Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 46
54
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 JjV
Unnur Abildgaard
Unnur Abildgaard húsmóðir,
Solsortvej 74, Fredriksberg, 2000,
Kaupmannahöfn, er áttræð í dag.
Starfsferill
Unnur fæddist á ísafirði, ólst upp
í Kaupmannahöfn frá sex ára aldri
og fram að fermingu. Hún var búsett
á íslandi á unglingsárunum og
stundaði þá nám í Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur og lærði hárgreiðslu-
iðn.
Unnur flutti síðan aftur til Kaup-
mannahafnar um tvítugt og hefur
átt þar heima síðan.
Fjölskylda
Fyrri maður Unnar var Arne Ped-
ersen lyfjafræðingur en þau skildu
eftir skamma sambúð.
Sonur Unnar og Ame var Tómas
Árnason (Tom Pedersen), f. 1940, d.
1977, sjómaður á Seltjarnarnesi en
sonur hans er Kristinn Tómasson.
Seinni maður Unnar var Ove
Abildgaard, f. í Lenvig á Jótlandi
17.9.1917, d. 11.10.1990, skáld og dag-
skrárstjóri hjá danska ríkisútvarp-
inu en hann var í hópi virtustu ljóð-
skálda Dana í seinni tíð.
Börn Unnar og Ove eru Rúna
Katrín Abildgaard, f.
1948, sjúkraliði í Kaup-
mannahöfn; Claus Juli-
us Abildgaard, f. 1949,
listmálari í Kaup-
mannahöfn; Ulver Skúli
Abildgaard, f. 1955, leik-
ari í Kaupmannahöfn.
Hálbróðir Unnar,
sammæðra, er Skúli Ax-
elsson, f. 26.1. 1925, flug-
stjóri.
Foreldrar Unnar voru
Skúli Skúlason
Thoroddsen, f. 24.3.1890,
d. 23.7. 1917, alþm. og yfírdómslög-
maður í Reykjavík, og unnusta
hans, Guðrún Skúladóttir, f. 6.11.
1896, d. 6.6. 1950, síðar húsmóðir í
Reykjavík.
Ætt
Systkini Skúla voru Unnur, móð-
ir Skúla Halldórssonar tónskálds;
Guðmundur læknaprófessor, afi
Guðmundar myndlistarmanns;
Kristín Ólína, skólastjóri og yfír-
hjúkrunarkona; Katrín yfirlæknir;
Jón Thoroddsen, lögfræðingur og
skáld; Ragnhildur, kona Pálma
Hannessonar rektors; Bolli borgar-
verkfræðingur; faðir
Bolla hagræðingarráðu-
nauts; Sigurður verk-
fræðingur, faðir Dags
skálds; Sverrir deildar-
stjóri, og María Kristín,
móðir Jóns Thors Har-
aldssonar sagnfræð-
ings.
Skúli var sonur
Skúla Thoroddsen,
sýslumanns, alþm. og
ritstjóra, bróður Þor-
valds náttúrufræðings;
Sigurðar verkfræðings,
föður Gunnars forsætisráðherra, og
bróður Þórðar læknis, fóður Emils
tónskálds og Þorvalds forstjóra.
Skúli var sonur Jóns Thoroddsen,
skálds og sýslumanns í Haga á
Barðaströnd og á Leirá, sonar Þórð-
ar, beykis á Reykhólum Þóroddsson-
ar. Móðir Jóns sýslumanns var
Þórey Gunnlaugsdóttir. Móðir Skúla
ritstjóra vau- Kristín Ólína Þorvalds-
dóttir, alþm. og umboðsmanns í
Hrappsey á Breiðafirði Sigurðsson-
ar Sívertsen. Móðir Kristínar Ólínu
var Ragnhildur Skúladóttir, sýslu-
manns á Skarði Magnússonar,
sýslumanns á Skarði Ketilssonar.
Móðir Magnúsar var Guðrún Magn-
úsdóttir, systir Skúla fógeta.
Móðir Skúla yngri var Theodóra
skáldkona, systir Ásthildar, móður
Muggs. Theodóra var dóttir Guð-
mundar, prófasts og alþm. á Breiða-
bólstað Einarssonar, bróður Þóru,
móður Matthíasar Jochumssonar
skálds. Móðir Theodóru var Katrín
Ólafsdóttir Sívertsen, prófasts í Flat-
ey, bróður Þorvalds í Hrappsey.
Guðrún var systir Amalíu, móður
Halls Hallssonar yngri, tannlæknis.
Guðrún var dóttir Skúla, kaup-
manns og útgerðarmanns á ísafirði,
sonar Einars Sörenssonar og Guð-
leifar Magnúsdóttur.
Móðir Guðrúnar var Sigrún, syst-
ir Jónasar, tónskálds og bæjarfull-
trúa á ísafirði, föður Ingvars fiðlu-
leikara. Systir Sigrúnar var
Tómasína Ingibjörg, amma Stefáns
Hermannssonar borgarverkfræð-
ings og Tómasar Inga Olrich alþm.
Sigrún var dóttir Tómasar, leikrita-
skálds og fræðimanns á Hróarsstöð-
um Jónassonar og Bjargar Emilíu
Þorsteinsdóttur, b. á Hlíðarenda í
Köldukinn Torfasonar.
Unnur Abildgaard.
Anna Oddsdóttir
Anna Oddsdóttir hús-
móðir, Furugerði 1,
Reykjavík, er níutíu og
fimm ára í dag.
Starfsferill
Anna fæddist í Stykk-
ishólmi, ólst þar upp og
stundaði þar skóla-
göngu. Þá var hún við
nám við Hússtjórnar-
skóla Reykjavíkur 1926.
Eftir að Anna gifti sig
stundaði hún húsmóð-
urstörf. Hún var búsett í
Stykkishólmi til 1951. Þá flutti hún
til Reykjavíkur og hefur átt þar
heima síðan.
Fjölskylda
Anna giftist 28.8. 1926 Sigurði
Steinþórssyni, f. 11.10. 1899, d. 29.4.
1966, kaupfélagsstjóra. Hann var
sunui Steinþórs Bjöms-
sonar og Sigrúnar Jóns-
dóttur sem bjuggu á
Litluströnd í Mývatns-
sveit.
, Börn Önnu og Sigurð-
ar eru Steinþór Sigurðs-
son, f. 14.2.1933, listmál-
ari en kona hans er
Ema Guðmarsdóttir
myndmenntakennari;
Gunnar D. Sigurðsson,
f. 20.2. 1935, deildar-
stjóri en kona hans er
Margrét Þórðardóttir
skrifstofumaður; Haraldur Sigurðs-
son, f. 31.5. 1939, jarðfræðingur og
prófessor; Sigrún G. Sigurðardóttir,
f. 7.5. 1943, bankamaður en maður
hennar er Árni Þ. Kristjánsson
bankamaður.
Fósturdætur Önnu og Sigurðar
eru Ingibjörg Þorvaldsdóttir, f. 25.6.
1925, vefnaðarkennari en maður
hennar var Sverrir Júlíusson út-
gerðarmaður sem lést 30.4. 1990;
Anna Þorvaldsdóttir, f. 4.4. 1929,
skrifstofumaður en maður hennar
var Bragi Kristjánsson vaktmaður
sem lést 5.10. 1985.
Systkini Önnu: Gróa Oddsdóttir,
f. 2.9.1898, d. 29.12.1985; Svava Odds-
dóttir, f. 6.12. 1900, búsett í Stykkis-
hólmi; Hallgímur Oddsson, f. 1.10.
1905, d. 25.10.1982; Júlíana Oddsdótt-
ir, f. 26.6. 1904, d. 19.3. 1980; Sigur-
borg Oddsdóttir, f. 5.7. 1908, d. 18.5.
1995.
Hálfbróðir Önnu er Geir Ólafur
Oddsson, f. 7.1. 1931.
Foreldrar Önnu voru hjónin Odd-
ur Valentínusson, f. 3.6. 1876, d.
12.12. 1965, hafsögumaður í Stykkis-
hólmi, og Guðrún Lilja Hallgrims-
dóttir, f. 23.9.1875, d. 18.12.1950, hús-
móðir.
Ætt
Oddur var sonur Valentínusar,
formanns í Stykkishólmi Sigmunds-
sonar. Móðir Valentínusar var Vil-
borg Pétursdóttir, b. í Höskuldsey
Péturssonar. Móðir Vilborgar var
Valgerður, langamma Jóns, afa Þór-
unnar Valdimarsdóttur rithöfundar.
Valgerður var dóttir Einars, hrepp-
stjóra í Hrisakoti í Helgafellssveit
Einarssonar.
Móðir Odds var Gróa Davíðsdótt-
ir, b. í Rimabæ Bjamasonar, læknis
á Hnausum Jónssonar. Móðir Dav-
íðs var Guðfinna Jónsdóttir Hjalta-
líns, prests á Breiðabólstað Ödds-
sonar, lrm. á Rauðará Jónssonar
Hjaltalíns, sýslumanns í Reykjavík
og ættfóður Hjaltalínsættarinnar.
Anna verður stödd í bústað bama
sinna að Silfurgötu 31, Stykkis-
hólmi, á afmælisdaginn.
Anna Oddsdóttir.
Halldór Guðnason
Halldór Guðnason, fyrrv. kaup-
maður, Lindargötu 64, Reykjavík, er
áttræður í dag.
Starfsferill
Halldór fæddist í Þverdal í Aðal-
vík og ólst þar upp. Hann stundaði
nám við Héraðsskólann á Núpi í
Dýrafirði í einn vetur, stundaði
nám við Bændaskólann á Hólum og
lauk þaðan búfræðiprófi.
Halldór hélt bú með móður sinni
eftir lát föður síns til 1952 er hann
flutti til Reykjavíkur.
Hann var því síðasti
ábúandinn i Sléttu-
hreppi í Norður-lsa-
fiarðarsýslu, áður en
hreppurinn lagðist í
eyði.
Halldór var fanga-
vörður á Litla-Hrauni í
fimm ár, var kaupmað-
ur í Reykjavík á áran-
um 1959-66, var síðan
dyravörður, lengst af
við Árbæjarskóla eða
Halldór Guönason.
þar til hann hætti störf-
um fyrir aldurs sakir.
Fjölskylda
Sonur Halldórs er Ari
Reynir Halldórsson, f.
25.6.1954, kvæntur Guð-
laugu Eygló Elliðadótt-
ur og eru synir þeirra
Viðar Arason, f. 30.10.
1982, og Atli Valur Ara-
son, f. 20.6. 1988.
Alsystir Halldórs er
Pálína Guðnadóttir, bú-
sett í Hafnarfirði.
Hálfsystir Halldórs er Þórunn
Friðriksdóttir, búsett á Akranesi.
Uppeldissystkini Halldórs era
Sigrún Guðlaugsdóttir, búsett í
Reykjavík; Marteinn Árnason, bú-
settur í Reykjavík.
Foreldrar Halldórs voru Guðni ís-
leifsson, bóndi í Þverdal í Aðalvík,
og Veronika Borgarsdóttir, hús-
freyja í Þverdal.
Kristbjörg María Einarsdóttir
Kristbjörg María Einarsdóttir
snyrtifræðingur, Birtingakvísl 12,
Reykjavík, er fertug í dag.
Starfsferill
Kristbjörg fæddist í Rauðbarða-
holti í Dalasýslu og ólst þar upp.
Hún var í Bama- og unglingaskólan-
um að Laugum í Dalasýslu, stundaði
nám við Ármúlaskólann í Reykjavík
1972-73, stundaði nám við Hús-
mæðraskólann að Staðarfelli 1973-74
og lærði síðan snyrtifræði hjá Mar-
íu Dalberg á snyrtistofunni Mæju.
Fjölskylda
Kristbjörg Maria giftist 12.9. 1981
Ragnari Antonssyni, f. 13.12. 1957
bifreiðastjóra. Hann er sonur Ant-
ons Guðjónssonar leigubílstjóra sem
lést 13.6. 1995, og Guðrúnar Matthí-
asdóttur húsmóður.
Sonur Kristbjargar Maríu frá því
áður er Amar Páll, f. 27.11. 1976,
nemi.
Börn Kristbjargar Maríu og Ragn-
ars eru Björgvin Sævar, f. 31.5.1982;
Rúnar Freyr, f.13.1. 1989; Sandra
María, f. 7.10. 1991.
Systkini Kristbjargar Maríu eru
Monika Björk, f. 23.2.1955, húsfreyja
að Rauðbarðaholti II; Jóhanna
Bjamey, f. 28.2. 1962, hárgreiðslu-
meistari í Búðardal; Anna Berglind,
f. 30.6. 1963, tækniteiknari á Akra-
nesi; Georg Bragi Vernharður, f.
12.8. 1964, verkamaður að Fannborg
I; Ásta Bima, f. 11.3.1970, verkakona
að Rauðbarðaholti.
Foreldrar Kristbjargar Maríu em
Einar Kristmundsson, f. 4.12. 1920,
bóndi að Rauðbarðaholti
í Hvammssveit í Dölum,
og k.h., Guðrún Jóhann-
esdóttir, f. 26.4.1932, hús-
móðir.
Ætt
Einar er sonur Krist-
mundar, b. í Rauðbarða-
holti Eggertssonar, b. í
Gröf í Laxárdal Guð-
mundssonar. Móðir
Kristmundar var Guð-
laug Guðmundsdóttir.
Móðir Einars var
Salóme María Einars-
dóttir, b. á Hróðnýjarstöðum Þor-
kelssonar, b. á Dunk í Hörðudal Ein-
arssonar. Móðir Einars á Hróðnýjar-
stöðum var Sigríður Jónsdóttir.
Móðir Salóme Maríu var Ingiríður
Hansdóttir, irá Gauta-
stöðum Ólafssonar.
Guðrún er dóttir Jó-
hannesar, b. á Merki-
gili Bjarnasonar, frá
Þorsteinsstaðakoti Jó-
hannessonar. Móðir
Jóhannesar var Elín
Finnbogadóttir. Móðir
Guðrúnar var Monika
Sigurlaug Helgadóttir,
frá Ánastöðum Björns-
sonar. Móðir Moniku
var Margrét Sigurðar-
dóttir.
Kristbjörg Marla og
Ragnar taka á móti gestum að heim-
ili sínu í kvöld.
Kristbjörg María
Einarsdóttir.
lil hamingju með
afmælið 12. júlí
90 áxa_____________________
Guðbjörg Pálsdóttir,
Háaleitisbraut 50, Reykjavík.
Guðbjörg er að heiman.
Þóra Guðmundsdóttir,
Fossheiði 52, Selfossi.
Laufey Þórðardóttir,
frá Borgarholti í
Miklaholtshreppi, áöur
búsett að Bifröst í Ólafsvík,
nú aö Hrafnistu í Reykjavík.
Hún verður að heiman.
80 ára____________________
Ólafur T. Hjaltalín,
Tangagötu 5, Stykkishólmi.
Gísli Guðmundsson,
fyrrv. lögreglumaður,
Skúlagötu 40, Reykjavík.
Hann er að heiman.
75 ára
Júlíus Pálsson,
vélstjóri,
Hraunbrún 3,
Hafnarfirði.
Kona hans er
Gunnhildur
Ingibjörg
Georgsdóttir
húsmóðir.
Júlíus er að heiman.
Helga Indriðadóttir,
Höfða, Akranesi.
Magnús P. Sumarliðason,
Víðilundi 2 E, Akureyri.
Guðný Nikulásdóttir,
Keldulandi 3, Reykjavik.
70 ára___________________
Sigurbjöm Kristinsson,
Stigahlíð 44, Reykjavík.
Jón Þ. Benediktsson,
Vikurbraut 11,
Höfn í Hornafirði.
50 ára
Þorlákur Ari Ágústsson,
Hjaltabakka 6, Reykjavík.
Lea Björnsdóttir,
Hagalandi 6, Mosfellsbæ.
Karólína Stefánsdóttir,
Munkaþverárstræti 24,
Akureyri.
Aliza Haya Líf
Kjartansdóttir,
Réttarholtsvegi 79, Reykjavík.
Ástríður Ingimarsdóttir,
Lundarbrekku 14, Kópavogi.
40 áxa
Thongsuk Phuangburee,
Hátúni 1, Reykjavík.
Guðni Sigurbjamason,
Amarsmára 28, Kópavogi.
Vemharður
Skarphéðinsson,
Þóroddakoti 8,
Bessastaðahreppi.
Ólafur Guðbrandsson,
Lokastíg 16, Reykjavík.
Anders Kr. Oppheim,
Eskihlíð 22, Reykjavík.
Öm Benedikt Sverrisson,
Túngötu 19, Njarðvík.
Mats Ame Jonsson,
Langholtsvegi 152, Reykjavík.
aukaafslátt af
smáauglýsingum
DV
Smáauglýsingar
0531
550 5000