Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Page 15
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997
15
Áhöfn í háska
„Ég var togaraskipstjóri í 40 ár.
Mér telst til að á þeim tíma hafi
skip mín borið að landi þorskafla
sem nemur árlegum þorskkvóta
íslendinga. Núna má ég veiða það
sem ég get étið,“ sagði soðkarlinn
og saup á bjómum sínmn.
Það höfðu orðið miklar breyt-
ingar í þorpinu á einum áratug.
Togarinn löngu farinn í annan
landshluta og vertíðarbátarnir
fylgdu á eftir. Eina útgerðin var
nokkrir smábátar á krókaleyfi.
Frystihúsið stóð tómt og til íhug-
unar var að breyta því í byggða-
safn eða til þrautavara gæti það
orðið útibú frá Byggðastofhun.
Plássið, þar sem 800 manns
bjuggu þegar mest var, hafði fyr-
ir allmörgum árum verið sam-
einað stærra byggðarlagi í
öðmm landsfjórðungi. Það
eina sem var nýtt á
staðnum var pöbbinn
sem kom í kjölfar
bj órbyltingarinnar.
Hann hafði um
nokkurra ára bil
haldið reisn en nú
var til umræðu að
sameina hann
arans og ómerkilegri togara
annarra byggðarlaga. Væri
þeirra skip með stærsta túrinn
tókust þeir á loft og vart var um
annað talað þann daginn en afla-
skipið sem sló öllum öðrnrn við.
Triílukarlamir voru að vísu lítt
uppnæmir fyrir góðærinu og litu
togarajaxlana hornauga. Við-
kvæðið var að svona ryksuguskip
ættu ekki að hafa leyfi til að
skrapa upp allt kvikt af grunn-
slóðinni. Þeir höfðu þó ekki hátt
um þessi sjónarmið þar sem þeir
óttuðust aö framkvæmdastjórinn
myndi refsa þeim og lækka við þá
fiskverðið ef þeir segðu of mikið.
Þeir létu því lítið fyrir sér fara en
lýstu því að kannski væri kominn
þjáningu
enda vissu
þeir að
þjóðin lifði jú
af veiðum og
vinnslu sjávarfangs.
Þeir þorpsbúar sem til þess
höfðu uppburði reyndu að öðlast
hlutdeild í ljómanum sem umlék
sjóarana og spurðu þá frétta úr
veiðiferðinni. Þannig var þegar
leið á löndunardaginn búið að
kortleggja nánast hvern þorsk sem
barst um borð. Þannig vissi af-
greiðslukonan í apótekinu ná-
kvæmlega hvemig það gerðist þeg-
ar skipið fékk risahal á þriðja degi
veiöiferðarinnar og pokinn sprakk
þannig að dauður þorskur þakti
stórt svæði í kringum skipið.
Símstöðvarstjórinn gat lýst í
smáatriðum þegar bátsmaðurinn
og netamaðurinn voru nærri
dottnir aftur úr skutrennunni í at-
ganginum við að ná inn stóru
hali. Lífið var svo sannarlega fisk-
ur og það mikið af honum. Skip-
stjórinn naut þeirrar friðhelgi að
ekki var verið að ónáða hann með
óþarfa spumingum. Hann naut
óáreittin- samvista við fjölskyldu
sína en ein nágrannakona hans
bakaði pönnukökur og lét dóttur
sína á bamsaldri skjótast með til
aflakóngsins. Þetta var í og með
hennar innlegg til að reyna að
koma elsta syni sínum í skips-
rúm. Þannig liðu árin og þorsk-
urinn mokaðist á land. Trillu-
útgerðin tórði við hlið hinn-
ar arðsömu útgerðar -
meira vegna hugsjóna
karlanna en af þeirri
ástæðu að það
borgaði sig að gera
út á króka. Afla-
brögð smábátanna
voru upp og ofan
og sífellt varð að
sækja lengra frá
landi til að fá í
soðið. Heldur dró
úr afla togaranna
líka og þrátt fyrir
að afli væri góður
voru augljóslega
blikur á lofti.
málaði í fjöllunum sem plássið
hjúfraði sig undir. Það er óhætt
að segja að þarna hafi verið
gósentíð. Einu sinni í viku kom
togarinn drekkhlaðinn að bryggju
og þorpsbúar lögðu margir leið
sina á höfnina til að votta áhöfn-
inni virðingu sina og fá sögur af
ævintýralegum aflabrögð-
um skammt frá landi.
Gerður var sam-
anburður á
afla heima-
tog-
M
tími til að hætta til sjós og fara á
togara.
Ljómi um sjóara
Það fór ekki milli mála að eftir
góðan túr var áhöfhin hátt skrifuð
í þorpinu. Héraðslæknir, prestur-
inn og aðrir þungavigtar-
menn máttu una því að
falla neðar í virðingar-
stigann en skipstjór-
inn og jafnvel stýri-
maðurinn. Þeir
sættu sig við
það í þög
ufli
Skreiðarhjallarnir svignuðu
undan þorskhausum og öðrum
þeim afurðum sem áttu eftir að
metta maga Nígeríumanna og
annarra þeirra sem aðhylltust
skreiðina. Aðalbrandarinn í þorp-
inu var einmitt um skreiðina.
Forsfjórinn, sem hafði heyrt hann
á aðalfúndi skreiðarframleiðenda,
notaði hann iðulega þegar hann í
góðum félagsskap leit yfir hjall-
ana: „Skreið til Nígeríu, skreið til
Nígeríu," sagöi hann þá digrum
rómi og bætti síðan við. „Hver
skreið til Nígeríu?" og hlátur
hans og nánustu ráðgjafa berg-
Þorskurinn
friðaður
Stjómvöld höfðu
stigvax-
andi áhyggjur af
velmeguninni í
sjávarþorpunum.
Þenslan var of
mikil sögðu hag-
spekingarnir
og fiski-
fræðing-
arnir
boðuðu
hrun
þorskstofns-
ins. Það var
ákveðið að
friða þorskstofh-
inn og leiðin til
þess var að
mati pólitíku-
sanna aðeins
ein. Sett var á
kvótakerfi því
augljóslega
voru útgerðar-
mennimir best
fallnir til þess
að passa upp á
sinn eigin fisk.
Fiskifræðingarn-
ir reiknuðu því út
fjölda fiska í sjón-
um og hagfræðing-
arnir tóku upp
reiknistokkinn og
margfólduðu og deildu
eftir þörfum. Forstjór-
inn í þorpinu fékk síðan
sinn skerf og ævistarf afa hans og
föður tók á sig nýja og skýrari
mynd. Forsijórinn brosti í kamp-
inn en bölvaði á mannamótum.
„Djöfulsins kvótinn á eftir að
drepa allt hér,“ var viðkvæði
hans og hann hætti alveg aö segja
skreiðarbrandarann.
Skipstjórinn fékk nú skýr fyrir-
mæli áður en hann lagði í veiði-
ferðir. Búið var til eyðublað á
skrifstofunni sem fyllt var út fyr-
ir hverja veiðiferð þar sem tíund-
aðar voru hinar ýmsu fisktegund-
ir. Þannig stóð í reitnum fyrir aft-
an þorskinn hversu mikið hann
mátti veiða og hvenær. Sömu
sögu var að segja af karfa, ufsa og
grálúðu. Allt var fyrirfram ákveð-
ið og skipulagt. Þorpið hætti að
fylgjast með togaranum og algengt
Skreið til
Nígeríu
í milltíöinni reri hann
ævagömlum aflóga báti
sem staöiö haföi í nausti
um árabil. Þorpsbúar
vöndust þvf aö sjá hann
ýmist bera fisk sinn upp
bryggjuna eöa aka hon-
um í gömlum hand-
vagni.
DV-mynd Sveinn
bensínsjoppunni.
Á blómaskeiði
byggðarlagsins var
unnið alla daga vik-
unnar við að skapa
sem mest verðmæti úr
þeim mikla afla sem
fullkominn floti þorps-
búa bar að landi. Nætur-
vinna var fremur regla
en undantekning og
höfnin iðaði jafn-
an af lífi því sem
sprottið var af
velmeguninni.
Skipstjórinn á
togaranum var
hluti af aðli
samfélagsins og
var í ferða-
klúbbi með
lækninum, prest-
inum, sveitar-
stjóranum og for-
stjóra frystihússins.
Sá var reyndar af
þriðju kynslóð eig-
enda fyrirtækisins.
Það er óhætt að
segja að smjör hafi
dropið af hverju
strái.
Botnlaus
vinna
var að hann lægi bundinn í höfh.
Sífellt varð erfiðara með pen-
inga hjá fyrirtækinu og forstjór-
inn varð að sama skapi öflugri í
félagsmálum sem voru að vísu
rekstrinum óviðkomandi. Myndin
af afa hans, frumherjanum, hékk
skökk á skrifstofuveggnum og það
varð sífellt erfiðara að halda
rekstrinum gangandi frá degi til
dags. Vinfengi hans við stjómar-
menn í Byggðastofnun varð til
þess að peningar fengust fyrir
nauðþurftum. Símstöðvarstjór-
inn, afgreiðslustúlkan í apótekinu
og aðrir þorpsbúar snem sér að
öðrum hugðarefnum en aflabrögð-
um togarans. Jafnvel trillukarl-
amir, sem ýmist vom komnir á
kvóta eða sóknardaga, nenntu
ekki lengur að tala illa um togar-
ann. Þeir vora nú flestir komnir
með endurskoðendur á sín snæri
og reiknuðu af eldmóði hvemig
hægt væri að leigja og selja kvóta
og sóknardaga og komast þannig
undan því ónæði sem fylgdi sjó-
sókninni.
Engar pönnukökur
Togaraskipstjórinn fékk ekki
lengur pönnukökur gefins á góð-
um degi. Þrep hans í virðingar-
stiga þorpsbúa losnaði og læknir-
inn, sveitarstjórinn og forstjór-
inn, sem á síðustu stundu náði að
sameina fyrirtækið herrafata-
verslun í Reykjavík, skiptu með
sér efstu þrepunum. Að auki var
nú bankastjórinn kominn í klúbb-
inn ásamt tveimur sægreifum
sem áttu nokkur þorsktonn til að
leigja frá sér og framfleyta sér.
Skipstjórinn tók breytingunum
með þeirri rósemi sem hægt var
og sagði upp starfi sínu og hætti
Laugardagspistill
Reynir Traustason
skömmu áður en togarinn var
seldur nauðungarsölu. Hann gerði
tilraun til að reka videoleigu og
selja pitsur á staðnum. Þrir sam-
keppnisaðilar hans á staðnum
reyndust hafa meira vit á kvik-
myndum og bakstri hins ítalska
þjóðarréttar. Það varð því úr að
hann lokaði og beið eftir ellilífeyr-
inum. í milltíðinni reri hann æva-
gömlum aflóga báti sem staðið
hafði í nausti um árabil. Þorpsbú-
ar vöndust því að sjá hann ýmist
bera fisk sinn upp bryggjuna eða
aka honum í gömlum handvagni.
„Það er dálítið skondið að
standa nú í fjörunni án þess að
eiga eitt gramm af þorskkvóta.
Það vill þó til að hér er fiskur
uppi í fjöru sem ég get náð í á
kænunni minni. Ég lit á þessa
þjóð sem eina fjölskyldu sem hlýt-
ur að þýða að ég má metta þá
munna sem mér sýnist. Það er
víst ekki sama hvort maður er
soðkarl eða sægreifi," sagði skip-
stjórinn sem orðinn var soðkarl
og kláraði bjórinn sinn.