Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 Fréttir Framlengingu varðhalds í Vegasmáli hafnað: Engin merki um áverka á heila í læknisvottorði Óskýr framburður vitna og nið- urstaða læknisvottorða er ástæða þess að Héraðsdómur Reykjavíkur hafhaði kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins um framlengingu gæslu- varðhalds yfir tveimur af þeim fjór- um mönnum sem handteknir voru fyrr í þessum mánuði í tengslum við mannslátið á skemmtistaðnum Vegas. Sá sem lést var 26 ára Eyrbekk- ingur og átti atburðurinn sér stað þriðjudagsnóttina 13. maí sl. í greinargerð frá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, sem lögö var fram í Héraðsdómi, kemur fram að rann- sókn málsins sé á lokastigi en end- anlegri skýrslu réttarkrufninga- læknis sé ólokið. Engin bein merki um áverka á heila í læknisvottorði sem vitnað er í í úrskurði Héraðsdóms segir að hinn látni hafi fengið stóra heila- blæðingu. Líkamsskoðun hafi hins vegar ekki leitt í ijós nein áverka- merki fyrir utan smáblóðkýli á hnakka með léttri húðblæðingu. í áverkavottorði læknis kemur fram að við komu á slysadeild hafi mað- urinn ekki verið með nein sjáan- leg áverkamerki. Hvorki með skrámu, mar eða bólgu á andliti eða höfði fyrir utan smáskrámu aftan á hnakka. Engin áverka- merki hafi verið sjáanleg á útlim- um eða bol önnur en minni háttar mar yfir vinstra viðbeini. Enn fremur segir í áverkavottorðinu að ekki finnist nein bein eða örugg Skemmtistaðurinn Vegas viö Laugaveg þar sem umræddir atburöir geröust í síöasta mánuöi. merki um áverka á höfuð eða heila. Komst aldrei til meðvitundar Þegar lögreglan kom á skemmti- staðinn Vegas við Laugaveg laust eftir klukkan eitt eftir miðnætti var henni vísað á mann, 26 ára, sem lá hreyfingarlaus á gólfinu. Hann var þá meðvitimdarlaus og með veikan púls. Sjúkrabifreið kom á vettvang um tíu minútnm síðar og hófust lífgunartilraunir þegar í stað. Var manninum m.a. gefið raflost áður en hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur. Samkvæmt læknum Slysadeildar var ástand hans mjög alvarlegt við komuna á sjúkrahúsið. Hann komst aldrei til meðvitundar og var úrskurðaður látinn tveimur dögum síðar. Árásina bar skjótt að Samkvæmt framburði tveggja fé- laga hins látna kom hann á Vegas ásamt þeim fyrr rnn kvöldið, m.a. til að fylgjast með dansi, og sátu þeir saman við borð nálægt danssviðinu. Hinn látni hefði fljótt orðið ölvaður og sofhað. Einhver orðaskipti virð- ast hafa átt sér stað milli þremenn- inganna og fjórmenninganna sem síðar voru handteknir grunaðir um verknaðinn, en þeir höfðu skömmu áður komið saman inn á skemmti- staðinn. Auk félaga hins látna urðu nokkrir starfsmenn á Vegas vitni að atburðinum. Ber öllum saman um að líkamsárásina hafi borið skjótt aö og staðið stutt. Fómarlambið hafi verið barið nokkur högg áður Ný miðlunartillaga vestur: Pétur segir ekki neitt - sagðist „Qúkandi reiður“ þegar fyrri tillagan var lögð fram DV, ísafirði: í fyrri tillögunni var gert ráð fyr- ir að samningar Vestfirðinga rynnu út 31. desember árið 2000 en nú er búið að færa lok samningstímans fram til 15. febrúar sama ár. Þá mun upphafshækkun launa breytast úr 5,2 prósentum í 5,35 prósent. Ein- greiðsla mun hækka úr 12 þúsund krónum í 15 þúsund krónur. Loks eru ákvæði um að heimilt sé að semja um lágmarksbónus í einstök- um fyrirtækjum að undangenginni gagngerri athugun á því í hverju munurinn felst. í miðlunartillögu ríkissáttasemj- ara kemur fram að hún sé lögð fram í samráði við deiluaðila á Vestfjörð- um. Pétur þegir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða, vildi í gær- kvöld ekkert tjá sig um tillöguna en þess má geta að þegar fyrri tiilagan var lögð fram sagðist hann vera „fjúkandi reiður". Aðalheiður Steinsdóttir, varaformaður Verka- lýðsfélagsins Baldurs á ísafirði, sagöist vera ósátt við efni miðlunar- tillögunnar sem nú er lögð fram. Tillagan bæri þess merki, eins og sú fyrri, að ríkissáttasemjari gengi er- inda atvinnurekenda. Hún sagðist þó reikna með að tillagan yrði sam- þykkt. „Ég er mjög óánægð með frammi- stöðu embættis ríkissáttasemjara í þessari vinnudeilu. Það kemur greinilega fram afstaða embættisins með atvinnurekendum og báðar til- lögurnar eru hrein móðgun við verkafólk," segir hún. Barátta verkafólks á Vestfjörðum hefur vakið mikla athygli enda hafa verkfallsverðir að vestan farið um stóran hluta landsins til að stöðva fiskiskip. Óvenjumikil harka hefur verið í baráttunni og hefur annað eins ekki sést síðan um miðja öld. Líklegt er að verkfallsátök í framtíð- inni muni markast af Vestfjarða- verkfallinu. Aðalheiður segist von- Aöalheiöur Steinsdóttir les upp úr miðlunartillögunni í síma a verkfallsvaktinni í húsi Baldurs á ísafiröi í gærkvöldi. DV-mynd rt ast til að barátta vestfirsks verka- fólks fyrir bættum kjörum muni opna augu verkalýðsforkólfa um allt land fyrir því að það sé hægt með samstilltu átaki að sækja kjarabæt- ur á hendur atvinnurekendum ef fólk standi saman. „Ég trúi því að barátta okkar skili þeim árangri að verkalýðs- hreyfingin mxmi öll sækja raun- verulegar kjarabætur á nýrri öld. Orrustunni er að ljúka en stríðið er allt eftir,“ segir Aðalheiður. -rt en það datt máttvana harkalega í gólfið. Þar hafi verið sparkað nokkr- um sinnum m.a. í höfuð þess. Krufningarskýrsla liggur ekki fyrir í framburði Sverris Þórs Einars- sonar, annars þeirra manna sem sleppt var 4ir gæsluvarðhaldi í fyrradag, neitár hann að hafa valdið dauða mannsins. Hann hafi ekki lent í átökum við hinn látna heldur hafi það verið aðrir menn sem hann hafi beitt harðræði til að stöðva átök þeirra. Krufningarskýrsla í málinu muni sanna mál hans þegar hún liggi fyrir. í máli fulltrúa RLR fyrij- dómnum sl. þriðjudag kemur fram að krufn- ingarskýrsla liggi ekki fyrir sökum þess að læknirinn sem annast hafi krufninguna bíði eftir aðstoð heilas- érfræðings til að ljúka henni. Rannsóknarlögreglan hefur kært úrskurð Héraðsdóms til Hæstarétt- ar en beöið er eftir niðurstöðu rétt- arins. -eh Stuttar fréttir Beinafundur Hvalbein fundust í gærmorg- un í malamámu við Stórufells- öxl í Skilmannahreppi í um 80 m hæð yfir sjávarmáli. Aldrei hafa hvalbein fundist svo hátt yfir sjávarmáli og fundurinn því hvalreki á fjörur vísinda- manna. Mbl. segir frá. Hlutabréf lækka Þingvísitala hlutabréfa lækk- aði um 1,4% á Verðbréfaþingi íslands og Opna tilboðsmark- aðnum í gær. Hefur hún þá lækkað um rúm 9% frá 7. maí þegar hún var hæst. Hækkun vísitölunnar frá áramótum nemur um 27,6%. Mbl. greinir frá. Vilja séra Bjarna Sóknamefhdarmenn tveggja sóknarnefnda í Garðapre- stakalli, Garðasóknar og Bessa- staðasóknar hafa skrifað bisk- upi íslands og dómsmálaráð- herra bréf þar sem þess er ósk- að að kjörmannakosning, þar sem Bjami Karlsson hlaut flest atkvæði, verði látin standa eða prestakallið auglýst á ný. Mbl. segir frá. Áburðarverksmiðjan ekki seld Guðmundur Bjarnason land- búnaðarráðherra hefur ákveðið að selja ekki Áburðarverksmiðj- una að svo komnu máli. Fram- kvæmdanefnd um einkavæð- ingu álítur aö tilboðin tvö séu töluvert undir því verði sem ásættanlegt getur talist en hún telur verksmiðjuna virði eins milljarðs. DT segir frá. Hægt miöar Fulltrúar Kennarasambands íslands og Hins íslenska kenn- arafélags voru kaOaðir til sátta- semjara í gærmorgun og sátu enn á fundi undir miðnættið. Hjúkrunarfræðingar og frétta- menn funduðu einnig. Fundur með flugfreyjum og viösemjend- um átti að hefjast á ný kl. 13 í dag. Hægt miðar í viðræðum. Mbl. segir frá þessu. -VÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.