Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Page 16
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 JjV Föstudaginn 1. ágúst nk. verður nákvœmlega ár liðið frá því Ólafur Ragnar Grímsson var settur inn í embœtti forseta íslands. Tók hann sem kunnugt er við af Vigdísi Finnbogadóttur sem fimmti forseti lýðveldisins. Af því tilefni er rétt að rifja upp árið í stuttu máli og heyra álit fólks á frammistöðu for- setahjónanna. Ár liðið af forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum: Umhverfis jörðina á 64 dögum - víðförul en jafnframt vinsæl forsetahjón samkvæmt skoðanakönnunum Þau hafa verið vinsæl ef marka má niðurstöður skoðanakannana. Átta af hverjum tíu kjósendum hafa lýst sig ánægða með störf Ólafs sam- kvæmt könnunum DV og Gallups. Ef miðað er við sjálf kosningaúrslit- in hefur forsetinn því tvöfaldað fylgi sitt. Ólafur stígur niöur fæti á æskuslóöum á ísafiröi, þangaö sem hann fór í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands. Lögreglumenn standa heiöursvörö, bísperrtir. DV-mynd Hlynur 50 þúsund km að baki Ólafur hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum á Bessastöð- um. Þau Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir hafa farið víða á undanfórn- um 12 mánuðum, samanber með- fylgjandi kort sem byggir á umbeðn- um upplýsingum frá embættinu um ferðir forsetans. Alls hafa til þessa farið 64 dagar í ferðirnar. Innanlands hafa forseta- hjónin komið til 20 áfangastaða í 23 ferðum og farið til 7 rikja erlendis í 9 ferðum. Þau eru einmitt þessa dagana í viðamikilli heimsókn til ís- lendingabyggða í Bandaríkjunum og Kanada sem stendur fram í miðj- an ágúst. Að því loknu líða ekki margir dagar þar til þau fara í opin- bera heimsókn til Finnlands í lok ágúst. Einnig er fyrirhuguð opinber heimsókn til Svíþjóðar í október nk. Ef öll liðin ferðalögin á meðfylgj- andi korti eru mæld í kílómetrum þá hafa Ólafur og Guðrún ferðast hátt í 50 þúsund kílómetra. Er þá miðað við fjarlægðir í lofti, gróft reiknað. Þetta jafngildir því að for- setinn hafi Qogið einu sinni i kring- um hnöttinn og vel það. Óvænt hjá Clinton Nú þegar tæp vika er liðin af heimsókninni vestur um haf hefur Ólafur vakið mikla athygli. Hann átti óvæntan fund með Bill Clinton forseta sem sýnir að Bandaríkja- Innlent fréttaljós Bjöm Jóhann Bjömsson mönnum hefur ekki þótt hæfa að Ólafur hitti einungis varaforsetann, A1 Gore. Ólafur vakti einnig athygli þegar hann viðraði hugmynd sína um teiknimynd um Snorra Þor- finnsson í anda Pocahontas. Þá þótti sumum hann fara út fyrir verksvið sitt þegar hann fór að tjá utanríkis- stefnu stjómvalda með sínum hætti. Forsætisráðherra hefur þó sagt að þetta hafi verið í lagi. Nýir siðir Nýjum mönnum fylgja nýir siðir. Eðlilega er annar stíll yfir störfum Ólafs en t.d. Vigdísar. Þannig hefur Ólafur tekið fyrir veitingu áfengra drykkja í opinberum móttökum og takmarkað reykingar. Hann hefur sett ákveðnar reglur í samskiptum við fjölmiðla. Blaðaljósmyndarar fá t.d. ekki að vera viðstaddir móttök- ur á Bessastöðum öðruvísi en að vera sómasamlega klæddir. Einnig þótti það umdeilt þegar takmarka átti aðgang fjölmiðla í heimsókn Ítalíuforseta til Bessastaða í júní sl. Borið var við þrengslum í húsinu. Þá kvörtuðu námsmenn í Kaup- mannahöfn undan því að hafa ekki fengið tækifæri til að hitta forset- ann í veislu sem selt var inn á í Danmerkurheimsókninni í fyrra. Holáttir vegir og pitsa Forsetahjónin hafa farið víða síð- astliðið ár sem fyrr segir. Fyrsta óopinbera heimsóknin var á bind- indismótið í Galtaiækjarskógi dag- inn eftir innsetninguna og helgina á eftir voru þau viðstödd niðjamót Bólu-Hjálmars í Skagafirði. Fyrstu opinberu heimsóknirnar heima fyr- ir voru hins vegar til Vestfjarða í september sl. Fyrst til ísafjarðar og norðanverðra Vestfjarða og síðan í Barðastrandarsýslu. Eftirminnilegt er einmitt þegar Ólafur gagnrýndi holótta vegi í sýslunni og þótti þar setja þrýsting á þingmenn kjördæm- isins. Fyrsta opinbera heimsóknin á er- lenda grundu var til Danmerkur í nóvember sl. Heimsóknin þótti tak- ast vel. Dönskum fjölmiölum þótti það t.d. aðdáunarvert þegar Ólafur Hér er Ólafur ásamt Haraldi Noregskonungi. fór og fékk sér pitsu hjá Pizza 67 í Kaupmannahöfn. Grátandi börn í byrjun þessa árs voru þau við- stödd útför Bertils prins í Svíþjóð og í febrúar var farið í opinbera heim- sókn til Noregs. Þar vöktu þau hjón mikla athygli, einkum Guðrún Katrín fyrir glæsilega framkomu og klæðaburð. Harðar reglur norsku konungshjónanna settu þann skugga á heimsóknina að íslending- ar fengu ekki að koma með börnin sín í móttöku forsetans í Hákonar- | höll í Björgvin. Böm em bönnuð í opinberum móttökum með kon- ungshjónunum þar sem grátur ung- barna er sagður trufla hugarró E þeirraí Urðu foreldrarnir islensku að skilja bömin sín eftir grátandi , úti í vagni. Á árinu hafa forsetahjónin farið vítt og breitt hér innanlands. í febrúar var heimsókn í Reykholt, Þingeyingar heimsóttir í byrjun maí, Dalamenn í júní, auk þess sem þau hafa verið viðstödd flestar af- mælishátíðir sveitarfélaga á árinu. Nefna má fjölmargar aðrar uppá- komur sem forsetahjónin hafa verið viðstödd en við vísum á áðurgreint kort. Of geyst af stað? * Af ofansögðu má sjá að Ólafur og Guðrún hafa verið mjög sýnileg, svo mikið að menn spyrja sig hvort þau hafi kannski farið of geyst af stað. Eitthvað hljóta ferðalögin líka að j kosta. Samkvæmt fjárlagafrum- varpi á að verja rúmum 60 milljón- um króna til embættisins í ár, þar af um 30 milljónum í laun til forset- ans og starfsmanna embættisins. Það er nokkur aukning frá síðasta ári sem reyndar er að mestu til komin vegna nýrrar skrifstofu við Laufásveg og endurbætts húsakosts á Bessastöðum. Ólafur hefur þótt koma vel fyrir og þau hjón bæði. Þau koma fram saman í nær öllum tilvikum og j virka mjög samhent. Þykja þau á margan hátt glæsilegir fulltrúar þjóðarinnar út á við. En hvað finnst mönnum? Við leit- uðum álits nokkurra valinna ein- staklinga úti í þjóðfélaginu. Svör , þeirra fylgja hér í opnunni. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.