Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. JULI1997 Viðskipti Brunnar kaupir Kælingu Brunnar hf., Skútahrauni 2, Hafn- ai-firði, hafa keypt öll hlutabréfm i Kælingu hf. af Jóni Torfasyni, sem stofhaði og rak fyrirtækið í yfir 30 ár. Kæling er með þekkt umboð á sviði kælitækni sem hafa veriö á ís- lenskum markaði í áratugi. Kæling hf. verður rekið áfram á sama stað með svipuðu sniði. Sigurður J. Bergsson tækniffæðingur hefúr ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, en hann hefur verið starfs- maður Kælingar hf. til margra ára. Markaðir Evrópu: Meira af því sama Þróun helstu gjaldmiðla heldur enn áffam eftir sömu linum og ver- ið hefur síðustu vikur og mánuöi. Bandaríkjadollar styrkist enn og þýska markið heldur áffam að síga. Ekki lítur út fyrir að breyting verði á þessu á næstunni. Þýski seðla- bankinn hefur haldið sig á mott- unni og ekki gefið neinar vísbend- ingar um að reynt verði að grípa í taumana. í Bandaríkjunum er efha- hagsástandið eins og best verður á kosið og í væntanlegum skýrslum af efnahagslífmu er von á skilaboð- um um áffamhaldandi gósentíð; hagvöxt og litla verðbólgu. Skýringanna á veiku marki er einkum að leita í EMU-málum. Trú fjárfesta á Evrópumyntunum er takmörkuð því allt stefnir í að evr- óið tefjist eða verði veikur gjaldmið- ill. Afleiðing þessa er sú að hluta- bréfamarkaðir hafa hækkað stöðugt enda styrkir traustur dollarinn stöðu úfflutningsfyrirtækja í Evr- ópulöndunum. Kvíöi á mörkuöum Nokkur kvíði er orðinn áberandi á hlutabréfamörkuðum, austan hafs sem vestan. Allir helstu hlutabréfa- markaðir heims eru á eða rétt und- ir sögulegu hámarki. Hækkun markaðanna hefur verið stöðug mánuðum saman, hvert metið á fætur öðru hefúr fallið og nú segja sérffæðingar öllum sem vilja heyra að markaðimir muni senn taka góða leiðréttingardýfu. Þeir fáu sem eru að hlusta fara ekki eftir vamað- arorðunum. Vinsælt er að bera ástandið á Wall Street saman við ástandið rétt fyrir hrunin ’29 og ’87 og þá með þeim formerkjum að að- dragandinn sé sá sami. Almennt er talið að eingöngu sé tímaspursmál hvenær seðlabankar Bretlands og Bandaríkjanna muni hækka vexti. Landsffamleiðsla í Bretlandi jókst um tæpt 1% á síð- asta ársfjórðungi og ýtir það enn undir vaxtapressuna. Vaxtahækk- un gæti orðið þúfan sem veltir hlassinu. Þannig er hækkun mark- aðarins í Þýskalandi rakin til mik- ils fjármagns sem leitar fjárfesting- ar og ef vextir verða kýldir upp munu peningamir beinast inn á aðrar brautir. KB kaupir keppinaut Kaupfélag Borgfirðinga hefur keypt Verslun Jóns og Stefáns. Sú verslun hefur fram til þessa verið eini samkeppnisaðili kaupfélagsins á staðnum. Kaupin hafa vakið litla lukku í bæjarfélaginu enda sjá bæj- arbúar fram á minni samkeppni fyrir vikið. Ekki náðist í kaupfé- lagsstjóra vegna málsins. Verðbréfaþingið: Krafan lækkar enn Ávöxtunarkrafan er á sífelldri nið- urleið. Hún stóð í 5,31 á mánudag, nið- ur um 2 punkta ffá vikunni áður. Á hlutabréfamarkaði var mikil sala í bréfum Flugleiða og Eimskips en verð- breytingar litlar. Opin kerfi hafa hald- ið áfram að hækka og em nú í 40 slétt- um eftir að hafa byijað síðustu viku í 36,5. x>v ^ Tölvurnar og árið 2000: Islensk fyrirtæki á góðu róli - nýjungagirnin kemur sér vel að lokum Reiknistofa í dag era 884 dagar þar til árið 2000 rennur upp og því farið að styttast í að tölvur víða um heim gefi upp öndina í raffænum skilningi. Þegar hugbúnað- argúrúar sjöunda áratugarins vora að búa til fyrstu tölvumar var örlítið meiri skortur á minni en nú er. Þannig skipti það raunverulega máli þá hvort notaðir væri 2 eða 4 stafir til að tákna ártöl í forritun. Einhver snillingur- inn fekk þá hugmynd að sleppa öldinni þegar ártal væri táknað og spara þannig tugi, jaihvel hund- ruð bæta. Reiloiað var með því að snillingar framtíðar- innar myndu finna ein- hverja einfalda og ódýra lausn á þessu spamað- arundri löngu fyrir há- tækniárið 2000. Svo er ekki. Nú er von á því að tölvur um allan heim munu ekki vita hvaðan á sig stendur veðrið þegar aldamótin renna upp. Fjöldinn allur af þörfustu þjónum mannsins mun ann- að hvort halda að árið 1900 sé runnið upp einn ganginn enn eða einfaldlega slökkva á sér af eintómu ergelsi yfir heimskum hönnuðum sínum. Ef ekki er bragðist við gætu bankainnistæður þurrkast út, launareikningar orðið neikvæðir og allt bókstaflega gengið af göflunum. Jafnvel er talið að strax um áramótin ’98-’99 taki tölvumar að klikka. Hvaö er landinn aö gera? Skýrsla Ríkisendurskoðunar á dög- unum vakti upp umræðu um málið. Fram að því hafði lítið farið fyrir þessu vandamáli í fjölmiðlum. fs- lenskt samfélag er ekki síður tölvu- vætt en bandarískt og því kominn tími til að íslendingar ræði a.m.k. þetta mál. Erlendis sérhæfa stór tölvufyrir- tæki sig í því að lagfæra hugbúnað og losa hann við það sem kaninn kallar „The Millenial Bug“. Aðstæður hér era þó nokkuð aðrar. Hjá Tölvumyndum fengust þær upplýsingar að fyrirtækið byði fyrst og fremst upp á ný kerfi. „Það er einfaldast og oft ódýrast að hanna nýtt kerfi í stað þess að lappa upp á eitthvað gamalt," sagði Sveinn Baldursson, tölvun- arfræðingur hjá Tölvumynd- um. Sama var uppi á ten- ingnum hjá Einari J. Skúla- syni og Streng nema hvað fyrirtækin lagfæra hugbúnað sem þau hafa sjálf selt. „íslendingar fylgjast vel með tækniimi og tölvukerfi hér á landi era flest tiltölulega ný af nálinni. Það hefur verið fylgst mjög vel með þessari þróun og ég býst við því að flestir verði hreinlega búnir að skipta út gömlum tölvukerfum fyrir ný kerfi þar sem þetta vandamál er ekki til staðar," sagði Sveinn hjá Tölvumyndum. Vextir hvað? Erlendis er þetta vandamál hvað stærst hjá bönkum og öðrum fjármála- stofhunum enda era þau fá tölvukerf- in þar sem dagsetning og ártal koma jafn oft fyrir. Þar komu líka fyrst fram vandamál. Útreikningar fyrirfram reiknaðra vaxta hafa skilað vægast sagt undarlegum niðurstöðum í bönk- um þegar tölvumar vildu meina að árið 1900 væri runnið upp og tóku að bakreikna vextina. íslensk fiármálafyrirtæki eru flest tiltölulega ný af nálinni. Fjármála- markaðurinn íslenski er í raun ekki nema 10 ára gamall. Þannig var Verð- bréfaþingið ekki stofnað fyrr en 1985 og viðskipti hófust ekki að ráði fyrr en 1989. Tölvu- kerfið er því að sama skapi ný- legt og laust við ártalsraglið og vandamálið hreinlega ekki til staðar. Þessi ágæta staða íslenskra fyrirtækja er að stórum hluta að þakka því að kostnaður er mun lægri en gengur og ger- ist víða annars staðar. Þannig er kostnaður- inn við að skipta út tölvukerfi íslensku bank- anna engan veginn sambærilegur við það sem gengur og gerist t.a.m. í Bandaríkjunum. Þar þarf að vera samræming milli hundruða útibúa og þessar breytingar era því mörgum stærðargráðum dýrari en hér á landi. í Bandaríkjunum er þetta fyrir vikið stórfenglegt vandamál þar sem kostn- aðurinn hefur valdið þvi að menn halda frekar i eldri kerfi. Þar er al- gengt að tölvukerfi sem forrituð vora á sjöunda og áttunda áratugnum séu enn í fullri-notkun. 884 dagar og fækkar ört... Skýrr er með lífeyrissjóðina og megnið af kerfum ríkisins á sinni könnu; þjóðskrá, fiárhagsbókhald, launakerfi og ýmislegt fleira. Fyrirtæk- ið telur sig þó ráða við vandamálið og muni ná að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir tilskilinn tíma. Skýrr er eitt þeirra fyrirtækja sem býður upp á þá þjónustu að lagfæra hugbún- að fýrirtækja og hreinsa upp ár- tölin. Ætli fyrir- tæki sér að velja þessa leið er ekki seinna vænna en að koma sér af stað. Vinnan er tímafrek og sem fyrr segir er æskilegast að hafa lokið vinn- unni um ára- mótin ’98—’99. Hagkvæmni smæöarinnar Við njótum þess lika í allri umræðu um tímamörk fyrir aldamótin að ofsa- hræðslan erlendis skapast vegna þess að þar er um að ræða gríðarlega stóra hugbúnaðarpakka. Magnið skiptir öflu máli í þessu sambandi. Hér er allt svo margfalt smærra í sniðum og öll fram- kvæmd ódýrari og einfaldari. Það þekkist líklega hvergi nema á íslandi að til sé eitthvað eitt tölvuskjal sem heitir „Þjóðskrá”. Stundum kemur það sér vel að vera svona lítil. -vix Heimsendir er í nánd! Sumir eru orðnir stressaöir yfir aldamótalát- unum. Lw» j j * 83:59:51 83:59:52 83:59:53 23:59:54 83:59:55 23:59:56 23:59:57 23:59:58 23:59:59 Wi • iL« k J J J 31:12:1999 31:12:1999 31:12:1999 31:12:1999 31:12:1999 31:12:1999 31:12:1999 31:12:1999 31:12:1999 Innn ehf., nýtt hönnunarfyrirtæki: Sérhæfðir í heimasíðugerð Þrír ungir menn, nýútskrifaðir úr Verzlunarskólanum, hafa stofnað hönnunarfyrirtækið Innn ehf. í ris- inu fyrir ofan Kaffi Reykjavík. Eig- endur eru Jóhann Guðlaugsson, Finnur Tjörvi Bragason og Kristján Jónsson. Allir störfuðu þeir mikið í félagslífinu í skólanum, Jóhann sem forseti nemendafélagsins og Finnur sem formaður listafélagsins. Tveir hönnuðir eru í fuflu starfi hjá Innn, þeir Einar Þorsteinsson og Birgir K. Sig- urðsson, einnig þekktur sem tónlistar- maðurinn bix. Eigiö tónlistarstúdíó Innn sérhæfir sig í heimasíðugerð fyrir Inter- netið og er um þessar mundir að vinna að ------------------------ stærsta heimasíðuvef á íslandi, Islandia- vefnum, fyrir ís- lenska útvarpsfélag- m ið. „Við erum að gera síður fyrir alla miðla íslenska útvarpsfé- I lagsins. Þetta er S'l langstærsta verkefni okkar eins og er. Viö 4S erum svo í einhverju snatti inni á milli. Eitthvaö verðum við líka í blaðaútgáfu,” sagði Finnur sem titl- aður er framkvæmdastjóri. Fyrirtækið býður jafnframt upp á gerð út- varpsauglýsinga. Bix er þar potturinn og pannan í tæknimálunum og hafa piltarnir komið sér upp úrvalsaðstöðu fyrir þá vinnu. Auk þessa tekur Innn að sér verkefni i auglýsingagerð fyrir prent- aða miðla og hvers kyns grafíska hönnun. Krist- ján er sem stendur staddur í London og hefur þar umsjón með nýrri heimasíðu Sony. Lítur vel út Strákarnir eru allir tvítugir eða yngri og þætti mörgum þeir nokkuð kaldir að fara út í svona verkefni. „Við höfðum unnið mikið saman áður en við fórum út í þetta,” segir Jóhann. „Við þekktum vel hver til annars og voram vissir um að geta látið þetta dæmi ganga upp. Þannig lítur það líka út núna. Mér finnst þetta ekki sérstak- lega mikil ævintýramennska og bendi bara á það að strákarnir í Oz voru álíka gamlir og við þegar þeir fóru af stað,“ segir Jóhann og glottir við tönn. -vix Þvt. hlutabréfa 3500 3250 3000 2750 29!f21 Eimskip Dollar IVIark Olíufélagið Skeljungur Haraldur Böðvars Flugleiðir Ávöxtun húsbréfa 42 41.5 40.5 39.5 Stig A -vix

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.