Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 30
38
LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997
J Jzíjf1
SHM
Dalirnir heilla
DV, Vesturlandi:
Dalasýsla
nær frá
Gljúfurá á
Skógarströnd
í GUsfjarðar-
botn og eftir
vatnaskilum
þar á milli.
Sýslan er
með minni
h é r u ð u m
landsins að
flatarmáli og
eitt það
mannfæsta. Landbúnaður, einkum
kvikfjárrækt, hefur ætíð verið aðal
atvinnuvegur Dalamanna.
Dalasýslu má nálgast víða að. Frá
Snæfellsnesi liggur vegur um Skóg-
arströnd að Hörðudal. Frá Borðeyri
við Hrútafjörð liggur vegur yfir Lax-
árdalsheiði til Laxárdals. Frá Stein-
grímsfirði liggur vegur yfír
Steinadalsheiði til Gilsfjarð-
ar. Frá Borgarfirði liggur
vegur um Bröttubrekku í
Sökkólfsdal.
Nýverið sameinuðust allir
hreppar i sýslunni, nema
Saurbæjarhreppur, í einn
hrepp Dalabyggð. Búðardal-
ur er eini þéttbýlisstaðurinn
i Dölum. Blágrýti er því næst
eina bergtegundin í Dala-
sýslu, eldhraun eru engin,
fjöll hvorki há né brött nema
helst út með Gilsfirði og
Skarðssrtrönd og svo upp frá
Haukadal og Hörðudal.
komu sína á störfum tengdum land-
búnaði og þjónustu við nágranna-
byggðimar við innanverðan Breiða-
fjörð. Listasafn Dalasýslu er í Búð-
ardal. Þar er einnig mjólkursamlag
og gisti- og veitingahúsið Bjarg.
Jörfi í Haukdal er bær sem var
landsþekktur fyrir gleðileiki og
dansa sem þar voru haldnir fyrr á
öldum. Vegna slæms siðferðis á hin-
um síðustu áram Jörfagleðinnar var
hún bönnuð með dómi á 18. öld.
Hvammur er bær, kirkjustaður
og prestssetur í Hvammssveit. Hann
var eitt mesta höfuðból sýslunnar
að fomu. Þar bjuggu meðal annars
Auður djúpúðga og Hvamms-Sturla
Þórðarson, ættfaðir Sturlunga. Þar
fæddist Snorri sonur hans.
Ólafsdalur er 5 kílómetra langur
dalur á innanverðum Gilsfirði og
gengur til suðurs. í dalnum er einn
samnefndur bær, sem nú er í eyði.
Þar stofnaði Torfi Bjamason fyrsta
Ósvífur Helgason faðir Guðrúnar. A
Laugum er jarðhiti og þar er
Byggðasafn Dalamanna til húsa,
stofnað árið 1977.
Skarð er bær og kirkjustaður á
Skarðsströnd. Hann hefur verið í
eigu sömu ættarinnar lengur en
nokkurt annað býli á íslandi eða frá
því um 1100. Margt stórmenna hefur
búið í Skarði þar á meðal Björn Þor-
leifsson hirðstjóri, sá er Englending-
ar drápu. Niður frá Skarði var talin
ein besta höfn í Dalasýslu og þar var
rekin verslun um skeið.
Saurbæjarhreppur
Eftir för um Tjaldaneshlíð undir
Tjaldaneshymu (441 m) opnast bú-
sældarlegt flatlendið í Saurbæ. Af-
leggjari liggur niður að sjónum við
Salthólmavík. Utan við víkina era
Salthólmar og er talið að þeir dragi
nafn af því að þar hafi verið unnið
Merkir staðir
og minjar
Dalirnir hafa upp á ýmis-
legt að bjóða fyrir ferða-
menn. Náttúran er marg-
breytileg, gönguleiðir marg-
ar og sogustaðir víða. Veiði,
hestamennska og söguganga á Laug-
um er meðal þess sem ferðamanni
er boðið að njóta í Dölum. Sá sem að
ætlar í Dalina ætti að gefa sér góðan
tíma til að skoða. Þar eru margir
merkir staðir og söguminjar.
Búðardalur er kauptún við innan-
verðan Hvammsfjörð. Fyrsta íbúð-
arhúsið í Búðardal var byggt 1899.
íbúum bæjarins fjölgaði hægt á fyrri
hluta aldarinnar og á síðustu ámm
hefur íbúafjöldi staðið nokkuð í
stað. Búðdælingar byggja meginaf-
Staðarfell er fornt höfuðból og kirkjustaður á Meöalfellsströnd i Fellsstrandarhreppi.
mæðraskóli var þar frá árinu1927 og starfræktur fram um 1976. Nú er rekin í húsum
ans endurhæfingarstöð á vegum SAA.
búnaðarskólann hér á landi, sem
starfaði á árunum 1880-1907. Torfi
var mikill forgöngumaður um land-
búnað og var þeim hjónum reist
minnismerki í Ólafsdal árið 1955.
Sælingsdalur er gengur til norð-
vesturs frá botni Hvammsfjarðar.
Hann er að nokkru leyti vettvangur
Laxdæla sögu. Þar eru svokallaðar
Bollatóttir, rétt utan við Sælingsdal.
Segir sagan að þar hafi Bolli verið
veginn til hefnda eftir Kjartan Ólafs-
son. Á Laugum í Sælingsdal bjó
DV-mynd
salt úr sjó. Á fjöm er gengt út í hól-
mana og raunar langt út fyrir þá
enda mikill munur á flóði og fjöru.
Norðan og austan víkurinnar er Söl-
vatangi en út frá honum eru einar
bestu sölvafjörur landsins. Söl voru
áður fyrr nýtt til matar í stóram
stíl. í ósinn austan Sölvatanga falla
veiðiámar Staðarhólsá og Hvolsá.
Veiðileyfi fást í Fóðuriðjunni við
mynni Gilsfjarðar norðan við
Skriðuland.
Á flatlendinu milli ánna stendur
kirkja sveitarinnar á svokölluðum
Kirkjuhól sem raunar hét Melrakka-
hvoll eða Skollhóll áður. Var hún
reist árið 1900 eftir sameiningu
tveggja sókna. Kirkjan fauk af
grunni sínum í ofviðri í febrúar 1981
en var endurreist árið 1982. Meðal
merkra gripa kirkjunnar era altari-
stafla frá árinu 1750 og sérstæður
hringur úr kopar með ljónshöfði.
Við kirkjuna er félagsheimilið
Tjarnarlundur. Þar býðst svefn-
pokapláss og við það era ágæt tjald-
stæði.
Mikligarður er næsti bær við
Staðarhól en þar ólst Steinn Stein-
arr skáld upp. Ágæta hringgöngu
má velja kringum Þverfell (241 m)
sem og upp á það en af Múlahyrnu
nyrst á fjallinu er gott útsýni yfir
Saurbæ. Fjallið Göltur er fyrir botni
Staðarhólsdals. Vestan Galtar er
Þverdalsgil en Traðardalsgil austan.
Um gil þessi eða dali má halda til
göngu á hæsta fjallið á þess-
um slóðum, Hafratind (923
m).
Þokkalegur vegur er allt að
Kjarlaksvöllum sem er
innsta býlið í byggð á þessum
slóðum. Jeppaslóð heldur
hins vegar áfram inn að
mynni Hvammsdals en þar
era eyðibýlin Hvammsdal-
skot og Hvammsdalur. Upp
úr Hvammsdal má ganga yfir
í Sælingsdal. Er þá haldið
upp með Hvammsdalsá og
yfír Sælingsdalsheiði til Sæl-
ingsdals. Af þessari leið er
ekki langur krókur á Hrossa-
borg en þaðan er gott útsýni.
Að Hrossaborg er einnig
jeppafær slóð úr Hvammsdal.
Nokkru austan við Staðar-
hólskirkju tengist hringleið-
in fyrir Klofning þjóðbraut-
inni vestur á firði. Bessa-
tunga (Bersatunga) undir
Bessatunguhyrnu (555 m) er
efsti bær í Hvolsdal og því
fyrsti bær sem komið er að þegar
haldið er norður yfir Svínadal. í
Bessatungu era friðlýstar minjar,
Hoftótt á ávölum hól neðst í túninu
austan til, Blótsteinn neðanundir
hólnum og Akurgirðing framan í
öðrum hól vestan til í túninu.
Skammt norðan við vegamótin
við Skriðuland er Efribrunná þar
sem ferðaþjónusta er stunduð með
hefðbundnum kúabúskap. Þar er
leigt út sumarhús. Auk þess bjóðast
herbergi á bænum sjálfum. -DVÓ
Ur Djúpavík
í Kúvíkur
Á morgun verður gönguferð
frá Djúpavik í Ámeshreppi á
Ströndum í Kúvíkur og til baka
aftur. Leiðsögumaður verður
með í för. Farið verður frá Hót-
el Djúpavík kl. 14 og í göngulok
verður boðið upp á hressingu á
hótelinu. Upplýsingar eru veitt-
ar á Hótel Djúpavík í síma 451
4037.
Reykjavegurinn
Seinni hluti Reykjavegar
verður farinn á vegum Útivist-
ar dagana 20.-22. júlí. Þessi nýja
gönguleið var farin í fyrsta sinn
í fyrra í 8 áföngum í samvinnu
við Ferðafélag íslands og naut
mikilla vinsælda. Leiðin er ein-
staklega falleg. Gangan hefst í
Bláfjöllum. Fyrsta daginn er
gengið að Kolviðarhóli og það-
an yfir að Nesjavöllum og að
lokum á Þingvelli þar sem
göngunni lýkur.
Laugavegurinn
Útivist mun fara Laugaveg-
inn dagana 22.-26. júlí. Brottför
er kl. 8 og verður komið í Land-
mannalaugar um hádegi. Sam-
dægurs verður gengið upp í
Hrafntinnusker og gist í skála.
Farið verður að íshellunum.
Næsta dag verður gengið að
Álftavatni og gist þar i skála. Á
þriðja degi er gengið suður
Emstrur og gist í Botnum.
Kvöldganga verður að Markar-
fljótsgljúfri. Á fjórða degi er
gengið suður Almenninga i
Þórsmörk og endað í Básum.
-VÁ
Skagafjörður:
Upplýsingamiðstöðin í nýtt húsnæði
DV, Fljótum:
Upplýsingamiðstöð fyrir ferða-
menn var opnuð í Varmahlíð 17.
júni. Upplýsingamiðstöð hefur verið
starfrækt á þessum íjölfarna stað i
nokkur ár en nú er hún komin í
nýtt og sérstakt húsnæði sem byggt
var einmitt fyrir þessa starfsemi.
Það er Héraðsnefnd Skagfirðinga
sem starfrækir upplýsingamiðstöð-
ina. Starfsmenn eru tveir. Opið
verður alla daga frá kl. 10 árdegis til
kl. 9 á kvöldin til loka ágúst.
Nýja húsnæðið í Varmahlíö er í þjóðlegum stíl.
Helga Fanney Jóhannesdóttir,
annar starfsmanna, sagði í samtali
við fréttamann að þarna væri hægt
að fá upplýsingar um nánast alla
þjónustu sem í boði væri í héraðinu.
Meðal þess sem nú bættist við frá
árinu á undan og kæmi til með að
vekja athygli væra Gilsstofan við
Byggðasafnið í Glaumbæ, nýr veit-
ingastaður á Hofsósi og risatjaldið
Hálfdánarhringur við Lónkot í
Sléttuhlíð. Auk margvislegra upp-
lýsinga um héraðið verður þarna á
boðstólum söluvamingur sem hand-
verksfólk í Skagafirði og víðar fram-
leiðir.
Eins og áður er getið er húsnæðið
sem verið var að taka í notkun
allsérstakt og líklegt til að vekja at-
hygli. Þama er um steinsteypt hús
að ræða þó hvergi sjái í stein. Fram-
hlið er klædd með timbri en aðrir
veggir með torfl og sömuleiðis er
torf á þaki. Það er Ferðasmiðjan ehf.
sem stóð að byggingu hússins. -ÖÞ
4-
?
!
!
!
!
!
Helga Jóhannesdóttir, starfsmaður í upplýsingamiðstöðinni í Varmahlið.
DV-myndir Örn
!