Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Side 28
28
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 DV
%elgarviðtalið *
Hjþlgarviðtalið
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997
Um fátt er meira rœtt þessa dagana í sambandi viö
menningarlífiö í landinu en Borgarleikhúsiö og rekstur-
inn á Leikfélagi Reykjavíkur. Mörg stór orð hafa verið
látin falla um að stofnunin sé deyjandi og að rekstur LR,
í þeirri mynd sem hann hefur verið, sé genginn sér til
húðar. Til þess að komast að því hvað sé í rauninni að
gerast í þessu fornfrœga félagi tók DV hús á Þórhildi
Þorleifsdóttur, leikhússtjóra í Borgarleikhúsinu, og fékk
hana til þess að rœða um þá gagnrýni sem leikfélagið
hefur mátt þola upp á síðkastið, fjárhagsvandann, verk-
efnaval vœntanlegs leikárs, leikhússtjórastöðuna og síð-
ast en ekki síst framtíð Leikfélags Reykjavíkur og rekst-
ur Borgarleikhússins. Þórhildur hefur nú gegnt starfi
leikhússtjóra í tœpa sextán mánuði og segist alls ekki sjá
eftir því að hafa sóst eftir starfmu þrátt fyrir orrahríð úr
ýmsum áttum.
rænan árangur eða af öðrum góðum
hvötum.
„Þessa hluti eigum við ekki að
bera saman en við eigum að bera
saman atvinnuleikhúsin í landinu.
Þegar Borgarleikhúsið var í bygg-
ingu gerðu bæði stjómmálamenn og
þeir sem hér réðu ríkjum sér grein
fyrir því að aldrei myndi ganga
minna en að tvöfalda fjárframlagið
til leikhússins. Enn er langt í að það
hafi náðst,“ segir Þórhildur og bend-
ir á að árangurinn af rekstrinum í
húsinu, frá því að flutt var þangað
inn 1989, sé 60 milljóna króna tap,
þrátt fyrir að oft hafl gengið mjög
vel. Hún segist hafa tekið við þessu
tapi en ekki aukið við það.
Hálfnotað hús
„Það krafðist fómarkostnaðar að
auka ekki við tapið. Ég ákvað að
hætta frekar við sýningar á þremur
verkum en að eyða peningum sem
við áttum ekki tÚ. Sigurður Hróars-
son hætti á sínum tíma vegna þess
aö honum fannst honum ekki hafa
Umræöuna um fleiri hópa inn í húsiö segir Þórhildur vera á algerum villigöt-
um. LR hafi þurft aö greiöa meö flestu því sem farið hafi fram í húsinu og þaö
gangi ekki þegar félagiö hafi ekki einu sinni fjármagn til eigin reksturs.
„Staðan er vissulega slæm í dag en
við megum hins vegar ekki vera svo
skammsýn að halda að vandamálið
hafi byrjað í gær og að það verði leyst
á morgun. Vandi Leikfélags Reykja-
víkur byrjaði þegar það flutti hingað
í Borgarleikhúsið. Því hafa aldrei
verið skapaðar aðstæður til þess að
reka hér leikhús með fullum sóma,
eins og byggingin býöur upp á og
eins og til er ætlast," segir Þórhildur
Þorleifsdóttir leikhússtjóri, aðspurð
hver sé í raun staða LR í dag.
Þórhildur segir að skapa verði
leikfélaginu allt önnur skilyrði ef
það eigi að keppa við Þjóðleikhúsið
því það eigi það svo sannarlega að
gera. Leikhúsin tvö eigi að vera sam-
anburðarhæf en þau verði þá að búa
við svipuð skilyrði. Á meðan Þjóð-
leikhúsið hafi úr rúmum 300 milljón-
um að spila frá ríkinu á hveiju ári
fái LR 140 milljónir frá borginni. Það
sjái hver maður að samanburður
undir slíkum formerkjum sé alls
ekki sanngjam. Það megi heldur
ekki gleymast að fortíðin sé ekki öll
I svörtum litum. Á þeim tíma sem
starfsemin hafi verið i Borgarleik-
húsinu hafi komið tvö toppár í að-
sókn, tvö meðalár og tvö slök ár.
Fyrir fram vonlaust
„Þaö dregur auðvitað smám sam-
an kjark úr fólki þegar ár eftir ár er
veriö að reyna að ná endum saman
og staðan er fyrir fram alltaf von-
laus. Jafnvel eftir toppár í aðsókn
stöndum við frammi fyrir því að
skriða rétt yfir núllið. Svo naumt er
okkur skammtað að góðu árin nægja
engan veginn til þess að mæta tapinu
sem er af árunum þar sem verr geng-
ur. Mönnum getur auðvitað sýnst
hitt og þetta um félagið, verkefnaval
og annað slíkt en ég hef enn engan
heyrt svara því hvemig Borgarleik-
húsið eigi að gera sambærilega hluti
og Þjóðleikhúsið fyrir meira en
helmingi minna fé.“
Leikhússtjóranum er heitt í hamsi
og finnst að félaginu vegið á ómak-
legan hátt. Hún spyr t.d. hvemig
fólki detti í hug aö fara að bera Leik-
félag Reykjavíkur saman við t.d.
einn tiltekinn leikhóp sem setji upp
eina sýningu þar sem fólk sé jafnvel
meira og minna tilbúiö til þess aö
gefa vinnu sína, t.d. í von um list-
Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri hefur boðað að grípa þurfi til örþrifaráða ef ekki fæst meira fá inn í Borgarleikhúsið
virðist sjá sér hag í því að berja á fé-
laginu. Vísað hefur verið í umfjöllun
Frjálsrar verslunar og bent á að þar
hafi verið farið frjálslega með stað-
reyndir. Mönnum þyki ljóst að þar
hafi markaðsmenn ákveðins leik-
hóps stýrt umfjöllun að ákveðnu
leyti til þess að vekja á sér athygli.
Þegar Þórhildur var spurð hvort
ákveðnir niðurrifsmenn væru vísvit-
andi að vinna gegn Leikfélagi
Reykjavíkur sagði hún ákveðin: „No
Comment."
Berst móti vindinum
„Ég vil segja það eitt að við ættum
að geta styrkst af samkeppni hvert
við annað og menn verða aö gæta
þess að lemja ekki allt í sundur í
ákafa augnabliksins. Leikfélagið hef-
ur átt mörg blömaskeið og hjá því
starfar mikið af mjög hæfileikaríku
fólki. Meirihluti leikara okkar er
ungt fólk, fullt af eldmóði og áhuga,
og sóst er eftir leikurum LR til að
leika úti um allan bæ, hjá öðrum
leikhópum, í bíómyndum og í út-
varpi og sjónvarpi. Það fær mig
enginn til þess að trúa því að
þeir geti ekki leikið hér í hús-
inu. Að mínu mati vaða þeir
reyk sem tala um LR sem
deyjandi félag. Það hefur
blásið á móti en þá er ekki um
annað að gera en að setja undir
sig hausinn og berjast móti vind-
inum. Hann lægir einhvem tím-
ann.“
Þórhildur segir mikið niðurbrot
hafa átt sér á leikarahópnum hjá
LR. Tvö ár í röð sé gripið til stór-
felldra uppsagna sem komi auðvit-
að róti á en einnig má leita skýr-
inga aftur í tímann.
„Þegar ég sótti um leikhússtjóra-
stöðuna lýsti ég í viðtali við leik-
húsráð LR þeirri skoðun minni að
uppbygging leikhópsins væri for-
gangsverkefni. Hann liði fyrir aö allt
of oft hefði ekki tekist nógu vel til
með leikstjóraval, Stóra sviðið væri
allt of oft notað sem æfingabúðir fyr-
ir byrjendur. Það eru takmörk
fyrir því hvað leikarar geta
verið lengi í kennara- eða
þolendahlutverki. Þeir
þurfa líka næringu og til-
sögn ef þeir eiga að
þroskast," segir Þór-
hildur.
Aldrei í vafa um starfið
Þórhildur segist ekki hafa þurft að
hugsa sig um hvort hún vildi starfið
eftir að Viðar Eggertsson var látinn
hætta. Hún hafl frá upphafi verið
sannfærð um að hún væri hæfari til
þess að gegna því og að hún sjái ekki
eftir að hafa látið slag standa.
„Ég var ekki sá kjáni að halda að
eftir allt rykið sem þyrlað var upp í
þeim stormi sem gekk yfir dytti á al-
gert dúnalogn þegar ég kæmi. Mál
vom hins vegar til lykta leidd að
mestu leyti þegar ég hóf störf og ég
hef ekki þurft að vera að leika neinn
sáttasemjara. Starfið er krefjandi og
það væri hroki að segja að allt hafi
gengið eins og ég ætlaðist til á afmæl-
isárinu. Tíminn til stefnu var hrein-
lega orðinn of naumur
þegar ég tók við. Ég
hef haft betri
til
að undirbúa næsta ár og er bjartsýn
á að það muni ganga vel.“
Skandalsjónarmið
Þórhildur segir að menningarum-
ræða liggi nokkuð í láginni í landinu
og það sé mjög sérkennilegt því áhug-
inn fyrir hvers konar menningu sé
mjög mikill. Opinber umræða um
menningu sé afar lítil og kannski
þess vegna séum við mjög illa í stakk
búin að taka á svona málum eins og
átt hafa sér stað í Borgarleikhúsinu.
„Við lítum gjaman á öldugang í
menningarlífinu út frá skandalasjón-
armiði og leggjum ekki mat á hlutina
í einhverri heildarmynd. Við spyrj-
um ekki hvert við viljum stefna, hvað
hafi áunnist eða tapast. Umfjöllunin
er oft líkt og um væri að ræða ein-
staka atburði eða uppákomur. Eins
er þetta með okkur hér hjá LR.
Menn vilja líta á eitt leikár
í sögu félags sem orðið er
hundrað ára og segja
„Nei, nei, nei. Þetta
gengur ekki.“ Ég segi
að þetta gangi víst
verði náðarhöggið
ekki veitt. Leikfélag
Reykjavíkur hefur
gengið í gegnum
erfiðleika áður, rétt
eins og Þjóðleikhús-
ið og fleiri menning-
arstofnanir, og ég er
ekki í vafa um að það
eigi eftir að rísa bratt
upp aftur. Menn rísa
upp svo fremi að þeir
séu ekki barðir í hel þar
sem þeir liggja særðir,"
segir Þórhildur Þor-
leifsdóttir, leikhús-
stjóri í Borgar-
leikhúsinu.
tekist það sem hann ætlaði sér, að
afla meira fiár, og hann vildi ekki
safna meiri skuldum. Ég kæri mig
heldur ekkert um að safna skuldum
en ég ætla ekki að berja höfðinu við
steininn endalaust. Ég hef boðað það
hér innanhúss að hugsanlega þurfi
að grípa til örþrifaráða, uppsagna og
niðurskurðar á verkefnum ef við
ekki fáum meira fé. Ég held að þegar
svo verður komið hljóti menn að
vakna til lífsins og spyrja sig þeirrar
spurningar hvort Borgarleikhúsið
hafi verið byggt til þess að nýta það
aðeins til hálfs eða varla það. Menn
segja að hér eigi að vera fullt af sýn-
ingum, iðandi lífi og allt í fullum
gangi. Ég spyr í einfeldni minni: Fyr-
ir hvaða peninga á að gera allt
þetta?“
Algerlega óraunsætt
Undirritaður svarar að bragði hvort
ekki megi bara gera þá kröfu til rekst-
urs af þessu tagi að hann standi undir
sér. Leikhússfiórinn er hreint ekki á
því, segir það algerlega óraunsætt.
Alls staðar i þeim menningarheimi
sem við þekkjum og tilheyrum sé
menningarstarfsemi styrkt stórkost-
lega og miklu meira en hér.
„Það er að minu mati tómt mál að
tala um að reka metnaðarfullt leikhús
með ákveðinn hóp fastráðinna leikara
og fagfóik í hveiju rúmi, sem er for-
senda uppbyggingar og þróunar, og
gera um leið kröfu til þess að slíkur
rekstur standi undir sér. Þeir sem
standa i svokölluðum „commercial"
leikhúsrekstri velja verkefni bara út
frá því hvort þeir telji þau koma til
með að bera sig. Vandamálið er að það
klikkar líka. Formúlan er ekki til.“
Þórhildur segist ekki vera að tala
um upphæðir á borð við það sem
rennur til Þjóðleikhússins. Hún hafi
látið sig dreyma um að í nokkrum
þrepum væri hægt að þoka styrkjum
til Borgarleikhússins upp fyrir 200
milljónir. Verði það gert þurfi ekki að
spyija að því að leiðin muni liggja
upp á við á ný.
um aðra helgi í Borgarleikhúsinu og
Þórhildur var fengin til að leikstýra.
Hún segir það ekkert koma málinu
við að hún sé að leikstýra hópnum.
Gengið sé frá málum með þeim hætti
að LR geti ekki tapað, aðeins hagnast.
Slíka samninga hafi menn ekki verið
tilbúnir til þess að gera fyrr en nú.
Engar tillögur borgarinnar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagði i DV á dögunum, að-
spurð um rekstrarvanda LR, að þetta
gengi ekki lengur.
„Ég varð ekki hissa og mér sám-
uðu ummælin ekki en mér finnst að
Ingibjörg Sólrún og hennar fólk
verði að hafa eitthvað annað fram að
færa í umræðunni. Til er samstarfs-
samningur milli borgarinnar og LR
og borgin fór fram á að samningur-
inn yrði endurskoðaður. Að því hef-
ur verið unnið í allan vetur en ekk-
ert miðað, einfaldlega vegna þess að
böndin berast alltaf að aðalmeininu,
fiárskortinum. Þá kippa menn að sér
hendinni og kjósa heldur að snúa sér
að formsatriðum og orðalagi í samn-
ingi en að horfast i augu við naprar
staðreyndir.“
Minnkandi aðsókn að
Borgarleikhúsinu er sögð
tala sínu máli um að
margt sé að innan hinna
steinsteyptu
veggja. Þórhild-
ur segir að menn
hafi farið með
rangt mál í
sambandi
við aðsóknar-
tölur.
„Þegar talað
er um 90 þúsund
manns á metári er átt
við aðsókn að öllum sýn-
ingum og allri starfsemi í
Borgarleikhúsinu. Þessi
háa tala er siðan borin saman
við þau 27 þúsund sem sáu sýn-
ingar Leikfélags Reykjavíkur í vet-
ur. Þessar tölur eru ekki samanburð-
arhæfar. Réttar tölur til samanburð-
ar losa 60 þúsund áhorfendur og það
er sá fiöldi sem kom í Borgarleikhús-
ið síðasta leikár. Ef reikna ætti síðan
áfram og spá í aðsókn að þeim sýn-
ingum sem hætta varð við vegna
fiárskorts liti dæmið allt öðru vísi út.
Ekki svo „listræn"
„Á stundum hefur einna helst
mátt skilja umræðuna þannig að ég
væri svo „listræn“ í verkefnavali að
ég vildi helst ekki sjá nokkum áhorf-
anda í húsinu. í fyrsta lagi geri ég at-
hugasemd við að listrænar sýningar
og kassastykki séu ósættanlegar and-
stæður. Þegar best tekst til helst
þetta í hendur. í öðru lagi vísa ég
þessu á bug með tilvísun i verkefna-
val næsta vetrar. Við byrjum leikár-
ið með dúndursöngleik eftir Benóný
Ægisson með tónlist eftir Jón Ólafs-
son og KK. Ken Oldfield setur þetta
allt í réttu sveifluna og þama fær
fólk tónlist, söng, grín og gaman og
svo kannski eitt og eitt tár í kaup-
bæti. Ég á allt eins von á að þar sé
kassastykki á ferðinni. Ég er því
ekki á móti slíkum verkum."
Af fleiri verkefnum nefhir Þórhild-
ur Galdrakarlinn í Oz, mikla og
stóra sýningu
fyrir börn á
um aldri, og á jólum verður þunga-
vigtarsýningin Feður og synir upp
úr skáldsögu Turgenevs, eins af
þekktustu höfundum Rússa. Þar
koma til liðs við LR tveir Rússar,
leikstjóri og leikmyndahönnuður.
Loks verði sýndur franskur nútima-
farsi sem hefur verið sýndur um alla
Evrópu við gífurlegar vinsældir.
„Ég get til viðbótar nefht að á Litla
sviðinu verður byrjað á Ástarsögu
eftir Kristínu Ómarsdóttur, afskap-
legu nýstárlegu verki um utangarðs-
menn í samfélaginu, og þá verðum
við með leikrit eftir Nicky Silver,
höfund sem er virkilega að slá í gegn
og ég held að geti orðið arftaki Dari-
os Fos og gömlu absúrdmeistaranna.
Hann er djarfur höfundur sem ýtir
verulega við okkur en er um leið
bráðfýndinn. Annað leikrit eftir Jök-
ul Jakobsson, Sumarið ’37, verður á
fiölunum hjá okkur og síðan stendur
eftir sú spurning hvort við höfum
efni á einni sýningu enn á Stóra svið-
inu. Við munum svo að sjálfsögðu
halda áfram því öfluga barnastarfi
sem verið hefur í húsinu,“
segir Þórhildur, ánægð og
kinnroðalaus vegna
þess sem boðið verði
upp á í leikúsinu
næsta vetur. En hefur
Borgarleikhúsið
. beðið álitshnekki
úti í þjóðfélaginu?
Skaðleg
um-
ræða
„Fárviðri
hefur geisað í
kringum leikhúsið og
það væri fáviska að
halda að slíkt gæti geng-
ið yfir leikhús eða ein-
hverja aðra stofnun án
þess að það dragi dilk á eft-
ir sér. Öll þessi neikvæða
umræða um Borgarleikhúsið hefur
haft skaðleg áhrif á almenningsálit-
ið og hér innanhúss en mikið hefur
áunnist í uppbyggingu hér innan
ggja sem ég vona að skili sér út
fyrir húsið.“
DV hefur heimildir fyrir
því að nokkurrar óá-
„Það dregur auövitað smám saman kjark úr fólki þegar ár eftir ár er verið að reyna aö ná endum saman og staöan er
fyrir fram alltaf vonlaus," segir Þórhildur um fjárskortinn.
Bull
Ég er ekki að draga dul á
það að við náðum ekki toppsýningu í
vetur en þær hafast heldur ekki á
hveiju ári, ekkert frekar hér en í
öðrum leikhúsum, ekkert frekar hér
en að bara sumar bækur bókaútgef-
enda verða metsölubækur."
Leikhússtjórinn segir allt umtal
um skoðanaágreining í leikhúsráði
um verkefnaval vera eins og hvert
annað bull. Nú sé aðeins rætt um það
hversu mikið eigi að spenna bogann.
Hún vilji helst fá inn eitt verkefni til
viðbótar við þau sem þegar hafi ver-
ið ákveðin en sumir í ráðinu vilji
fara með meiri gætni.
Þórhildur segir Stóra sviö hússins allt of oft hafa veriö notaö
sem æfingabúöir fyrir óreynda leikstjóra. DV-myndir GVA
Menn missa kjark
„í þessu eru peningar í raun töfra-
orð. Ég hef sagt að þegar félög eins og
LR þurfi sífellt að beijast fyrir til-
verurétti sínum missi menn ósjálfrátt
þann kjark og öryggi sem er svo mik-
ilvægur í leikhúsi. Meiri peningar
myndu þýða fleiri verkefni inn í hús-
ið og stærri sýningar. Hópurinn sem
að því starfar fengi meira sjálfstraust
og þar með ósjálfrátt meiri hvatn-
ingu. Það myndi um leið kalla á meiri
aðsókn."
Umræðuna um fleiri hópa inn í
húsið segir Þórhildur vera á algerum
villigötum. Reynslan hafi sýnt að
Borgarleikhúsið hafi þurft að greiða
með flestu þvi sem farið hafi fram í
húsinu og það gangi ekki þegar LR
hafi ekki einu sinni fiármagn til eigin
reksturs.
„Aðeins tveir leikhópar, Gallerí
Njála og íslenska leikhúsið, hafa sótt
um að koma með verkefni inn í hús-
ið. Báðir hópamir sóttust eftir því að
fá að frumsýna í október og þurftu að
reiða sig á einhveija aðstoð frá LR.
Ég ræö hverjir fá hér inni og því
myndi ég vita ef aðrar umsóknir
hefðu borist," segir Þórhildur og vís-
ar á bug orðum manna hjá Leikfélagi
íslands um að Veðmálinu hafi verið
úthýst.
„Ég veit ekki hvað þeim gengur til
en hef af reynslu lært að taka með
vara ýmsu því sem þeir segja.“
Þórhildur segir að fordæmisgefandi
samningur hafi verið gerður við Höf-
uðpaura, leikhóp sem frumsýna muni
Uppsagnir og
niðurskurður
Þórhildur segist ánægö meö verkefnaval komandi leikárs. Þar veröi byrjaö á verki sem hugsanlega geti oröiö kassastykki.