Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 52
so |IMkmyndir LAUGARDAGUR 12. JULI 1997 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ Thx DIGITAL Þegar FBI getur ekki séö um málið, þegar CIA getur ekki áttað sig á málinu, eru MIB-menn á kafi í málinu. Þeir eru best geymda leyndarmálið á jörðinni. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára. Þegar FBI getur ekki séö um málið, þegar CIA getur ekki áttaö sig á málinu, eru MIB-menn á kafi í málinu. Þeir eru best geymda leyndarmálið á jörðinni. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. KUNG FU KAPPINN I BEVERLY HILLS Sýnd kl. 5 og 7. AMÝ OG VILLIGÆSIRNAR Sýnd kl. 3 íslensk heimasíða: WWW.xnet.is/stjornubio Sími 551 9000 Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15. Sýnd kl. 5. Sýnd 6.50, 9 og 11.10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. B.i. 16 ára. SB? flEgPu' BE Sp;;: m Con Air ★★★★ Con Air er ein af þessum pottþéttu hasarmyndum, þéttpökkuð hamagangi og testosteroni frá upphafi til enda. Formúlan er á sínum staö og ekkert kemur á óvart og að hætti Amies og Die Hard-myndanna er þetta formúla með húmor þar sem ýkj- umar eru yfirgengilegar. Hraðar klippingar og hrátt yfírbragð gerir það að verkum að Con Air virkar bæði alvarleg og hákómisk í senn og fer yfir um á hvorugu.-úd í nafni móðurinnar ★★★★ I nafni föðurins var dæmigerð óskarsframleiðsla og langt í frá gailalaus mynd. Some Mother’s Son er mun vandaðra verk og ætti enginn sem ann vönduðum kvikmyndum að láta hana fram hjá sér fara. Leikstjórnin er afbragðsgóð, tónlistin áhrifamikil, kvik- myndatakan lævíslega látlaus í áhrifamætti sínum og handritið yfirvegaðra en ég hefði búist við í mynd sem í raun er pólitísk málsvörn IRA. -GE Scream ****• Ein alflottasta og skemmtilegasta hryllingsmynd sem komið hefur fram lengi og sýnir vel þá möguleika sem búa i hrollvekjunni. Craven sýnir fullkomna þekkingu og næmi á hrollvekjuna og tekst aö skapa úr þessum kunnuglegu formúlum hressandi og hrellandi hryllingsmynd. -úd Enski sjúklingurinn ★ ★★★ Stórbrotin, epísk kvikmynd sem minnir um margt á best heppnuöu stórmyndir fyrri tíma. Anthony Mingella á hrós skilið, bæði fyrir innihaldsríkt handrit og leikstjóm þar sem skiptingar í tíma em mjög vel útfærðar. Útgeislun leikaranna er mikil. -HK Fimmta frumefnið Ómissandi og án hiks ein alfallegasta og smartasta framtiðarmynd sem ratað hef- ur á sýningartjald. Samspil hljóðs og myndar er meö eindæmum elegant og til að njóta þessa alls sem best er vænlegast að búta heilann upp og stýra allri orku á augu og eyru. -úd Anaconda ★★★ Anaconda er ein af þessum gölluðu myndum sem ná að heilla með ákveðnum ein- faldleik eða jafnvel einfeldni. í heild vega kostimir upp galfana og útkoman er hressileg og skemmtileg mynd sem heldur áhorfandanum fóngnum þessar klassísku 90 mínútur. -úd Men in Black ★★★ í MIB er eins og yfirfærslan úr teiknimyndasögu í kvikmynd sé aldrei fullfrágeng- in og kemur þetta sérstaklega niður á plottinu. Áherslan er slík á húmor og stil að sjálfur hasarinn verður út undan og í raun virkar MIB meira sem grínmynd en has- ar. En þrátt fyrir alla galla er þessi mynd ómissandi fyrir alla þá sem láta sér ekk- ert ómannlegt óviökomandi. -úd The Relic Á heildina litið er The Relic ágætis afþreying. Ámátlegt sköpulag óvættarins er lengst af hulið og þegar hann loksins birtist i öllu sínu veldi stendur hann vel und- ir væntingum. -GE First Strike First Strike (1996) er sú fjórða í Police-Story-syrpunni. 1 henni á Jacki Chan í höggi við hættulega vopnasmyglara sem eru, eins og svo oft í spennumyndum síö- ustu ára, útsendarar rússnesku mafiunnar. Viðureignin færist land úr landi, frá Hong Kong til Rússlands og þaðan til Ástralíu. Frekari lýsing á söguþræðinum er vonlaus, enda er plottið veikasti hlekkurinn í annars ágætri mynd. Ofangreind lýs- ing veit kannski ekki á gott en töfr^r Jackies bjarga myndinni frá þeirri meðal- mennsku sem hún myndi annars falla i. Þessi bráðskemmtilegi og hæfileikaríki bar- dagaleikari gæðir flestar senur lífi. -GE í blíðu og stríðu ★★★ Richard Attenborough hentar vel að gera myndir um þekktar persónur. í slíkum myndum eru höfundareinkenni hans sterk og í blíðu og striöu eru þau vel sjáanleg. Hann hefur þó gert betri myndir og er skemmst að minnast Shadowlands. Sandra Bullock og Chris O’Donnel hafa bæði þá útgeislun sem þarf en ekki að sama skapi góðan texta. -HK Verðhólga hlaupin í Will Smith Þeir eru ekki alveg sáttir við sjálfa sig núna, forráðamenn Paramount. Þannig er mál með vexti að þegar ver- ið var að ráða leikara í mynd þeirra Snake Eyes þá áttu þeir í löngum og ströngum viöræðum við Will Smith. Hann heimtaöi þá 12 milljónir dollara fyrir að leika í myndinni enda nýbú- inn að leika eitt stærsta hlutverkið i Independece Day. Paramount vildi ekki borga fyrir kappann sem nú er aftur að raka inn peningum, i þetta sinn fyrir Men in Black. Héðan í frá mun Will heimta 20 milljónir dollara fyrir hverja mynd. t ljósi þessa eru Paramount-menn ekki þeir vinsælustu í bænum. Á sama tíma eiga þeir í mestu vandræöum með að fá einhvem til að leika á móti Nicolas Cage í Sna- ke Eyes. A1 Pacino hefur nú opinber- lega neitað því að leika i myndinni eft- ir að hafa veriö orðaður við hlutverk- ið mánuðum saman. Snake Eyes er spennumynd sem fjallar um banatil- ræði og er leikstýrt af meistara Brian DePalma. Nú þegar þessar tvær kemp- ur hvíta tjaldsins eru ekki lengur i umræðunni um myndina er Para- mount að svipast um eftir öðrum og hefur Gary Sinise helst verið nefndur til sögunnar. Romy and Michele’s High School Reunion: Vantar toppstykkið Romy og Michele eiga 10 ára stúdentsafmæli. Á menntaskólaárum voru þær hálfutangátta og vilja því endilega sanna sig fyrir því fólki sem þá taldi sig yfir þær hafið. í þessu skyni klæða þær sig upp sem konur á framabraut og þykjast vera ríkar. Planið mistekst vandlega, en eins og í öllum góðum ævintýrum vinna dömumar tvær samt fyrir að vera bara það sem þær eru. Hins vegar er erfitt að sjá vinn- ingshliðina á kvikmyndinni. Þrátt fyrir góðar stundir - dansatriðin í byrjun og lokin era ólýsanleg - þá ná Remy og Michele aldrei að heilla. Kannski er það vegna þess að myndin klæðir sig í of marga búninga. R and M minnir ekki bara á Dumb and Dumber, heldur fyrst og fremst á allan þann aragrúa mynda sem gerðar eru um menntaskólaárin, s.s. Grease og Carrie, en vandamálið er að það er erfitt að átta sig á afstöðunni sem hún tekur til þessara fyrirmynda. Stundum er um að ræða háð og stundum „alvöru“; ýmist er áhersl- an á hefnd hinna óvinsælu eða það að hinir óvinsælu þurftu aldrei á hefnd að halda og stundum er eins og þetta sé allt að hverfast inn í mynd um vináttu. Allt í allt er hér einum of mikill ruglingur til að vel fari, og þegar ógurlangar innskotssenur bætast við (minningar og draumar) þá hreinlega hrynur myndin eins og spilaborg. Ég uppgötvaði í miðri mynd að héma var um mína kynslóð að ræða, okkur sem vorum unglingar á 9. áratugnum og eigum enn erfitt með að skilja við hann. Það skemmtilega er að R og M bjóða ekki upp á „uppgjör“ við 9. áratuginn heldur sýna einmitt hvemig tíska og músík frá þessum tima er hreint ekki á undanhaldi. Það er helst þessi stíll sem gerir myndina þó að því sem hún er, auk þess sem leikkonurnar tvær (sérstaklega Lisa Kudrow) eiga góða spretti. Það versta er að R and M höfðu upp á margt að bjóða og hér hefði verið hægt að gera svo miklu betur. Aðalhlutverk: Mira Sorvino, Lisa Kudrow og Janeane Garofalo. Leikstjóri: David Mirkin. Handrit: Robin Schiff. -úd staðgreiðslu- og greiðslu- kortaafsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur =WTW7rWWW¥TWTWWTWWTW*WTW2[ gW milli hirrn^ & % Smáautfýiingar 6606000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.