Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Síða 31
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 39 Streetisvagnaleibin milli tiugvallar og miöborgar Varsjár er oröin vett- vangur skipulagörar glæpastarf- semi. gjaldeyrisverslunum í miðborginni. Algengt er að umboðslaun þeirra nemi 9-10%. Skiptið ekki peningum á götum úti. Þau viðskipti reynast jafnan óhagstæð og eru auk þess ólögleg. Leigubílstjórar í Prag eru sérstaklega varhugaverðir er kemur að slíkum viðskiptum. Nýlega kröfðust rúmlega 2500 leigubílstjórar afsagnar Jan Koukal, borgarstjóra Prag. Ástæðan var sú að þeir sögðu hann hafa sært heið- arlega leigubílstjóra með þeim um- mælum að leigubílstjórar væru upp til hópa þjófar - nokkuð sem marg- ir Tékkar eru sammála honum um. -VÁ/International Herald Tribune V yEjLLDji Varasamar borgir - ferðamenn í Prag, Búdapest og Varsjá skotspænir óprúttinna Þegar Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, kom á dögunum heim úr fríi frá Belgíu kvartaði hann sáran und- an orðspori lands síns sem villta austrið. Hann sagði bylgju vasa- þjófnaða, okurs og annarra grip- deilda gegn ferðamönnum í Prag ýta undir þetta orðspor. En ferðamenn eru víðar í Austur- Evrópu haföir að skotspæni en í rómaðri höfuðborg Tékklandsfor- seta. Glæpir hafa aukist töluvert í fjölsóttum borgum eins og Búdapest og Varsjá. Ekki síst glæpir gegn út- lendingum. Ferðamenn skera sig úr og eru auk þess ríkustu og vamar- lausustu fómarlömbin. Neyðarkall frá ferðamanni, sem til að mynda hefur lent í vasaþjófnaði, er oftar en ekki hunsað af innfæddum. Varist hætturnar Forðast má hættumar með því að hafa nokkur atriði í huga. Ganga má að þvi vísu að okrað verði á manni ef maður húkkar leigubíl á götum úti í einhverri af borgunum þremur. í þeim öllum er hægt að hringja á löglegar leigubíla- stöðvar. Á flugvöllum í Búdapest og Prag er aðeins ráðlegt að taka leigu- bíl í gegnum leigubilaafgreiðslu. í Varsjá er það mun flóknara. Þar er krökkt af óheiðarlegum leigubíl- stjórum en engar leigubílaafgreiðsl- ur. HeppOegast er þar að taka ein- ungis leigubíl sem er áberandi merktur símanúmeri leigubfla- stöðvar. Ef leigubOl reynist upptek- inn er oftast hægt að biðja bOstjóra hans að kaOa á annan bíl. Háir reikningar ímynd Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, beið hnekki í mai. Þá var danskur ferðamaður rukkað- ur um á fimmta hundrað þúsund ís- lenskra króna fyrir fjögurra manna máltíð á veitingahúsi í einu þekktasta hótelhverfí borgarinnar. Á fjölförnum stööum i Prag er mikið um vasaþjófa. Ljósrit af reikningnum var birt í dagblöðum. Samkvæmt því kostuðu fjögur koníaksstaup rúmar 23 þús- und krónur og einn umgangur af drykkjum handa hljómsveit staðar- ins tæpar 230 þúsund krónur. Verð- ið reyndist of hátt og ákváðu stjóm- völd því að loka staðnum um þriggja mánaða skeið. Bandaríska sendiráðið sagði þetta svívirðOeg- asta dæmið af þessum meiði sem komið hefði inn á þess borð. Allmörg veit- inga- og kaffihús í Búdapest eru á svörtum lista sendiráðsins vegna of hárra reikninga, sem gestir hafa verið neyddir til að greiða. Ferðamönnum er því ráðlagt að ganga úr skugga um að ensk út- gáfa matseðOs sé verðmerkt jafnt og sú ungverska. Stjómvöld í Búdapest hafa tekið miklu harðar á okri eftir að þau lok- uðu fyrrnefndum veitingastað. Sömu sögu er að segja um yfirvöld í Varsjá og Prag. Þau hafa tekið kvörtunum ferðalanga af mun meiri alvöm. Smáþjófar era hins vegar naskir á að finna smugur tO að leika á lögregluna. Varasamir staðir Strætisvagnaleið númer 175, sem liggur miOi flugvallar og miðborgar Varsjár, er orðin vettvangur skipu- lagðra glæpagengja. Þau falast eink- um eftir vegabréfúm og peningum. Glæpamennimir fylgjast með komu flugvéla frá Bandaríkjunum og sitja fyrir ferþegum þeirra þegar þeir koma um borð í strætisvagninn. Að- albrautarstöð borgarinnar er al- ræmd fyrir vasaþjófnað. Stóra hótelin í Varsjá ráða gest- um sínum eindregið frá því að sækja rússneska markaðinn sem haldinn er daglega á íþróttaleik- Margrétareyja er í Búdapest, úti í miðri Dóná. Hún er unaðslegur grænn reit- ur sem er tilvaiinn til útivistar, svo sem hjólreiða og trimms. Sá hængur er hins vegar á henni að glæpir eru þar mjög tíöir. vangi. Mann- þröng miUi sölubása er paradís vasa- þjófa. Neðanjarð- arlestir eru uppáhalds íverustaður þjófa í Búda- pest, einkum leiö númer 2. Lögreglan ráð- leggur ferða- mönnum að vera á varð- bergi á fjöl- mennum stöð- um eins og leiðum númer 4 og 6. Einnig í rúllustigum sem liggja að neðanjarðar- lestimum. Mar- grétareyja í miðri Dóná er unaðslegur grænn reitur, tOvalinn tO útivistar svo sem hjólreiða og trimms. En að sögn lög- reglu er hún einnig gróörarstía fyr- ir glæpi. Ferða- menn hafa einnig verið hrefldir af vasaþjófum í Mattheusar- kirkjunni í miðborginni. I Prag er vasa- þjófa einkum að finna á fjöl- förnum stöðum eins og Karls- brú, Mala S t r a n a , Wenceslastorgi og í sporvögn- um. Rétt er að vera á varð- bergi gagnvart Tegund Verð Útsöluverð Loftpúðavélar Flymo E300 rafsláttuvél 950w Flymo E400 rafsláttuvél 1500w 18.598 25.391 13.019 A 17.774 Rafsláttuvélar m/safnara Flymo RE300 rafsláttuvél 900w Flymo E400 rafsláttuvél 1400w 19920 39.900 13.944 A 27.930 ** Loftpúðavélar Flymo L400 38 CM 49,2cc Flymo L47 motorsláttuvél 2T 4hp 39.895 49.613 27.927 A 34.729 +* Rafmagnsorf Flymo raforf- 12v m/hleðslub. Flymo rafort - MiniTrim 250w Flymo raforf - MultiTrim 350w Flymo raforf - MultiTrim 450w 11.285 6.891 7.254 8.651 7.900 4.823 áfa 5.077 6.056 Bensínorf Flymo bensínorf 18.941 13.258 ^ Og nú er vel slegið af sláttuvélum Husqvarna traktorar Rider 1200 - 18hp liöstýröur Rider 850 - 12hp liðstýröur LTH 130 traktor - 13hp 740.929 592.743 369.830 295.864 ® 244.491 195.592 ^ MTD sláttutraktor - 18hp B&S 412.508 330.007 Drifsláttuvélar Husqvarna Royal 43s 3,5hp m/safn. 56.962 45.569 MTD GES53 18hp B&S mótor 77.200 54.040 Annað Ginge mosatætari - 36cm 1300w 43301 30375 Ginge HD38 handsláttuvél 9792 6Í854 Ginge 3,5hp B&S m/hliðarútkasti 19.920 17Í928 Flymo L 47 Létt loftpúðavél. Hentug fyrir brekkur, stórar lóöir og erfiöar aðstæöur. 4 hp tvígengismótor. Útsöluverö kr. 49.613 Útsöluverð kr. 34.729 GINGE HD38 Létt handsláttuvél. Útsöluverð kr. 9. Útsöluverð kr. Flymo E300 Létt og meöfærileg loftpúðavél Hentug fyrir litlar lóðir. 950W rafmótor. Fullt verð kr. 18.598 Útsöluverð kr. 13.019 CAP G.A. PETURSSON ehf Faxafeni 14 • Sími 568 5580 @Husqvarna * r * c mtd\(í Sláttuvélamarkaðurinn 1W f/f CE) Raögreiöslur. Góð varahluta- og viögeröaþjónusta. Hressir sölumenn! Opið kl. 9:00 -18:00. Lau. kl 10:00-16:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.