Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 10. JUNI 1997 0enning „ Fjallkirkjan endurút- gefin Litlum sögum fer af því hvernig þjóðir heimsins fagna þrjátíu ára afmæli hljómplötunnar Sgt. Pepp- er’s Lonely Hearts Club Band eða hvort þær efha til fagnaðar yfirleitt. íslend- ingar minntust tímamót- anna hins vegar afskaplega smekklega með því að efna til tónleika Sinfónmhljóm- sveitar íslands og vel valins hóps Bítlavina úr hópi dæg- urlagatónlistarmanna sem hristu fram úr erminni vinalegan, áheyrilegan og eftirminnilegan konsert þar sem öll lög plötunnar sögu- frægu voru leikin og sung- in á nokkum veginn sama tíma og tekur að spila hana á radíófóninum heima í stássstofu. Það er nefnilega ein- hvem veginn þannig að Sgt. Pepper’s, þessi bylting- arkenndasta plata The Beatles, er orðin að ígildi stofustáss. Hún er dregin fram og mærð á tímamót- um og tyllidögum, verður yfirleitt efst í kosningum um bestu dægurlagaplötur allra tíma og þykir fegursta skrautfjöðrin frá þeim tíma á öldinni þegar dægurtónlistarlífið reis hvað hæst fyrir tilstuðlan breskra unglinga með bakgrunn í hafnarhverfum Liverpool og Newcastle og þess háttar slömmum sem til skamms tíma vom ekki talin gefa andanum ár- angursríkar vítamínsprautur. Á þrjátíu ára afmælinu var sem sagt lag að draga gamla meistarastykkið fram og gera því hátt undir höfði. Og það tókst prýðilega í alla staði. Ólafur Gaukur Þórhallsson skrifaði út- setningar Sir Georges Martins lipurlega út fyrir Sinfó. Jón Ólafsson Bítlavinur nánast jafn mörg ár og hann hefur lifað (bamfóstrumar minnast hans við slaghörpuna fjögurra ára hamrandi Ob-la-di, Ob-la-da) sá um tónlistarstjómina og með liðstyrk Sinfóniuhljómsveitarinnar, bít- hljómsveitar og nokkurra söngvara gerðu þeir plötunni verðug skil. Söngvaramir Daniel minnilega af plötunni, nefnilega Within You, Wit- hout You eftir George Harrison. Szymon Kuran, Björgvin Gíslason, Stefán Hjörleifsson og Steingrím- ur Guðmundsson gerðu því frábær skil og uppskáru dynjandi fagnaðarlæti áheyrenda sem voru allir sem einn einstaklega vel með á nótunum. Vitaskuld var endasvítan, A Day in the Life, einnig áheyrileg. Maður vissi hins vegar fyr- irfram að flytjendurnir myndu leggja sérstaka rækt við að skila henni með glæsibrag og því hefði flug- eldasýningin í crescendó- inu mátt vera dálítið ýkt frá útsetningu Sir Georges á plötunni. En aðfinnslur sem þessar eru bara smá- munasemi. Heildaryfir- bragðið var til fyrirmyndar og Jóni Ólafssyni og öllum hiniun til sóma. Sgt. Pepper’s Lonely He- arts Club Band tekur ekki nema um það bil fjörutíu mínútur í flutningi. Til að gera konsert í fúllri lengd var blandaður hópur tónlistarmanna fenginn til að stytta gestum sfimdimar fram aö hléi. Leik- in voru og sungin órafmögnuð og lítt rafmögnuð Bítlalög og skotið inn á milli ýmsum atriðum frá ferli The Beatles í tónum og myndum. Þessi fyrripartm- var sérlega óaðlaðandi og vegna þess að hann skorti alla uppbyggingu missti hann marks. Af flytjendunum sem fram komu fyrir hlé er vart ástæða til að hrósa nema ein- um; Bimi Jr. Friðbjömssyni, nemanda í list- menntaskóla Sir Pauls McCartneys í Liverpool. Ari Jónsson söng reyndar Yesterday einkar ljúf- lega og Eyjólfur Kristjánsson klikkaði hvorki á pikki né söng í Here Comes the Sun. Þrátt fyrir þessa ljósu punkta í fyrri hluta konsertsins var hann afskaplega leiðinlegur og maður þakkaði almættinu fyrir að enginn þeirra sem sóst var eftir til að mæta sem heiðursgestur tónleikanna þekktist boðið. Söngvararnir Daníel Ágúst Haraldsson, Stefán Hilmarsson og KK skiluðu sínu með prýði. Sömu sögu er að segja um hljóðfæraleikara. Tónlist Ásgeir Tómasson Ágúst Haraldsson, Stefán Hilmarsson og KK skiluðu sínu með prýði. Sömu sögu er að segja um hljóðfæraleikara. Á einum stað hefði maður viljað hafa kontrabassana eilítið ákveðnari og á öðrum hefði „glockenspielið" þurft að hafa svo- lítið skærari tón. En guð forði okkur frá því að krefjast þess að lifandi flutningur laganna af Sgt. Pepper’s væri fullkominn og nákvæmlega eftir plötuupptökunni. Það er óneitanlega skrítið að eftirminnileg- asta lag tónleikanna skuli vera hið minnst eftir- Sagnabálkurinn um Ugga Greips- son, Fjallkirkjan eftir Gunnar Gunnarsson, í þýðingu Halldórs Laxness, hefur verið endm-útgefinn i einu bindi hjá Máli og menningu. Gunnar Gunnarsson yngri myndskreytti bókina, en margar af myndum hans við sög- una birtast nú á bók í fyrsta sinn. Fjall- kirkjan er talin eitt af meistaraverkum íslenskra nútíma- bókmennta og var frumsamin á undir heitinu „Kirken pá Bjerget“. Hún kom upp- haflega út í fimm bindum: Leg med strá (1923), Skibe pá himlen (1925), Natten og drommen (1926), Den uer- fame rejsende (1927) og Hugleik den hárdtsejlende (1928). íslensk þýðing Halldórs Laxness kom fyrst út 1941-1943. Endurútgáf- an sem nú er gefin út er fjórða út- gáfa þýðingar hans og fylgir texta annarrar útgáfu, 1951, með nokkrum breytingum þýðenda í þriðju útgáfu, 1961. Bókin verður seld'á tilboðsverði í júní, 3880 kr. ígorskviða Árna Berg- manns Þýðing Áma Bergmanns á Igorskviðu er komin út hjá Máli og menningu. Kviðan var samin seint á 12. öld og hefur haft áhrif á rúss- neska menningu. Með- al annars er efnið í ópem Borodíns, ígor fursta, sótt til henn- Ámi Bergmann samdi skýringar við ígorskviðu og gerir grein fyrir tengslum hennar við ._ sturlungaöld í sögu Rússlands sem hún lýsir. Hann fjallar einnig um stöðu kviðunnar í miðaldabók- menntum með skírskotun til hugs- anlegrar þakkarskuldar hennar við norræna skáldskaparhefð. Sómabítl Þrenna frá Uglunni Hraunfólkiö eftir Bjöm Th. Bjömsson, Bókin um hlátur og gleymsku eftir Milan Kundera og Hér leynist drengur eftir Judy og Sean Barron voru í nýjasta Uglupakkan- um frá hinum ís- lenska kiljuklúbbi Máls og menning- ar. Hér leynist er í frumút- gáfu á íslensku. Hún segir frá einhverfúm dreng sem kemst út úr einhverfu sinni. Mæðginin Judy og Sean Barron skrifa bókina saman og lýsir hún gríðarlegum átökum í uppeldi drengsins. Skækjan til Moskvu Leitt hún skyldi vera skækja, í leikstjóm Baltasars Kormáks, fór sigurför á leiklistarhátíðina í Hallunda í Svíþjóð á dögunum. í framhaldi var sýningunni boðið að koma næsta vor til Moskvu og sýna gestaleik í Leikhúsi þjóðanna. Leikhús þjóðanna virðist heldur en ekki farið aö snúast um íslenskt leikhús. Amlóða saga Bandamanna fer til Seoul í haust og Skækjan með vorinu til Moskvu! -ST Smáþjóðaleikarnir: Til hvers emm við íslendingar að taka þátt í „Smáþjóðaleikum“? Erum við smáþjóð? Síðan hvenær erum við smáþjóð? í hverju keppa smáar þjóðir? Smáum greinum? Einhvem veginn átti maður helst von á því að á Smáþjóðaleikunum yrði keppt í feluleik. Skyndilega kom i ljós að undanfarinn áratug hefur íþróttaforystan laumað lélegustu íþrótta- mönnum landsins út í alþjóðlega keppni við þeirra hæfi: „The Tiny Nations Games“. Og nú vom allar helstu landspildur álfunnar mættar til landsins með íþróttastjömur sínar og stamandi prinsa. Halda menn virkilega að það sé hvetjandi fýrir íþróttamenn okkar að berjast áfram í rokinu á Laugardalsvelli, verandi nokkrum húslengdum á eftir fremstu hlaupakonum Lúxemborgar og Liechtenstein? Eini lærdómurinn sem af því má Fjölmiðlar Hallgrímur Helgason draga er: Hættið að æfa og farið að gera eitthvað þjóðhagslega hagkvæmt. Og til þess að steypa allri þjóðinni í botnlaust smáþjóðarþunglyndi var þetta svo sýnt daginn út og inn í sjónvarpinu með „afsakið hlé“-innskotum til að fullkomna smá- þjóðarímyndina. Með þessu vantaði bara gamla góða Queen-lagið með nýjum texta: „We Are Loos- ers“. Þeir einu sem stóðu sig með sóma voru veð- urguðimir; settu íslandsmet í júníkulda og Atl- antshafsmet í óþægindum. Þeir klikka aldrei þeg- ar á ríður að sópa burt af landinu einhverju liði sem ætlar að niðurlægja okkur, sbr. vindstigin ell- efu sem okkar menn sendu í beinni útsendingu úr Bláa lóninu til Ameríku á dögunum. Það mátti hafa visst gaman af sjónvarpssendingum frá Laugardalsvelli þegar maltneskir hástökkvarar fuku beinlínis á rána og 1500 hlaupið varð líkt og sýnt hægt allan tímann vegna mótvinds. Fresta þurfti sundkeppni þegar Kýpurmær ein fékkst ekki til að fara upp úr þægilega volgri lauginni. Ekki klikkuðu gárangarnir heldur og upp- nefndu fyrirbærið „Smáþjóaleikana". Smáþjóaleikar eiga kannski rétt á sér sem rétt- látur vettvangur fyrir rasssmáar þjóðir heimsins og þá af sömu ástæðum og Ólympíuleikar fatl- aðra fyrir hreyfihamlaða en þeir eiga að fara lágt. Smáum hæfir ekki að fara hátt. Það á að geta þeirra neðanmáls í dagblöðum en ekki leggja undir þá hálfu sjónvarpskvöldin. í svipmyndum frá blakleikjum í Smáranum mátti sjá tvo áhorf- endur á bekkjunum. Tveir í salnum og hvað ... tíu heima í stofú? Reyndar kom aðsóknarleysið sér nokkuð vel þar sem hinir knáu leikmenn þurftu á öllum áhorfendastæðunum að halda til að halda boltanum í leik. íslendingar fengu brons í þrístökki karla. Þrír luku keppni. Nú er hún Snorrabúð stekkur og grasið á vellinum græna er smánað af sterum hvert ár, smáum þjóðum að leik. Síðan hvenær var talin hvatning í því að miða sig við það smæsta og aumasta í heiminum? Ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægstur? Og kom- ast samt ekki yfir. íslensku blakaramir náðu ekki einu sinni að sigra San Marínó sem mun vera eitthvert frík-ríki í ítölskum afdal með 25 íbúum. Körfuboltalandslið Andorra stóð sig hins vegar óvenjuvel vegna þess að í vor kom ferða- langur i þorpið, á reiðhjóli með pumpu: Það var hægt að pumpa í boltann og þeir Andorringar gátu loks dripplað honum almennilega. Þátttaka okkar á Smáþjóðaleikunum er mis- skilningur. Misskilningur á íslensku eðli. Við viljum ekki bera okkur saman við það lakasta í hverri grein. Við höfum metnað. í þeim skilningi erum við ekki smáþjóð. Hins vegar er hætta á því að við verðum það ef við erum alltaf að leika okk- ur við eintómar smáþjóðir. Hugsum smátt og stefnum lágt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.