Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1997, Síða 56
TvöMdur
i. vinmngur
£ Jtv'óld
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1997
Bjarni Ólafsson AK 70 viö komuna
til Akraness í gær. DV-mynd DVÓ
Árekstur skipanna:
- Skall á okkur
á fullri ferö
- segir Þorkell Pétursson
DV, Akranesi
„Ég var héma frammi á þegar þetta
gerðist," segir Þorkell Pétursson, há-
seti á Bjama Ólafssyni Ak 70, sem í
gær lenti í árekstri við Ammasat á
loðnumiðunum, eins og fram kom í
DV í gær.
„Okkur brá öUum mikið við
ákeyrsluna. Við vorum að kasta nót-
inni og sáum hann koma. Það var um
500 metra skyggni og hann hefði átt að
sjá okkur,“ segir ÞorkeU.
Skipstjóri kaUaði í Ammasat um tal-
stöð en fékk ekkert svar. Hann var bú-
inn að slá af og bakkaði skipinu með
nótina aftan í sér. Því fylgdi töluverð
áhætta því að skipið hefði getað fengið
hana í skrúfuna.
„Hann skaU á okkur á fúllri ferð og
virtist ekkert breyta um stefnu," segir
ÞorkeU.
Bráðabirgðaviðgerð fer fram á skip-
inu og ný nót verður tekin um borð.
Áætlað er að viðgerð taki viku. -DVÓ
Matvöruverslanir,
þjónusta í þína þágu
um land allt.
íavmliii^
Pantið í tíma!
L O K I
Schaferhundur aflífaður að ósk Heilbrigðiseftirlits:
Þetta eru hrotta-
leg vinnubrögð
- segja eigandur - ekki farið að réttarfarslögum?
„Þetta er hræðUegt. Þeir koma
bara og hirða tíkina. Innan við
klukkustund síðar er tUkynnt að það
sé búið að aflífa hana. Þetta er ekkert
annað en aftaka á vamarlausu og
saklausu dýri. Ég spyr bara hvort
það sé ekkert sem heitir dýravemd í
þessu landi okkar,“ segir Amalia
Henrýsdóttir, fyrrverandi eigandi
scháfer-tikarinnar Mónu sem aftífúð
var á Dýraspítalanum í fyrradag að
ósk HeUbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Lögreglumenn og hundaeftirlits-
maður sóttu tæplega þriggja ára tík-
ina á heimUi Haralds Ámasonar sem
var eigandi hennar undanfarin tvö
ár.
Ráku á eftir aflífuninni
„Það komu hér nokkrir lögreglu-
menn og hundaeftirlitsmaður með
einhverja heimUd um að taka Mónu
þvi hún er óskráö. Ég viðurkenni að
ég hef ekki endumýjað skráningu á
henni en ætlaði að gera það. Ég
reyndi aö láta hana hlaupa burtu en
hún er svo gæf og saklaus að hún fór
og þefaði vingjamlega af mönnunum.
Þeir tóku hana síðan og ég hafði ekki
mjög miklar áhyggjur því ég bjóst
auðvitað við að á næstu klukkutím-
um gæti ég gert eitthvað í málinu.
Um klukkustund síðar, þegar ég fór
að athuga málið, var mér tjáð á Dýra-
spitalanum að HeUbrigðiseftirlitið
hefði þegar í stað rekið á eftir því að
láta aflifa hana. Þetta era ótnílega
hrottaleg vinnubrögð. Ég fékk engan
tíma tU að bjarga henni,“ segir Har-
aldur.
Börnin elskuöu tíkina
Haraldur telur að aðfórin að tik-
inni sé vegna þess að hún hafi glefs-
að í mann fyrir nokkm. „Ég hef
aldrei séð neitt áverkavottorð um að
Móna hafi meitt manninn. Ég er þess
fiUlviss að hann hefúr verið að egna
hana. Móna var mjög ljúfúr hundur
og alger bamagæla. Margir hér í
hverfmu vita það og bömin elskuðu
hana. Fjögurra ára fóstursonur minn
var heima og var vitni að því þegar
þeir tóku hana. Eftir að við fengum
fi-éttimar spurði hann mig af hverju
hún hefði þurft að deyja,“ segir Har-
aldur.
Ekki farið aö lögum?
„Samkvæmt þeim upplýsingum
sem ég hef liggur ekkert fyrir af því
sem ég tel að þurfi í þessu máli til að
farið sé að lögum. Þama er ekki,
strangt til tekið, farið að réttarfars-
lögum og réttaröryggi einstaklinga
ekki nægilega tryggt,“ segir Sigríður
Ásgeirsdóttir, lögfræðingur hjá Dýra-
vemdunarfélagi íslands.
Heimilt aö aflífa hundinn
„Samkvæmt hundasamþykkt
Reykja-víkur er heimild að aflífa
hættulega hunda samstundis. Við
mátum þennan hund hættulegan,"
segir Kristbjörg Stephensen, lög-
fræðingur hjá heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur.
„Þessi hundur var búinn að vera í
stöðugri lausagöngu í eitt og hálft ár
og var auk þess leyfislaus. Við höfðum
ítrekað aðvarað eiganda hans vegna
þess. Við fengum síðan kæra fyrir
stuttu um að hundurinn hefði bitið
mann. Það liggur fyrir lögregluskýrsla
og vitni var að atburðinum. Ef eigend-
ur hundsins telja að hér sé um órétt-
læti að ræða er þeim frjálst að leita
réttar síns,“ segir Kristbjörg. -RR
4
4
4
4
4
4
Haraldur Arnason, eigandi schafertíkarinnar Mónu, sést hér bera hræiö af henni út af Dýraspítalanum í gær þar sem
hún var aflífuð. Meö Haraldi er Þór Henrýsson, sonur Amalíu Henrýsdóttur sem átti tíkina áður. DV-mynd Pjetur
_ j;;: §8» f®" * " "" gK
1
Alþýðublaðið
og Vikublað-
ið hætta
- renna saman við
Dag-Tímann
Viðræður standa nú yfir milli út-
gefenda Dags-Tímans annars vegar
og Alþýðuflokksins og Alþýðu-
bandalagsins hins vegar um að Al-
þýðublaðið, sem Alþýðuflokkurinn
gefur út, og Vikublaðið, sem Al-
þýðubandalagið gefur út, renni inn
í Dag- Tímann.
Eyjólfur Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, segir í
samtali við DV að með útgáfu Dags-
Tímans, sem hófst sl. sumar, hafi
verið markvisst stefnt að samvinnu í
útgáfumálum meðal félagshyggju-
fólks og forsvarsmenn flokkanna,
sem gefið hafa út Alþýðublaðið og
Vikublaðið, telji útgáfumálum sínum
best borgið með sameiningu blað-
anna tveggja og Dags-Tímans. -SÁ
Veðurhorfur á morgun og mánudag:
Vætusamt vestanlands
Á morgun verður hæg suðlæg átt. Vætusamt verður vestanlands og með suðurströndinni, þokuloft með norður- og austurströndinni en úrkomulít-
ið inn til landsins. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig, hlýjast í innsveitum norðanlands.
Á mánudag verður suðaustanátt, rigning eða súld, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið. Veðrið í dag er á bls.57
Upplýsingar frá VeÖurstofu íslands
Mánudagur
Sunnudagur