Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Page 2
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997
Var aö gefast upp á síðasta ári:
Léttist um 31 kíló
á átta mánuðum
- nú er ég stóránægö, segir Sigrún Magnúsdóttir
„Ég varð að gera eitthvað í mín-
um málum því ég var orðin 108 kíló
og gat ekki lengur borið mig um. Ég
var að gefast upp,“ segir Sigrún
Magnúsdóttir sem hefur heldur bet-
ur tekið á sínum málum. Hún léttist
um 31 kíló á átta mánuðum og segir
líðanina nú alveg stórkostlega.
„Ég fór á Reykjalund þann 7.
október síðastliðinn. Þá var svo
komið fyrir mér að ég komst ekki
milli trappa í stiganum og gekk
stundum við hækjur. Ég gat ekkert
gengið þvi ég réð ekkert við mig. Á
tímabili var ég rúmfóst út af bakinu
því þunginn var að sliga líkamann."
Á Reykjalundi dvaldi Sigrún í niu
vikur og náði af sér 5 kílóum og 900
grömmum. Þaðan fór hún til sonar
síns og tengdadóttur og var hjá
þeim um tima því að tengdadóttirin
var að eiga bam.
Sannkölluð megrun
„Ég hélt áfram með mínar æfingar,
enda var ég staðráðin í því að léttast.
Á þessum tíma fór ég til Selmu Júlíus-
dóttur miðils í persónulegum erinda-
gjörðum. En hún gerði sér lítið fyrir
og skellti mér í sannkallaða megrun.
Og það er sú besta megrun sem ég hef
farið í. Hún felst einfaldlega í breythi
mataræði, æfingum og hreyfingu. Ég
fer í sund á hverjum einasta degi og
oft í göngutúra. Ég borða ekkert sem
inniheldur sykur né fitu, alls ekki
rjóma og ekkert sem er fitandi. Ég er
aldrei svöng. Ég borða kjúkling, kjöt,
þó ekki lambakjöt, allan fisk, nema
ýsu, grænmeti og ávexti. Með þessum
kúr tek ég bætiefni.
Nú er liðinn mánuður síðan ég
hætti í megruninni en ég hugsa um
mataræðið og vigtin stendur í stað.“
Óþægilegt innan um fólk
Sigrún segir að sér hafi liðið virki-
lega illa þegar hún var sem þyngst.
„Mér fannst óþægilegt að vera
innan um fólk. Það gat verið fyrir-
kvíðanlegt að kaupa sér nýja flík
því ég fékk ekki alltaf það sem ég
þurfti. Ég varð að láta sérsauma
megnið af þeim fotum sem ég átti.
Nú er ég búin að leggja þau öll til
hliðar, eins og nærri má geta.
Ég er stóránægð í dag og farin að
fara það sem mig langar til. Það er
virkilega gaman að kaupa ný fót því
nú get ég valið um og er ánægð með
það sem ég kaupi. Ég fer oft út að
dansa því það er eitt það skemmti-
legasta sem ég geri.
Viðhorf fólks gagnvart mér er
gjörbreytt. Það er allt annað að vera
eins og tunna eða grannur og líða
vel. Það er ótrúlegasta fólk sem
gengur í veg fyrir mig og spyr mig
hvemig í ósköpunum ég hafi farið
að þessu. Ef ég sýni fólki myndir af
mér fyrir megrun spyrja sumir
hvort þetta sé mamma mín! Fólk
hjálpar manni svo mikið þegar það
fer að tala um hve stórkostlegur ár-
angurinn sé.“
Þetta er hægt
Ég vona svo sannarlega að fólk,
sem er of feitt, geri eitthvað í sínum
málum og hvet þaö til þess. Þetta er
hægt og það er ekkert mál. Allir
þeir sem em svona feitir geta bætt
andlega og líkamlega heilsu með
skynsamlegu mataræði og hreyf-
ingu. En fólk skyldi varast að gefa
eftir og hætta þegar það hefur losn-
að viö 2-3 kíló. Þá er til einskis
barist.“ -jss
Samvörður 97:
Þyrluflug tafðist vegna þoku
- æfingin hefur gengiö mjög vel, segir skipulagsstjóri
„Þetta hefur gengið vel og ég held
að menn séu almennt mjög sáttir.
Það má segja að það sé um gagn-
kvæman lærdóm að ræða. Okkar
björgunarsveitarmenn læra margt
af þeim erlendu og öfugt,“ segir
Árni Birgisson, skipulagsstjóri
björgunaræfingarinnar Samvörður
97 sem hófst í gær.
íslenskir björgunarsveitarmenn
hófu störf klukkan 8 í gærmorgun
en síðan barst þeim aðstoð um há-
degisbilið frá 400 erlendum björg-
unarsveitarmönnum.
„Okkar menn voru látnir byrja
með tilliti til þess að erlenda að-
stoðin kæmi um fjórum klukku-
tímum síðar. Samvinnan gengur
framar vonum, miðað við að hér
er um að ræða björgunarsveitar-
menn frá 18 mismunandi löndum.
Það gekk líka mjög vel að setja
upp rússneska sjúkrahúsið sem
kastað var úr flugvél. Verkið tók
innan við klukkustund. Það eina
sem hefur aðeins farið úr skorð-
um er þyrluflugið sem hefur tafist
dálítið vegna þokunnar," segir
Ámi. -RR
F*r
Þyrla Bandarfkjahers sækir sjúkraskýliö sem er skoröaö á einu bretti. Rússneskir björgunarsveitarmenn standa ofan
á skýlinu til aö festa þaö viö þyrluna. DV-mynd Hilmar Þór
stuttar fréttir
Hálandaleikum frestað
Hálandaleikum kraftajötna,
sem áttu að fara fram í dag,
laugardag, í Hafnarfiröi, hefúr
verið frestað fram í september-
mánuð. Ástæðan er meiðsli
nokkurra keppenda.
Öll S&Lbréf seld
Öll hlutabréf, sem í boði vora
í Samvinnuferðum-Landsýn í
gær, seldust upp fyrir kl. 9.30.
Sölugengið var 3,40 og voru
seldir alls 100 hlutabréfa-
skammtar, hver að markaðs-
verði 130 þúsund krónur.
Páll Óskar heiöraður
Páll Óskar Hjálmtýsson
söngvari hefur nýlega hlotið ár-
leg verðlaun TUPILAK, sam-
taka norrænna samkyn-
hneigðra listamanna, og einnig
verölaun OGEA, sem eru sam-
tök aðdáenda Eurovision
söngvakeppninnar.
Hollara bensín
Olíufélagið Skeijungur hefúr
sett á markað umhverfisvænna
bensín fyrir litlar vinnuvélar,
svo sem garösláttuvélar, vélorf
og keðjusagir. Um er að ræða
bæði olíublandað bensín fyrir
tvígengisvélar og bensín fyrir
fjórgengisvélar. -SÁ