Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 DV" ★ * fréttir Klæðning hf. stendur í ýmsum framkvæmdum: Höfuðstöðvarnar seldar á uppboði - reksturinn er í góðum málum, segir Gunnar Birgisson framkvæmdastjóri Uppboð á höfuðstöðvum Klæðn- ingar hf. fór fram í síðustu viku. Húseignin, sem er við Vesturhraun 5 i Garðabæ, var slegin fjármögnun- arfyrirtækinu Lýsingu hf. fyrir 61,5 milljónir króna. Lýsing var með veð í 5. og 6. veðrétti hússins en þar fyr- ir aftan er fjöldi veðhafa sem nú missir þær tryggingar. Brunabótamat Vesturhrauns 5, sem er 1500 fermetrar að flatarmáli, er samkvæmt upplýsingum frá VÍS rúmar 120 milljónir króna. Líklegt söluverð hússins er þó talið vera um eða innan við helming þeirrar upphæðar ef miðaö er við fermetra- verð sem er á bilinu 30 til 40 þúsund krónur. Til marks um það má nefna að íslandsbanki býður ekki í sinn veðrétt sem er næstur á eftir Lýs- ingu. Þar er um að ræða milljón króna skuld sem trygging dettur nú undan. Meðal þeirra veðréttarhafa sem missa veð sín, verði nauðung- arsalan samþykkt, eru stórir aðilar á borð við Búnaðarbankann, Byggðastofnun, íslandsbanka og Iðnlánasjóð. Höfuðstöövar Klæöningar hf. í Garðabæ hafa veriö seldar á nauöungaruppboöi. Fjármögnunarfyrirtækiö Lýsing hf. hreppti hnossið þegar þaö bauö í sinn veörétt. Eftir stendur aö fjöldi veöréttarhafa missa nú tryggingar sínar. DV-mynd ÞÖK Meðlagaskuldir Innheimtustofnun sveitarfélaga er meðal þeirra sem nú missa sitt veð. Þar er um að ræða gamlar með- lagaskuldir sem nema samkvæmt heimildum DV allt að tveimur millj- ónum króna. Um er að ræða fjár- muni sem Klæðning hf. hefur dreg- ið af starfsmönnum, eða svokallað vörslufé. Guðmundína Ragnarsdóttir, lög- maður stofnunarinnar, staðfestir að ekki séu lengur tryggingar fyrir skuldum fyrirtækisins nema að litlu leyti. „Við munum reyna nýtt íjámám til að tryggja okkur. Fari fram ár- angurslaust fjámám þá er orðinn grandvöllur til að krefjast gjald- þrotaskipta,“ segir hún. Gunnar I. Birgisson, fram- kvæmdastjóri Klæðningar, segir uppboðið engan veginn tU marks um að fyrirtækið eigi í erfiðleikum. Þvert á móti sé reksturinn í góðu lagi. í góöum málum „Það er allur okkar rekstur í góð- um málum. Mér sýnist eftir fyrstu 6 mánuðina að það stefni í hagnað,“ segir Gunnar. Hann kvaðst ekki vUja tjá sig um uppboðið sérstak- lega en ítrekaði að rekstur Klæðn- ingar væri nú kominn í lag eftir að hafa gengið í gegnum svokaUaða frjálsa nauðasamninga. „Við emm búnir að borga okkar samninga og ég held að við séum á góðri siglingu,“ segir Gunnar. Nauðasamningar þeir sem Klæðning gekk í gegnum byggjast á því að samið er í frjálsum samning- um við einstaka lánardrottna. Það sem um semst fer ekki tU þinglýs- ingar eins og gerist þegar um er að ræða nauðasamninga. Þannig er það einkamál viðskiptavinar og lán- ardrottins um hvað semst. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði stóð fyrir uppboði hússins en kærufrest- ur rennur út þann 21. júlí. Tvö stórverkefni Klæöning hf. er með tvö stór- verkefni í gangi á vegum ríkis og sveitarfélaga. Annars vegar er um að ræða þvemn GUsfjarðar en hins vegar snjóUóðavamir ofan Flateyr- ar. Gunnar segir bæði verkin vera í góðum gangi og unnið sé aUan sól- arhringinn við þveran Gilsfjarðar. „Við eram á undan áæUun með GUsfjörðinn og vel gengur með snjó- Uóðavarnir ofan Flateyrar. Það verður hleypt umferð á Gilsfjörð 1. desember en ég reikna með að hægt verði að aka þessa leið um helgar og þegar við erum ekki að vinna við framkvæmdina," segir Gunnar. Ólafur Helgi Ólafsson, fram- kvæmdastjóra Lýsingar, sagöist, að- spurður um uppboðið, ekki geta tjáð sig um einstök málefni fyrirtækis- ins. -rt „Víkingarnir" notuðu vélarafl DV, Höfn: „Það var vont í sjóinn þeg- ar við fórum frá Þórshöfri í Færeyjum en batnaði þegar komið var norður fyrir eyjam- ar. EUir það var sléttur sjór, aðeins undiralda en enginn vindur. Skipin urðu að sigla fyrir vélaraUi aUa leið og þeg- ar 30-40 mUur voru eftir voru seglin tekin niður," sagði Svein Atii Hove, skipstjóri á norska seglskipinu Draumen, við komuna til Hafhar í Homafirði. Skipalestin sem sigldi inn á Homafjörð í gærmorgun var Vlkingarnir Svein Atli Hove, Johann Fögerheim og leiö- angursstjórinn Ole Stenbakk viö komuna til Hafnar. DV-mynd Júlfa talsvert minni en í upphafr var áætiað. Aðeins 11 skip komust alla leið en í fyrstu var talað um 100 skip. Svein Atli sagði að ferðin hefði gengið vel og engin óhöpp orðið. Um sex manns em á hveiju skipi og af þeim tóku 25 sér far með Norrænu frá Þórs- höfn til Seyðisfjarðar. Þar um borð vom margir ættingjar skipveijanna ásamt hópi Norð- manna sem ætia á Víkingahátíð. Flest em skipin frá V-Noregi, eitt skráð í Svíþjóð og eitt danskt. Þau munu væntanlega fara frá Homafirði nk. þriðju- dag áleiðis til Þórshafnar í Fær- eyjum. ji 4-liða úrslit bikarkeppninnar: KR-ingar fara til Akureyri: Tígri á göngugöt- unni í dag í tilefni Bamadaga á Akur- eyri verður Tígri staddur í göngugötunni á Akureyri í dag. Hann verður þar ásamt Umferðarráði og sýnir nýja reiðhjólahjálminn og býður hressum krökkum upp á ýmis- legt góðgæti. Það veröur mikið um að vera í göngugötunni, meðal skemmtilegra uppá- koma era atriði úr Latabæ, : kassabílarallí, söngvakeppni, „spinning“keppni, ratleikur og margt fleira. Dregið var í undanúrslitum Coca- Cola-bikarkeppni karla og kvenna á hótel Loftleiðum í gær. Það verður spennandi að fylgjast með þessum leikjum og fróðlegt að sjá hvort um annað eins markaregn verður að ræða líkt og í 8-liða úrslitunum. ÍBV-KR Hjá körlunum fá KR-ingar það erf- iða hlutskipti að fara til Eyja og spila við heimamenn. „Við sættum okkur fyllilega við þetta. Samkvæmt þessu verðum við bara að klára þetta mót á útivelli og fá engan heimaleik. Það er enginn beyg- ur í KR-ingum, við unnum þá úti síð- ast og gerum það bara aftur,“ sagði Kristján Finnbogason, fyrirliöi KR- liðsins, en leikurinn hefur verið sett- ur á þann 9. ágúst kl. 16.00 en það gæti þó breyst í samræmi við gengi KR- inga í Evrópukeppninni. Keflavík-Leiftur Hinn leikurinn hjá körlunum verð- ur viðureign heimamanna í Keflavík og Leifturs. „Við erum ánægðir meö að fá loks- ins heimaleik, það er fyrir öllu. Ég hefði síst viljað lenda i því að fara til Ólafsfjarðar eða Eyja. Það er fint að fá Leiftur í heimsókn en við komum til með að spila nánast þijá leiki í röð við þá þar sem liðin eiga saman frestaðan leik,“ sagði Ólafur Gott- skálksson, markvörður Keflvíkinga. Leikurinn verður 10. ágúst kl. 17.00. Ræningj- arnir gáfu sig fram Mennimir tveir úr 10-11 rán- inu sem höfðu verið eftirlýstir hjá lögreglu í vikunni gáfú sig fram í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg i gær. Annar kom um hádegisbil en hinn skömmu síöar. Þeir kváðust undanfarið hafa verið að sinna fjölskyldumálum. Hins vegar hafi þeir gefið sig fram þegar þeir fréttu það um og fyrir há- degi í gær að fjölmiðlar væra að lýsa eftir þeim. Samkvæmt upplýsingum DV voru þeir fluttir austur á Litla-Hraun síðdegis í gær. Mönnunum var sleppt úr gæsluvarðhaldi vegna 10-11 ránisins í fyrri hluta síðustu viku þegar héraðsdómur ákvað að skilyrði væra ekki fyrir hendi um að framlengja gæslu- varðhald þeirra. Á fostudag fyrir síðustu helgi ákvað Hæstiréttur hins vegar að þeir skyldu sitja inni. Eftir það var gefin út handtökuskipun á hendur þeim. Að sögn Geir Jóns Þórissonar, talsmanns lögreglunnar í Reykjavík, barst handtökuskipunin ekki til embættisins fyrr en á mið- vikudag. -Ótt stuttar fréttir Norrænn stjörnukíkir íslendingar eru orðnir meðeig- endur að norræna stjömusjónauk- anum, en hann er á eynni La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Háskóla- rektor undirritaði nýlega samstarfs- samning um sjónaukann. Sýningu flýtt Ákveðiö hefúr verið að flýta ís- lensku sjávarútvegssýningunni vegna þess hve vel hún hefúr geng- ið síðan henni var hleypt af stokk- unum 1984. Sýningin hefur veriö haldin á þriggja ára fresti og næsta sýning átti að verða 1999 en verður þess í stað 1998. Mannfjöldadagur Mannfjöldadagur SÞ var í gær en kjörorð dagsins var heilsuvemd og réttur til kynlífs og tengdist eyðni- smithættu og ótímabærum bam- eignum unglinga. Landsmót ungliða Um helgina fer fram landsmót ungliðadeilda Slysavamafélagsins í Grindavík. Um 470 ungmenni taka þátt í mótinu og æfa m.a. fjölbreytt björgunarstörf og leitaraðferðir. Skeljungur styrkir Skeljungur hefúr veitt um 140 skógræktarstyrki til skógræktar- félaga og einstaklinga. Þeir ein- staklingar sem styrk hljóta eru að rækta skóglendi sem samtals er yfir 5000 hektarar að flatar- máli. Nýtt farsimakerfi Póstur og simi hf. hefúr í haust tilraunir með nýtt farsímakerfi fyr- ir þéttbýli sem taliö er að verði ódýrara í rekstri en GSM-kerfið. -SÁ Eyja Bikarmeistarar fá heimaleik „Þetta gæti ekki verið betra og ég held að það verði toppleikur á milli Blika og KR-inga í úrslitum. Við lentum í því að tapa um daginn og ætium aö láta það duga næstu árin,“ sagði Sigfríður Sophusdóttir, fyrirliði Blikastelpna, þegar ljóst var að bikarmeistaramir fá lið ÍBV í heimsókn. í hinum leiknum mæt- ast lið Vals og KR á Hliðarenda en báðir leikirnir fara fram 29. júlí kl. 19.00. -ÖB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.