Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997
Útlönd
Stuttar fréttir i>v
Þýskaland:
Líklegt þykir að
flóðin séu í rénun
Embættismaöur, sem stjórnar
björgunaraögerðum í Brandenburg
í Þýskalandi, segist vongóður um að
flóðin, sem riðið hafa þar yfir, séu í
rénun.
Þúsundir hermanna, björgunar-
manna og bæjarbúa hafa lagt nótt
við dag undanfarið við að styrkja
varnargarða með sandpokum til að
hefta framgang flóðsins í ánni Oder
á landamærum Þýskalands og Pól-
lands.
Flóðbylgja, sem búist hafði verið
við í gær, kom ekki og vonast menn
nú til þess að vatnshæðin lækki til
muna í dag og á morgun. Enn verð-
ur þó haldið áfram að styrkja varn-
argarða árinnar með sandpokum til
að verja þorp í austurhluta landsins.
Engin dauðsföll hafa verið til-
kynnt vegna flóöanna í Þýskalandi
en yfir 100 manns fórust í miklum
flóðum sem riðu yfir Pólland og
Tékkland fyrir stuttu. Mikil úrkoma
hefur valdið flóðum í Rúmeníu og
vestast í Úkraínu undanfarna sólar-
hringa og hafa hundruð manna
þurft að yfirgefa heimili sin.
Áin Oder flæddi síðast yfir bakka
sína fyrir 50 árum og eyðilagði fjöl-
mörg heimili auk þess sem nokkrir
létust. Minnugir þess hefur fólk lagt
sitt af mörkum síðustu daga.
Skemmdir vegna flóðanna eru mikl-
ar og tjón á heimilum og fyrirtækj-
um mikið. Reuter
• Starfsmannapartý
• Brúðkaupsveislur
• Fermingarveislur
• Útskriftarveislur
• Afmaelisveislur j
• Erfidrykkjur
• Ráðstefnur J
XfOKDIMALUK
Glæsilegir salir fyrir öll tilefni
• Fundahöld
• Kynningar
• Árshátíðir
• Þorrablót
Leitið nánari
upplýsinga
hjá söludeild!
sImi 568 7111
fax 5689934
HÓmjjOAND
- Iieflu' (uuKiiiitu
Ibúi bæjarins Ziltendorf kemur á báti aö heimili sínu til aö freista þess aö
bjarga einhverju af eigum sínum. Miklar skemmdir hafa oröiö vegna flóö-
anna í Þýskalandi undanfariö. Símamynd Reuter
Pol Pot búinn að vera
Útvarpsstöð Rauðu kmeranna í
Kambódíu sagði í morgun að ill-
ræmdur leiðtogi þeirra, Pol Pot,
væri búinn að vera og að Hun
Sen forsætisráðherra væri helsta
Ijónið í vegi friðar.
Palestínumaður drepinn
ísraelskur hermaður skaut pal-
estínskan ungling til bana á Vest-
urbakkanum. Ungmennið hafði
áður stungið annan dáta með
hnífi.
Jagland vinsælastur
Torbjöm Jagland, forsætisráð-
herra Noregs, er vinsælasti stjóm-
málamaðurinn þar í landi. Kosið
verður til þings í september.
Flóð í Svíþjóð
Flóð skemmdu vegi og skoluðu
burt tveimur brúm i noröurhluta
Svíþjóðar i gær. Mikið úrfelli hef-
ur verið á svæðinu.
Áfram barist
Samtök bókstafstrúarmanna í
Alsír segjast ætla að berjast
áfram gegn stjórnvöldum. Sjötíu
manns hafa verið myrtir í land-
inu síðustu daga.
Áfram með smjörið
Lögræðingar Paulu Jones, sem
hefur sakað
Clinton Banda-
ríkjaforseta
um kynferðis-
lega áreitni,
hvöttu dómara
til að taka mál-
iö fyrir þrátt
fyrir beiðni
forsetans um hið gagnstæða.
Smokkar á strönd
Ungar konur ætla að dreifa
smokkum til unglinga á breskum
baðströndum í sumar. Reuter
Filtn From
The Brothers 1
Höfum opnað nyja 09
glæsilega mynd-
bandaleigu á i
Suðurlandsbraut I
Komdu og tryggðu þér
eintak af magnaðasta
trylli Svía
The Hunters
eða rómantísku
gamanmyndinni
She's The One.