Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Qupperneq 33
UV LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 imm 4i Skokkarar í Kópavogi heimsóttir: Konurnar yfir- leitt skynsam- ari í hreyfingu Skokkhópurinn á hraöri upphitunargöngu eftir Kársnesbrautinni. Á mynd- inni þekkjum viö frá vinstri: Sólrúnu húsmóöur en fyrir framan hana Margeir Pétursson, lögmann og skákmeistara. Viö hliö hans er Rósa kennari og aö baki henni Sólveig kennari og lengst til hægri er Dagbjört leikskólakennari. DV-mynd Pjetur „Ég legg ávallt á það áherslu að fólk fari sér ekki of hratt, sérstak- lega í byrjun, og gæti þess að hvíla sig á milli. Það má segja hið sama um líkamann og bílinn að hanr> gengur ekki bensínlaus og við hlaup og æfingar leysast sölt og steinefni í líkamanum og kolvetni klárast og tíma tekur að byggja aftur upp hirgðir. Það gerist í hvíldinni sem þess vegna er jafn mikilvæg og æf- ingin, ekki síst þegar árin færast yfir,“ sagði Rósa Ólafsdóttir íþrótta- kennari. Við ræddum við hana á dögunum þar sem hún stjórnar göngu- og skokkhópi sem hleypur frá Sundlaug Kópavogs. Æfingar eru þrisvar í viku, kl. 18.40 á mánudögum og miðvikudög- um og kl. 10 á laugardögum en þá er gjaman farið lengra en hina dag- ana. „Við byrjum æfingarnar á því að ganga rösklega drjúgan spöl en síðan gerum við teygjuæfingar," sagði Rósa. „í byrjun fylgist ég alveg með nýliðum og hvet þá til að gæta hófs og ganga í stað þess að skokka ef þeir þreytast. Annars er það ým- ist að fólk gengur eða skokkar enda gangan ekki síðri æfing og hreyfmg en skokkið. Fólk er á misjöfnum hraða og ég er ýmist með þeim sem hægar fara eða hraðar." Gengur vel að fá fólk til að fara eftir þessum ráðleggingum að fara sér hægt? „Yfirleitt gerir það það en auðvit- að er fólk líka kappsamt og vill ná og sjá framfarir fljótt," svarar Rósa. „Konumar eru þó yfirleitt skynsam- ari en karlarnir, sem sumum hverj- um er alls ekki vel við að margir hlaupi fram úr þeim og þá sérstak- lega ef það eru konur. Líklega má segja að konur séu yfirleitt skyn- samari í allri hreyfingu. Emð þið mörg sem hlaupið héðan frá Kópavogssundlauginni? „Venjulega eru það um 30 manns þó svo færri séu yfir hásumarleyfis- tímann. Síðan eru auðvitað fleiri sem hlaupa héðan þótt þeir séu ekki í okkar hópi. Hópurinn virkar gjaman hvetjandi á fólk, auðveldara er að halda sér reglulega við æfing- ar en ef maður er alltaf einn.“ Rósa Ólafsdóttir kennir nú við Di- granesskóla í Kópavogi en hefur einnig kennt við íþóttakennara- skóla íslands á Laugarvatni og sá um rekstur íþróttamiðstöðvar ÍSÍ þar. Hún hefur leitt skokkhópinn í Kópavogi um tveggja ára skeið og hefur alla ævi stundað íþróttir eins og fimleika, vaxtarrækt, hlaup og hand- og fótbolta. „í dag hleyp ég og syndi reglulega og lyfti alltaf svolít- ið,“ segir Rósa um leið og hún stíg- ur á bak reiðhjólinu sem hún segir bæði þægilegt, vistvænt og gagnlegt farartæki sem hún noti mikið. 2. ágúst. Fjölskylduhlaup UMSB hefst kl. 13 við þjón- ustumiöstöðina í Munaðar- nesi. Vegalengdir em 2 km án tímatöku, 5 km og 10 km með tímatöku. Allir sem ljúka hlaupunum fá verölaunapen- ing. Upplýsingar á skrifstofu UMSB í síma 437 1411. 7. ágúst. Sri Chinmoy hlaup- ið hefst við Ráðhús Reykjavík- ur kl. 20. Vegalengd er 5 km. Verðlaun fyrir fyrstu í mark. Upplýsingar hjá Sri Chinmoy maraþonliöinu í síma 553 9282. 12. ágúst. Víðavangshlaup UMSE. Nánari upplýsingar á skrifstofu UMSE í símum 462 4011 og 462 4477. 24. ágúst. Reykjavíkurmara- þon hefst klukkan 11 í Lækjar- götu. Vegalengdir em 3 km skemmtiskokk án timatöku og flokkaskiptingar, 10 km, hálf- maraþon og maraþon með tímatöku. Þetta er jafnframt meistaramót íslands í mara- þoni. Flokkaskipting, bæði kyn: 14 ára og yngri, 15-17 ára (10 km), 16-39 ára (hálftnara- þon), 18-39 ára (10 km og maraþon) 40-49 ára, 50-59 ára, 50 ára og eldri konur (hálf- < maraþon og maraþon), 50-59 ára, 60 ára og eldri. Allir sem ljúka hlaupunum fá verð- launapening og merktan bol. Verðlaun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Útdráttarverð- ! laun. Forskráningu lýkur 21. ágúst, eftir þann tíma hækkar j skráningargjald á öUum vega- lengdum um 300 króniu" nema Ií skemmtiskokki, þar verður ekki hækkun. Upplýsingar á skrifstofu Reykjavíkur mara- þons í Laugardal í síma 588 3399. 30. ágúst. Reykjalundar- hlaup hefst kl. 11 að Reykja- lundi, nema 14 km hlaupið sem hefst kl. 10.40. Vegalengd- ir: 0,5 km, 2 km, 3 km, 6 km og 14 km. Upplýsingar í síma 566 6200. 30. ágúst. Dalvíkurhlaup. Upplýsingar hjá Vilhjálmi Bjömssyni á Dalvík í síma 466 1121. w íþróttir voru auðvitaö á dagskra á afmælishátíö Sauöárkróks á dögunum. Al- menningshlaup fór fram og á myndinni sjáum viö þrjá þátttakendur gæöa sér á ávaxtadrykk aö loknu hlaupi. Öll starfa þau reyndar í heilbrigöisþjón- ustunni. Frá vinstri: Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, Herdís Clausen hjúkrunarforstjóri og Óskar Jónsson læknir. DV-mynd Þorvaldur Hve oft þarf af æfa? Æfingar fyrir byrjendur Æfingaáætlun okkar gerir ráð fyrir 5-6 æfingum á viku. Hins veg- ar er hægt að ná góðum framfömm með því að æfa þrisvar í viku en 4-6 æfingar gefa í flestum tilvikum betri árangur. Þegar búið er að byggja upp nokkurra vikna gmnn er hægt að viðhalda getunni nokkuð vel með 2-3 æfingum í viku. Margir æfa 3-5 sinnum í viku en vilja samt fylgja áætluninni sem mest. Það á að geta gengið vel en rétt er að hafa þá reglu að aldrei sé minna en ein létt æfing í hverri viku en álagsæf- ingar séu 2 til 3. Aldrei verður held- ur ofmetið gildi hvíldarinnar og þeir sem æfa 5 sinnum í viku eða oftar eiga skilyrðislaust að taka sér aukafrídag aðra eða þriðju hvora viku og þá sérstaklega ef álagið virðist of mikið. Að byrja í miðri æfingaáætlun Þeir sem ekki voru með i byrjun en vilja nú nota sér æfingaáætlun- ina verða að taka mið af þvi að þeir hafa misst af stigvaxandi uppbygg- ingu fyrstu vikumar. Að sjálfsögðu Vika 8 10 km 28 júlí.til 3.ágúst 21 km 42 km Mánudagur 8 km rðlega 10 km rólega 12 km rólega Þriðjudagur Hraðaleikur eða Hraöaleikur eða Hraöaleikur eða áfangaþjálfun áfangaþjálfun áfangaþjálfun Miðvikudagur Hvíld 8 km rólega 12 km rólega Fimmtudagur 10 km vaxandi 14 km vaxandi 18 km vaxandi Föstudagur Hvíld eöa Hvíld eöa Hvíld eða 6 km rólega 8 km rólega 12 km rólega Laugardagur 20 mín.rólega 20 mín.rólega 30 mín.rólega og hraðaæfing og hraðaæfing og hraðaæfing Sunnudagur 10-18 km rólega 14-22 km rólega 22-32 km rólega Hraðalelkur. Hlaupa rólega í 10 mín., síðan til skiptis hraðar 15 mín. og rólegt skokki í 5 mín. endurtekiö 4 sinnum, rólega 10 mín. í lokin(hraöari kaflarnir séu á 10 km keppnishraða eöa hraöar). Vaxandi: byrja rólega en auka hraðann eftir u.þ.b. 10 mín. og, halda góöum hraða. Hraðaæflng: 6 x 300 m meö 300 m rólegu skokki á milli. Hraöinn sé talsvert meiri en langhlaupshraði en alls ekki sprettur fullri ferö. Áfangaþjálfun: Rólegt upphitunarskokk í 15 mín og 10x500 m meö 200 m skokkhvíld (Hraöi: 10 km keppnishraöi eöa hraöar). Gunnar Páll fc er það alltaf einstaklingsbundið hvaða álagi viðkomandi getur hald- ið. Góð regla er að taka einni til tveim æfingum færra í viku fyrstu Umsjón Ólafur Geirsson tvær til fjórar vikurnar. I öllum öðr- um æfingum en léttum og rólegum er rétt að taka, um 75% af því magni sem gefið er upp. 1. dagur: ganga eöa skokka í 40 mínútur. 2. dagur: hvíld. 3. dagur: ganga eöa skokka f 30 mínútur. 4. dagur: hvíld eöa sund. 5. dagur: hvíld. 6. dagur: ganga eöa skokka í 60 mínútur. 7. dagur: hvild. er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþons mMém /Ziizinn hotel edda 0^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.