Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997 Útlönd Stuttar fréttir dv Frakkar og Bretar sammála innan ESB: Vilja fá atvinnu- málin í öndvegi Vinir og grannar segja McVeigh vænsta dreng Timothy McVeigh, sem var fundinn sekur um sprengjutil- ræðiö í Oklahomaborg, var lífs- glaöur unglingur, duglegur námsmaöur og fyrirmynd- arhermaður sem bjargaði lífi manns á vígvellinum, aö sögn fyrr- um nágranna hans, vina og félaga úr hernum. Þetta kom fram við vitnaleiöslur í síðari hluta réttar- haldanna yfir McVeigh í Denver í gær. Kviðdómur vegur nú og metur hvort fallast eigi á kröfur saksóknara og dæma McVeigh til dauða eða hvort senda eigi hann í fangelsi fyrir lífstíð. Búist er við niðurstöðu í vikulokin. Clinton beitir neitunarvaldi Bill Clinton Bandaríkjaforseti beitti neitunarvaldi sínu á laga- frumvarp um að veita 8,6 millj- arða dollara í neyðaraðstoð við 35 riki Bandaríkjanna og til að fjármagna veru hermanna í Bosníu og viö Persaflóa. Ástæðan er sú að repúblikanar i þinginu höfðu með í frumvarpinu ýmis gælumál sín sem forsetinn er mjög andvígur. Flugræningjar gáfust upp Þýska lögreglan yflrheyrði í gær tvo tyrkneska menn sem rændu flugvél frá Möltu og sneru henni til Þýskalands. Þar gáfust mennimir upp. Flugræningjam- ir höfðu krafist þess að maður- inn sem reyndi að myrða páfa árið 1981 yrði látinn laus úr ítölsku fangelsi. Reuter Breski fjármálaráðherrann, Gor- don Brown, lýsti í gær yfir stuðn- ingi sínum við þá ákvörðun Frakka að slá á frest undirritun stöðug- leikasáttmálans fyrir myntbandalag Evrópusambandsins. Hann sagði jafnframt að hann og franskur starfsbróðir hans væru sammála um að atvinnumálin væm mikil- vægasta verkefni ESB. Dominique Strauss-Kahn, fjármálaráðherra Frakklands, olli miklu uppnámi á fundi fjármálaráðherra ESB í gær þegar hann tilkynnti að Frakkar gætu ekki skrifað undir stöðug- leikasáttmálann á leiðtogafundi ESB í Amsterdam á mánudaginn kemur, eins og fyrirhugað var, þar sem stjóminni gæfist ekki tími til að ráðfæra sig við nýkjöriö þing. Hann bað um tíma til að skoða betur sáttmálann þar sem gert er ráð fyrir að þau lönd verði sektuð sem ekki tekst að halda fjárlagahalla sín- um í skefjum þegar sameiginlega myntin verður tekin við. Strauss- Kahn sagði að það tæki lengur en viku að skoða málið betur. Leiðtogar ESB samþykktu skil- yrðin fyrir stöðugleikasáttmálanum á fúndi sínum í Dyflinni í desember síðastliðnum. Samkvæmt honum má fjárlagahallinn ekki fara yflr þrjú prósent af landsframleiöslu, nema mikill samdráttur sé í efna- hagslífi viðkomandi lands. Ráðherrar í frönsku ríkisstjórn- inni, sem tók við völdum fyrir að- eins einni viku, hafa lýst yfir óá- nægju sinni með sáttmálann. Þeir telja að þar sé of mikið kapp lagt á að halda verðlagi stöðugu á kostnað hagvaxtar og atvinnu. Til stóð að sáttmálinn yrði staðfestur í Amster- dam í næstu viku en nú er útlit fyr- ir að það dragist til júníloka. Gordon Brown sagði að þeir Strauss-Kahn hefðu ræðst við og orðið ásáttir um að Evrópuþjóðim- ar yrðu að setia atvinnumálin í önd- vegi. Reuter íbúar í Freetown í Sierra Leone standa í biðröð fyrir utan eina af þeim fáu matvælaverslunum í borginni sem eru opn- ar. Alvarlegur skortur hefur veriö á matvælum og eidsneyti í landinu frá því að herinn tók völdin fyrir tveimur vikum. Sfmamynd Reuter 3ARHA fcffT' 20 Kjörísbollr Guðbjartur Arnar Nr. 10820 Ingi Þór Hallgrímsson Nr. 8530 Aron Rúnarsson Nr. 4592 Berglind Ólafsdóttir Nr. 11122 Ellen Elmarsdóttir Nr. 1263 Katrín Diljá Jónsdóttir Nr. 7474 Sindri Snær Helgason Nr. 8930 Sigurður Helgi Magnús- son Nr. 1890 Dagný Rut Hjartardóttir Nr. 11398 ívar Þór Birgisson Nr. 8529 Fanney Vigfúsdóttir Nr. 1326 Hildur Edda Grétarsdótt- ir Nr. 10544 Hafrún Brynja Einars- dóttir Nr. 6113 Flóra Karítas Nr. 10529 Árni Jón Einarsson Nr. 5830 Sóley Dögg Guðbjörns- dóttir Nr. 11399 Tanja Huld Guðmunds- dóttir Nr. 7393 Arnar Ingi Einarsson Nr. 9771 Vilfríður Hrefna Hrafns- dóttir Nr. 6637 Karen Kristíne Pye Nr. 9224 Krakkaklúbbur D V og Kjörís þakka öll- um sem tóku þátt kærlega fyrir frá- bæra þátttöku. Vinningshafar fá vinninganna senda í pósti \ næstu daga. Harðir bardagar í Brazzaville í Kongó Skotbardagar voru í Brazza- ville, höfúðborg Kongós, í gær- kvöld þrátt fyrir tilkynningu franskra yfirvalda um vopna- hléssamkomulag milli stríðandi aðila. Átökin, sem hófust á fimmtudaginn, eru á milli liðs- manna Nguesso, fyrrverandi for- seta, og hermanna Lissouba for- seta. Forsetakosningar verða í Kongó 27. júlí. Kongó er fyrrverandi nýlenda Frakka. Þeir sendu í gær liðs- auka til Brazzaville og eru franskir hermenn þar nú um 1200. Helsta hlutverk þeirra er að flytja á brott hundruð Frakka og aðra útlendinga frá Kongó. Fæddi barn á skólaballi og fleygði því í ruslið Nítján ára stúlka frá Forked River í New Jersey fæddi dreng á útskriftarballi í framhaldsskóla á fóstudagskvöld og fleygði honum síðan í ruslafötu á salemi skól- ans. Áður en klukkustund var liðin frá fæðingunni var stúlkan komin út á dansgólfið aftur og bað meira að segja um óskalag. Ræstitæknir fann drenginn lát- inn í ruslafotunni. Það kemur í ljós eftir krufningu hvort dreng- urinn hafi fæöst andvana eða lát- ist í ruslafotunni. Skólafélagar stúlkunnar vissu ekki að hún var bamshafandi. Hún var í víðum kjól á útskrift- arballinu og dansaði eins og ekk- ert hefði í skorist. Reuter Athugasemdir Sameinuðu þjóðimir neita að hafa gert skýrslu þar sem gerðar em athugasemdir við framkvæmd kosninganna í Alsír. Talsmaður SÞ sagði alþjóðlega eftirlitsmenn hafa gert skýrsluna. Ályktun gegn ísrael Bandaríkin eru andvíg ályktun SÞ þar sem ísrael er krafið tun skaðabætur vegna loftárásar á stöövar SÞ í Líbanon í fyrra. Ástæöan er sögð sú aö nefnd SÞ gerði meir en hún hafði heimild til. Hættur við umsókn Herforinginn Joseph Ralston er hættur við að sækjast eftir stöðu yfirmanns bandariska herr- áðsins í kjölfar uppnáms vegna framhjáhalds hans fyrir 13 árum. Ralston hefur hins vegar samþykkt beiðni Cohens vamarmálaráðherra um að gegna áfram embætti varafor- manns ráðsins. Segir af sér Forsætisráðherra Haiti, Rosny Smarth, hefur sagt af sér. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir stjórn- un efnahagsmála og hafa mótmæl- endur gripið til ofbeldisverka. Leiðtoginn til Kabúl Mullah Mohammed Omar, leið- togi uppreisnarmanna Talebana í Afganistan, kom um helgina í fyrsta sinn í heimsókn til Kabúl frá því að menn hans tóku borgina í september síðastliönum. Mótmæli í Sviss Um 20 grænfriðungar stöðvuðu í Sviss ferð tveggja vöruflutninga- bíla sem þeir telja að séu á leið með kjamorkuúrgang tú Frakk- lands eða Bretlands. Bossi fyrir rétt ítalskur dómari úrskurðaði í gær að Umberto Bossi, leiðtogi Bandalags norð- amnanna, ætti að koma fyrir rétt fyrir að hvetja stuðningsmenn sína til ofbeldis, hótana og ófrægingar. Bossi hefur þegar verið dæmdur fyrir að hafa þegið mútugreiöslur til flokks síns. Tamílar gera árás Uppreisnarmenn Tamíla á Sri Lanka gerðu í nótt árás á ffarn- varðarsveitir stöðvar hersins til að koma í veg fyrir aðstoð þeirra við hermenn í norðurhluta landsins. Neitaö um lifur James Earl Ray, sem dæmdur var fyrir morðið á Martin Luther King, fær ekki að gangast undir rannsóknir sem gætu leitt til þess að hann fengi nýja lifur. Ray er með banvænan lifrarsjúkdóm. Þrír sluppu lifandi Þremur mönnum var bjargað lif- andi úr flaki mongólskrar farþega- flugvélar sem fórst í morgun. Að minnsta kosti tólf manns voru í vélinni. Páfi lýkur ferð Jóhannes Páll páfi hefur lokið pílagrímsferð sinni á heima- slóðir í Póllandi og hafði hún djúpstæð áhrif á hann. Hann hvatti landa sína til að íhuga nú vel hvemig þeir ætluðu að nýta sér frelsi sitt. Uppskeru beðið Kim Jong-0, leiðtogi Norður- Kóreu, þakkaði í morgun bændum, hermönnum og öðrum borguram fyrir framlag þeirra til hrísgrjóna- ræktunarinnar og sagðist vonast eftir góðri uppskera. Mikill matar- skortur hefúr verið í landinu að undanfomu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.