Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Page 15
I
ÞRIÐJUDAGUR 10. JUNI 1997
tilveran
15
Líf
Stúdentsprófin eru að baki,
hvíti kollurinn kominn á
höfuðið og sumarið
framundan. Gaman að vera
til, en hvað svo?
Mörg þúsund íslensk ung-
menni standa í dag frammi
fyrir þessari spurningu.
Sumir eru löngu búnir að
gera upp hug sinn en aðrir
hafa enn ekki ákveðið sig. í
flóknu og tæknivæddu samfé-
lagi er margt í boði og því
ekki undarlegt að ungmenni
landsins hiki þegar þau
þurfa að taka svo stóra og
mikilvæga ákvörðun.
Tilveran lagði leið sína upp í
Háskóla íslands og talaði við
Ástu Ragnarsdóttur, yfir-
mann námsráðgjafar við Há-
skólann, og tvo nýstúdenta,
þau Þórarin Óla Ólafsson og
Ragnheiði Gunnarsdóttur.
eftir stúdentspróf
sr
™ 1 I 1
T T
f If !F ff
./
Háskóli Islands var stofnaður 1911 en aöalbygging Háskólans var reist 1936-40.
Áhugi, hæfni og námsframboð
Asta Ragnarsdóttir er fyrsti
námsráðgjafinn við Há-
skóla íslands og hefur hún
starfað við Háskólann í ein 16 ár.
Fyrstu sex árin var hún eini náms-
ráðgjafinn við Háskólann en nú
starfa þar fjórir auk þess sem nem-
ar í starfsþjálfun aðstoða þau öðru
hverju. Skrifstofan er stærsta ráð-
gjafarskrifstofan á landinu og á
hverju ári sinnir hún yfir 4000 við-
tölum.
Bæklingar og áhuga-
sviðsprof
En hvernig fer námsráðgjöfin
fram, hvað segið þið við fólk sem
kemur til ykkar og hefur ekki hug-
mynd um hvað það vill gera?
„Fólk kemur til okkar ýmist til að
fá upplýsingar um nám, hér eða
annars staðar á landinu, eða til að
reyna að finna út á hvaða sviði
áhugi þess og hæfni liggur.
Við höfum komið okkur upp
gagnabanka og erum með bæklinga
um nám á íslandi almennt og lýs-
ingar á öllu íslenska skólakerfmu.
Þannig að ef fólk er tvístígandi
hvort það á að hefja nám hér við
skólann eða annars staðar getum
við liðsinnt því með það.
Áhugasviðsprófið hefur notið
mikilla vinsælda en það er vísinda-
legt mælitæki sem veitir fólki mjög
Viðskiptafræði eða
stjórnmálafræði?
Þórarinn Óli Ólafsson
er einn þeirra sem eru
nýútskrifaðir. Hann
varð stúdent úr Menntaskólan-
um í Reykjavík af náttúrufræði-
braut en í vetur gegndi hann
einnig embætti Inspectors
scholae. Þórarinn segist lengi
hafa velt því fyrir sér hvað
hann eigi að taka sér fyrir
hendur að stúdentsprófi loknu
en hann sé enn ekki alveg bú-
inn að gera upp hug sinn.
Eins oq að stjórna
eki
fyrirtælci
Að stjórna skólafélagi er svip-
að því að stjórna fyrirtæki og
Þórarinn segir að eftir veturinn
hafl hann mestan áhuga á að
læra annað hvort viðskipta-
fræði eða stjómmálafræði. Þór-
arinn segir að vinir sínir hafl á
undanfómum dögum verið að
gera upp hug sinn og sé aðal-
stefnan tekin á Háskóla íslands.
Flýja land
1 sumar fer Þórarinn ásamt
félaga sínum, Baldvini Þ. Bergs-
syni, til Kaupmannahafnar til
að vinna, ferðast og kynnast
landi og þjóð.
Þórarinn Óli Ólafsson er
nýútskrifaður úr
Menntaskólanum í Reykjavík.
DV- myndir Pjetur
Á leið í
útskriftarferð
Ragnheiður Gunnarsdóttir
er nýútskrifuð úr Mennta-
skólanum við Sund af nátt-
úrufræðibraut. Tilveran hitti hana
þar sem hún hafði nýlokið við að
innrita sig í hjúkrunarfræði í Há-
skólanum og var ekki laust við að
henni væri nokkuð létt eftir að hafa
loksins tekið af skarið og skráð sig.
„Ég ætlaði alltaf að verða læknir en
fannst námið svo vera alltof langt.
Mér fannst mjög erfitt að gera upp
hug minn og er þetta ein sú erfið-
asta ákvöröun sem ég hef tekið í líf-
inu og sú mikilvægasta."
Ragnheiður hefur lært á fiðlu í
ellefu ár og er á 8. stigi. Hún hefur
sagt sig úr Tónlistarskóla Reykja-
víkur næsta vetur þar sem sam-
keppnin er hörð í hjúkmnarfræð-
inni eins og í svo mörgum öðram
greinum og námið tekur því mikinn
tíma. Fyrstu tvær vikumar í júní
verður Ragnheiður í útskriftarferð
á Costa del Sol á Spáni ásamt sam-
stúdentum sínum og í lok júlí fer
hún með strengjasveit Tónlistar-
skóla Reykjavíkur á alþjóðalistahá-
tíð í Skotlandi. Þess á milli verður
hún að vinna á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur.
Ragnheiður Gunnarsdóttir átti í
erfiðleikum meö að gera upp viö
sig hvort hún ætti aö fara í
hjúkrunar- eöa læknisfræöi.
gagnlegar upplýsingar
um sjálft sig. Prófið tek-
ur til spuminga sem vísa
m.a. til náms, starfs,
áhugamála, og hvemig
fólk við viljum umgang-
ast. Prófin hafa verið
notuð hér á landi í um
tíu ára skeið en í Banda-
ríkjunum frá því 1930 og
era þau í stöðugri þróun.
Framhaldsskólanemar
koma mikið til okkar til
að taka þetta próf oft
löngu áður en þeir út-
skrifast svo að þeir geti
tekið mið af útkomunni,
valið fyrr og verið betur
undir háskólanámið
búnir.“
Ýmiss konar
þjónusta
„Um helmingur þeirra
sem koma til okkar era
stúdentar í Háskólanum
og liðsinnum við þeim
gjarnan þegar þeir vilja
breyta um nám eða fara i fram-
haldsnám. Auk þess höldum við ým-
iss konar námskeið, s.s. í vinnu-
brögðum, hvernig á að glósa, lestr-
araðferðum, einbeitingu, úthaldi,
streitu og kvíðastjórnun. Síðan Há-
skólinn tók ákvörðun um að veita
einstaklingum með sérþarfir aðstoð
hefur umfang starfsins aukist til
muna og við veitum 70-80 nemum,
fótluðum, veikum eða öðrum sem
eiga við sérþarfir að etja, persónu-
lega ráðgjöf og aðstoð.“
Mikið að gera
Þessa dagana er mikið að gera hjá
ykkur, annið þið öllum þessum
fjölda?
Asta Ragnarsdóttir er fyrsti námsráögjafinn sem
tók til starfa viö Háskóla íslands.
„Það er rétt, þessa dagana koma
nýstúdentar hingað í stríðum
straumum og leita aðstoðar. Sumir
era svo gott sem búnir að ákveða í
hvaða nám þeir ætla að fara en
þurfa aðstoð við að raða saman fög-
um og átta sig á námsskipulaginu.
Aðrir eru enn ekki búnir að gera
upp hug sinn og koma þá til okkar í
lengri viðtöl. Umsóknarfrestur til að
sækja um Háskólann rann út 5. júní
en nemendur geta skipt um náms-
leið allt fram undir lok ágúst. Mörg-
um þykir mjög erfitt að ákveða sig
hvaða nám þeir vilji stunda enda
um margt að velja en við reynum að
sinna öllum eftir bestu getu.“
Vaknaðu þjóð
í þuneum hlekkjum!
Stund aflausnar þinnar er boðuð
föstudaginn þrettánda kl. 13.13
þegar „dagur ljómar, og morgunstjama
rennur upp í hjörtum yðar.“
(2. Pétursbréf 1:19)
SKjryAryÐi leið
SflHlFÉLAG 014 tRÓ
b