Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 BH ma ■ ■ a myndbond 59 Alþjóðlegir leikarar voru eitt af því sem peningamir öfluðu Peter Jackson, og þar á meðal aðalstjarna myndarinnar, Michael J. Fox, sem sá Heavenly Creatures í Toronto eft- ir að Zemeckis og Jackson buðu honum hlutverkið, og samþykkti umsvifalaust að leika í The Frighteners. Michael J. Fox sló í gegn og vann til flölda Emmy-verð- launa sem Alex P. Keaton í NBC- sjónvarpsþáttaröðinni Family Ties. Hann hefur stundað leiklistina síð- an hann var táningur (og lítur enn nákvæmlega eins út segja sumir). Frægastur er hann fyrir Back to the Future trílógíuna, en hann hefur m.a. leikið í Teen Wolf, The Secret of My Success, Bright Lights Big City, Light of Day, Casualties of War, The Hard Way, Life with Mikey, For Love or Money, Greedy og The American President. -PJ Líf Franks Bannisters hefur tekið miklum breytingum eftir bílslys sem hann lenti í fyrir fimm árum. Kona hans dó í bílslysinu og áfallið hefur leyst úr læðingi skyggnigáfu hans. Ekki er hægt að segja að hann noti hana til göfugra verka. Hann hefur hafið samstarf með þremur draugmn sem ásækja fólk fyrir hann. Hann mætir síðan á svæðið og losar fólk við draugaganginn gegn þóknun. En loks kemur að því að hann lendir í alvarlegum vand- ræðum. Raðmorðingi virðist ganga laus í bænum og fómarlömbin eiga aðeins tvennt sameiginlegt. Þau eru öll númeruð (morðinginn sker tölur í enni þeirra) og Frank Bannister er alltaf í grenndinni þegar morðin eru framin. Grunur fellur á hann og of- sóknabrjálaði alríkislögreglrunaður- inn Dammers, sem sérhæfir sig í yf- irnáttúrulegum fyrirbrigðum, mæt- ir á svæðið, staðráðinn i að stöðva Frank Bannister, sem er sjálfan far- ið að gruna að einhver ill öfl af yfir- náttúrulegu sortinni standi að baki morðunum. Meðan líkin hrannast upp þarf hann að hefla leit að sann- leikanum svo hann geti hreinsað mannorð sitt og yfirbugað hin illu öfl. Nýsjálensk mynd fyrir ameríska dollara Svo hljómar söguþráðurinn í The Frighteners, nýjustu mynd nýsjá- lenska leikstjórans Peters Jacksons. Segja má að myndin sé nýsjálensk, enda samin og leikstýrt af Nýsjá- lendingum, tekin í Nýja-Sjálandi að öllu leyti og flestir starfsmenn nýsjálenskir, þ.á m. klippari, leik- myndahönnuður, búningahönnuður og framleiðendur. Hins vegar sér Hollywood fyrir tæknibrellumeist- ara, helstu leikurum og auðvitað flármunum, og sjálfur Robert Zem- eckis, sem leikstýrt hefur meðal annars Forrest Gump, Back to the Michael J. Fox er í aðalhlutverki í The Frighteners. Future-myndunum þremur og Death Becomes Her, er einn af fram- leiðendum myndarinnar. Eins og áður sagði situr Peter Jackson í leikstjórastólnum, en hann er einnig meðframleiðandi og skrifaði handritið ásamt Frances Walsh, samstarfsmanni sínum til margra ára. í aðalhlutverkinu er Michael J. Fox, en í öðrum helstu hlutverkum eru Trini Alvarado (The Perez Family, Little Women), Peter Dob- son (sem lék Elvis Presley í Forrest Gump), John Astin, Dee Wallace Stone, Jeffrey Combs (Re-Animator) og Jake Busey, sem er sonur Franks Buseys. Jake Busey lék nýlega í Twister og mun næst leika í nýjustu mynd Pauls Verhoevens, vísinda- skáldsögunni Starship Troopers. Á uppruna í ódýrum splatter-myndum Peter Jackson tókst að vekja at- hygli kvikmyndajöfranna í Hollywood með mynd sinni Heaven- ly Creatures árið 1994, sem vann meðal annars silfurljónið á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum og var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir besta handritið. Peter Jackson er sjálfmenntaður kvikmyndagerðar- maður, sem byrjaði á ungaaldri að búa til myndir með myndband- stökuvél foreldra sinna. Hann keypti sér síðan 16 mm vél og hóf tökur á stuttmynd, sem þremur árum seinna var orðin að 75 mín- útna langri kvikmynd. Myndina kallaði hann Bad Taste, en hún flall- aði um baráttu nokkurra byssuglaðra manna við geimverur sem komu utan úr geimnum til að ná í mannakjöt fyrir skyndibita- keðju sína. Síðasta mynd hans á undan Heavenly Creatures var i svipuðum dúr og Bad Taste, þ.e. geggjuð grínmynd í formi blóðugrar splatter-hrollvekju, en það var Braindead (sem í Banda- ríkjunum var gefin út undir nafninu Dead Alive) sem vann til alls 16 alþjóðlegra verðlauna. Meðal verka hans er einnig Meet the Feebles, eins konar prúðu- leikaramynd fyrir fullorðna. Uppruni Peters Jacksons ligg- ur í gaman- sömum hryll- ingsmyndum (eða hrollvekj- andi gaman- myndum) og má þvi segja að með The Frighteners sé hann á heimavelli, en í þetta skiptið með nóg af pening- um. The Frighteners Tekist á við ill öfl UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Hilmar Oddsson listin yndisleg. Maður hefur drama, þriller og ástarsögu í sömu myndinni. Saman mynda þessir pólar einstak- lega sterkt andrúmsloft og í því liggur helsti styrkur myndarinnar, ásamt Vínar- borg sem gegnir miklu hlutverki í henni. Meðal leikara í myndinni má nefna Orson Welles og Harry Lime, en Carol Reed leikstýrði. Handritið skrifaði síðan Graham Greene.“ „Þetta er erfið spuming, enda er flöldinn allur af kvikmyndum sem eru í miklu mér. En til þess að nefna eina af tuttugu myndi ég segja Þriðji maðurinn. Myndin var gerð skömmu eftir seinni heimsstyrjöld- ina og var að mestu leyti tek- in í rústum Vín- arborgar. Að- stæðurnar við gerð myndar- innar voru þvi einstakar og ekki hægt að endurtaka. Kost- ir þessarar myndar eru óteljandi; hún er falleg, spenn- andi, dulúðleg, leikaramir em frábærir og tón- Power 98 Karlin Pickett (Eric Roberts) er útvarpsmaður með eigin þátt á stöð í Los Ang- eles sem nefnist Power 98. Pickett er ekkert heilagt og nýtur hann þess að hneyksla áheyr- endur sína með orðavali sínu. Af þessum sökum njóta þættimir mikillar hlustunar, bæði hjá þeim sem þykja þeir skemmtilegir og líka hjá þeim sem býður við þeim. Allir eiga áheyrend- urnir það þó sameiginlegt að vilja verða vitni að næsta hneyksli sem Pickett dregur fram í dagsljósið. Kvöld eitt kemst Pickett í síma- samband við mann sem segist bera ábyrgð á morðum nokkurra kvenna sem fundist hafa illa útleiknar. Hann lýsir því flálglega hvemig hann myrti konumar. Frá sjónarhóli lög- reglunnar bendir þetta til þess að þetta sé hinn raunverulegi morðingi. Eða er þessi persóna bara til í huga Picketts? Aðalhlutverk eru í höndum Erics Roberts og Jasons Gedricks. Leik- stjóri er Jamie Hellman. Eds Next Move Þegar kærasta Eds Broskys segir honum upp ákveður hann að flytja frá heima- bæ sínum í Wiscons- in til New York og byrja þar nýtt líf. Eftir verulega viðburða- ríkt ferða- lag kemst hann loks á áfang- astað og byrjar að -■, aðlaga sig “ - borgarlíf- inu. Fljótlega stefnir hugur hans aft- ur að ástamálunum og kvensamur meðleigjandi hans hvetur Ed til að lifa lífí kvennabósans. En Ed er ekki þess konar maður því hann leitar hinnar einu réttu. Hann er hlédrægur og frekar feiminn og á því í nokkmm erfiðleikum með að leika sömu leikina og hinn kven- sami meðleigjandi hans. Ed lendir því í ýmsum spaugilegum aðstæð- um í konuleit sinni, t.d. þegar hann hittir fyrir unga tónlistarkonu sem hann verður yfir sig hrifrnn af þótt stúlkan sú sé af allt öðm sauðahúsi en hann. Aðalhluverk leika Matt Ross og Callie Thorne. Leikstjóri er John Walsh. Her Costly Affair Diane Weston er háskólakennari sem er ekki fullkomlega sátt við hjónaband sitt. Þegar nýr og myndarleg- ur nemandi, Jeff Dante, tekur að gefa henni undir fótinn lætur hún undan freist- ingunni. Hún gerir sér þó strax grein fyrir því að hún hefur gert mistök. Þegar hún reynir að segja Jeff að ekkert geti orðið úr sambandinu neitar hann að sleppa henni. Hann vekur með henni ótta sem magnast þegar hún kemst að því að hann er grunaður um morð á fyrrum ástkonu sinni sem einnig var háskólakennari. Henni tekst þó að lokum að losna við hann - eða það heldur hún alla vega. Dag einn tilkynnir dóttir Diane henni að hún muni koma með nýja kærast- ann sinn í kvöldverð heim til flöl- - skyldunnar. Sér til mikillar skelfíngar uppgötvar Diane að nýi tengdasonur- ■ inn er enginn annar en Jeff. Það er \ því ljóst að hann gerir hvað sem er til ; þess að fá sinu framgengt. Aðalhlutverk era í höndum Bonnie j Bedela og Brians Austins Greens. 1 Leikstjóri er John Patterson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.