Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 Útlönd Viðræðum Rússa og NATO haldið áfram Jevgení Prímakov, utanríkis- ráðherra Rússlands, og Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, settust aftur niður í Moskvu í morgun til að reyna að ganga frá samkomu- lagi um frið- samleg sam- skipti á nýjum grunni. Tvímenning- arnir funduðu í sex klukkustund- ir í gær um samninginn og um áhyggjur Rússa af væntanlegri stækkun NATO til austurs. Ekki hefur veriö látið neitt uppi um gang viðræðnanna. Rússneska fréttastofan Interfax sagði að bú- ist væri við yfirlýsingu að þeim loknum. Borís Jeltsín Rússlandsforseti vill undirrita samkomulag við NATO í París þann 27. maí. Hann sagði í síðustu viku að samkomu- lagið væri nánast tilbúið. Hann sagðist þó ekki undirrita sam- komulag sem ekki fullnægði kröfum Rússa og fyrirskipaði Prímakov að vera harður í hom að taka. Reuter Mobutu og Kabila hittust í suður-afrísku herskipi í morgun: Reynt að koma í veg fyr- ir blóðug átök í Kinshasa Mobutu Sese Seko, forseti Saírs, og Laurent Kabila, leiðtogi upp- reisnarmanna, hittust á fundi um borð í suður-afrisku herskipi und- an Kongóströndum í morgun. Suð- ur- Afríkumenn, sem boðuðu til fundarins, lýstu yfir bjartsýni fyrir viðræðumar um að hægt yrði að koma í veg fyrir blóðug átök um höfuðborgina Kinshasa. Kabila hefur ítrekað lýst því yfir, að minnsta kosti opinberlega, að Mobutu verði að afsala sér völdum á fundinum. Hann hefur hótað að taka höfuðborgina með valdi fari forsetinn ekki frá. Útgöngubann var í gildi i Kinshasa síðastliðna nótt, í fyrsta skipti frá því upp- reisnarmenn gripu til vopna í haust. Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, sem stýrir fúndinum, kom til skips í hafnarhorginni Pointe Noire í Kongó um hálfníuleytið í morgun og til stóð að fundur- inn með Kabila og Mobutu hæfist hálfri klukkustund síðar. „Mandela for- seti og Mbeki varaforseti eru báðir bjartsýnir á að samkomulag takist á miðviku- dag,“ sagði Joel Netshitenzhe, talsmaður Mand- elas, í Suður-Afr- iku í gær. Bill Richard- son, sendimaður Bandaríkjasfjórn- ar, var einnig bjartsýnn á að samið yrði um friðsamleg valda- skipti. Mobutu Saírforseti, Mobutu, sem er 66 ára og þjáist af krabbameini, hefur stjórnað Saír með harðri hendi frá því hann rændi völdum árið 1965. Götur Kinshasa, sem iða alla jafna af lífi, tæmdust allar klukkan átta í gærkvöldi þegar útgöngu- bannið gekk í gildi. Fjölskyldur sátu úti á svölum og veltu fyrir sér því sem í vændum væri. Útgöngu- bannið stóð til klukkan sex í morg- un. Frönsk stjómvöld, sem ásamt öðrum vestrænum ríkisstjórnum hafa hermenn í nágrannaríkinu Kongó tilbúna til að flytja erlenda þegna á brott frá Kinshasa, sökuðu uppreisnarmenn í gær um að hafa myrt fjölda rúandískra flótta- manna af hútú-ættbálkinum þegar þeir tóku borgina Mbandaka. Upp- reisnarmenn eru að meirihluta af ættbálki tútsa. Reuter Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E | v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Chevrolet Camaro Z-28 ‘95, d.blár, ek. aöeins 6 þús. km. ssk., rafm. f öllu, V8 (350 cc) 275 hö. V. 3.250 þús, Sk. á ód. Merzedes Benz 200 '86, grásans. ssk., ek, 192 þús. km. sóllúga, álfelgur, o.fl. Gott eintak. V. 920 þús. Cherokeee Country 4,0 L ‘95, grænn, ssk., el. 50 þús. km. rafm. I öllu. Toppein- tak. V. 2.590 þús. Einnig: Cherokee Spod 4,0L 4 d., '94, ssk., ek. 48 þús. km. V. 2.290 þús. Hyundai Elantra 1,8 GT sedan ‘94, blár, ssk. ek. 28 þús. km. rafdr. rúður o.fl. ssk., ek. aðeins 25 þús. km. rafm. í öllu. álf. o.fl. Tilboösverö 3.180 þús. loyota Carina 1200U ULi ‘93, blár, ssk., ek. 89 þús. km. rafm. [ öllu. V. 1.320 bús. Toyota Landcruser VX (bensín) ‘95, ssk., ek. aðeins 22 þús. km fallegur jeppi. V. 3.950 þús. Ford Escort 1,4 CLX station ‘96, 5 g., ek. 42 þús. km. V. 1.190 þús. 9. M. Cougar XR 7 (V-6) ‘93, ssk., ek. 120 þús. km. leðurinnr. rafm. I öllu. V. 1.890 þús. Nissan Sunny 2000 GTi ‘92, 5 g„ ek. 90 þús. km. sóllúga, spoiler rafm. í öllu, ABS o.fl. V. 1 millj. Viðskiptavinir: Utvegum ástands- skoðun á mjög hagstæðu verði. Fiat Fiorino sendibíil ‘91, 5 g., ek. 66 þús. km. Gott eintak. V. 450 þús. Daitahsu Charade sedan ‘90, grásans. 5 g., ek. 76 þús. km. V. 580 þús. (Bílalán) Ford Escort 1,9 LX (USA týPA) ‘95, grás- ans, 5 g., ek. aöeins 26 þús. km. 1900 vól o.fl. Fallegur blll. V. 1.090 þús. VW Golf GL 1600 ‘97, 3 d., blár, 5 g., ek. 6 þús. km. álfelgur, geislasp. spoiler þjófav., o.fl.V. 1.490 þús. Cherokee Country 4,0 L ‘95, grænn, ssk., ek. 50 þús. km. rafm. f öllu. Toppeintak. V. 2.590 þús. Einnig Cherokee Sport 4,0 L 4 d., ‘94, ssk., ek. 48 þús. km. V. 2.290 þús. Opel Astra GL 1.4 station ‘96, ek. aöeins 9 þús. km. 5 g., Nissan Sunny SLX 4x4 station ‘95, rauöur, 5 g., ek. 45 þús. km rafdr. rúöur, o.fl. V. 1.430 þús MMC Golf GLXi ‘92, ssk., ek. 91 þús. km. rafdr. rúöur, hiti í sætum . V. 790 þús. MMC Eclipse RS coupé ‘93, 5 g., ek. 32 þús. km. spoiler o.fl. V. 1.240 þús. Nissan Sunny 1,6 SLX 4x4 5 g., ek. 82 þús. km. rafdr. rúöur, álf. spoiler o.fl. V. 1.100 þús. Toyota Previa LE, 7 manna ‘95, grænn, ssk., ek. 27 þús. km. leöurinnr. loftkæling, rafm. í öllu o.fl. V. 2.550 þús. Ford Taurus GL V-6 station ‘93, grænsans. ssk., ek. 95 þús. km. rafm. í öllu o.fl. V. 1.480 þús. Buick Skylark Custom 16v ‘95, rauöur, 4 cyl (2,3) ssk., ABS, rafm. í öllu. V. 1.750 þús. MMC Colt GLXi ‘92, ssk., ek. 91 þús. km. rafm. í öllu. V. 790 þús. Toyota Corolla XLi hatsb. ‘95, hvítur, 5 g., ek. 68 þús. km. geislasp. o.fl. V. 980 þús. Toyota HILux double cab ‘96, bensín 5 g., ek. aöeins 2 þús. km. 35" dekk, læstur aftan o.fl. (Breyttur fyrir 38” dekk) V. 2.450 þús. Honda Accord 2,2 LX station ‘95, rauöur, ssk., ek. 45 þús. km. V. 1.890 þus. Nýr bíll: Hyundai GLSi ‘97 5 g., ek. 1 þús. km. V. 1.730 þús. Toyota Corolla XLi hatsb. ‘95 ssk., ek. 25 þús. km. V. 1.160 þús. VW Golf 1,4 CL ‘95, 3 d., rauöur, 5 g., ek. 60 þús. V. 940 þús. Renault 19 TXE ‘91, svartur ssk., ek. 73 þús. km. álf. o.fl. V. 690 þús. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og eiginkona hans Sara tóku á móti leikskólafélögum sonar síns í heimsókn tii þingsins í gær. Andstæð- ingar forsætisráðherrans á þingi hafa farið fram á það viö dómstóla aö hann veröi ákærður vegna spillingar. Símamynd Reuter Hátíðarræða í breska þinginu: Drottning kynnir stefnu ríkisstjórnar sinnar Elísabet Englandsdrottning kemur í lávarðadeild breska þingsins í dag til að tilkynna hvað ný ríkisstjórn Verkamannaflokksins hyggst gera á næstu sautján mánuðum. Ræða drottningar er einn af há- punktiun ársins í þinginu. Þar er þó ekki allt sem sýnist því drottning les aðeins það sem ráðherrar stjómar- innar hafa skrifaö fyrir hana. Aðstoðarmenn Tonys Blairs for- sætisráðherra hafa margítrekað að nýja stjórnin ætli ekki að sitja með hendur í skauti. Verkamannaflokk- urinn ætlar sér að reyna að koma 26 frumvörpum í gegnum þingið á næstu sautján mánuðum. Það verður ekkert áhlaupsverk, jafnvel ekki fyr- ir ríkisstjórn sem hefur jafnrúman meirihluta og sljóm Blairs. f ræðu drottningar leggur Blair áherslu á að hann vilji sameina land- ið á ný eftir sívaxandi klofning á átján ára sfjórnarferli íhaldsflokks- ins. „Við emm ríkisstjóm fólksins," hafði einn aðstoðarmaöurinn eftir Blair. Lagafmmvörpin sem Verkamann- aflokkurinn vill koma í gegn taka til helstu stefnumála flokksins, svo sem um að fækka nemendum í bekkjar- deildum, stytta biðlista sjúkrahúsa og koma 250 þúsund ungmennum, sem em á framfæri hins opinbera, út á vinnumarkaðinn. Reuter Stuttar fréttir Ráðast inn i írak Tyrkneskar hersveitir fóru inn í norðurhluta íraks í nótt til að ráðast gegn hækistöðvum kúrdískra skæruliða. Lokaðir inni Talið er að margir hafi lokast inhi er veggur fjölbýlishúss í Seoul í S-Kóreu hrundi á versl- un í morgun. Að minnsta kosti einn lést. í hryðjuverkaferð Lögreglan í Perú segir að fé- lagar í PLO, Frelsissamtökum Palestínu, séu komnir til lands- ins til að ráðast gegn gyðingum og Bandaríkjamönnum. Sprengdi sig Kinverji sprengdi sjálfan sig til bana með heimatilbúinni sprengju í almenningsgarði í Peking, nokkra metra frá aöal- stöðvum stjórnvalda. Dæmdur fyrir morð Milljóna- mæringurinn John du Pont var í gær dæmdur í 13 til 30 ára fang- elsi eða vistar á geðsjúkra- húsi fyrir að hafa skotið til bana glímukappann David Schultz í janúar í fyrra. Sakaðir um mútuþægni Dagblað i Brasilíu sakar flmm þingmenn um að hafa þegið mútur gegn því að greiða at- kvæði með frumvarpi sem heim- ilar forsetanum, Femando Hen- rique Cardoso, aö bjóða sig fram á ný. Fangauppreisn Fangar í tveimur fangelsum í Brasilíu tóku 20 fangaverði í gíslingu í gær. Hóta þeir að drepa verðina geri lögregla áhlaup. Levy til Washington David Levy, utanríkisráð- herra ísraels, fer til Washington í lok vikunnar til viðræðna við bandaríska embættismenn. Havel varar NATO við Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, sagði í Washington i gær að NATO ætti ekki að gefa yfir- völdum í Moskvu loforð sem tak- mörkuðu herafla bandalagsins í nýjum aöildarlöndum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.