Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 13 DV Fréttir Reiðvegir í Eyjafjarðarsveit: Málið í algjörum hnút eftir illindi og deilur innifalinn í verði eftir gerð 18 eða 21 gira Grip Shift efta Quick Shift Shimano gírar Shimano brcmsur ^ ChroMoly eða AluTec stell ExtraWide Tuhe VERSLUN FYRIR ÞA SEM VIUA GERA HAGSTÆÐ KAUP ! Sigfús Ólafur Helgason, formaöur Hestamanna- félagsins Léttis á Akureyri, viö giröingu bóndans á Ytragili yfir gamla þjóöveginn miili Akureyrar og Hrafnagils. Þessi girðing varð til þess að end- anlega sauð upp úr í áratugalangri deilu um reiö- leiðir í Eyjafjarðarsveit. DV-mynd GK DV, Akureyri: Deilan um reiðveg hestamanna frá Akur- eyri að Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit virð- ist í hörðum og óleysan- legum hnút eftir að bóndinn á Ytragili skammt innan Akureyr- ar lokaði gamla þjóðveg- inum sem verið hefur reiðvegur hestamanna frá Akureyri að Hrafna- gili undanfarin ár. Hestamenn vildu marg- ir hverjir láta hart mæta hörðu og rífa nið- ur girðingar bóndans yfir veginn en niður- staðan af fundi Hesta- mannafélaganna Léttis á Akureyri og Funa, sem er hestamannafélag í Eyjafjaröarsveit, varð sú að fara dómstólaleið- ina. Það athæfi bóndans að loka gamla þjóðveg- inum með girðingum hefur þegar verið kært og einnig hefúr verið lögð fram stjórnsýslu- kæra vegna aðalskipu- lags Eyjafjarðarsveitar. Þessir atburðir hafa virkað sem olía á eld og var þó ekki á bætandi eftir áralangar deilur þessara aðila um reið- leiðir frá Akureyri að Melgerðismelum. Þær deilur má rekja allt aft- ur til ársins 1974 og oft hefur skorist illilega í odda milli hestamanna, bænda og sveitarstjórn- armanna í framanverð- um Eyjafirði á þessum tíma. Vaöa yfir allt Hestamenn hafa undir höndum bréf frá Vegagerð ríkisins sem heim- ilar þeim afnot af gamla þjóðvegin- um frá Akureyri að Hrafnagili en þar er leiðin að Melgerðismelum u.þ.b. hálfnuð. Afnot hestamanna af gamla þjóðveginum hefur verið bændum þyrnir í augum og það hef- ur komið fyrir að hestamenn hafa misst hross sín inn á tún bændanna. „Sumir hesta- mannanna telja sig geta vaðið yfír allt og alla, þeir eru fáir á ferðinni með mörg hross sem þeir ráða ekki við og hafa ítrekað misst þau inn á tún,“ segir viðmæl- andi DV úr röðum bænda en yfir höfuð hafa bændur ekki viljað ræða þessi mál við fjölmiðla og alls ekki láta hafa neitt eftir sér undir nafni. Deilan um þennan hluta reiðleið- arinnar snýst um reiðleið þann hluta ársins sem ekki er fært með hross um austurbakka Eyjafjarðarár frá brúnum yfir ána skammt frá Akur- eyrarflugvelli að Hrafnagili en hesta- menn segjast ekki geta notað þá reið- leið nema yfir hásumarið og það muni kosta milljónir, ef ekki milljón- atugi, að byggja þá leið upp sem heilsársleið. Þeir verði því að nota gamla þjóðveginn að Hrafnagili á þeim árstíma þegar leiðin með bökk- um Eyjafjarðarár sé ófær. Óvild bænda Frá Hrafnagili að Melgerðismelum er hægt að ríða eftir bökkum Eyja- fjaröarár en bændur sem eiga land að ánni þar hafa harðneitað hesta- mönnum um leyfi til að fara þar um og hefur oft komið til snarpra orða- skipta þar vegna þess. „Það er ekkert annað en óvild bænda gagnvart hestamönnum sem ræður þessari af- stöðu þeirra, þarna væri auðvelt að girða af reiðleið meðfram ánni og myndi engan skaða,“ segir einn við- mælandi DV úr röðum hestamanna. Hestamenn eiga því ekki annarra kosta völ en að fara um þjóðveg- inn frá Hrafnagili að Melgerðismel- um, annaðhvort að austan- eða vestanverðu í firðinum, með tilheyr- andi slysahættu. Kraumar í mönnum Báðir aðilar hafa lagt fram tillögur að lausn á hluta deilunnar. A.m.k. sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hef- ur lagt til að opinber reiðvegur frá Akureyri að Laugalandi verði með- fram Eyjafjarðará að austanverðu, þaðan verði síðan farið fram fjörðinn að austanverðu. Hestamenn harð- neita þessu, segja þessa leið ekki færa nema yfir hásumarið. Þeir hafa á móti boðist til að fara aðeins um gamla þjóðveginn með „bundin hross" en ekki rekstra. Tillögur um lausnir á leiðinni frá Hrafnagili að Melgerðismelum eru hins vegar fáar ef nokkrar. Þetta mál er allt hið erfiðasta enda kraumar nú í mönnum eftir áralang- ar deilur og illindi. Ýmislegt hefur verið reynt til að bæta samskiptin og Fréttaljós Gylfi Kristjánsson Litir: Metalic Silve Blá/svart MetalÍC ViÖFellsmúla Rautt Metalic Sími 588 7332 Mánud. OPIÐ: - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 koma á einhverjum sáttaum- leitunum. M.a. er vitað um bein afskipti einstakra ráðherra af málinu en árangurinn er ná- kvæmlega enginn. Þessi deila virðist í fastari hnút en nokkru sinni fyrr og úr þessu ekki ann- að líklegra en að dómstólar og e.t.v. önnur yfirvöld muni þurfa að beita sér í málinu. Landsmót að ári Hestamenn í Eyjafirði verða gestgjafar á Landsmóti hesta- manna á Melgerðismelum á næsta ári. Reiðvegadeilan getur ekki komið í veg fyrir það móts- hald en gæti vissulega sett strik í reikninginn hjá mörgum þeim sem vilja koma ríðandi til móts- ins. „Það mun verða sveitar- stjórnarmönnum í Eyjafirði og einstaka bændum þar tU ævar- andi skammar og háðungar ef ekki tekst að leysa þessa deUu þannig að reiðleiðamálin verði komin í lag þegar að mótinu kemur. Það er óskiljanlegt að sveitarstjómin, sem hefur lagt fram fjórar miUjónir króna tU uppbyggingarinnar á Melgerð- ismelum vegna mótsins, ætli um leið að bregða fæti fyrir okkur með óbUgjarnri afstöðu sinni í þessu reiðvegamáli og halda áfram að ala á andúð í garð hestamanna," sagði einn hestamanna sem DV ræddi við. Þessi orð lýsa e.t.v. betur en margt annað þeirri hörku sem er í málinu. -gk iFjaltahjól 97 Sérstakt sumartilboð!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.