Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997
Fréttir
Framkvæmdirnar í Stjórnarráöshúsinu:
Hófust í leyfisleysi
- ekki til eftirbreytni segir byggingafulltrúi
„Þetta er yflrleitt slæmt og ekki
samkvæmt þeim leikreglum sem
settar hafa verið í þjóöfélaginu af
hinu háa Alþingi og af ráðuneyt-
unum með reglugerðum," segir
Vikartindur að hverfa
DV, Hvolsvelli:
í gær, 29. júlí, var haf-
ist handa við að taka aft-
ari krana skipsins niður
og á því verki að verða
lokið á fimmtudag ef að-
stæður leyfa.
Þá er eftir að hluta í
sundur þá skipshluta
sem liggja í fjörunni og
flytja þá af strandstað.
Blokk aðalvélar verður
sprengd í tætlur því hún
er of þung til að hægt sé
að ná henni upp með
þeim tækjum sem eru á
staðnum.
Hvenær lokið verður
við að flytja skipshluta af
staðnum fékkst ekki upp-
gefið hjá þeim mönnum
sem voru að störfum sl.
laugardag. En sögu þessa
flutningaskips er að
ljúka. JBen
Lokin hjá Vikartindi.
Magnús Sædal Svavarsson bygg-
ingafulltrúi í Reykjavík um þann
framgangsmáta að hefja fram-
kvæmdir við byggingar og húsa-
breytingar án þess að skila fyrst inn
teikningum og
áætlunum til
byggingar-
nefnda og bygg-
ingarfulltrúa og
stilla þeim síð-
an upp frammi
fyrir gerðum
hlut.
Þjófstartaö
Framkvæmd-
ir við Stjórn-
arráðshúsið
hófust í apríl í
vor án þess að
teikningar og
önnur gögn um
framkvæmdirn-
ar hefðu verið
lagðar fyrir
byggingamefnd
og byggingafull-
trúa Reykjavík-
urborgar. Þessi
gögn fengu
byggingaryfir-
völd borgarinn-
ar ekki í hend-
ur til umfjöllun-
ar fyrr en fyrir
skemmstu og
bárust bygging-
arfulltrúa sam-
þykkt og tilbúin
fyrst í þessari
viku, rúmum
þremur mánuð-
tun eftir að
framkvæmdir
hófust. Bygg-
ingafulltrúinn
segir í samtali
við DV að þegar
þessi háttiu- er
hafður á hjá
sjálfu rikisvald-
inu þá megi
segja að þar
höggvi sá sem
hlífa skyldi.
DV-mynd JBen
Búið er að rífa allar innréttingar og lausa milliveggi innan úr Stjórnarráðinu. Tilboð í endurbyggingu innanhúss verða
opnuð á morgun. Áætlað er aö Ijúka framkvæmdum um miðjan október. DV-mynd Hilmar Þór
Að sögn Ólafs Davíðssonar ráðu-
neytisstjóra í forsætisráðuneytinu
er áætlað að framkvæmdum ljúki
um miðjan október í haust og ráðu-
neytið flytji þá aftur inn i nýupp-
gerð heimkynni sín. Ólafúr segir að
ekki hafi verið unnt að fara í útboð
á endurbyggingunni innandyra fyrr
en eftir að eftir að bæði húsaff iðun-
arnefnd og byggingamefnd borgar-
innar hafði samþykkt framkvæmd-
imar. Nauðsynlegt hafi því verið að
rífa fyrst innan úr húsinu og rann-
saka það hátt og lágt áður en raun-
veruleg endurbygging hæfist. Fyrr
en því verki væri lokið hefði ekki
verið tímabært að ganga endanlega
frá framkvæmdaáætlunum. Nú sé
þessum undirbúningi lokið og hægt
að hefjast handa strax eftir verslun-
armannahelgina.
í blóra viö reglur
„Það er því miður of mikið um
það að byrjað sé á framkvæmdum
án þess að leyfi sé fyrir þeim, sér-
staklega þegar um er að ræða breyt-
ingar á þegar byggðum húsum,“
segir Magnús Sædal Svavarsson
byggingafulltrúi í Reykjavík í sam-
tali við DV. Hann segir að sérsiak-
lega þegar um breytingar á innrétt-
ingum og innri húsaskipan er að
ræða, finnist fólki sem um sé að
ræða þeirra einkamál. Svo sé hins
vegar ekki að öllu leyti, því að allar
breytingar verði að samþykkja í
bygginganefnd og teikningar að
liggja fyrir og höfuðástæða þess
varði öryggi fólks, bæði hvað varö-
ar brunavarnir auk annarskonar
slysahættu. Einnig beri bygginga-
fulltrúa lögum samkvæmt að veita
Fasteignamati ríkisins réttar upp-
lýsingar um fasteignir, sem sé
ómögulegt ef byggingayfirvöld
sveitastjórna eru sniðgengin.
-SÁ
Dagfari__________________________
Þegi þú, húsbóndinn talar
Enn eru menn aö tala um vestur-
för forseta Islands. Og ekki að
ósekju. Ólafur Ragnar, Guðrún
Katrín og þau bæði hjónin tóku
Vesturheim með trompi. Fyrst
varaforseta og forseta Bandaríkj-
anna, síðan blaðamenn þar vestra
á fjölmennum og frægum blaða-
mannafundi og næst fóru þau til
Utah og í Spænska fork, þar sem
forseti íslands og Guðrún Katrín
og þau bæði hjónin urðu afar
snortin af þeirri tilfinninga-
reynslu, sem fólst í því að sjá svip-
mót og ættartengsl Vestur-íslend-
inga og afkomenda þeirra birtast
þeim hjónum í fjölmennu hófi sem
þar var haldið.
Þetta snart forsetann, Guðrúnu
Katrínu og þau bæði hjónin, enda
þótt Vestur-íslendingar hafi ekki
kosningarétt hér upp á íslandi.
Það segir hins vegar mikið um
það hvers forsetinn er megnugur
og þau bæði hjónin og hvílíkrar
virðingar við njótum í Vestur-
heimi. Þökk sé Ólafi Ragnari.
Vandamálið við þessa frægðar-
fór felst aftur á móti í því að það er
ekki sama hvaö forsetinn segir.
Eða hvemig hann segir það. Hann
mætti vanda sig betur að mati ut-
anríkisráðherra.
Ekki það aö Guðrún Katrín hafi
talað af sér, enda hafði Ólafur
Ragnar orðyrir þeim hjónum báð-
um þegar því var að skipta og þá
sérstaklega á blaðamannafundin-
um i Washington, þótt hann talaði
að sjálfsögðu fyrir hönd þeirra
beggja hjónanna og léti vel af heim-
sókn sinni.
En Ólafi forseta Grímssyni varð
á í orðavali sínu. Ekki það að utan-
ríkisráðherra ætli að gera veður út
af því, en forsetinn verður auðvit-
að að muna að hann talar ekki fyr-
ir sig og konu sína og þau bæði
hjónin og hann er heldur ekki að
tala fyrir hönd þjóðarinnar, heldur
er hann talsmaður utanríkisráð-
herra, sem stjórnar því hvað menn
segja á vegum hins opinberra þeg-
ar þeir eru í útlöndum.
Nú er það löngu vitað að Ólafur
talar aldrei einn og sér eftir að
hann er orðinn forseti. Hann talar
fyrir munn þeirra hjóna beggja,
Guðrúnar Katrínar og sín. En í
þetta skipti, þegar hann er staddur
í Washington, er hann ekki að tjá
sig prívat og persónulega. Hann er
málpípa, nokkurs konar búktalari
fyrir ríkisstjómina og Davíð og
Halldór og verður að gjöra svo vel
að sitja og standa eins og ráðherr-
amir segja honum, enda er Ólafur
Ragnar nú kominn í það hlutverk
að túlka stefnu Atlantshafsbanda-
lagsins og íhaldsins á íslandi þegar
hann ferðast um og þau bæði hjón-
in.
Ólafur Ragnar er auðvitað vanur
því úr pólitikinni hér heima að
tala bara fyrir sjálfan sig og nú upp
á síðkastið fyrir sig, Guðrúnu
Katrínu og þau hjónin bæði, en
hann vildi verða forseti og hann er
orðinn forseti og þá gehir hann
ekki sagt neitt, akkúrat ekki neitt,
nema fá grænt ljós frá Halldóri og
Davíð um það sem hann á að segja
og hvemig hann á að segja það.
Það var þetta sem klikkaði í
Washington og setur skugga á ann-
ars ágæta forsetaferð vestur, því
Halldór utanríkisráðherra hefur
lesið vandlega yfir það sem Ólafur
Ragnar, Guðrún Katrín og þau
hjónin sögðu öll, þegar Ólafur svar-
aði spurningum á blaðamanna-
fundinum og það er eitt og annað
athugavert við þau ummæli sem
hefði mátt vanda betur.
En Halldór hefur lofað að laga
þetta til og lagfæra spóluna uppi í
forsetanum, svo þessi mistök for-
setans, Guðrúnar Katrínar og
þeirra hjóna beggja endurtaki sig
ekki. Dagfari