Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 JLíV * fréttir "k '^r Olíufélögin reka 49 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og von á fleirum: Fjárfestingar upp á tæpan milljarð í fyrra - mesta hagnaðarvonin sögð liggja í matvöruverslununum Á síðustu tveimiu- árum hefur næstum hver einasta bensínstöð olíufélaganna í landinu verið bætt og endurbyggð. Nokkrar nýjar hafa líka bæst við. Síðan hafa oliu- félögin þrjú verið að setja upp mat- vöruverslanir í stærstu bensín- sölustöðvunum. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru 49 bensínstöðvar. Skeljungur rek- ur 18, síðan á fyrirtækið hlut í Orkunni sem er með 2 stöðvar og eina stöð reka Skeljungur og Olís saman. Olíufélagið hf. Esso, rekur 14 bensínstöðvar og Olís er með 11 stöðvar undir eigin merki og 3 undir merkinu OB. Samtals fjárfestu olíufélögin fyr- ir tæpan einn milljarð króna á ár- inu 1996 samkvæmt ársreikning- um þeirra. Olís fyrir um 420 millj- ónir, Skeljungur 365 milljónir og Esso fyrir 219 milljónir króna. Ekkert lát hefur verið á upp- byggingu bensínstöðva á þessu ári. Að auki eru fyrirhugaðar nokkrar nýjar stöðvar. Öll olíufélögin eru búin að tryggja sér lóðir í Smára- hverfinu í Kópavogi, þar sem þau ætla að byggja hvert sína bensín- stöðina. Ofan á þetta bætist svo uppsetning á sjálfsafgreiðslustöðv- um, þar sem um er að ræða dælur og þak yfir þær. Eina slíka ætlar Olís að byggja við Snorrabrautina í Reykjavík. Talsmenn olíufélaganna, sem DV hefur rætt við, segja að aliur þessi flöldi bensínstöðva sé nauð- synlegur. Viðskiptavinirnir eigi ekki að þurfa að standa í biðröð eftir afgreiðslu. Talsmennirnir segja jafnframt að svo lítil álagning sé á bensínið að nauðsynlegt sé að koma upp matvöruverslunum á bensínstöðv- unum. Þar sé álagningin í lagi og því hagnaðarvon. Spurningunni um hvers vegna bensínverðið sé upp á krónu það sama hjá öllum félögunum, þegar um þjónustustöðvar er að ræða, segir Einar Benediktsson, forstjóri Olís, að hvergi í heiminum þekkist mismunandi verð á bensíni í sama borgarhluta. Því fari fjarri að um samræmdar aðgerðir olíufélag- anna sé að ræða. -S.dór Fjárfestingar olíufélaganna: Viðsát- um eftir - segir Einar Benediktsson, Olís „Á liðnum árum hefur Olís dregist aftur úr hvað varðar endumýjun á og fjölgun bensínstöðva á höf- uðborgarsvæðinu. Það vita allir að fyrirtækið gekk í gegnum ákveðna erfiðleiktíma sem urðu þess vald- andi að það gat ekki haldið í við þróunina hvað við- kom endurnýjun, endurbætur og tækni. Þess vegna erum við að vinna okkur nú út úr áralangri við- haldsþörf. Við sátum eftir,“ segir Einar Benedikts- son, forstjóri Olís, í samtali við DV um fjölgun bens- ínstöðva og fjárfestingar Olís. Hann segir að fyrirtækið hafi byggt eina fullbúna bensínstöð síðan 1970. Hún er við Sæbraut. Hins vegar hafi fyrirtækið staðið í endurbótum og breyt- ingum á eldri bensínstöðvum vegna breyttra áherslna í rekstri. „Vegna minnkandi álagningar á bensín og olíu erum við að efla sölu á almennum neysluvörum í verslunum stöðvanna. Síðan höfum við verið að byggja upp OB-benínstöðvar. Þær eru svar við kröf- um markaðarins um ódýrara besín hjá sjáifsaf- greiðslustöðvum. Með þeim erum við einnig að svara því að við höfum verið afskiptir í gegnum árin hvað varðar lóðaúthlutanir hjá Reykjavíkur- borg. Það er ekki fyrr en nú síðustu misserin að okkar hlutur hefur verið réttur,“ segir Einar. Hvað varðar fjármögnun á þessum miklu fram- kvæmdum sagði Einar að félagið hefði farið á fjár- magnsmarkaðinn i fyrra og tekið 300 milljóna króna lán. Og framkvæmdimar í ár yrðu fjármagnaðar með nýju láni. -S.dór Cfi Ódýrt Olíuverslun íslands hf. laglö hf. Orkan bensin Skeljungur hf. Olíufélaglö hf Bensínstöðvar irara Tilheyrir nútímanum - segir Þórir Haraldsson, Skeljungi „Það má segja að við höfum verið að vinna við endurbætur á öllum okkar bensínstöðvum. Hins vegar er stigsmunur á því hversu víötækar þær endumýjanir hafa verið. Við erum að koma upp verslunum með nauösynjavörum á nokkmm bensínstöövanna. Álagning á bensín og olíu er lág og því fara menn út í verslana- reksturinn. Þar er álagning allt önnur og því telja menn að vaxt- arbroddurinn felist í að selja fólki vörar með meiri álagningu en er á bensíni og olíu. Það gerir okkur kleift að halda uppi þeirri þjón- ustu sem viö viijum bjóða upp á,“ sagöi Þórir Haraldsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Skelj- ungs. Hann bendir á að til þess að mega setja upp verslanir á bensín- stöövunum verði olíufélögin að vera með húsnæði sem uppfylli allar þær reglur og skyldur sem opinberir aðilar setja fyrir rekstri slíkra verslana. „Ég held að málið snúist ekki beint um það. Spumingin sem ol- íufélögin standa frammi fyrir er hvað þau geta fengið viðskiptavin- ina til að standa lengi í biðröö eft- ir bensínafgreiðslu. Þegar maður horfir á þann bílafjölda sem er á bak við hverja bensínstöð á Reykjavíkursvæðinu og ber sam- an við það sem gerist í nágranna- löndunum þá eru mun fleiri bílar bak við hverja bensinstöö hér. Eins vill fólk geta keypt nauð- synjavörur um leið og það kaupir bensín á bílinn. Þetta er bara nú- tíminn," sagði Þórir Haraldsson. -S.dór Bensínverö og matvöruverslun: Olíufélögin eiga í mikilli samkeppni - segir Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins Esso „Ef við miðum við önnur lönd erum við ekki með of margar bens- ínstöðvar. Við erum enn með um 4 þúsund manns á hverja bensínstöð en víðast í Evrópu era það um 2.500 manns. Ég skal viðurkenna að ef leyft verður að byggja allt það sem talað er um í Smárahvammslandinu er það um of á einum bletti. Það má eiginlega tala ym skipulagt stjóm- leysi að hrúga svona mörgum stöðv- um saman í þeirri miklu samkeppni sem er á milli olíufélaganna," sagði Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins hf. Esso, í samtali við DV. Hann segir að Esso hafi ekki byggt bensínstöð á nýjum stað síðan 1994. Lóðir imdir bensínstöðvar hafi ekki legið á lausu í Reykjavík. Alla vega hafi Esso gengið illa að fá þar lóðir. Geir var spurður um samkeppn- ina í ljósi þess að sama bensínverð væri hjá öllum olíufélögunum á þjónustustöðvunum? „Verð í samkeppni leggst alltaf á lægsta verðið. Við eram með margs konar verð í innkaupi. Þvi getur eitt olíufélaganna verið með mun minni álagningu en annað, þótt útsöluverðið sé 77,50 kr. á bensínlítra hjá öllum, hafi inn- kaupsverðið verið hærra. Þetta gerist oft,“ segir Geir. Varðandi þá miklu samkeppni sem komin er upp milli olíufélag- anna í matvöruverslim segir Geir Magnússon: „Það vita allir sem ferðast til út- landa að þróun á bensínstöðvum hér á landi hefúr orðið á eftir. í ná- grannalöndum okkar eru flestar bensínstöðvar orðnar eins og kaupmaðurinn á hominu. Nú hef- ur orðið sú stefhubreyting hjá heil- brigðisyfirvöldum að segja við okkur að við verðum að hafa sama hreinlæti og aðrar verslanir sem höndla með matvöra. Þess vegna þurfti að endumýja húsnæði stöðv- anna til að mæta þessum kröfum. Og nú þegar þetta er komið verður samkeppnin auðvitað harðari en nokkru sinni,“ segir Geim. -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.