Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1997, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 1997 15 Veiðileyfagjald, skatt- ur á landsbyggðina? Kjallarinn Það er mjög ómaklegt að ráðast á starfsheiður þeirra Ragnars Ámasonar og Birg- is Þórs Runólfsson- ar þótt mönnum líki ekki niðurstöð- ur þeirrar skýrslu sem þeir unnu fyrir sjávarútvegsráðu- neytið nýlega. Sannast hér sem fyrr að sannleikan- um verður hver sárreiðastur. Augljós sann- indi Auðvitað er höf- uðatriði skýrslu þeirra rétt og þarf enga skýrslu til að sjá það. Niður- staða skýrslu þeirra styðst við þau Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaöur Besta baka frá augljósu sannindi að allir skattar til ríkisins styrkja íbúa höfuðborg- arsvæðisins (Reykjavík- ur) mest. Meginreglan er þessi: Meiri skattar = meira til Reykjavíkur. Minni skattar = minna til Reykjavikur. Peir sem í miöj- unnibúa Þetta leiðir af eðli mið- stýringar. Eftir því sem menn greiða meira til miðjunnar, þ.e. í ríkis- sjóð, sem er i höfuðborg landsins, þeim mun meira þurfa menn þangað að sækja. aðstöðu til að ná fé til miðjunni hafa þeir sem í miðjunni búa, íbúar höfuðborgar- svæðisins, vegna nálægðar sinnar við framkvæmdavald ríkisins, rík- isstjóm landsins. Þar að auki er margmenni mest í þessum lands- hluta. í þessu ljósi eru flestir ríkis- skattar og þjónustugjöld til ríkis- stofnana landsbyggðarskattar. Illa dulbúin ósk Vilji menn hins vegar í alvöra gera eitthvað fyrir landsbyggðina í þessum efiium kæmi henni best að skattar væru lægri á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu og næstbest fyrir landsbyggð- ina væri almenn skattalækkun. Veiðileyfagjaldið er ekkert annað en illa dulbúin ósk um almenna skattahækkun, því samkvæmt slæmri reynslu landsmanna vita þeir að aðrir skattar myndu aldrei lækka jafn- mikið og næmi veiðileyfagjaldinu. Jóhann J. Ólafsson „Veiðileyfagjaldið er ekkert ann- að en illa dulbúin ósk um al- menna skattahækkun því sam- kvæmt slæmri reynslu lands- manna vita þeir að aðrir skattar myndu aldrei lækka jafnmikið og næmi veiðileyfagjaldinu í&töáíStóS Hi ''jjÆjBm z~. j * * • • r r p n n i r : - * íí r.■vmm * r -. ^ ' Augljós sannindi aö allir skattar til ríkisins styrkja íbúa höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkur, mest, segir greinarhöfundur m.a. Áburðarverksmiðjan og ný starfsemi í Gufunesi Mönnum er tíðrætt þessa dag- ana um framleiðslu og innflutning á áburði. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi telst mjög litil verk- smiðja á heimsmælikvarða. Minnstu verksmiðjur annars stað- ar eru tíu sinnum stærri. Vegna stærðarinnar geta þær framleitt ódýrari áburð. Verksmiöjan og Reykjavík- urborg Verksmiðjan er í eigu ríkisins og rekin á ábyrgð þess. Auk þess er allur markaðurinn fyrir áburð annars staðar en í Reykjavik. En verksmiðjan er stór atvinnurek- andi í borginni og starfsmenn flestir Reykvíkingar þótt þeir séu auðvitað alls staðar að af landinu. Það er meiriháttar mál ef hætta er á að starfsemi verksmiðjunnar stöðvist og yfir 100 manns missi atvinnuna. Ríkið hefur lítið gert til að skjóta fleiri stoðum undir rekstur- inn. Verksmiðjan var byggð sér- staklega til að framleiða áburð og í raun ekkert annað. Þó eru uppi áætlanir hjá verksmiðjustjóminni um hreinsistöð fyrir smurolíu til viðbótar starfseminni, og fleira er á döfinni. Ljóst er að ef Áburðarverk- smiðjan á að geta staðist sam- keppni þarf að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn til að auka hag- kvæmnina. Fákeppni á áburðarmarkaði Auðvelt er fyrir stóran erlendan aðila að undirbjóða áburð til ís- lenskra bænda. STÓR erlendur að- ili gæti haft yfir að ráða mörgum verksmiðjum sem hver er meira en 10 sinnum stærri en verksmiðj- an í Gufunesi. Þegar búið væri að knésetja Áburðarverk- smiðjuna og verkkunnáttan og sérþekkingin, sem þar hefur þróast er horfin, getum við búist við að áburðar- verð hækki aftur. Lögmál fákeppninnar er það að framleiðsla er seld á eins háu verði og hver markaður þolir, óháð framleiðsluverði. íslenskur markaður er sjálfsagt talinn þola dýran áburð. Nú er ákveðið að selja Áburðar- verksmiðjuna. Nýr eigandi gæti einfaldlega lagt starfsemina niður til að sitja svo einn að innflutn- ingnum. - Annað eins getur gerst. Til dæmis er engin áburðarverk- smiðja nú í Dan- mörku og ekki heldur i Svíþjóð. Það er hreint ekki víst að ódýr framleiðsla ein- hvers staðar úti í heimi skili sér til íslenskra bænda. Raunverulegar aögeröir Vatnsveitan í Reykjavík lét gera úttekt á möguleik- um á vatnsfrekum iðnaði á Reykjavík- ursvæðinu. Þar var einn möguleikinn talinn vænlegastm:. Það er að setja á fót verksmiðju til að framleiða svokallað vetnis-peroxið (H202). Peroxið er bleikiefhi, um- hverfisvænt efni, notað í staðinn fyrir klór. Góður möguleiki er talinn á að vetnis-peroxiðverksmiðja gæti borgað sig og skilað arði og einna vænlegast væri að byggja hana í Gufunesi. Þar mætti samnýta ýmis mann- virki og vélbúnað með Áburðar- verk- smiðjunni. Stofnfundur undirbúningsfélags var haldinn um miðjan sl. mánuð. Væntanlegum hluthöfum var gert fyllilega ljóst að hér væri um hreint áhættufé að ræða. Reykja- víkurborg, þ.e. Atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkur, Vatnsveita Reykjavíkur og Aflvaki hf. lögðu fram tæplega helming fjárins. Stjórn Áburðar- verksmiðjunn- ar, Markaðsskrifstofa Landsvirkjunar og iðn- aðarráðu- neytisins, Iðn- lánasjóður og Burðarás, Shell, Sjóvá-Almennar, og fleiri aðilar lögðu fram það sem á vantaði. Hér er verið að gera al- varlega tilraun sem mjög líklega verður til að skjóta stoðum undir starfsemina í Gufunesi og styrkja stöðu Áburð- arverksmiðjunnar til hagsbóta fyrir Reykvík- inga og um leið íslenska bændur. Hér er gott dæmi um samstarf sveitarfélags og fjármagnseigenda til atvinnuuppbyggingar. Fólksflutningar hafa mörg und- anfarin ár verið miklir til Reykja- víkur en ekki hafa orðið til nóg störf til að mæta fjölgun Reykvík- inga sjálfra og aðfluttra. Skráð at- vinnuleysi er hér meira en annars staðar á landinu. Störfin í Gufunesi eru því dýr- mæt. Þess vegna er Reykjavíkur- borg að leggja fram áhættufé til að styðja starfsemi þar. Pétur Jónsson „Hér er gott dæmi um samstarf sveitarfélaga og fjármagnseig- enda til atvinnuuppbyggingar. “ Kjallarinn Pétur Jónsson borgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann Með og á móti Eru samþykktir stjórna verkaiýðsfélaganna um bann við afgreiðslu skipa frá Vestfjörðum löglegar? Aðeins skip sem koma vegna verk- fallsins „Samþykktin byggist fyrst og fremst á því að við teljum okk- ur geta bannað okkar mönnum að ganga í störf sem sannanlega hefðu verið unnin fyrir vestan og þama er um að ræða löglega boðaða vinnustöðvun og við teljum okkur vera í rétti til að boða hana. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að það eru komin ný lög um stéttarfélög og vinnudeilur og þess vegna ákváðu stjómimar að banna félagsmönn- um að fara í störf þeirra sem em í löglegu verkfalli. En til að taka af allan vafa um að jwrna væri um löglega aðgerð að ræðá þá fórum við í atkvæðagreiðslu meðal okkar félagsmanna um réttmæti aðgerð- anna og ég get ekki skilið að hægt sé að kalla þessar aðgerðir ólögleg- ar eftir að við eram búnir að láta félaga okkar greiða atkvæði um réttmæti þeirra. Við erimi ekki að boða vinnustöðvun á eitt eða neitt nema skip sem koma hingað vegna verkfallsins. Við erum ekki að leggja neinn dóm á kröfur verka- manna fyrir vestan en við teljum að þegar menn era orðnir svona einangraðir í baráttu sinni þá verði þeir undir nema sýnd sé sam- staða.“ Halldór Björnsson, formaóur Dags- brúnar. Einhliða fundar- samþykktir eru brot á lögum Þórarinn V. Þórar- insson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. „I vinnulög- gjöfmni era ný ákvæði sem segja skýrt að það sé verkfall þegar starfs- menn leggja niður vinnu að einhverju eða öllu leyti. Það að leggja niður vinnu við losun tiltekinna togara flokkast undir það fyrmefnda; að leggja niður vinnu að einhverju leyti. í vinnu- löggjöfinni segir að gera megi verkfail ef samningar eru lausir og aðgerðin er samþykkt í leynilegri atkvæðagreiðslu sem að minnsta kosti 20% félagsmanna taka þátt í. Hana verður að boða með minnst sjö sólarhringa fyrirvara. Þetta gildir bæði um samúðarverkfpll og verkfoll. Það er engin spuming um að einhliða fúndarsamþykktir era brot á þessum lögum. Þeir sem halda öðra fram hafa einfaldlega ekki kymtt sér lögin og era að rifja upþ það sem þeir héldu einu sinni að væri lög og réttur. Við efumst einnig um að það sé heimilt að verkamannafélag, sem gert hefur samnirig og það eftir verkfall, sé heimilt að efna á ný til verkfalls til að styðja við kröfur og breytingar á sömu kauptextum og það hefúr sjálft samið um. -MK Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritsfjómar er: dvritst@centnun.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.