Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Side 35
JjV LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 hestár « þögult dýrt Margir góðir gestir hafa komið á íslandsmót í hestaíþróttum en þær Claudia Patricia Picon M. og Astrid Barrero voru sennilega lengst að komnu gestimir á íslandsmótinu á Vindheimamelum nýlega. Þær eru frá Kólumbíu. Astrid er gift Höskuldi Hildi- brandssyni, sem hún kynntist í Kól- umbíu og kom með honum til ís- lands 1994, en Claudia er vinkona hennar í heimsókn. „ísland er kalt, þögult, dýrt,“ seg- ir Claudia, „og fólkið er mjög sér- stakt. Fiskurinn er einstaklega góð- ur og uppáhaldsmatur minn, en hér er hræðilega kalt. Ég bý í borginni Bugaramanga sem er í 1800 metra hæð yfir sjávarmáli í hitabeltinu við miðbaug og þar er sísumar, um 29 gráða hiti allan ársins hring. Það hefur verið mjög gaman á íslandi en ég hef átt i erfíðleikum með að venj- ast kuldanum. Ég er að fara til Kól- umbíu aftur bráðlega að læra bók- hald en á eftir að minnast þess sem ég sá á íslandi.“ Astrid fer á hestamót með Hösk- uldi. „Ég hef gaman af að fara á hestamót og hef komið á bak hest- um á íslandi. Einnig fór ég nokkrum sinnum á bak Paso Fino Columbiano hestum, en það er mjög dýrt að eiga hesta í Kólumbíu," seg- ir hún. „Ég er ekki forfallin hesta- manneskja en hef gaman af að skreppa á bak og stússast í hestum," segir Astrid. „Paso Fino Columbiano hestur- inn er heldur stærri en íslenski hesturinn," segir Höskuldur. „Hann er afar fmgerður töltari, léttbyggður, grannvaxinn, fallegur, stíft spjald og jafnvel upphryggjaðir og klipinn í kverk. Hann fengi ekki hátt fyrir bygg- ingu á íslandi því áhersla er lögð á að hafa hann flnbyggðan og fæturn- ir eru afar grannir en sterkir. Hestunum er eingöngu riðið á tölti og þó aðrar gangtegundir séu fyrir hendi er þeim haldiö niðri. Lögð er áhersla á að hrossin séu lággeng á töltinu sem fer upp í milli- ferð og að þau beri fæturna títt. Því styttra sem skrefið er og örara, því betra. Það er mjög dýrt að eiga hest í Kólumbíu. Mafian eyðilagði markaðinn með því að sprengja verðið upp til að þvo peninga og því hafa einungis auð- kýfingar efni á því að eiga hesta. Ég var að vinna fyrir tvo auðkýf- inga í Kólumbíu og kunningjar þeirra áttu hesta sem ég fékk að prófa. sviðsljós Ánægður með sviðsljósið Brad Pitt hefur aldrei leiðst að vera sviðsljósið og nýtur þess nú enn betur eftir að hann upplýsti að hann og Gwyneth Paltrow væru end- anlega skilin. Hann sást á dög- unum uppáklæddur ásamt meðleikara sínum, Sir Ant- hony Hopkins, í Meet Joe Black, rómantískri gaman- mynd, sem sýnd verður á næsta ári. Pitt og Hopkins hafa leikið saman áöur, t.d. í myndinni Ledgends of the Fall. Þar léku þeir feðga sem elduðu grátt silfur. Myndin var án efa sú sem gerði Pitt að þeirri stjörnu sem hann er í dag. Frumsýning Face/Off: Hélt andlitinu Óskarsverðlaunahafinn Emma Thompson gerði sig líklega til þess að fara eftir titli myndarinnar Face/Off þegar hún var frumsýnd á dögunum. Um er að ræða hasar- mynd með John Travolta og Nicolas Cage. Nái Emma að halda andlitinu mun hún halda áfram tökum á póli- tísku dramaverki sem kemur fyrir sjónir kvikmyndahúsagesta á næsta ári. Dagskipunin var Face/Off þegar myndin var frumsýnd. Emma Thompson reyndi hvaö hún gat. Þeim Claudiu Patriciu Picon M. og Astrid Barrero finnst kalt á íslandi en Höskuldur Hildibrandsson og Sævar Freyr Höskuldsson eru ýmsu vanir. DV-mynd EJ. '-M: Það var griðarlega gaman að ríða út. Þama eru aðallega fjöll og mikl- ar sléttur á pöllum í landslaginu og mjög strjálbýlt. Borgir eru eins og verslunarmiðstöðvar sem er dreift um landið en ekkert á milli. í Kólumbíu er annað hestakyn, berbneski hesturinn, hreinn brokk- ari og ber minna á honum. Hann er álíka stór og Paso Fino Columbiano, en heldur massífari og stæltari," segir Höskuldur. r^> ij'yinZftíiX vinnutimi Nýr fyrirtækjasamningur: - fyrir þig - fyrir fjölskylduna - fyrir viðskiptavini Hagkaup og starfsfólk þess er stolt af að kynna fyrsta fyrirtækja- samning sinnar tegundar ó íslandi. Frá og með 1. september 1997 gengur í gildi nýr fyrirtækjasamn- ingur hjá verslun Hagkaups á Eiðistorgi. Þessi samningur er sá | fyrsti í röðinni við starfsfólk okkar í öllum verslunum Hagkaups. Hornsteinn NÝRRAR starfsmanna- stefnu Hagkaups er að skapa starfsfóíkinu betra vinnuumhverfi sem byggir á: Sveigjanlegum vinnutíma, betri launum, aukinni starfsþjálfun, fjölgun tækifæra til þess að vaxa og þróast i starfi og | fjöíbreyttum störfum. Umsóknareyðublöð liggja [frammi í verslun Hagkaups við Eiðistorg. Torfi Matthíasson, verslunarstjóri svarar góófúslega öllum fyrirspurnum um störfin og nýja vinnufyrirkomulagið í síma 561 2000 eóa á staónum. í Hagkaupi Eiðistorgi r- sveigjanlegur vinnutími r- betri laun HENTAR STYTTBt r- aukin starfsþjálfun 06 SVEIGJANLEGRt fjölgun tækifæra til þess MNNUTÍMi Þfp? að vaxa og þróast í starfi r" fjölbreytt störf Hagkaup leitar að starfsfólki til almennra verslunar- og þjónustustarfa sem: Hefur áhuga á að þjóna viðskiptavinum, leggur metnað sinn í að tryggja gæði vöru og þjónustu, hefur gaman af þvi að vinna í góðum hópi fólks, er samviskusamt, reglusamt, drífandi og hefur frumkvæði til að gera ávallt gott betra. Hjá Hagkaupi á Eióistorgi verður tekið tillit tiL mismunandi þarfa einstaklinga þar sem boóið veróur upp á sveigjanlegan vinnutíma. Meðal fjöldi vinnustunda 6-7 klst. á dag og unnið á tvískiptum vöktum. Eina viku mætir starfsfólk kL. 8.00 eóa 9.00 að morgni og hefur Lokió störfum kl. 15.00 en næstu viku á eftir mætir starfsfóLk kL. 14.45 og vinnur til kl. 21.00 eða 21.45. Unnið er aóra hverja heLgi meó góóum vaktahléum á milLi. Starfsviðið er fyrst og fremst þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini. LEITAÐU UPPLYSINGA! FARIÐ VERÐUR MEÐ ALLAR FYRIRSPURNIR OG UMSÓKNIR SEM TRÚNAÐARMÁL! Umsóknum skaL skilað fyrir 6. ágúst nk. Heimilisfangió er: Hagkaup Eiðistorgi Merkt: spennandi vinnutimi 170 Seltjarnarnes

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.