Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997
Spurningin
Hvaö myndiröu taka með
þér á eyðieyju?
Guðmundur H. Guðmundsson:
Mat.
ívar Örn Jóhannesson: Líka mat.
Kolbrún Ingólfsdóttir: Manninn.
Felix Jósafatsson: Ég myndi nú
helst vilja taka með mér konu og
svo eitthvað að borða.
Sigurlaug Vilhjálmsdóttir:
Kærastann.
Anna Rósa Harðardóttir: Nesti og
fjölskylduna mína.
Lesendur_____________________
Kattaræktunar-
félagið Kynjakettir
- blekkingar eða náttúrulögmál sem gildir?
Ekki er æskilegt aö láta frá sér örþreyttar ræktunarlæöur ógeldar, segir bréf-
ritari m.a.
Vilhelm skrifar:
í tölublaði því sem kattaræktun-
arfélagið Kynjakettir hefur nýlega
sent frá sér er grein sem heitir „Úlf-
ar í kattagervi". Þar greinir höfund-
ur frá glæp sem getur varðað allt að
6 ára fangelsi (að sögn greinarhöf-
undar). í greininni er fjallað um
fyrrverandi formann félagsins og
hvemig ein besta undaneldislæðan
hafi komist i hendurnar á óæskileg-
um kattareiganda, væntanlega þá
keppinaut hennar i sölu á kettling-
um? En sem formaður á hún að vita
að ekki er æskilegt að láta örþreytt-
ar ræktunarlæður frá sér ógeldar.
Fylgdi kannski heilbrigðisvottorð
eins og er við hæfi?
í annarri grein í lögum
Kynjakatta segir að tilgangur félags-
ins sé aö vinna með öðrum katta- og
dýrafélögum að baráttu fyrir mál-
efnum katta og annarra dýra, katta-
ræktenda og kattavina. - Hér tala
peningar. Það kostar nefnilega 7.330
kr. að láta gelda læðu og þá er gróð-
inn ekki eins mikill, jafnvel þótt
læðan sé búin að spóla úr sér kett-
lingum í áraraðir!
í greininni er sífellt klifað á hin-
um mikla glæp. Hvaða glæp? spyr
ég. Að senda vinkonu sína til að
kaupa kött? Konunni hafði verið
vísað frá, þrátt fyrir að hún væri fé-
lagi i kattaræktunarfélaginu. Hvers
vegna er henni þá synjað um læð-
una? Ganga ekki félagsmenn fyrir
um kaup á ræktunardýrum eins og
kveður á í lögum félagsins?
í áðurnefndri grein segir orðrétt:
„Svona fólk vill félagið ekki hafa
innan sinna vébanda og vonar að
þeir sem hafa slíkt innræti hunskist
á brott úr félaginu." - Og síðan:
„Þetta eiga aðrir félagsmenn og
kettimir þeirra ekki skilið." - Hvað
eigum við ekki skilið? Fyrir hvern
er greinarhöfundur að tala? Er það
ekki greinarhöfundur með sína
ókurteisi og yfirgang sem ætti að
„hunskast á brott úr félaginu"? For-
maðurinn og nokkrir aðrir háttsett-
ir ættu að huga að því að draga sig
i hlé og hleypa fólki sem engra hags-
muna hefur að gæta í þessar stöður.
Ég hef sjálfur þurft að ganga í
gegnum slíka „þolraun", svo ekki sé
fastar að orði komist. Allir passa sig
og sína og það er eðlilegur gangur í
náttúrunni. En náttúrulögmálið
gildir ekki í Kynjaköttum, eða
hvað? Reyni kattaræktendur með
blekkingum og samstarfi sín á milli
að útiloka samkeppni (sem ég hef
persónulega reynslu af) þá er hér
um miklu alvarlegri glæp að ræða
en sagan hér að ofan um stelpuna
sem keypti kisu fyrir vinkonu sína
greinir frá. Því hér er verið að grafa
undan meginstefnu félagsins fyrir
eigin hagsmuni. Það á að líta alvar-
legum augum eigi félagið að vera
fyrir alla félagsmenn en ekki fáa út-
valda. - Því er spurt: Hver er hinn
lagalegi réttur félagsins og kaup-
enda gagnvart misvitmm ræktend-
um sem svífast einskis til að verja
eigin hagsmuni?
Helstefna og lífsstefna
Jón Torfi Halldórs. skrifar:
Undarlegt er háttalag sagnfræð-
inga hér á landi í ritgerðum og al-
mennri kennslu í skólum landsins
um staðreyndir dr. Helga Pjeturs,
jarðfræðings og stjömulíffræðings.
- Um öll hans fræði til að koma
mannkyninu áleiðis til æðri skiln-
ings á tilgangi tilverunnar. Ástæða
alls ófarnaðar í þessum heimi er fá-
fræði um eitthvað nýtt og betra fyr-
ir mannlega hugsun. En þetta má
leysa með því að koma fram sann-
leika sem er að finna í fræðum dr.
Helga Pjeturs.
Allar hans bækur, sem byrja og
enda á orðinu Nýall, eru meistara-
verk. Því fyrr sem fólk les og skilur
verður betur lifað á þessari jörð
með þeirri þekkingu sem þar er að
finna.
Dæmi úr fræðum dr. Helga: Þeg-
ar fólk deyr héðan fer það á það til-
verustig sem hugsun þeirra og
þroski leyfir en það tilverustig er á
annarri plánetu þar sem það hefur
líkama eins og hér.
„Vitkaðasta skepnan er vesölust.
Það em engin ráð til að bjarga
þessu við önnur en samband við líf-
heim, aukið samband við æðri ver-
ur, svo að vér náum að hlaðast það-
an eða magnast af nýju lífsafli ...
Einungis fyrir þá þekkingu getur
samstilling orðið sem dugar til þess
að lífheimur verði hér en ekki
heimur kvala og heljar.“ - Þetta er
úr bókinni Ennýall eftir dr. Helga
Pjeturs (fyrsta kafla sem heitir
Stjömusamband).
Um er að ræöa tvær stefnur á
þessari jörð: Helstefnu og lífsstefnu.
Með von um að umræða um fræði
dr. Helga varpi ljósi á þann nýja
sannleika um tilgang tilverunnar.
Sjávarútvegsmál - sífelldar ráðstefnur
Einar Árnason skrifar:
Það þykja engin samtök með sam-
tökum að ekki sé nú talað um
stjórnmálaflokka sem ekki koma
með nýjar og nýjar tillögur í sjávar-
útvegsmálum. Það em boðaðar ráö-
stefnur á ráðstefnur ofan til að ræða
kvótann, veiðileyfagjaldið, stjórn-
kerfi fiskveiða, aflasamsetningu og
hvað eina sem mönnum dettur í
hug.
Alþýöuflokkurinn boðaði til sjáv-
arútvegsráðstefnu um síðustu helgi.
Þá er nú von til þess að Alþýðu-
bandalagið (og „óháðir") boði til
DJ§iRQ©A þjónusta
- eða hringið í síma
5000
niilli kl. 14 og 16
Frá sjávarútvegsráöstefnu á Grand Hótel.
einnar slíkrar. Ég veit ekki til að
nokkuð hafi þokast í sjávarútvegs-
málunum á því sviði sem brýnast er
að leysa; veiðileyfagjald eða ekki
veiðileyfagjald, þrátt fyrir allar ráð-
stefnurnar og umræðuhópana.
Heldur ekki á Alþingi. Sjávarút-
vegsmálin eru í íslensku „limbói“
og verða áfram á meðan ráðamenn
þjóðarinnar sjálfir (þingmenn og
jafnvel ráðherrar) em bundnir á
klafa hagsmuna núverandi sjávar-
útvegsstefnu.
DV
Engin uppskrift
að biskupi? <
Lára skrifar:
Á forsíðu DV 24. þ.m. er hcift
eftir séra Karli Sigurbjömssyni
mnsækjanda um biskupsembætt-
ið: „Engin uppskrift að biskupi".
- Þetta er ekki rétt. í fyrra bréfi
Páls til Tímótuesar stendur í
kaflayfirskrift um leiðtoga kirkj-
unnar þetta m.a.: „Það orð er
satt, að sækist einhver eftir bisk-
upsstarfi, þá girnist hann fagurt
hlutverk. Biskup á að vera óað-
finnanlegur, einkvæntur, bind-
indissamður, hóglátur, háttprúð-
ur, gestrisinn, góður fræðari.
Ekki drykkfelldur, ekki ofsafeng-
inn, heldur gæfur, ekki deilu-
gjam, ekki fégjarn". - Svo mörg
em þau orð, og þannig hljóðar <
Guðs orð sem uppskrift að bisk-
upi.
Of dýr gisting
innanlands
Markús skrifar:
Það er enginn vafi á að gisting
á hótelum hér innanlands þegar
ferðast er um landsbyggðina er
enn of dýr. Ég kynnti mér þetta
lítillega og komst að því að sam-
bærileg hótel úti á landsbyggð-
inni hér og t.d. í Frakklandi em
yfirleitt um helmingi dýrari hér.
Regnbogahótelin svokölluðu hér
á landi kosta frá 6.000 kr. með
morgunverði. Svipuð hótel í
Frakklandi kosta þetta 300-350 <
franka, eða 3.600-4.200 kr., með
morgunverði. Þetta eru þau verð
sem hér ættu að gilda á hinum
almennu ferðamannahótelum
landsbyggðarinnar til þess að
fólk kljúfi kostnaðinn af því að
ferðast um landið. Edduhótelin
kosta t.d. 7.100 með baði en 4.800
án baðs. - Baðið er þvi selt á
2.300 kr. Er nokkurt vit í verð-
lagningu á gistingu yfirleitt hér
á landi?
Einn maður -
eitt atkvæði
Svavar hringdi:
Kunningi minn benti mér á
grein í Alþýðublaðinu sem Guð- <
mundur Árni Stefánsson skrif-
aði með ofannefndri fyrirsögn.
Ég las greinina og er meira en (
sammála Guðmundi Áma í öll-
um greinum. Hann ræðir mis-
skilda byggðastefnu og landið (
sem eitt kjördæmi. Við bregð-
umst ekki við vanda landsbyggð-
arinnar með þvi að halda fast
við misrétti í kosningaskipan.
Megi Guðmundur Ámi og aðrir
réttsýnir þingmenn tryggja að
þessu kjörtímabili ljúki ekki án
þess að tekið verði á hinu alvar-
lega máli um kjördæmamálið.
Lúkas Kostic:
Óverðskuldaður (
brottrekstur
Elli hringdi: j
Ég er aldeilis furðu lostinn
yfir ákvörðun þeirra KR-inga aö
reka Lúkas Kostic rétt sisvona. j
Hann sem hefur þrátt fyrir allt
og allt náð afar góðum árangri
hjá strákunum. Maður trúir því
bara alls ekki sem heyrist nú
hvíslað að ráðning nýs þjálfara
til úrvalsdefidarliðs KR sé bara
tímabundin. Ætlunin sé að ráða
Guðjón Þórðarson sem þjálfara
úrvalsdeildarinnar. Svona
hringl í byrjun sumars boðar
ekki gott.
Þjónusta máln- j
ingarverslana
Heiðar hringdi: (
Ég las um frábæra þjónustu
litaráðgjafa Sjafnar fyrir fólk
sem ætlar að mála hús sín - að ,
bjóða upp á sýnishom hvemig
t.d. húsið verður með hinum
ýmsu litum. Þessa þjónustu ættu
málningarverslanir að bjóða - og
það frítt. Það væri sannkölluð
nýjung og vel þegin.