Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 24
32
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997
Sviðsljós
Franska söngkonan Ophélie Winter lét sig aö sjálfsögöu ekki vanta á frum-
sýningu kvikmyndarinnar hans Johnnys Depps, The Brave, á hátíöinni í
Cannes um helgina. Ophélie kom í fylgd Romans Polanskis leikstjóra.
Símamynd Reuter
Johnny Depp
með hæglátum
Undraleikarinn Johnny Depp
er önnum kaflnn á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes. Ekki nóg
með að fyrsta mynd hans sem
leikstjóra, The Brave, taki þátt í
aðalkeppni hátíðarinnar, heldur
mun piltur einnig eiga fundi
með leikstjóranum Sydney
Pollack. Rætt er um að Johnny
leiki í mynd eftir sögu Grahams
Greenes um hægláta Ameríkan-
ann á móti Sean Connery.
Tærnar á Claudiu ná
ekki hælunum á BB
Þýska ofurfyrirsætan Claudia
Schiffer kemst ekki með tæmar
þangað sem franska kynbomban
Brigitte Bardot var með hælana.
Claudia Schiffer.
Það veit hin þýðverska mætavel,
enda leggur hún ekki í að leika BB
í fyrirhugaðri kvikmynd.
„Ég er ekki tilbúin til að leika
Brigitte Bardot," sagði Claudia á
kvikmyndahátíðinni í Cannes um
daginn. „Hlutverkið er of stór biti.
Mig langar til að byija á smærri
hlutverkum og bíða þar til ég er til-
búin að takast á við svona stórt og
erfitt verkefni."
Claudia hefur þegar leikið í einni
kvikmynd, The Blackout. Sú er
sýnd í Cannes. Þar leikur fyrirsæt-
an á móti amerísku stórleikurunum
Dennis Hopper og Matthew Modine,
imdir leikstjóm hins virta Abels
Ferraras. Leikstjórinn tók hins veg-
ar enga óþarfa áhættu heldur lét
Claudiu leika tískufyrirsætu sem
verður ástfangin af leikara.
Heimildarmynd
um Clint
Bandaríska kapalstöðin TNT
ætlar að gera heimildarmynd
um Clint Eastwood, stórleikara
og stórleikstjóra. Þar verður að
finna fágæta filmubúta með
Clint, svo og viðtöl sem verða
sérstaklega tekin fyrir myndina.
Reiknað er með að myndin veröi
sýnd á TNT einhvem tíma á síð-
asta ársfjórðungi þessa árs.
Liza Minnelli féll
Miðvikudaginn 21. maí mun aukablað um gæludýr
fylgja DV.
Meðal efnis í blaðinu verður:
Kvikmyndatökumenn frá japanska sjónvarpinu mynda ís-
lenska hundinn. Islenski fjárhundurinn nemur land í Vest-
urheimi. Pyntað og myrt í hagnaóarskyni. Að flytja gælu-
dýrin. Furðuveröld hundsins. Stjörnuspáin. Grein um ketti
og fræga eigendur, stóra páfagauka o.fl.
Þeim sem hafa áhuga á að auglýsa i þessu aukablaði er
bent á að hafa samband við Ragnar Sigurjónsson í síma
550 5728 hið fyrsta.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 1 5. maf.
Fergie orðin dálkahöfundur
með aðstoð sérfræðings
Hertogaynjan af Jórvík, eða
Fergie eins og hún er kölluð, er
orðin dálkahöfundur i New York
Times. í dálkinum, sem birtast á
vikulega, verður fjallaö um allt
mögulegt annað en fyrrum tengda-
fjölskyldu hertogaynjunnar. Sagt
er að Fergie fái aðstoð við ritsmiö-
amar hjá Jeff nokkrum Coplon.
Gera má ráð fyrir aö hún fái
þokkalega greiðslu fyrir að setja
nafn sitt undir dálkinn.
Ekki veitir af til að greiða allar
skuldimar. Fergie þarf á aurun-
um að halda því að barnabækur
hennar um þyrluna Budgie seljast
ekki eins vel og áður í Bandaríkj-
unum.
fyrir ungum dyraverði
Söngkonan fræga Liza Minnelli
er búin aö finna nýjan lífsforunaut.
Þó að Liza sé þekkt fyrir ýmislegt í
vali á karlmönnum kom val henn-
ar að þessu sinni samt nokkuð á
óvart.
Hinn útvaldi heitir King Lewis,
hann er blökkumaður og er helm-
ingi yngri en Liza. Sjálf er hún 51
árs og er búin að fara í mjaðmaað-
gerð vegna slitgigtar.
King Lewis, sem er ekki nema 24
ára, hefur verið fylginautur Lizu frá
því um páska. Hann var dyravörður
í húsinu í New York þar sem söng-
konan á lúxusíbúð. King Lewis var
alltaf til þjónustu reiðubúinn þegar
söngkonan kom örþreytt heim og lét
ýmis vel valin orð falla til að kæta
hana.
Liza þurfti sérstaklega mikið á at-
hygli að halda þegar hún ofreyndi
raddböndin svo illa að það fór að
blæða úr þeim. Það gerðist er Liza
Liza Minnelli meö nýju ástinni sinni, King Lewis.
söng í söngleiknum Victor/Victoria.
King Lewis var ekki lengi að kom-
ast að raun um að söngkonan þurfti
á umhyggju að halda. Hann bar fyr-
ir hana böggla upp í íbúðina og
snerist í kringum hana.
Greinilegt þykir að söngkonan er
yfir sig hrifin af nýja vöðvabúntinu
sínu sem er 1,90 á hæð. King Lewis
er sonur lögreglumanns og gengur
undir gælunafninu Þruman. Hann
var félagsráðgjafi úti á landsbyggð-
inni áöur en hann flutti til New
York. í stórborginni hafði King
Lewis hug á að verða fyrirsæta.
Hann fékk hins vegar starf við dyra-
vörslu hjá fina fólkinu.
King Lewis kemur fram við Lizu
eins og drottningu og það er víst
meira en hægt er aö segja um alla
fyrri elskhuga hennar. Rétt er taka
fram að „Þruman“ er fluttur úr
dyravarðaríbúðinni upp í lúxusíbúð
söngkonunnar.