Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 mðtal „Það á að vera hreyfing á loftinu þar sem fengist er við skapandi starf Það hlýtur að vera vindasamt þar sem af- drifaríkar ákvarðanir eru teknar. Ég hef komist að því að það er kalt á toppnum en í raun uni ég mér betur í slíku um- hverfi en í blíðum andvaranum neðar í hlíðunum, “ segir Viðar Eggertsson, fyrr- verandi leikhússtjóri á Akureyri og síðar um skamma hríð í Borgarleikhúsinu, sem frœgt varð. DV hitti Viðar að máli í vikunni og rœddi við hann um vanda Leikfélags Reykjavíkur, brottrekstur hans úr starfi leikhússtjóra og síðast en ekki síst geysilega spennandi hlutverk sem hann hefur gert samning um að leika í Dublin á írlandi nú á haustmánuðum. __ Viðar Eggertsson leikur Drakúla greifa í Dublin á írlandi í október: LR eins og sjúklingur með illkynja æxli í fjölmiðlum undanfarið hefur komið fram að aðsókn að sýningum Leikfélags Reykjavíkur hefur dreg- ist mikið saman síðasta leikár. Það hefur sigið á ógæfuhliðina æ meir á síðustu árum og er nú svo komið að leita þarf marga áratugi aftur í tím- ann til að finna sambærilegar að- sóknartölur. Þar af leiðir að LR er komið í verulegar fjárhagskröggur. „Leikfélag Reykjavíkur er komið að tímamótum, ekki bara í einum skilningi, heldur einnig öðrum,“ segir Viðar. „Félagið var stofnað sem áhugamannafélag fyrir öld, í lok nítjándu aldar, I fimm þúsund manna bæ, þegar leikflokk vantaði í nýbyggt samkomuhús við Tjömina og tveir leikhópar í bænum samein- uðust í einn, Leikfélag Reykjavíkur. I Iðnó efldist þessi leikflokkur og átti oft á tíðum glæsileg blómaskeið. Á sögulegum tímamótum þarf félag- ið að átta sig á að tímarnir eru gjör- breyttir. Atvinnumennska í leiklist hefur þróast í hartnær fimm áratugi og upp er risinn fjölmennur og glæstur flokkur leikhúslistamanna sem gerir, og á að gera, kröfur til þess að fá að nota hæfileika sína. Nú eigum við glæsilegt Borgarleik- hús sem hefur vel á annað hundrað milljónir af almannafé til ráðstöfun- ar. Þar ætti að blómstra metnaðar- full leikhússtarfsemi en ekki sér- hagsmunagæsla nokkurra einstak- linga sem loka sig inni í fila- beinstumi. Borgarleikhús á nefni- lega að vera lifandi listastofnun en ekki vemdaður vinnustaður eða rykfallin geymsla fyrir útbrunnar hugsjónir," segir Viðar þungur á brún og hann bætir við að það sé sorglegt að horfa upp á leikfélags- menn þráast við taka reksturinn til gagngerrar endurskoðunar og reka nútímalegt leikhús. Leikfélag Reykjavíkur sé gengið sér til húðar í þeirri mynd sem það er, sauma- klúbbslýðræðið gangi ekki lengur. En hvað er til ráða? Nýtt Leikfélag Reykjavíkur „Upphaflega var Leikfélag Reykjavíkur nafn á þeim hópi fólks sem hafði brennandi áhuga á leik- list í Reykjavík og þannig á félagið að vera. Það þarf að stofna opið fé- lag allra þeirra sem hafa áhuga á leiklist, jafnt áhorfenda sem leik- húslistamanna. Þetta félag gæti gert samning við borgaryfirvöld um að reka metnaðarfulla starfsemi í Borgarleikhúsinu. Félagið myndi kjósa stjórn sem réði leikhússtjóra og hann hefði svigrúm til að hrinda í framkvæmd ögrandi og spennandi verkefnum sem laðar til sín sífor- vitna áhorfendm:. Áhorfendur þyrstir í hressilegt og skemmtilegt leikhús þar sem ferskir vindar blása.“ Viðar segir að þetta nýja félag geti vel heitið Leikfélag Reykjavík- ur og áft meira skylt við hugsjónir þeirra sem stofnuðu LR fyrir öld síðan en þeirra sem telja sig eiga einkarétt á því að vera Leikfélag Reykjavíkur í dag. Félagið sé fyrst og fremst saga allra þeirra sem hafi stundað og byggt upp leiklist í borg- inni síðustu hundrað árin. „Við erum öll hluti af sögunni og eigiun jafnt tilkall til hennar,“ bætir hann við. Viðar segir einnig koma til greina að Reykjavíkurhorg ræki Borgarleikhúsið, líkt og rikið rekur Þjóðleikhúsið, eða að borgin ræki húsið og gerði þjónustusamninga við aðila sem kæmu úr ýmsum greinum sviðslista, s.s. leikhóp, list- dansflokk og jafnvel óperuflokk. Martröð leikfálagsins „Það hlýtur að vera skelfilegt fyr- ir félagsmenn að hafa alið með sér ljúfa drauma sem snúist hafi upp í martröð sem þeir virðast ekki geta vaknað af,“ segir Viðar þegar hann er spurður um hvernig honum finn- ist hafa tekist til hjá leikfélaginu eft- ir að hann var rekinn og eftirmaður hans settist i sæti hans sem leikhús- stjóri LR. „Það gat ekki farið verr og sorg- legt að sjá það sem hefði getað orð- ið glæsilegt afmælisár breytast í langdregna jarðarför. Einhver hafði á orði i fyrra þegar ég var nýrekinn að leikfélagið væri eins og sjúkling- ur með illkynja æxli sem neitaði að horfast í augu við staðreyndir og heimtaði að fá andlitslyftingu hjá lýtalækni í staðinn fyrir uppskurð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.