Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Side 51
30'"'%' LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 myndbönd® ( ( < < < < < 20 ár síðan Rocky var gerð Daylight kom í kvikmyndahús á 20. afmælisári Rocky, myndarinnar sem skaut Sylvester Stallone upp á stjömuhimininn, vann óskarsverð- laun sem besta mynd ársins 1976 og aflaði Stallone óskarsverðlaunatil- nefningar fyrir besta handrit. Stallone byrjaði feril sinn í byrjun áttunda áratugarins en fyrri hluti hans voru mögur ár fyrir hann. Hann lék þó í einum sjö myndum á þessum tíma og þar á meðal eru B- myndin Death Race 2000 og smá- hlutverk í Woody Allen-myndinni Bananas. Á þessum tíma lék hann einnig í The Italian Stallion sem hefur síðan orðið fræg að endemum vegna kynlífsatriða þar sem lítið er dregið undan. Stallone hefur ekki einungis haldið sig við leiklistina. Eftir að hafa skrifað handritið að Rocky þreytti hann frumraun sína sem leikstjóri í Paradise Alley. Hann skrifaði, leikstýrði og lék í Rocky II, III og IV en lét öðrum eftir leikstjórnina i Rocky V. Hann var einnig með- handritshöfundur í öllum þrem- Rambo-myndunum og einnig í verkalýðsdramanu F.I.S.T og diskómyndinni Staying Alive þar sem hann var einnig leik- stjóri og framleiðandi. Það eru þó hasarhetjuhlutverkin sem hafa fært Sly hvað mesta frægð, svo ekki sé minnst á tekjur, en fyrir utan Rambo- myndirnar má þar nefna myndir eins og Cobra, & Cash, Lock up, Man, Clifihanger, Specialist, Judge Dredd og Assassins. Um skeið reyndi hann fyrir sér í gaman- myndum og árangurinn varð Oscar og Stop! Or My Mom Will Shoot. í nýjustu mynd sinni, Copland, fetar hann nýjar slóð- ir í hlutverki feitlagins lög- reglumanns. -PJ Á miðjum álagstíma verður hræðilegt slys í jarðgöngunum milli Manhattan og New Jersey. Bílslys orsakar hræðilega sprengingu og fjöldi manns deyr en lítill hópur fólks nær að lifa af. Sprengingin hefur hins vegar lokað af báða enda ganganna, loftið er þungt og mettað af reyk og eitur- gufum, stöðugt hrynur úr göngunum og áin fyrir ofan leitar í allar sprung- ur. Eina von fólksins er Kit Latura (Sylvester Stallone) sem hættir lífi sínu í erfiðri ferð í gegnum loftræstikerfi ganganna til að ná til fólksins. En þegar hann kemst inn í göngin er hann á sama báti og fólkið þar og verður að beita öll- um sínum hæfileikum til að skipuleggja og fram- kvæma björgun og brjótast með fólkið fram í dagsljós- ið. Lágstáttarhetja Rob Cohen er leikstjóri og Sylvester Stallone, eða Sly eins og hann er gjarnan kallaður, leikur aðalhlutverkið í stórslysahasarmyndinni Daylight. Stallone er að nokkru leyti að hverfa aftur til uppruna síns með hlutverki sínu í Daylight en hann leikur lágstéttarhetju. Þegar hann sló í gegn á miðjum áttunda ára- tugnum var það fyrst og fremst fyr- ir slík hlutverk í myndum eins og Rocky og F.I.S.T. en hann fór síðan aðra leið í Rambo-myndunum og of- urhetjuhlutverkum sínum. Amy Brenneman (Casper, Heat, Fear) er í hlutverki Madelyne Thompson sem er stoð og stytta Kit Latura meðal fólksins. í öðrum hlutverkum eru m.a. Stan Shaw (Fried Green Tom- atoes), Viggo Mortensen (Crimson Tide), Claire Bloom (Crimes and Misdemeanors), Karen Young (Hoffa, Heat), Dan Hedaya (Clueless, The First Wives Club), Barry Newman, Vanessa Bell og síðast en breytir þvi ekki að ekkert var til sparað að gera myndina sem trú- verðugasta og til þess þurfti brellur. Þar reyndi mikið á leikmyndahönn- Sylvester Stallone ásamt leikstjóra myndarinnar. ekki síst Sage Stallone, tvítugur sonur Slys Stallones. Daylight er þriðja mynd leikstjór- ans Robs Cohens I samstarfi við framleiðandann Raffaella De Laur- entiis og Universal Pictures og kem- ur í kjölfarið á Dragonheart og Dragon: The Bruce Lee Story. Fyrr á ferli sínum leikstýrði Cohen A Small Circle of Friends og Scanda- lous. í hlutverki framleiðanda hefur hann komið að fjölmörgum mynd- um, þ. á m. Bird on a Wire, The Hard Way, Light of Day og The Legend of Billy Jean. Að mati Stallones hefur Cohen ekki leyft tæknibrellunum að kaf- færa söguþráðinn og sett fremur persónurnar í öndvegi. En það Amy Brenneman, aöalleikkona myndarinnar. uðinn Benja- min Fernand- ez (Dragonhe- art) og tækni- brellumeistarann Kit West sem hlaut óskarsverðlaun fyrir brellur sínar í Raiders of the Lost Ark. Einnig voru galdra- karlarnir i Industri- al Light & Magic fengnir til aðstoðar. UPPAHALDS MYNDBANDIÐ MITT Valgerður Matthíasdóttir dagskrárgerðarmaður „Uff, þetta er rosalega erfið spurning, enda svo margar myndir sem koma til greina. Mynd- ir eru auðvitað misjafnar og höfða til manns á ólíkan hátt. Ég held þó sérstaklega upp á einn leik- stjóra sem heitir Frank Capra. Capra var ítalskur innflytjandi i Bandaríkjun- um og gerði myndir sínar þar. Af öllum myndum hans finnst mér mest til um It\s a Wonderful Life frá 1946 sem skartaði James Stewart heitnum i aðal- hlutverki. Þetta er mjög skemmtileg saga þar sem engill kemur ofan af himnum til þess að benda aðalper- sónunni (James Stewart), sem stendur á barmi örvæntingar og uppgjáfar, á hvernig líf allra í kringum hann hefði orðið fátæk- roarma Jp/ °/ legra og öðruvísi^ef hans hefði ekki notið við. Þetta er yndislega væmin mynd og dýrðlega mannbætandi. Ég sá hana fyrst þegar ég var skiptinemi í Bandarikjunum og hef líklega verið sérstaklega við- kvæm fyrir henni þá, 17 ára og full heimþrár. Hún snerti a.m.k. ein- hverja taug í mér. í mynd- inni kemur Capra inn á hluti sem vekja okkur til umhugsunar um gildi hverrár mann- eskju hér á jörðinni og hún er gædd mikilli bjartsýni en hún gengur eins og rauður þráður gegnum all- ar myndir Capra. Annars eru ótal aðrar myndir sem hafa haft áhrif á mig og ég gæti nefnt sem toppmyndir." Ransom Auðkýflngurinn Tom Mullen og eig- inkona hans lenda í verstu martröð lífs síns þegar ungum syni þeirra er rænt. Mullen fær senda mynd í pósti af syninum bundnum og kefluð- um ásamt kröfúm um marg- ar milljón- ir dollara í lausnargjald. Mullen er nauðugur einn kostur að verða við þessum kröfúm enda Ijóst að mann- ræningjamir eru til alls liklegir. En þegar afhenda á lausnarféð fer eitt- hvað úrskeiðis og skotbardagi brýst út. Þá ákveður hann að breyta leikreglun- um og taka mestu áhættu lífs síns. Hann kemur fram í sjónvarpi og legg- ur lausnarféð til höfúðs mannræningj- unum. Með þessu er hann án efa að leggja líf sonar síns í hættu. En Mullen er vanur að standa fast á sínu og treystir á spil sin þótt þau geti engan veginn talist góð. Þar með hefst æsispennandi ffam- vinda sem rígheldur áhorfendunum við efnið allt til enda. Með aðalhlut- verk fara Mel Gibson, Rene Russo og Gary Sinise. Leikstjóri er Ron Howard. Get on the Bus Get on the Bus er nýjasta mynd leikstjórans Spikes Lee. Myndin hefur feng- ið afar góða dóma | gagn- rýnenda í Bandaríkj- unum þar sem hún var sýnd í kvik- mynda- húsum við miklar vinsældir. Hér á landi er hún frum- sýnd á myndbandi. Hér segir Lee okkur sögu af nokkrum ólíkum mönnum sem verða samferða með rútu á þriggja daga ferðalagi frá Los Angel- es til staðar sem nefnist Million Man March. Þessir menn hittast í fyrsta skipti er þeir stíga um borð í rútuna en kynnast þegar líður á ferðina. Að þremur dögum liðnum skilja þeir sem vinir og bræður, þrátt fyrir að eiga nánast ekkert sameiginlegt í upphafi ferðar. Allt eru þetta menn sem glíma við mis- alvarleg mál i lffi sínu og hafa lengi leitað lausnar á þeim sem e.t.v. er að finna í þvi bræðralagi sem þeir uppgöta á ferðalaginu. Með aðal- hlutverk fara Ossie Davis og Charles S. Dutton. Leikstjóri er Spi- ke Lee. Dallas: J.R. Returns Aðdáendur Dallas-þáttanna geta nú heldur betur tekið gleði sína á ný því hér er komin glæný mynd um Ewing-flöl- skylduna og mann- inn sem allir elska að hata, J.R. Ewing. Það eru liðin fimm ár síðan J.R. missti oliufyrirtæki sitt í hendur óvinar síns, Cliffs Bames. í fimm ár hefur J.R. ekki hugsað um annað en að sameina íjölskylduna og ná fyrir- tækinu aftur. Og nú er komið að framkvæmdinni. Með því að vefja öllum um fingur sér, þ.m.t. bróður sínum, Bobby, fyrrverandi eigin- konunni, Sue Ellen, og syni sínum, John Ross, tekst J.R. að spinna blekkingarvef í kringum Barnes og fyrirtæki hans. Með svikum og prettum færist hann stöðugt nær takmarki sínu en þegar allt virðist ætla að ganga upp gerist nokkuð sem setur alvarlegt strik í reikning- inn... Með aðalhlutverk fara Larry Hag- man, Patriek Duffy og Linda Gray. Leikstjóri er Leonard Katzman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.