Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Síða 10
io mennmg
MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 1997 JLlV
Straumar mætast
ast viö sýninguna var innkoma Grænlending-
anna tveggja sem miðluðu dulmögnuðu and-
rúmslofti til áhorfenda meö dansi sínum, tali
og tónum í tvískiptu hlutverki þjónustuand-
ans.
Aðstaðan í Norræna húsinu býður ekki upp
Samvinnuverkefni Dana, Grænlendinga og ís-
lendinga í Norræna húsinu:
Stormen i Nord - Ofviðrið á norðurslóð.
Sýning unnin upp úr Ofviðri Shakespeares.
Hugmynd og verkefnisstjórn: Svend-Erik Engh.
Leikstjóri: Kári Halldór.
Búningar: Hannah Stahr-Christensen.
Blandaður hópur leik-
ara og áhugamanna frá
fjórum Norðurlöndum
sýnir um þessar mundir
leikverk byggt á Ofviðri
Shakespeares i Norræna
húsinu. Þar takast á
„dönsk siðmenning,
grænlenskur andaheimur
og íslensk galdratrú" eftir
því sem segir í kynningu.
Vissulega er algengt að
leikhópar taki sér bessa-
leyfi og leiki sér svolítið
með Ofviðrið en hér er
óvenjulega frjédslega farið
með efniviðinn og lítið
eftir af Shakespeare í
anda og uppsetningu
verksins. Svo lítið að það
er spuming hvort ekki
hefði verið nær að frum-
semja verkið alveg frá
grunni og sleppa þvi að
vera að blanda þessum
klassíska texta í málið yf-
irleitt.
Svo mikið er víst að
ekki þarf lengi að leita íTilraun leikhópsins með tungumálin á eftir að geymast lengst í minni og
óþrjðtandi bókmennataarfi sérstöðu.
íslendinga til að finna spenn-
andi söguefni og minni sem ekki hefðu síður
hentað til þess að spinna út frá í sýningu sem
þessari.
Hópurinn með leikstjórann Kára Halldór í
fararbroddi framdi seið sinn í Norræna hús-
inu í gærkvöld. Það sem var einna nýstárleg-
Leiklist
Auður Eydal
á miklar tilfæringar, enda er sýningin við það
miðuð að hægt sé að færa hana upp sem víð-
ast. Aðaláherslan er á leik og tjáningu en
sviðsbúnaður er svo til enginn.
Leikararnir eru ekki allir jafn sviðsvanir
þannig að atriðin vildu vera misvæg og fram-
vindan svolítið skrykkj-
ótt.
Það veldur líka
ákveðnu uppbroti að hér
„syngur hver með sinu
nefi“ þannig að tungumál-
in blandast saman. Setn-
ingu á einu tungumáli er
svarað á öðru. íslenska og
danska, norska og jafnvel
persneska heyrast í sýn-
ingunni að ógleymdri
grænlenskunni sem
hljómar eins og framandi
músík í meðförum leik-
endanna.
En það er einmitt þessi
tilraun með tungumálin
sem á eftir að geymast
lengst í minni og skapar
sýningunni sérstöðu.
Þetta reyndist spennandi
og sérkennilegt því að
ekki einasta þurrkast
landamæri tungumálanna
út heldur skiptist þarna á
texti sem áhorfandinn
skilur og svo kaflar þar
skapar sýningunni sem orðin skiljast ekki og þá
þarf að lesa likamstjáningu
og treysta á annars konar
skilning á því sem verið er að segja. Sýningin
er um margt nýstárleg og þó að ekki takist
fullkomlega að halda samfellu í framvindunni
er þetta athyglisverð tilraun til að leiða saman
fólk frá mörgum þjóðum og tvinna saman
ólíka þætti úr menningararfleifð þeirra.
Þórir og grislingarnir
Þórir Baldursson hammond-
meistari smalaði saman
nokkrum „grislingum“ til tón-
leikahalds á efri hæð Sólons ís-
landusar á mánudagskvöldið.
Grislingar þessir eru reyndar
allt útskrifaðir og reyndir tón-
listarmenn þótt allir séu þeir
vel innan við þrítugt, en þeir
reyndust vera Veigar Margeirs-
son trompetleikari, Jóel Pálsson
tenórsaxisti, Róbert Þórhallsson
bassaleikari og Einar Valur
Scheving trommuleikari. Efhis-
skráin var einstaklega vel sam-
ansett af frumsömdum lögum
allra meðlima og þekktum stöðl-
um djassbókmenntanna frá
ýmsum tímum. Hammondleik-
ur Þóris gaf lögunum oft eins
konar soul-funk yfirbragð sem
hefur löngum verið heimavöll-
ur Róberts en hann lék jöfhum
höndum á rafbassa og kontra-
bassa. Jafhvel hefðbundnir bí-
boppópusar fóru ekki varhluta
af þessu og úr varð skemmtileg
blanda. Frumsömdu lögin voru
hvert öðru betra, „E.S.Opus 1“
var hið frumlega nafn sem Ein-
ar Scheving valdi sínu lagi þótt þetta sé reynd-
ar ekki hans fyrsta, einhvers konar mollblús.
Lög Jóels (í hita leiksins) og Veigars (Dear Old
Deadline) voru hratt bibopp, frábær lög, og lag
Veigars hlaut reyndar fyrstu verðlaun í sam-
keppni á vegum hins virta
tímarits DownBeat. Róbert
átti snoturt, rólegt lag byggt á
spönskum tónstiga en höfuð-
paurinn Þórir lagði til
„Glens“ í fönkstíl. Með flutu
t.d. „Sister Sadie", „So What“,
„Mercy, Mercy“ og „Body and
Soul“, svo að eitthvað sé
nefnt.
Veigar Margeirsson er
langfremstur þeirra
trompetista íslenskra sem
spila djass og eru þeir reynd-
ar ekki margir sem það gera.
Hann er í námi í tónsmíðum
og útsetningum erlendis og
því er það ekki oft sem til
hans hefur heyrst undanfarið
en hann blés oft á tíðum gull-
fallega, bæði í trompet og
flygilhorn. Að öðru leyti er
valinn maður í hverju rúmi í
þessari hljómsveit og heilluðu
þeir troðfullan sal áheyrenda.
Er óhætt að segja að þetta
hafi verið með albestu tón-
leikum sem haldnir hafa ver-
ið hér í sumar.
Akureyringar eru svo
heppnir að fá þá til sín í dag en norðanmenn fá
einnig aðra úrvalshljómsveit til sín eftir versl-
unarmannahelgi, Brunahanana, sem trylltu
gesti Þjóðleikhússkjallarans á síðustu RúRek-
hátíð.
Þórir Baldursson hammondmeistari ásamt nokkrum „grislingum" spilaöi á efri hæö
Sólons fslandusar á mánudagskvöldiö.
Djass
Ársæll Másson
Ný mynd eftir Hrafn Gunnlaugsson:
Myrkrahöfðinginn
Hrafn Gunnlaugsson vinnur um þessar að
mundir að nýrri kvikmynd í samstarfi við
íslensku kvikmyndasamsteypuna. Myndin ber
heitið Myrkrahöfðinginn og byggist á sögu séra
Jóns Magnússonar sem vígðist árið 1643 að
afskekktri sóknarkirkju á Vestfjörðum.
Séra Jón þessi veiktist er frá leið af
ókennilegum sjúkdómi og er það upphaf
kunnustu galdramála íslenskrar sögu.
í myndinni er galdrafári miðalda lýst, öðruvisi
en áður hefur verið gert í kvikmyndum; út frá
sjónarhóli þess er verður fyrir galdri og er
sannfærður um að hann sé þjónn sannleikans en
ekki eingöngu út frá þeim sem er ásakaður fyrir
galdur og dreginn fyrir dóm.
Bo Jonsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn
Eldjám eru höfundar handrits. Framleiðandi er
Friðrik Þór Friðriksson-íslenska kvikmynda-
samsteypan og kvikmyndataka er í höndum Ara
Kristinssonar.
-ST
Sumri hallar
Senn líður að hausti og lækk-
andi sól fylgir aukin virkni í
menningarkimum landsmanna.
Ekki þar fyrir að listin hafi
ekki blómstrað á þessu sumri,
ótal uppákomur, leiksýningar,
tónlistarraðir og málverkasýn-
ingar hafa notið sín um allt
land og virðist vart lát á fram-
boði listviðburða hvers konar.
Samt er það nú svo að með
haustinu eykst framboðið til
mikilla muna, leikhúsin hefja
starfsemi sína, Sinfóníuhljóm-
sveit íslands fer að stilla saman
strengina og öll möguleg önnur
starfsemi haslar sér á ný völl í
hvunndagsleik landsmanna.
í Þjóðleikhúsinu verður
fyrsta frumsýning haustsins á
Stóra sviðinu Þrjár
systur Mergrét
eftir Vilhjálms-
dóttir
!í/ '
Tsjekhov eins og áður hefur
verið greint frá á menningar-
síðu DV. Þá verður Listaverkið
með Ingvari, Hilmi Snæ og
Baltasar Kormáki sýnt eitt-
hvað fram eftir hausti en það
hlaut frábæra dóma gagn-
rýnenda þegar það var frurn-
sýnt í vor. Einnig hafa borist
af því fregnir að Baltasar áður-
nefndur ætli að leikstýra
Hamlet eftir William nokkurn
Sheakspeare sem verður jóla-
sýning Þjóðleikhússins. Smá-
fúglamir í heitu pottunum
hafa hnýtt aftan við þá frétt að
Margrét Vilhjálmsdóttir muni
verða þar í hlutverki Ófelíu og
hver ætli verði þá Hamlet eftir
þessa kynningu: Jú, hver nema
Hilmir Snær! Þríeykið Baltas-
ar, Margrét og Hilmir Snær
fengu frábærar móttökur fyrir
leikstjóm og leik í Skækjunni
á liðnum vetri og það verður
spennandi að sjá hvort aftur
takist jafnvel til í samstarfmu.
Nýtt verk fyrir
kór og orgel
Karlakórinn Fóstbræður
undir stjórn Árna Harðarsonar
stefnir að fmmflutningi á nýju,
íslensku tónverki fyrir kór og
orgel eftir Hróðmar Inga Sigur-
björnsson tónskáld. Frumflutn-
ingurinn verður norðan heiða,
nánar tiltekið í Akureyrar-
kirkju. Verkið heitir Pera De
ramis cu dunt folia, væntanlega
upp á latínu, en orgelleikari
með Fóstbræðrum verður
Björn Steinar Sólbergsson, org-
anisti kirkjunnar.
Textílþríæring-
ur í Belgíu
Um þessar mundir eiga 20 ís-
lenskar textíllistakonur verk á
sýningu textíllistar og textíl-
hönnunar 10. áratugarins alls
staðar af Norðurlöndum í mið-
borg Toumai í Belgíu. Þetta ku
vera þriðji alþjóðlegi textílþrí-
æringurinn sem haldinn er í
borginni frá 1990 og i þetta sinn
var augunum beint til norðurs
Dómnefnd Textílfélagsins á ís
landi valdi 60 verk til fararinn
ar eftir íslensku listakonumar
Sýningin verður opin til 28
september. -ST