Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 imm 41 Hjólaði frá Akureyri til Reykjavíkur að loknu Pollamóti: Glíma bakhlutans við hnakkinn var strembin - Gunnar þakklátur íslenskum ökumönnum fyrir að drepa sig ekki „Mér fannst þetta ögrandi verk- efni og skellti mér þess vegna í að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur," sagði Gunnar V. Andrésson, ljós- myndari og mikill áhugamaður knattspymu, sund, hlaup og hvers konar líkamsrækt, að ógleymdri skíðaíþróttinni. Hann býr í Reykja- vík en var staddur á Pollamótinu í knattspyrnu sem haldið var nyrðra á dögunum. 72 stundir með svefni og hvíldum Hvernig gekk svo ferðin á hjólinu? „Þetta gekk alveg eftir vonum og samtals var ég 72 klukkustundir og er þá meðtalinn sá tími sem ég svaf og hvíldi mig i Varmahlíð í Skaga- firði, í Miðflrði og á Ferstiklu í Hval- firði. Ég er ánægður með að hafa lát- ið verða af því að fara en eftir á séð var ég ekki nægilega vel undirbúinn líkamlega,“ sagði Gunnar. „Þó ég sé í góðri þjálfun bæði úr sundi, hlaup- um og knattspyrnunni þá reyna hjól- reiðarnar á aðra vöðva og líkams- hluta og fyrir því fann ég hæði í við- ureign bakhlutans við hnakkinn og einnig í hásinunum. Ferðin sjálf var í raun dásamleg, ein samfelld nátt- úruskoðun alla leið, og fuglasöngur- inn yfirgnæfði umferðarþytinn yfír- leitt. - Þú stundar mikið alls konar lík- amsrækt - af hverju? „Ég greindist með mjólkurof- næmi um þritugsaldurinn og gekk á milli lækna og rannsóknarstofnana þess vegna lengi vel án árangurs. Að lokum sagði læknirinn minn að eina raunhæfa leiðin væri sú að sneiða hjá mjólkurafurðum og styrkja líkamann eftir mætti, þannig að hann yrði sem hæfastur til að takast á við þennan sjúkdóm. Ég fór eftir þessum ráðum og hef farið nánast daglega í sund og syndi yfírleitt allt að 1000 metrum. Skokk og götuhlaup var um árabil einhver helsta tómstundaiðja mín og er að hluta til enn þá, að ógleymdri knatt- spyrnunni sem ég hef verið iðinn við ásamt félögum mínum í Lunch United." - Hvað svo, er þetta skemmtilegt eða árangursríkt? „Já, svo sannarlega, þetta er í fyrsta lagi bráðskemmtilegt og síðan ég byrjaði að hreyfa mig markvisst og reglulega hef ég hreinlega ekki kennt mér neins meins. Og mjólku- rofnæmið hefúr ekki angrað mig á neinn hátt.“ - Svo við snúum okkar aftur að ferðinni á hjólinu. Er þetta ekki stórhættulegt eða sýna ökumenn hjólreiðamönnum almennt tillits- semi? Takk fyrir að drepa mig ekki „Ég tók fljótlega eftir því að þær bifreiðir þar sem erlendir ökumenn voru undir stýri sýndu fulla tillits- semi og tóku mig á mínu hjóli eins og hvem annan sjálfsagðan vegfar- anda með full réttindi og skyldur í umferðinni. Um íslensku ökumenn- ina marga hverja var hins vegar ekki hægt að segja það sama. Að vísu má segja að ef það telst tillits- semi að drepa mig ekki þá voru þeir svo sem tillitssamir. En þeir drógu allt of oft ekkert úr hraðanum þeg- ar þeir fóru fram úr mér og oft kom það fyrir að þeir óku fram hjá um leið og þeir mættu bifreið úr gagn- stæðri átt eða jafnvel í sama mund og þeir voru að fara fram úr annarri bifreið. Sá ökumaður sem er mér þó minnisstæðastur er sá sem ók mig uppi þar sem ég var að fara yfír brú. Hann kom nokkuð hratt fast að mér á brúnni og flaut- aði frekjulega. Ekki veit ég hvort hann ætlaðist til að ég lyfti mér upp þannig að hann kæmist strax áfram eða taldi eðlilegt að ég varpaöi mér samstundis yfir brúarriðið og í ána,“ sagði Gunnar V. Andrésson að lokum. Gunnar V. Andrésson á reiðhjólinu að lokinni 72 stunda ferð frá Akureyri til Reykjavíkur. DV- mynd E.ÓI. 55 km ofurmaraþon um „Laugaveginn" 26. júlí nk.: Ævintýraferð um snjó, ís og jarðhitasvæði - mikill alþjóðlegur áhugi og sannir þolhlaupakappar af báðum kynjum bíða óþreyjufullir //l(U!l)háfci ll!lí fyrir Reykjavíkur maraþon 1997 Vika 5 10 km 21 km 42 km 7.til 13. júlí Mánudagur 8 km rólega 10 km rólega 12 km rólega Priðjudagur Hraöaleikur eöa Hraöaleikur eöa Hraöaleikur eöa áfangaþjálfun áfangaþjálfun áfangaþjálfun Miðvikudagur Hvíld 8 km rólega 10 km rólega Fimmtudagur 10 km vaxandi 14 km vaxandi 18 km vaxandi Föstudagur Hvíld eöa Hvild eöa Hvíld eöa 6 km rólega 8 km rólega 8 km rólega Laugardagur 20 mín.rólega 20 mín.rólega 30 mín.rólega og hraðaæfing og hraðaæfing og hraðaæfing Sunnudagur 8-14 km rólega 12-20 km rólega 20-26 km rólega Hra&aleikur: Hlaupa rólega í 10 mín., síöan til skiptis hraöar í 3 mín. og rólegt skokki í 3 mín. endurtekiö 5 sinnum, rólega 10 mín. í lokin(hraöari kaflarnir séu á 10 km keppnishraöa eöa hraöar). Vaxandi: byrja rólega en auka hraöann eftir u.þ.b. 10 mín. og, halda góöum hraöa. Hraöaœfing: 5 x 300 m meö 300 m rólegu skokki á milli. Hraöinn sé talsvert meiri en langhlaupshraöi en alls ekki sprettur fullri ferö. Áfangaþjáifun: Rólegt upphitunarskokk í 15 mín og 6x600 m meö 200 m skokkhvíld _ (Hraöi: 10 km keppnishraöi eöa hraöar). j Islenskt ofurmaraþonhlaup er á dagskrá 26. júlí nk. í fyrsta skipti. Er það alþjóðlegt fjallahlaup frá Landmannalaugum í Þórsmörk - rétt um 55 km hlaup og farið er um ruddan stíg þar sem undirlag er að mestu sandur, möl, gras, snjór, ís og vatnsfóll. Þama er verkefni þraut- þjálfaðra hlaupara hvaðanæva úr veröldinni orðið að veruleika hér á landi. Á alþjóðlegan mælikvarða er ofurmaraþonið um „Laugaveginn“, eins og þessi leið er gjaman kölluð, fyllilega jafngildi Reykjavíkurmara- þonsins. Ef vel tekst til um kynn- ingu og markaðssetningu megum Æfingar fyrir byrjendur Ganga/skokka í 30 mín. Hvíld Ganga/skokka í 30 mín. Hvíld eða sund Hvíld Ganga/skokka í 50 mín. Hvíld Miðað við byrjendur sem hafa engan gi-unn. Aðrir mega allt að tvöfalda vegalengdir Við höfum svigrúm í æfingaáætluninni við því búast við stórum hópi er- lendra hlaupara til að taka þátt. En árlega koma 500 til 600 útlendingar til að taka þátt í Reykjavíkurmara- þoninu. Sveinn Ernstson á besta tímann, 6,28 Hlauparar hafa farið Laugaveg- inn nokkrum sinnum og kannað að- stæður og mælt tímann. Besti kunni tíminn er 6,28 klukkustundir og þar var Sveinn Ernstson ÍR-ingur á ferð en Sighvatur Dýri Guðmundsson, félagi hans, fór þá á 6,46 klst. Fyrsti áfangi leiðarinnar er frá Landmannalaugum í Hrafntinnu- sker. Loftlína er um 10 km og lóð- rétt hækkun er tæpir 500 metrar. Þetta er erfiðasti hluti leiðarinnar vegna þess hve stór hluti er á fót- inn. Hlauparar eru því hvattir til að fara rólega af stað. Farið er um snjó og ís skammt frá Hrafhtinnuskeri og aðgát þarf að hafa vegna jarð- hitasvæða. „Þetta er ævintýraferð fyrir þjálf- aða hlaupara," sagði Ágúst Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkur maraþonsins, sem ann- ast einnig ofurmaraþonið. Erlendis hefm- keppnin hlotið góðar viðtökur og við vitum þegar af nokkrum þátt- takendum þaðan. Hlaupið er opið öllum 18 ára og eldri. Einu takmörk- in er þau að þeir hlauparar sem koma að Emstrum (Botnum) eftir átta klukkustundir eða síðar verða að hætta hlaupinu og fá akstur það- an í Þórsmörk. í Emstrum er lokið um 42 km og því um 13 km eftir. Stuttbuxur, ullarhúfa og vettling- ar verða að vera með í farangrinum Ofurmaraþonið er þriggja stjömu hlaup með drykkjar- og hressingar- stöðvum með ávöxtum og vökva. Að ógleymdum óteljandi fjallalækjum og ám. Heilsugæsla og sjúkrahjálp verður til reiðu á drykkjarstöðvum og gæsla á allri leiðinni. Skráning fer fram á skrifstofu Reykjavíkur maraþons fram til 18. júlí nk. Allar upplýsingar fást í síma 588 3399. Þátttökugjald er 5000 krónur og þá er innifalið fæði, gisting, rútuferðir, peysa hlaupsins, verðlaun, sturtu- aðstaða í lokin og drykkir. Bæði verður einstaklingskeppni og sveitakeppni. Hlauparar þurfa að huga vel að skóm, fatnaði og öðrum búnaði. Hlaupaskór verða að vera með þykkum sóla og búið að hlaupa þá tÚ. Fatnaður þarf að vera eftir veðri en meðalhiti á „Laugaveginum" er 7-8 stig í júlí. Þess vegna verður að reikna með þeim möguleika að klæðast þurfi langermabol, æfmga- buxum, vettlingum og húfu. En auð- vitað getur líka verið glampandi sólskin, sæla og hiti alla leið. Eins og sjá má á æfmgaáætlun Gunnars Páls íþrótta- þjálfara er hægt að velja á milli áfangaþjálfunar og hraðaleiks í einni lykUæfinga vikunnar. Ástæðan er sú að áfangaþjálfun fer yfirleitt fram á hlaupabraut á íþróttaveUi þar sem auðvelt er að fylgjast með að hraða sé haldið. Hins vegar hafa ekki aUir tækifæri tU að vera á formlegri braut á veUi og að auki finnst mörgum betra að hlaupa á öðru undirlagi en þar er. Þess vegna er líka boðið upp á hraðaleikinn í stað áfangaþjálfunar. Óhætt er að reikna með því að þessar æfingar geti gefið sama arangur. #Þegar boðið er upp á val um vegalengdir er ágætt að hafa þá reglu í huga að hlaupari á ávaUt að reyna að fara eftir og hlusta á líkama sinn. Vera ýmist við efri eða neðri mörk hverrar æfingar. Til dæmis má taka að ef við höfum misst úr æfingu vegna annarra verkefna, fjarveru, sumarleyfis eða þess háttar, þá er rétt að æfa tvær tU þrjár vikur við neðri mörkin og síðan reynt að æfa við efri mörk um það bil aðra hverja viku. er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons m m FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur feróafélagi VOLVO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.