Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 12
i2 ^kingar LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 TfcV Víkingahátíðin í fullum gangi í Hafnarfirði um helgina: Elskumst, berjumst og drekkum! Vlkingahátíðin er í fullum gangi í Hafnarfirði og lýkur á morgun. Mörg hundruð galvaskir vikingar frá ýmsum löndum komu upp á skerið og hafa látið ljós sitt skina síðustu daga. Þrír vígalega klæddir bardagavíkingar gerðu „innrás“ á ritstjórn DV í vikunni og fóru mik- inn. Þetta voru þeir Max frá Dan- mörku, og Englendingamir Raider og Troll, sem við kölium bara Trölla. Þeir tóku upp sverðin og hófu heljarinnar bardaga, svo harð- an að minnstu munaði að þeir stórslösuðu ljósmyndara DV. í einni sveiflunni straukst sverðsoddur við gagnauga og taldi hann sig hafa vankast í nokkrar sekúndur! „Þeir hefðu getað drepið mig,“ sagði ljós- myndarinn knái og skellti upp úr um leið og hann strauk skallann. Drepa allt sem hreyfist! Víkingamir vösku eru allt að því atvinnumenn í greininni. Þeir ferð- ast að sumarlagi á milli hátíða í Evrópu á borð við þá í Hafnarfirði, eða eins og Raider orðaði það: „Á vetuma liggjum við undir erlend bóksjá Ík : , " Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: i 1. Joanna Trollope: Next of Kln. 2. James Herbert: ‘48. 3. Roddy Doyle: The Woman Who Walked Into Doors. 4. Meave Blnchy: Evenlng Class. i 5. Jackle Colllns: Vendetta. 6. John le Carré: The Talor of Panama. 7. Jeannle Brewer: A Crack In Forever. i 8. Danlelle Steel: Mallce. 9. John Grlsham: Runaway Jury. 10. Ben Elton: Popcorn. i Rit almenns eðlis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Frank McCourt: Angela's Ashes. 3. Paul Wllson: A Llttle Book of Calm. 4. Anne Frank: Diary of a Young Glrl. 5. Howard Marks. Mr. Nlce. 6. John Gray: Men are from Mars, Women are from Venus. 7. Nlck Hornby: Fever Pltch. i 8. The Art Book. 9. Redmond O’Hanlon: Congo Journey. 10. Grlff Rhys Jones rltstjóri: The Natlon’s Favourlte Poems. Innbundnar skáldsögur: 1. Arundhatl Roy: The God of Small Thlngs. 2. Bernard Cornwell: Sharp'e Tlger. 3. John Grlsham: The Partner. 4. Wilbur Smlth: Blrds of Prey. 5. Edward Rutherfurd: London: The Novel. Innbundin rit almenns eölis: 1. Mlchael Drosnin: The Bible Code. 2. Paul Brltton: The Jlgsaw Man. 3. Grania Forbes: My Darllng Buffy. 4. Slmon Slngh: Fermat’s Last Theorem. 5. Jean-Domlnique Bauby: The Diving-Bell and the Butterfly. (Byggt á The Sunday Tlmos) - segja þrír galvaskir bardagavíkingar sem næstum „drápu" Ijósmyndara DV! blaðamanni að sjáifsögðu að lyfta upp sverði en undirritaður, stór að vexti, vildi ekki skilja grey mann- inn eftir í sárum! Aðspurðir sögðust þeir útbúa skipti væru enn góður siður á með- al víkinga og það kæmi sér vel. Líka listrænir við erum ekki bara ofbeldis- hneigðir. Við erum einnig listrænir. Þannig er Trölli listmálari þess á milli sem hann er í víkingaham,” sagði Raider sem á vetumar starfar sem bamaskólakennari og mál- ari. Max er nemi og hyggst fara í sálfræði næsta vetur í Kaupmanna- hafnarháskóla. Ótrúlegt miðað við meðfylgjandi myndir, en satt! Reiknað var með um 20 þúsund gestum á hátíðina sem haldin er í annað sinn. Dagskránni lýkur á Víðistaðatúni á morgun en í dag er m.a. hátíðardagskrá á Þingvöllum. Á morgun verður minnisvarði um Hrafna-Flóka afhjúpaður á Hvaleyr- arholti. í tengslum við hátíðina hafa ver- ið fluttir fyrirlestrar í Norræna hús- inu og Hafnarborg og val farið fram á Hallgerði ’97 og Agli ’97, hárprúð- ustu konu og skeggprúðasta manni hátíðarinnar. -bjb Víkingarnir vösku, þeir Raider, Troll og Max, í vígamóö á hátíö- inni í Hafnarfiröi. DV-mynd GVA feldi og vöknum til lífsins á sumrin, tilbúnir til að drepa allt sem hreyf- ist! Ferð- umst þá um Evrópu, berj umst, elskumst og drekkum. Hér á íslandi ætlum við hins vegar að taka það rólega, vera ljúflr við ís- lendinga þvi þeir hafa ekki umgengist alvöru- víkinga í svo langan tíma.“ 3' .3 m a Þeir voru ákaflega hrifn- ir af íslenskum konum og töldu þær mjög góðar vík- ingakonur, þær bestu sem þeir hefðu séð til þessa í Evrópu! Víkingamir voru ánægðir með hátíðina i Hafnarflrði en þess má geta að Trölli kom á síðustu hátíð fyrir tveimur árum. Þeir voru búnir að berj- ast við marga kollega sína, þó án mikilla blóðsúthellinga. Einnig lýstu þeir yflr vilja til að kenna hvaða íslendingi sem er helstu at- riði bardagalistarinnar. Buðu íslenskar konur þær bestu -----------------7------ Næsta saga á Islandi Þegar bandaríska skóla- stúlkan Jenn Crowell var 17 ára skrifaði hún skáld- sögu sem gerist í Englandi og fjallar um ást og sorg konu á fertugsaldri í Bret- landi. Sagan sem heitir „Necessary Madness" hef- ur slegið í gegn og gert Crowell, sem nú er 19 ára, í senn ríka og fræga. Útgefendur skáldsög- unnar í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa lagt mikla áherslu á það í auglýsing- um sínum og kynningar- starfi hversu ungur höf- undurinn er - og jafnframt að hún hafl skrifað sög- una, sem gerist að mestu leyti í Bretlandi, án þess að hafa stigið þar fæti. Sjálf segist hún hafa aflað sér nauðsynlegra upplýs- inga um enskt þjóðlíf með því að lesa kynningarrit, sögurnar vinsælu um Adrian Mole og horft á breska framhaldamynda- flokka sem gerast í sam- tímanum. Velheppnuð ást- arsaga Sögumaður Necessary Madness er þrítug banda- rísk kona í London, Gloria að nafni. Hún missir enskan eiginmann sinn, Bill, úr krabbameini. Dauði hans veldur henni mikilli sorg, sem hún tekst á við með því að rifja upp æsku sína, hjónabandið og síðan veikindi hins látna eiginmanns. Hún þarf einnig að hugsa um ungan son sinn og framtíðina. Eins og þessi örstutta efnislýsing gefur til kynna er þetta saga um ást og missi; grátsaga eins og stundum er sagt i niðrandi tón. En að mati margra gagnrýnenda er hún ótrú- lega sönn og vel skrifuð af 17 ára stúlku sem hefur alist upp íjarri at- burðum af því tagi sem um er fjall- að í sögunni. Jenn Crowell fæddist Umsjón Elías Snæland Jónsson og ólst upp hjá móður sinni og stjúpa í smábænum Jaccobus í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og er enn í skóla. Hún segist snemma hafa ákveðið að verða rithöfundur og m.a. sótt námskeið í rit- un skáldsagna. Það var einmitt kennari hennar á slíku námskeiði sem las handritið að sögunni og sendi það til útgefanda sem keypti hana í snar- heitum. Til Islands Hún leggur áherslu á að persónumar í sögunni séu ekki sóttar í hennar eigin fjölskyldu, en foreldrar söguhetjunnar Gloriu eru ekki beinlínis fyrirmynd- arfólk. Hún hafi einmitt valið að skrifa skáldsögu um persónur, atburði og sögusvið sem væri utan við persónulega reynslu sína. Crowell kveðst í blaðavið- tölum skilja vel að útgef- endur noti ungan aldur hennar til að selja bókina, en hún vilji auðvitað láta líta á sig sem alvöru höf- und. Eða eins og hún kemst að orði í einu við- talinu: „Ég vil ekki vera 19 ára að atvinnu!" Það mun vafalaust vekja frekari athygli á þessum höfundi hérlendis að hún er nú að vinna að nýrri skáldsögu sem á að gerast á íslandi - en land okkar er mikið í tísku meðal poppara og ýmissa ann- arra á Vesturlöndum um þessar mundir. Hún ætlar að kynna sér sögusviðið að eigin raun áður en hún skrifar söguna með því að heimsækja fsland í sumar. Að sögn breskra b aða fékk hún góðar ábendingir um aðstæður hér á landi f”á „íslandsvininum" marg- fræga Damon Albam á meðan hún dvaldi í Bretlandi nýverið vegna út- komu bókar sinnar þar. Metsölukiljur Bandaríkin | Skáldsögur: 1. Danlelle Steel: Mallce. 2. Mlchael Crlchton: The Lost World. 3. Mary Hlgglns Clark: Moonllght Becomes You. 4. V.C. Andrews: Heart Song. 5. Terry McMlllan: How Stella Got Her Groove Back. 6. Sandra Brown: Exclusive. 7. Julle Garwood: One Plnk Rose. 8. Chaterine Coulter: Rosehaven. 9. John Grlsham: The Runaway Jury. 10. Sherl Reynolds: The Rapture of Canaan. 11. Elizabeth George: In the Presence of the Enemy. 12. John Darnton: Neanderthal 13. Wally Lamb: She’s Come Undone. 14. Ursula Hegl: Stones From the Rlver. 15. Nora Roberts: Sweet Revenge. Rit almenns eðlis: 1. Maya Angelou: The Heart of a Woman. 2. Stephen E. Ambrose: Undaunted Courage. 13. Jon Krakauer: Into the Wlld. 4. James McBrlde: The Color of Water. 5. Andrew Well: Spontaneous Healing. 6. Mary Pipher: IRevlvlng Ophella. 7. Jonathan Harr: A Civll Action. 8. Carmen R. Berry & T. Traeder: Glrlfrlends. 9. Laura Schlesslnger: How Could You Do That?l 110. Scott Adams: The Dllbert Prlnclple. 11. D. Rodman & T. Keown: Bad As I Wanna Be. 12. Thomas Cahill: How the Irish Saved Civilízation. 13. Kathleen Norrls: The Clolster Walk 14. Carl Sagan: The Demon-Haunted World. 15. Mary Pipher: The Shelter of Each Other (Byggt á New York Tlmes Book Revlew)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.