Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Page 22
Hún var ein heima þegar hún var
skotin. Engin vitni voru að atburð-
inum en þegar lögreglan kom á vett-
vang lá hún látin á gólfinu í hinu
vel búna einbýlishúsi þeirra Rowes-
hjóna í Exmouth á Suðvestur-
Englandi. Hún hafði verið skotin
sex skotum og kúlurnar voru á við
og dreif um líkamann.
Vísbendingar voru engar. Enginn
hafði séð til morðingjans þótt hinni
látnu hefði tekist að gera lögregl-
unni viðvart með því að ræsa örygg-
iskerfi sem var tengt við lögreglu-
stöðina og verðir laganna hefðu ver-
ið komnir á vettvang nokkrum mín-
útum síðar.
Juliet Rowe var þrjátíu og fjög-
urra ára og gift Gerald Rowe, fertug-
um milljónamæringi sem rak stór-
verslanir. Þegar i stað var reynt að
hafa samband við hann en ekki náð-
ist þó til hans fyrr en síðar um dag-
inn. Hann gaf þá skýringu að hann
hefði verið á veitingahúsi í
Exmouth þar sem hann hefði beðið
ókunnugs manns sem hefði mælt
sér mót við hann í síma en aldrei
sýnt sig. Sagan þótti ótrúverðug og
litu rannsóknarlögreglumennimir
svo á að eiginmaðurinn hefði eitt-
hvað að fela. Það gat komið heim og
saman við reynslu lögreglunnar því
oft hafa eiginmenn verið staðnir að
þvi að ráða konur sínar af dögum.
Saga Geralds Rowe
Kaupmaðurinn var færður til yf-
irheyrslu. Þar fór hann aftur með
það sem hann hafði sagt lögreglu-
mönnunum sem fundu hann.
„Hann hringdi til mín. Ég þekkti
ekki röddina en hann gaf upp nafn
sem hefur þó vafalaust verið falskt.
Honum tókst að lokka mig að heim-
an, enda hefur hann viljað tryggja
að Juliet yrði ein heima þegar hann
kæmi. Hann hlýtur að vera morð-
inginn.“
En hver var hann þá, þessi
ókunni maður, sem hafði verið stað-
ráðinn i að ráða Juliet Rowe af dög-
um? Og hvers vegna? Var um að
ræða innbrotsþjóf? Væri svo, hvers
vegna hafði hann þá ekki reynt að
tryggja að enginn væri heima? Og
hvers vegna hafði alls engu verið
stolið úr húsinu? Menn vörpuðu
einnig fram þeirri spurningu hvern-
ig ókunnugur maður hygðist hagn-
ast á því að myrða alókunnuga
konu?
Engin viðunandi svör fengust við
neinni af þessum spurningum og
því beindist grunurinn í auknum
mæli að Gerald Rowe. Hafði hann
viljað losna við konu sína til að geta
gifst annarri konu? Eða stóð veldi
hans höllum fæti og hann taldi sig
þurfa að komast yfir liftryggingar-
fé? Að þessu beindist rannsóknin
um hríð en ekkert kom fram sem
benti til þess að neinn fótur væri
fyrir þessum tilgátum. Engu að síð-
ur var Gerald enn efstur á blaði lög-
reglunnar yfir þá sem hún taldi geta
hafa framið verknaðinn.
Eltingaleikur um húsið
Juliet Rowe hafði verið skotin
með .22 hlaupvíddar sjálfvirkri
skammbysu. í runnum við húsið
fundust tóm skothylki sem allt benti
til að morðinginn hefði kastað frá
sér þegar hann yfirgaf húsið.
Vettvangsrannsókn sýndi svo
ekki varð um vilist að ódæðismað-
urinn hafði elt Juliet um húsið. Það
staðfestu einnig fjórar kúlur sem
fundust í baki hennar. Hún hafði
dottið og þá hafði morðinginn skot-
ið tveimur kúlum til viðbótar. Önn-
ur þeirra hitti hana' í höfuðiö en hin
i hjartað.
Tæknideild lögreglunnar taldi
víst að morðvopnið væri af gerðinni
Colt Woodsman og var nú mikill
fjöldi byssna af þessari gerð tekinn
til rannsóknar um allt Suðvestur-
England. Var kúlum skotið úr þús-
undum þeirra og þær síðan bomar
saman við kúlurnar sem orðið
Juliet Rowe.
ekkert það sem
taliö var geta tengt
hann morðinu en
þá gerðist atvik
sem varð til þess
að málið komst á
Maðurinn sem það gerði sagði: „Ég
heiti Keith Rose. Ég var yfirheyrður
af lögreglunni yegna morðsins á
konunni þinni. Ástæðan var sú að
ég átti byssu. Er þetta ekki fárán-
legt?“
Gerald fannst undarlegt og nán-
ast siðlaust að ókunngur maður
skyldi snúa sér til sín á þennan hátt
tii að ræða jafnsáran atburð og
morð konu sinnar. Eftir þetta stutta
samtal sat hann hljóður um hríð.
Svo hélt hann heim.
Nú liðu nokkrir mánuðir. Gerald
var fyrir löngu hættur að hugsa um
Keith Rose, en þá barst honum
óvænt til eyrna að maður að nafni
Rose hefði verið kærður fyrir mann-
rán. Þá var sem Gerald rynni kalt
vatns milli skinns
og hörunds. Hon-
um varð hugsað tib
samtalsins á
kránni og með
honum vaknaði sú
spurning hvort
verið gæti að gerð
hefði verið tilraun
til að ræna Juliet
en hún hefði farið
út um þúfur og
endað með morði.
Ovæntur
fundur
Gerald tók upp
símann og hringdi
til lögreglunnar.
Þeim sem fyrir
svörum varð þótti
einkennilegt að
maður skyldi
hringja til að ræða morð fyrir átta
árum og ekki dró úr furðu manna
þar á bæ þegar þeir fóru að rifja upp
málsatvik og minntust þess að Ger-
ald Rowe hafði verið efstur á lista
yfir þá sem grunaðir voru um morð-
ið. Var hann að reyna að koma af
sér sök fyrir fullt og allt af því hon-
um var að verða um of að glíma við
sekt sína?
Þrátt fyrir grunsemdir af þessu
tagi var ákveðið að Gerald Rowe
skyldi fá að skýra frá þeim „nýju
upplýsingum" sem hann taldi sig
hafa. Hann var boðaður á fund
rannsóknarlögreglumanna og þegar
þeir höfðu heyrt hvað hann hafði að
Á fund lög-
reglunnar
Gerald Rowe.
Kvöld eitt gekk
Gerald inn á krá í
Exeter til að fá sér
hressingu. Þegar
hann hafði setið
þar um hrið var
skyndilega slegið
létt á öxl hans.
höfðu Juliet Rowe að bana. En eng-
ar þeirra voru með sömu rákirnar
og því hafði ekki tekist að hafa uppi
á réttu byssunni.
Fingraförin
Rannsókn tæknimannanna á
heimili Rowes-hjóna var mjög ná-
kvæm. Alls fundust þar um þrjú
hundruð og fimmtíu fingrafór og
tókst að finna eftir hverja þau voru,
að níu undanskildum. Þau voru sett
í tölvukerfi Scotland Yard en hún
reyndist ekki hafa að geyma nein
eins. Því þótti víst að morðinginn
hefði ekki komist undir manna
hendur. Morðið var þvi enn sem
fyrr hulið leyndardómi. Og það var
það næstu átta árin. Allan þann
tíma var Gerald Rowe talinn líkleg-
astur til að hafa banað konu sinni,
þótt enginn rannsóknarlögreglu-
mannana gæti sýnt fram á hvemig
hann gæti hafa far-
ið að, ef frá var tal-
in sú tilgáta að
hann hefði ráðið
leigumorðingja.
En þá mátti telja
vist að þar hefði
verið um óreyndan
mann að ræða. At-
vinnumorðingi
hefði vart farið
eins ófagmannlega
að og hann.
Þau átta ár sem
liðu þar til málið
komst á nýtt stig
gerði Gerald Rowe
Keith Rose.
Byssur af því tagi sem leitaö var.
segja vori honum fengnar bækur
með myndum af ýmsum mönnum
sem komist höfðu I kast við lögin.
Þegar hann sá myndina af Keith
Rose benti hann strax á hana og
sagði að hann væri maðurinn sem
hefði komið að máli við sig á kránni
í Exeter.
Sagan af Rose
Nú fékk Gerald að heyra að Keith
Rose hafði verið handtekinn eftir að
hafa rænt auðmanni og krafist jafn-
virði fimmtíu milljóna króna í
lausnargjald. Var ættingjum manns-
ins skipað að koma með féð út í
skóg en þar sat lögreglan þá fyrir
honum. Rose fékk ákæru og var síð-
an dæmdur í fimmtán ára fangelsi.
Og þar var hann þegar lögreglu-
menn fór að yfirheyra hann vegna
morðsins á Juliet Rowe.
Rannsóknin, sem fylgdi í kjölfar
yfirheyrslunnar, olli lögreglunni
nokkrum vandræðum. í ljós kom að
Rose hafði átt Colt Woodsman
skammbyssu þegar Juliet Rowe var
myrt en vegna einhverrar yfirsjón-
ar, sem varð ekki að fullu skýrð átta
árum síðar hafði lögreglan ekki sótt
hana og kúlum því aldrei verið sko-
tið af henni til að fá mætti saman-
Kúlur úr morðvopninu fundust í
þessu tré en Rose haföi skotiö á
þaö í æfingaskyni.
bin-ð við kúlurnar sem urðu Juliet
að bana. Ljóst var því að mistök lög-
reglunnar höfðu valdið því að ódæð-
ismaðurinn náðist ekki. Þetta þótti
afar sérkennilegt, ekki síst vegna
þess að svo virtist sem þessi
skammbyssa væri sú eina af mörg-
um þúsundum sem gleymst hafði.
Játningin
Keith Rose gat lítið sagt þegar
honum var sýnt fram á að óyggjandi
rannsókn hefði leitt í Ijós að hann
hefði átt byssuna sem notuð var til
að myrða Juliet Rowe. Hann taldi
því ráðlegast að játa. Skýrði hann
nú svo frá að hann hefði ákveðið að
ræna Juliet og krefja hinn efnaða
mann hennar um lausnargjald.
Hann hefði því hringt í Gerald
Rowe til að tryggja að hann yrði
ekki heima þegar mannránið færi
fram. Allt hefði hins vegar farið úr
böndunum á heimili þeirra Rowes-
hjóna þegar Juliet hefði ræst örygg-
iskerfið sem tengt var lögreglustöð-
inni. Þá hefði verið ljóst að mann-
ránið myndi mistakast og hún geta
gefið lýsingu á manninum sem
hafði ætlað að ræna henni. Því sagð-
ist Rose hafa ákveðið að drepa hana
en það hefði ekki tekist fyrr en eftir
eltingaleik.
Keith Rose var á ný dreginn fyrir
rétt og þar fékk hann viðbót við
fimmtán ára dóminn. Hann tekur
nú út lífstíðardóm.