalaust að velkjast um í fjör- unni. Þannig hafði sandkomsritari spumir af grunnskólaskemmtun í héraðinu þar sem flestir drengir 10 bekkjar mættu í hátískugallabuxum frá Jack and Jones. Yngismeyjamar voru að sama skapi vel fataðar í flíkum sem kenndar eru við Vero Moda. Ekki opnuðust þó allir gámar þannig að almenningi gæfist kostur á kjarabótum. Þannig slapp skó- verslun nokkur á Suðurnesjum með skrekkinn og stór sending af sandöl- um slapp við að prýða fætur Sunn- lendinga. Eigendumir ákváðu þá að markaðssetja vöru sina i samræmi við ferðalok sandalanna. Þeir aug- lýstu þvi grimmt í vikunni.„Sandal- arnir úr Vikartindi komnir". Nú er viðbúið talið að enginn verði maður með mönnum nema vera í sandölum af sandinum. Skór eða skaflajárn í blaðin Vestra á Isafirði mátti lesa frá- sögn af Gísla kaup- manni Ein- arssyniá ísafirði. Gísli, sem látinn er fýrir nokkrum árum, vann á skrifstofu Kaupfélagsins og annaðist þar pant- anir til bænda. A þessum tíma var aðeins sveitasimi og þegar bændur hringdu i Gísla vom þeir á stimdum varkárir í orðum til að öll sveitin vissi ekki hvað verið væri að panta til heimilisins. Þannig vissi Gísli hvað hékk á spýtunni þegar Eleníus bóndi í Heydal læddi því út úr sér að hann vantaði hóstasaft. Flaska af brennivíni fór þá með fyrstu ferð inn eftir. Gísli vildi allra vanda leysa og það gat á köflum verið snúið. Þegar honum barst erindi um hávetur frá Hörgshlíð í Mjóafirði þess eðlis að Þorsteinn bóndi vildi fá eitthvað gott undir fæturnar á konu sinni hugsaði hann sig vel um. Eftir mikl- ar vangaveltur tók hann til skafla- jám og sendi. Rétt er að taka fram að það var skóleysi sem hijáði hús- freyju. Afdjöflaður Sigurður Óskar Pálsson, fyrrum kennari á Borgar- firði eystra, er hagyrðingur góð- ur. Hann las á dögunum skemmtilegt við- tal í Helgarblaöi DV við séra Pétur Þorsteinsson prest Óháða safn- aðarins. Viðtalið varð kveikjan að eftirfarandi limra. Sagt er oss frá séra Pétri og sett á prent meö skýru letri. Að tumaðist hann og trúna fann, afdjöflaðist á einum vetri. Umsjón Reynir Traustason Fréttir Verktakar - bændur sveitarfélög Uppgerðir hjólavagnar á frábæru verði. Burðargeta 1- 6 tonn. 4x4 drif. 2x4 drif. mm\iá ' Skútuvogl 12A, s. 581 2530 Svínin 25, sem komu til landsins f gær, voru flutt í rammgeröum köss- um meö þotu Atlanta. DV-mynd gk 25 kynbóta- svín komu frá Finnlandi DV, Akureyri: „Þetta er stór dagur íyrir íslenska svínarækt," sagði Kristinn Gylfl Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands, á Akureyrarflugvelli í gær en þá komu þangað 25 kynbótasvín sem flutt voru með þotu Atlanta frá Finn- landi. Um er að ræða tvö svínakyn. Ann- ars vegar 5 gyltur með fangi og 3 gelti af fmnska Landkyninu og hins vegar 12 gyltur meö fangi og 5 gelti af Yorkshire-kyni. Svínin voru öll flutt í einangnmarstöð Svínaræktarfélags íslands í Hrísey eftir komuna til Ak- ureyrar. Reiknað er með að fyrstu gyltumar muni gjóta um næstu mánaðamót. Síðan er áformað að gyltumar gjóti fjórum sinnum og grísimir verða fluttir u.þ.b. fjögurra mánaða í land og inn í íslensk svínabú. Markmiðið með þessum innflutn- ingi er að efla og bæta íslenska svína- rækt. „Það snýst allt um hagkvæmni, það er töfraorðið í dag og með þess- um innflutningi erum við að vinna að því markmiði að auka hagkvæmni," sagði Kristinn Gylfí Jónsson. -gk Björk tvisvar í Bandaríkjunum DV, Akranesi: Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á tveimur tónlistarhátíð- um í þessum mánuði I Bandaríkjun- um. Þann 25. maí kemur hún fram á Jamboree-tónlistarhátíðinni og þann 31. maí kemur hún fram á H Festival og er uppselt á þá hátíð. Þann 8. júní mun Björk síðan koma fram á Frelsum Tíbet tónleikumun í New York og 13. júní kemur hún fram í San Francisco. Síðan hefúr heyrst að Björk muni koma fram á tónlistarhátíð á Ítalíu í júlí -DVÓ • Dregur allt að 600 metra • Rafhlöðuending í biðstöðu: 60 klst. • Rafhlöðuending í notkun: 12 klst. • Stór og góður skjár • Skammvalsminni • Stillanlegur hljóðstyrkur • Stillanlegur hringistyrkur • Talsamband milli móðurstöðvar og símtóls • Langlínulás • Þyngd símtóls 240 g • íslenskur leiðarvísir • Hægt að læsa hnappaborði L SV-65 4 myndhausar long play kr. 35.900.- SV-120 4 myndhausar long play, stereo kr. 46.900.- Heimilistæki hf SAMSUN0 Samsung Samsung Geislagata 14 Akureyri sími: 462 1300 Sætúni 8 sími: 569 1500 Kringlan 8-12 Sími 568-1000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.