Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1997, Blaðsíða 28
2> ihélgarviðtalið LAUGARDAGUR 12. JULI 1997 í faömi fjölskyldunnar á Skaganum. Guöjón og eiginkona hans, Hrönn Jónsdóttir, meö synina Atla, 9 ára, og Tjörva, 7 ára, á milli sín. Að baki þeim stendur Leó Jóhannsson, 16 ára, fóstursonur Guöjóns og sonur Hrannar. DV-myndir PÖK Spurning um ráttu blönduna Ekki hefur skort spekingana í stúk- una þegar landsliðið hefur spilað og þjálfaramir í raun mörg hundruð. Meðal þeirra kenninga sem hafa verið uppi er að íslenska landsliðið geti ekki stjórnað leik gegn sér lakara liði eða álíka að getu. Því gangi best gegn stóru þjóðunum. Guðjón blæs á þetta og vitnar til sinnar reynslu með fé- lagslið í Evrópukeppni. íslenskt lands- lið geti hæglega verið í hlutverki leik- stjórnanda. Þetta sé fyrst og fremst spurning um rétta blöndu leikmanna í liðinu og hugarfar þeirra. „Máli skiptir að þeir sem eru vald- ir í liðið séu tilbúnir að vinna þá vinnu sem beðið er um. Meiningar geta komið upp um hvort þessi eða hinn eigi heima í landsliðinu eða ekki. Það ræður úrslitum að þeir menn sem inn á völlinn fara séu til- búnir að vinna saman, hjálpa hver öðrum og gera sitt allra besta,“ segir Guðjón og telur okkur eiga nóg af góð- um leikmönnum sem uppfyUa þessar kröfur. Stöðnun í landsliðinu Guðjóni finnst ákveðin stöðnun hafa ríkt í síðustu leikjum landsliðs- ins. Hann segist ekki vera í aðstöðu til að útskýra af hverju. Eitthvað hafi greinilega verið að. „Það er mitt verkefni að kafa ofan í það mál. Komast inn í kollinn á strákunum til að skynja hvert ástandið er. Eitthvað er þess eðlis að þeir hafa margir hverjir ekki náð að sýna sitt besta. Ef menn eru beygðir yfir því hvernig þeir hafa verið að spila þá verð ég að reyna að byggja upp sjálfstraustið. Koma þeim í skilning um að það sé hægt að spila betri fótbolta en þeir hafa verið að gera.“ „Mér líst ágætlega á þetta nýja verkefni. Ljóst er að það verður mjög kreíjandi. Þetta er stærsti hópur leikmanna sem ég hef getað valið til þessa. Jafnframt því að hafa mikið úrval manna þá eru margir erflðleik- ar því samfara. Margir eru mjög jafnir að getu. Ákveðinn hópur leik- manna stendur jöfnum fæti og þess vegna er það happdrætti að velja þá réttu í þann farveg sem ég vil. Mikil- vægt er að vel takist til og það er ljóst að menn eru ekki mjög þolin- móðir. Jafnframt er ljóst að verkefn- ið er stórt. Það er ekki hægt að klappa saman lófunum og segja „hott, hott, allir mínir menn“ og að þar með verði allt klárt," segir Guð- jón Þórðarson, nýráðinn landsliðs- þjálfari i knattspymu. Helgarblaðsmenn hittu hann í vik- unni þar sem hann var að koma sér í gang á nýrri og glæsilegri skrif- stofu KSÍ undir stóru stúkunni á Laugardalsvelli. Að mörgu er að hyggja því um næstu helgi fer fram fyrsti landsleikur undir hans stjórn, gegn eigi ómerkara liði en Norð- mönnum. Leikurinn er háður i til- efni af 50 ára afmæli KSÍ á árinu. Hann segist ekki vera búinn að velja liðið, það verði tilkynnt eftir helgi, eftir að hann hefur séð nokkra leiki hér heima, síðast stórleik fA og ÍBV á morgun. Guðjón segir það sérlega ánægjulegt að fá Norðmenn til lands- ins. Við getum margt af þeim lært i boltanum, sem og fleiri Norður- landaþjóðum. Guðjón tekur sem kunnugt er við af Loga Ólafssyni sem sagt var upp á dögunum. Þegar Logi var ráðinn á sínum tíma var nafn Guðjóns einnig í umræðunni sem arftaka Ásgeirs El- íassonar. Guðjón neitar því ekki að forráðamenn KSÍ hafi þá rætt við sig. Logi hafi einfaldlega þótt betri kostur og verið ráðinn. í dag skipti þetta sig engu. Hindrun rutt úr vegi Mikið gekk á í viðræðum Guðjóns við KSÍ áður en hann var ráðinn um síðustu helgi. í veginum var óútkljáð deila um starfslok Guðjóns hjá Skagamönnum en þar var honum sagt upp í fyrra. Guðjón telur ÍA ekki hafa staðið við þann samning sem hann gerði við félagið. Hindrun- inni var rutt úr vegi með því að skipa sérstakan gerðardóm með full- Guðjón Þórðarson, nýráðinn landsliðsþjálfari, segist veri fjölskylda hafi ekki orðið fyrir neinu áreiti og þeim líði vel á Skaganum. Sit á grillteini Guðjón gerir sér fyllilega grein fyr- ir að í stöðu landsliðsþjálfara, þar sem áhangendumir em í raun landsmenn aOir, séu kröfúrnar mun meiri en í fé- lagsliði. Hann orðar þetta svo að hann sitji nánast á grillteini. „Forverar mínir í starfmu hafa að sumu leyti fengið að vera í friði. Ég veit ekki hvort gerðar verða meiri kröfur til mín en þeirra. Það er bara þannig að miklar kröfur hafa ætíð verið gerðar til mín í starfi. Menn verða að gera sér grein fyrir að vinnan er ekki auðunnin og hún skiptir miklu máli. Einnig skiptir máli að það sé skilningur á hvernig verið er að reyna að vinna. Segja má að ég sé að þessu leyti ólíkur bæði Loga og Ásgeiri. Ég hef ákveðinn stíl sem ég mun áreiðanlega reyna að framfylgja. Allir erum við ólík- ir, mennirnir, og nýjum manni fylgir ný áhersla.“ Aðspurður um stílinn segist Guð- jón hafa reynt að sameina ákveðna kosti í fótbolta, einkum ánægjuna og árangurinn. Ekki verði stefnt að ár- angri öðruvísi en að hafa gaman af hlutunum. „Ég hef lagt áherslu á að kenna mínum mönnum að leika fallega knattspyrnu, að gleðja augu áhorfan- dans, og tel mér hafa tekist þetta ágætlega á köflum. Þetta ætla ég að hafa að leiðarljósi í landsliðinu sem hingað til. Fara með fullu sjálfstrausti í leikina," segir Guðjón. trúum beggja aðila, með KSÍ-mann sem oddaaðila. Niðurstaða dómsins verður endanleg. Guðjón segist vera fyllilega sáttur við þessa lausn á mál- inu. „Ef ég hefði verið með striðsöxina á lofti hefði ég fyrir löngu verið bú- inn að leita réttar míns fyrir dóm- stólum. Ég var alltaf að vonast til að menn gætu sest niður og klárað sín mál í friði og ró. Miklu skiptir að þessi fótboltaheimur standi saman, ekki bara í fótbolta heldur íþrótta- vinir almennt. Við vitum hvað íþróttir gera fyrir land og þjóð. í litlum heimi sem fótboltinn hér á landi er þá þurfum við að geta unnið saman,“ segir Guðjón. legur. Ég er búinn að eiga glæstan feril hjá ÍA, líklega glæstari en þeir menn í félaginu sem stóðu að upp- sögn minni. Auðvitað voru þetta viss vonbrigði en allir verða fyrir von- brigðum í lífinu. Ef maður væri alltaf að velta því fyrir sér þá kæm- ist maður ekkert áfram.“ Hann segist eiga fullt af góðu fólki að á Akranesi. Þögli meirihlut- inn láti ekki alltaf í sér heyra. Hann og hans Varð fyrir von- brigðum Hann vill svo sannar- lega leggja deiluna við ÍA til hliðar; telur reyndar að það hafi verið gert. Hann við- urkennir hins vegar af hreinskilni, að- spurður, að fram- koma stjórnar ÍA hafi valdið sér vonbrigðum miðað við þá vinnu sem hann hefur skilað til fé- lagsins. ÍA sé enn að njóta góðs af þeirri vinnu. „Allir vita að stjórnar- menn í félögunum koma og fara líkt og leikmennirnir. Upp úr stendur fótboltinn sjálfur. Enginn er ódauð- Ekki tengilið í bakvörð Stundum hefur það sætt gagnrýni í landsliðinu að leikmenn hafa verið settir i aðrar stöður en þeir leika með sínum félagsliðum. Guðjón segir þetta ekki einfalt mál en hann muni hins vegar ekki fara að velja mann í bakvarðarstöðu vegna þess að við- , komandi sé góður tengiliður í sínu félagsliði. „Stundum þarf að stilla upp stórri og öflugri varnarlínu og stundum léttleikandi mönnum í bland. Þetta fer oftast eftir andstæðingunum. Sama gildir um atvinnumennina. Þeir eiga ekki fast sæti í liðinu bara fyrir það að vera atvinnumenn. Þeir veröa að sýna að þeir séu þess verð- ugir að vera fulltrúar þjóðarinnar. Ef við erum með stráka sem eru að spila vel í deildinni hér heima þá finnst mér nauðsynlegt að skoða af alvöru hvort þeir eigi ekki að fá tækifæri. Ég er á því að þeir sem ætla að spila fyrir land og þjóð verði að vera í formi allt árið. Leikmenn hér heima verða að styrkja sinn þjálfunarþátt. Það er ekki nóg að vera í toppformi svo sem 2-3 mánuði á ári. Við verð- um að breikka flóruna og auka kröf- ur gagnvart líkamlegu atgervi. í al- þjóðlegri knattspyrnu verður þú að vera í alþjóðlegu formi ef svo má að orði komast," segir Guðjón og bætir við að hann muni ekki einblína á at- vinnumennina eingöngu heldur fylgj- ast vel með heimamönnum. Spenna í vesturbænum Varðandi það að fylgjast með leik- mönnum hér heima þá þarf Guðjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.