Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 15
lO'V" LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ 1997 15 ,Ég er sko ekki af ættinni. Kem bara með eiginkonunni..." svaraði hann en komst ekki lengra því hin meinta frænka missti áhugann um leið. Ætt geimfarans „Ert þú af ættlegg Jóns á Hofi?“ spurði virðuleg kona og rýndi í hvítan merkimiða sem viðmæl- andinn bar í jakkaboðungi sínum. Áhugi hennar á hinum nýupp- götvaða ættingja leyndi sér ekki og hún brosti sínu breiðasta. „Ég er sko ekki af ættinni. Kem bara með eiginkonunni..." svaraði hann en komst ekki lengra því hin meinta frænka missti áhug- ann um leið og sneri sér að öðrum hvítboðungi með sömu spuming- una. Það var um hálftímaakstur frá höfuðborginni á þann stað sem ættarmótið skyldi haldið. Reynd- ar var upptök ættarinnar að finna á allt öðru landshomi en þaðan vom allir flúnir og þess vegna engin ástæða til að vera að þvæla fólki þvert yfir landið til þess eins að komast á óðal feðranna. Mun hentugra var að vera í grennd við annálaðan hamborgarastað og í tryggu GSM-sambandi til að hægt væri að panta pitsu til að narta i við varðeldinn. Þetta hafði í ár- anna rás orðið sameiginleg niður- staða ættingjanna. Fyrsta ættar- mótið hafði verið haldið nákvæm- lega á þeim punkti sem bær for- feðranna stóð. Þar var hvorki gist- ingu né greiða að hafa þannig að næsta mót ættliðanna var fært svo sem 100 kílómetra suður. Þriðja ættarmótið veit svo fært enn sunnar og þetta sem nú var ákveðið náði nánast til höfúðborg- arinnar þótt fjall skildi á milli. Þegar vora raddir um að halda næsta ættarmót annaðhvort á Hótel Sögu eða á Spáni. Geimfari eða biskup Konan var full tilhlökkunar á leiðinni á ættarmótið. Hún sagðist eiga von á því að margt stór- menna myndi sýna sig. Hún taldi upp listmálara, aflaskipstjóra á landsvísu, ráðuneytisstjóra og fleiri ættarlauka sem myndu skreyta þennan þverskurð af blóma þjóðarinnar. Börnin hlýddu stóreyg á upptalninguna. „Kannski frændi okkar frá Bandaríkjunum mæti þama. Þið vitið, geimfarinn sem sagt var frá í blöðunum um daginn,“ sagði hún við hömin tvö i aftursætinu. „Þá getur vel verið að þama verði líka einn eða tveir alþingismenn eftir atvikum," bætti hún við. Eldra bamið, drengur á 10 ald- ursári, sem nú fann til þess að vera af geimfaraætt gaf lítið fyrir þingmennina en spurði föður sinn með nokkurri undrun: „Pabbi ert þú ekki af neinni merkilegri ætt?“ Faðirinn tók sér drjúgan umhugs- unarfrest en svaraði svo: „Það era nú nokkrir prestar í minni ætt. Gott ef ekki sjálfur biskupinn," sagði hann en tók ekki sjéns á að nefna ríkissaksóknara, Fjalla-Ey- vind eða aðra útilegumenn. Drengnum fannst litið til koma og sagði merkilegra að hafa geimfar- ann sem kæmist að öllum likind- um nær Guði en prestastéttin. „Það era ein eða tvær alheims- fegurðardrottningar í ættinni. Gott ef ekki bæði Linda P. og Hófí,“ hætti hann við og vildi allt til vinna að skapa ætt sinni virð- ingarsess innan fjölskyldunnar áður en ættingjar konunnar um- kringdu hann. Hann skynjaði þó að hvorki prestar né fegurðar- drottningar næðu að slá út geim- farann svo hann hækkaði í út- varpinu og söng „Hvað er svo glatt?“ hástöfúm með ónefndum karlakór. Þrátt fyrir sönginn og hið glaölega yfirbragð var honum þungt um hjartarætur og hann bölvaði geimfaranum í huganum. Hann fann til einangrunar innan eigin fiölskyldu og meira að segja hundurinn, sem að öllu jöfiiu hafði framlappimar uppi á baki bílstjórasætisins, færði sig yfir til konunnar og stillti sér upp að baki hennar. Höfuðborgarhyski „Þetta höfuðborgarhyski kann sig ekki úti á vegum," sagði hús- bóndinn þar sem þau höfðu í rúm- lega 30 sekúndur ekið í þykkum rykkmekki á eftir grænni Toyota- bifreið sem hélt sig vandlega á miðjum veginum. „Við sem eigum upprana okkar úti á landi kunn- um allt sem snýr að tillitssemi á vegum úti,“ urraði hann þegar ökuþórinn á undan sýndi sig ekki i því að hleypa fram úr. Hann lagðist á flautima bölvandi og sankandi og á endanum vék hinn örlítið eða virtist víkja og þá tryllti hann fram úr honum með látbragði sem ekki varð misskilið. Laugardagspistill Reynir Traustason Hann andvarpaði af létti og gaf höfuðborgarbúunum enn aðra einkunn sem fól í sér að svona lið ætti ekki að hafa leyfi til að aka austur yfir Elliðaár. Nokkur fjöldi var þegar kominn á ættarmótið. Tjöld vora í eins konar hverfúm hér og þar, allt eft- ir því af hvaða legg ættingjamir vora. Þegar fjölskyldan vegmóða renndi inn á svæðið til fúndar við ættingja konunnar og bamanna var hátíðin að bresta á. Fagnaðarfundir Búslóðarflutningarnir stóðu sem bæst þegar græn Toyota renndi í hlað. Þar var kominn bíl- stjórinn og miðjumaðurinn sem truflað hafði ferðaáætlun fjöl- skyldunnar svo sem 20 kílómetr- um vestar. Hann skrúfaði niður rúðuna og heilsaði: „Þakka þér fyrir síðast, er það ekki héma sem Kirkjubólshjáleiguættin ætl- ar að hittast?" Dreifbýlisökuþóm- um var nokkuð brugðið þegar hann sá hvaða fólk var komið inn í miðja ætt eiginkonunnar. Hann staðfesti með semingi að þama væri vettvangur umræddrar ætt- ar en flýtti sér að bæta við: „Það er konan sem er í ættinni. Ég fylgi bara með og hef fram að þessu að- eins verið notaður til kynhóta." Húmorinn féll í grýtta jörð og sá nýkomni vippaði sér út úr bíln- um. „Sæl frænka, long tæm nó sí,“ ávarpaði hann hina nýupp- götvuðu frænku og þau féllust í faðma. Þegar þau höfðu borið saman bækrn- sínar komust þau að þeirri niðurstöðu að geysimik- ill skyldleiki væri með fjölskyld- unum tveimur þrátt fyrir að eina sex ættliði bæri í milli. Ættarlaukarnir Það ægði saman alls kyns fólki og upp úr stóðu ættarlaukamir eins túlípanar í júnímánuði. Reglulega urðu miklir fagnaðar- fúndir þar sem fólk uppgötvaði hvað aimað. Nýkomna fjölskyldan hellti sér út í þessa hringiðu og konan brosti og heilsaði á bæði borð með bömin sér við hlið. Eig- inmaðurinn, sem enn fann til smæðar sinnar í samanburði við geimfarann, fylgdi í humátt á eft- ir og lét lítið fyrir sér fara. Hinir ættingjarnir skilgreindu bæði konu og böm eftir hinrnn ýmsu forfeðrum, lífs og liðnum. Ættar- mótið í svip bamanna var talið greinilegt og aðeins mismunandi milli manna hveijum forfeðranna fjölskyldubrotið líktist mest. Það mátti ljóst vera af umsögnum að þau sóttu ekkert í föðurættina. Allir merktir Ættarmótið var tileinkað hjón- unum Guðmundi og Guðmundínu í Kirkjubólshjáleigu sem uppi vora á fyrri hluta 18 aldar. Þau höfðu getið af sér stóran hóp bama sem öll komust til manns fyrir harðfylgi foreldranna. Fólk flykktist frá öllum landshomum til að heiðra minningu forfeðr- anna og uppgötva ættingja sem það hafði ekki kært sig um hing- að til. Það fengu allir pappastrimla til að hengja framan á sig þannig að ekki léki vafi á því hvaða ættlegg þeir tilheyrðu. Það var rauður litur fyrir Guðrúnar- fólkið, hvítur fyrir Jónsfólkið, blár fyrir Sigríðarfólkið, og svo framvegis, allt eftir því hverju bama Guðmundar og Guðmund- ínu það tilheyrði. Makarnir fengu líka merki i samræmi við þann ættboga sem þeir höfðu kosið að blanda erfðavísum sínum við. Stúlkubarnið, sem var sem steypt úr sama móti og langa- langamma hennar í móðurætt, að mati ættingjanna, upplýsti að Toyota-fjölskyldan, sem ekki kunni að aka úti á vegum, ætti heima í hverfinu þeirra, reyndar í þamæstu götu. Hún og nýupp- götvuð frænka hefðu raunar verið í sama bekk um árabil án þess að gera sér grein fyrir hinum sterku ættarböndum. Samkomulagið hafði raunar ekki verið upp á það besta og hún sagði að hingað til hefði frænkan að sínu mati verið hin mesta leiðindaskjóða. Missti af flugi Drengurinn spurði móðurina eftir geimfaranum. Hún sagðist halda að hann hefði misst af flugi frá Washington og þess vegna ekki komist á ættarmótið. List- málarinn og ráðuneytisstjórinn væra aftur á móti komnir sem og fiöldi annarra góðborgara. Fjöl- skyldufaðirinn lét lítið fyrir sér fara og fannst ekki við hæfi að blanda sér mikið í umræðumar, enda ættlaus maður. Ættarmótið fór hið besta fram. Glens og gaman fór vel í bland við erfðafræðilegar bollaleggingar og ættfræðilegar útlistanir. Makam- ir tóku þátt í því sem þeim var fært út frá þeirri fotlun sinni að vera utan ættar. Hópurinn náði ágætlega saman og það var mál manna að helgin hefði heppnast svo sero best varð á kosið. Það var komið að kveðjustimd þegar einn þeirra sem halda merki ættarinn- ar á lofti í ffamtíðinni spurði ömmu sína stundarhátt með nokkurri undrun. „Era allir skyldir héma nema makamir?" Spuming drengsins ýfði greinilega upp sár sem gróið höfðu undir lok samkomunnar. Það var þó létt yfir fólki á heim- leiöinni. Hundurinn var aftur bú- inn að færa sig bílstjóramegin enda nú konan sem sá um akstur- inn. Hún andvarpaði, ánægð eftir endurfundina: „Var þetta ekki al- veg makalaust skemmtilegt ættar- mót?“ Eiginmaðurinn svaraði af bragði: „Er ekki rétt að hafa næsta ættarmót alveg maka- laust?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.