Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 9 r Framtíð Juppés, forsætisráðherra Frakklands, aðalkosningamálið: Andstæðingar og sam- herjar vilja hann burt Framtíð Alains Juppés forsætis- ráðherra er orðin helsta hitamál kosningabaráttunnar í Frakklandi. Kröfurnar um að hann víki úr embætti, jafiivel þótt hann leiði stjómarflokkana til sigurs, verða sífellt háværari. Juppé er einhver óvinsælasti forsætisráðherra sem Frakkland hefur nokkru sinni alið, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir, einkum vegna aðhaldsstefnu stjómar hans í eftiahagsmálum. Veist er að honum úr öllum áttum, bæði frá andstæðingum og sam- herjum. Andstæðingar Juppés meðal vinstrimanna vara kjósendur við því að hann kunni að verða við völd þar til kjörtímabili Chiracs forseta lýkur eftir fimm ár. Hann muni því hafa frjálsar hendur um að draga enn frekar saman seglin í efhahagsmálum. Ýmsir samherjar hans hafa veist að honum fyrir slælega framgöngu í kosningabar- áttunni og telja að hann geti skað- að stjórnarflokkana, þótt skoðana- kannanir spái þeim sigri. Valéry Giscard d’Estaing, fyrr- um Frakklandsforseti, hefúr tví- vegis á einni viku lagt til að Chirac myndaði nýja stjóm, jafhvel þótt stjóm Juppés sigraði í kosningun- um 25. maí og 1. júní. Giscard minnti á að hann hefði sjálfur skipt tvisvar um forsætisráðherra á sjö ára forsetaferli sínum. Þeir sem gagnrýna Juppé segja hann húmorslausan og tilfinninga- lausan tæknihyggjumann með ein- ræöistilburði. Sjálfur hefur Juppé komið sér hjá því að svara spum- ingum um framtíð sína. Hann hef- ur sagt aö kosningamar snúist um aö kjósa nýjan þingmeirihluta en ekki forsætisráðherra. Reuter Spenntir aödáendur bandaríska kvikmyndaleikarans Sylvesters Stallones heilsa honum í Prag í Tékklandi. Stallone er í borginni til aö kynna nýjan veitinga- staö, Planet Hollywood, sem veröur opnaöur þar í iok maí. Sfmamynd Reuter Kveöst saklaus af morðinu á Ennis Cosby Mikhail Markhasev, 18 ára innflytjandi frá Úkraínu, kváðst fyrir rétti í gær vera saklaus af morðinu á Ennis Cosby, syni banda- ríska gaman- leikarans Bills Cosbys. Mark- hasev var birt morðákæra fyrir rétti í gær og einnig ákæra fyrir tilraun til ráns. Ennis Cosby var skotinn til bana aðfaranótt 16. janúar síð- astliðins er hann var að skipta um sprungið dekk á bll sínum við þjóðveg nálægt Los Angeles. Markhasev er sakaður um að hafa myrt Ennis Cosby við til- raun til að ræna hann. Sjónvarpskapp- ræðum slitið vegna yfirliðs stjórnanda Sjónvarpskappræðum fyrir kosningamir í Kanada, sem fram eiga að fara 2. júní næst- komandi, lauk óvænt í gær er stjómandi kappræðnanna féll í yfirlið. Þátttakendumir fimm, sem allir vom flokksleiðtogar, vom eins og þrumu lostnir. Stjórnandi kappræðnanna, Claire Lamarche, sem er þekkt sjónvarpskona í Quebec, féll úr stól sínum og stundi um leið að sér liði illa vegna hita. Atburð- urinn átti sér stað einmitt þegar leiðtogarnir ætluðu að fara að ræða eitt helsta mál kosning- anna, einingu þjóðarinnar. Kanadamenn höfðu búist við fjörugum kappræðum um sjálf- stæði Quebec. Kappræðurnar höfðu staðið yfir í 2 klukku- stundir þegar þeim var slitið og var hálf klukkustund eftir. Samkvæmt skoðanakönnun- um hlýtur Frjálslyndi flokkur- inn flest atkvæða í kosningim- um, á milli 42 og 47 prósent. Reuter Dönsk leikkona í New York: Sat inni fyrir að skilja barn sitt eftir í vagni Dómstóll í New York úrskurðaði í gær að dönsk leikkona, sem skildi bam sitt eftir í vagni fyrir utan veit- ingastað í East Village á laugardags- kvöld, fengi það aftur í sínar hend- ur í dag. Leikkonan, Annette Soren- sen, hafði skilið 14 mánaða gamalt barn sitt eftir í vagni fyrir utan gluggann á veitingastaðnum á með- an hún og faðir bamsins, sem býr í Brooklyn, snæddu innandyra. Veg- farendur sáu bamið gráta og köll- uðu á lögreglu. Foreldrarnir vora handteknir eft- ir deilu við lögregluna. Þeir vora kærðir fyrir að hafa stofnað barn- inu í hættu og fyrir óspektir. Eftir rannsókn á sjúkrahúsi, þar sem rannsakað var hvort bamið hefði verið misnotað, var þvi komið fyrir í gæslu bamavemdaraðila. Soren- sen sat inni í tvo sólarhringa. Dómarinn úrskurðaði í gær að bamið mætti aldrei vera eitt í um- sjá móðurinnar. Annar fullorðinn aðili yrði alltaf að vera viðstaddur. Annette Sorensen á bókað far til Kaupmannahafnar 27. maí. Hún hafði verið tæpa tvo sólarhringa í Bandaríkjunum þegar bam hennar, dóttirin Liv, var tekið frá henni. Reuter Björgunarstörfum eftir skjálftann í íran lokið Hjálpargögn til þeirra sem lifðu af jarðskjálftann mikla í austur- hluta írans um helgina er farin að berast á leiðarenda. Stjómvöld í Te- heran sögðu í gær að björgunar- starfinu væri lokið og brátt yrði haf- ist handa við uppbyggingu þorp- anna sem jöfnuöust við jörðu. Flugvélar frá Aserbaídsjan, Jórd- aníu, Kúveit, Pakistan, Tyrklandi og Sýrlandi lentu í Mashad, höfuð- borg Khorasan-héraðs þar sem skjálftinn varð, með 130 tonn af fijálpargögnum og matvælum. Rasuul Zargar, sem fer með yfir- stjóm neyöarhjálparinnar í íran, sagði að björgunarsveitir hefðu lok- ið störfum sínum í 200 þorpUm. Samkvæmt opinberum tölum fórast 1560 manns, tæplega þrjú þúsund hlutu sár og um fimmtíu þúsund misstu heimili sin. Zargar sagði að verið væri að meta skemmdimar og endurbygg- ingin hæfist snemma í næsta mán- uði. Hann sagði að eigendur hvers eyðilagðs húss fengju sem svarar tæpum fimmtíu þúsund krónum í bætur. Tagum RENAULT FER Á KOSTUM ÁRMÚLA 13, REYKJAVlK, SlMI: 568 1200 - BEINN SlMI: 553 1236 Freistingar ern til þ( að íalla fyrir beirn Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.