Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1997, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 30. JULI 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aöstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum pn endurgjalds.
Börnin á biðlistunum
Skammt er síðan harkalegar deilur urðu um þá tak-
mörkuðu þjónustu sem bömum með geðræn vandamál
er veitt hér á landi. Þau átök urðu meðal annars til þess
að yfirlæknir bama- og unglingageðdeildar Landspítal-
ans sagði af sér störfum. Nýr maður hefur nú tekið við
stjórn deildarinnar, en hún er enn sem fyrr verulega
undirmönnuð. Biðlistar barna sem þurfa á meðferð að
halda eru því mjög langir.
Það eykur að sjálfsögðu enn á vanda bamanna að nú
standa yfir lokanir deilda hér og þar í heilbrigðiskerf-
inu, - að sögn í spamaðarskyni þótt öllum sé ljóst að sú
aðferð skilar yfirleitt engum spamaði þegar dæmið er
gert upp í heild. Lokanir deilda hafa þar að auki almennt
séð mjög neikvæð áhrif jafnt á starfsfólk sem sjúklinga.
Stjómendur með mikla reynslu hafa bent á að slíkar lok-
anir riðli löngu starfi og uppbyggingu og að þegar deild-
ir opni á ný taki oft langan tíma að vinna upp aftur það
sem glatast hefur. Á slík aðvörunarorð er hins vegar
ekki hlustað.
Margir hafa orðið til að vekja athygli á því ófremdar-
ástandi sem ríkir í geðheilbrigðismálum bama og ungl-
inga. Þeirra á meðal er umboðsmaður bama sem hefur
sent stjórnvöldum erindi þar að lútandi.
Helga Hannesdóttir, bama- og unglingageðlæknir, hef-
ur einnig fjallað um þessi mál í Læknablaðinu og í við-
tölum við fjölmiðla. Að hennar mati er vandinn mikill
og alvarlegur hér á landi eins og greinilegast megi sjá í
misnotkun unglinga á áfengi og öðrum vímuefhum.
Vandamál barnanna komi yfirleitt fyrst í ljós um sex ára
aldur og brjótist síðan út á unglingsárum í áfengis- og
fíkniefnaneyslu sé ekkert að gert. Þörfum þessara bama
sé alls ekki sinnt hér á landi. Hún bendir á að það muni
taka nokkur ár að byggja upp þjónustu fyrir böm og
unglinga með geðræn vandamál og telur að stofnun pró-
fessorstöðu í bama- og unglingageðlækningum við
læknadeild Háskóla íslands gæti verið mikilvægur liðin-
í skipulegri uppbyggingu þessara mála.
Ólafur Ó. Guðmundsson, sem tekið hefur við störfum
sem yfirlæknir á bama- og unglingageðdeild Landspítal-
ans, segir í blaðaviðtali að nauðsynlegt sé að fjölga
starfsmönnum. Göngudeildin sé ekki nógu vel mönnuð
til að geta sinnt vaxandi fjölda tilvísana. Þess vegna hafi
orðið til þessir löngu biðlistar.
Heilbrigðisráðherra hefur vísað til þess að nú sé starf-
andi nefnd á vegum ráðuneytisins til að móta stefnu í
geðheilbrigðismálum almennt í landinu. Mun stefnt að
því að helstu niðurstöður liggi fyrir eftir um tvo mánuði
eða svo, en ætlunin er að þetta nefndarstarf skili sér síð-
ar meir í breyttum lögum frá Alþingi. Það vekur hins
vegar sérstaka athygli að i þessari nefnd er enginn
bama- og unglingageðlæknir, þótt allir viðurkenni að
einstaklega brýnt sé að taka á þeim málum sérstaklega.
Allir sem að þessum málum koma og til þeirra þekkja
em sammála um að mikið skorti á að böm og unglingar
með geðræn vandamál fái þá meðferð og umönnun sem
þeim ber. Það veldur að sjálfsögðu miklum erfiðleikum
í lífi þessara bama og aðstandenda þeirra. En um leið
kostar það þjóðfélagið vafalaust miklu meira seinna
meir en þyrfti núna til að sinna þessum málaflokki
sómasamlega. Tímabær meðferð getur í mörgum tilvik-
um hjálpað þessum bömum að feta sig inn á réttar
brautir og þar með komið í veg fyrir að þau leiðist síðar
út í áfengis- og fikniefnaneyslu. Úrbætur í þessum efh-
um eru því einnig liður í skynsamlegu forvarnastarfi.
Elías Snæland Jónsson
s
§ 1 /•' t u VI 1 V
f 1 M \ 1 i K K
3 1 u s» Í.S I
M fl f 1 íf ll 111 \ 1
í greininni segir frá breytingum sem boðaöar hafa verið á félagslega húsnæðislánakerfinu.
Áhættulán
sveitarfélaga
Hugmyndafræðingar
hallast að veitingu
tveggja lána. Bygging-
arsjóður láni 70%
kaupverðs gegn 1. veð-
rétti. Viðkomandi
sveitarfélög láni að
auki 20% út á 2. veð-
rétt.
Þetta fyrirkomulag er
vanhugsað. Það felur í
sér of mikla áhættu
fyrir sveitarfélögin.
Kostnaður gæti víða
orðið meiri en fylgir
kaupskyldunni í dag.
Veðstaða lána í kerf-
inu verður slök.
Lán sveitarfélaganna
„Sveitarfélögin bera megnið af
áhættunni. Vandinn kemur í Ijós ef
ganga þarf að íbúðum vegna van-
skila. / almennri nauðungarsölu
fæst oft innan við 70% af mark-
aðsverði.u
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
í hugmyndum að
nýju félagslegu hús-
næðislánakerfi felst
áhætta fyrir sveitar-
félögin. Þeim er ætl-
að að veita áhættu-
lán til íbúðakaupa.
Við vanskil verða
lán þeirra nánast
verðlaus. Útfærsl-
unni þarf að breyta.
Endurskoða á úrelt-
ar hugmyndir um
tegundir lána og veð-
töku. Nútímalegt
lánakerfi verður að
byggja á bestu þekk-
ingu.
Lánveiting í staö
kaupskyldu
Breytingar hafa
verið boðaðar á fé-
lagslega húsnæðis-
lánakerfinu. Aðstoð
verður fólgin í lán-
veitingum á hag-
stæðum kjörum.
Lántakendur þurfa
ekki að kaupa íbúðir
í „eigu“ kerfisins.
Núverandi kerfi
leggur kvaðir á sveitarfélög um
kaupskyldu íbúða. Nýja kerfið
verður eingöngu lánakerfi eða fjár-
mögnunarkerfi. Sveitarfélögunum
verður ekki lengur gert skylt að
kaupa íbúðir sem lánað er til.
Þátttaka sveitarfélaga í félags-
lega húsnæðislánakerfinu hefur
reynst þeim kostnaðarsöm. Miklar
skuldbindingar hvíla á mörgum
þeirra. Menn telja mikilvægt að
losa sveitarfélögin við byrðar sem
kerfið leggur á þau.
í staðinn eru uppi hugmyndir
um að sveitarfélögin taki þátt í lán-
veitingum nýja kerfisins. Ætlunin
er að félagsleg húsnæðislán verði
90% af kaupverði eins og verið hef-
ur. Samkvæmt hefð verða líklega
veitt svonefnd verðtryggð jafn-
greiðslulán, annuitet, til 40 ára.
eru nánast verðlaus ef vanskil
verða innan áratugar frá kaupum.
Við vanskil fær Byggingarsjóður
hugsanlega kröfur sínar greiddar
en sveitarfélögin bera tapið.
Áhættulán
Áhætta sveitarfélaganna skap-
ast vegna gerðar lána og fyrir-
komulags veðtöku. Jafngreiðslu-
lán greiðast hægar upp en önnur
húsnæðislán. Þess vegna reynir
mjög lengi á veðin.
Lán sveitarfélaganna koma á
eftir 70% veðmörkum. Þau eru
hrein áhættulán. Fyrstu 10 árin
eftir kaup mun höfuðstóll lánanna
aðeins lækka um 12-15%.
Á sama tíma minnkar verðmæti
veðsins vegna aldurs, sennilega
um 5%. Þannig hvíla yfir 80% á
íbúðunum. Veðstaða lánanna
verður því slök lengi eftir kaup.
Sveitarfélögin bera megnið af
áhættunni. Vandinn kemur í ljós
ef ganga þarf að íbúðum vegna
vanskila. í almennri nauðungar-
sölu fæst oft innan við 70% af
markaðsverði. Þar sem íbúðar-
verð er stöðugt eins og á höfuð-
borgarsvæðinu geta sveitarfélögin
minnkað tap sitt með því að
kaupa eignimar og endurselja á
markaðsverði.
Á landsbyggðinni er fasteigna-
verð óstöðugra og markaðsverð
hefur í mörgum þéttbýlisstöðum
fallið á skömmum tíma um
10-20%. Verðlækkanir geta varað
í mörg ár. 90% veð í fasteignum
eru við þessar aðstæður mjög lé-
leg. Veð frá 70% upp í 90% sölu-
verðs eru vonlaus komi til van-
skila.
Útfærslu hugmynda áfátt
Áform um breytingar á félags-
lega húsnæðislánakerfinu eru
athyglisverð. Þau boða brott-
hvarf frá úreltum hugmyndum.
Miðstýringu er hætt og fólk fær
frelsi til að velja. Fjölskyldur
standa ekki lengur frammi fyrir
því að taka annað hvort íbúð sem
kerfið úthlutar eða færast aftast i
langa biðröð.
Nýju hugmyndimar era í sam-
ræmi við sjónarmið sem ríkja í
þjóðfélaginu. Tæknilegri útfærslu
er hins vegar enn áfátt og þarf að
laga.
Hingað til hafa opinber lán til
kaupa á almennum markaði tak-
markast við 70% af kaupverði.
Engu að síður tapast fé við van-
skil. Ef hækka á lánin upp í 90%
verður að nota aðrar gerðir lána
en nú tíðkast. Þá má ekki heldur
skipta láninu eins og hugmyndir
era um.
Óverjandi er að láta sveitarfé-
lögin sitja uppi með mestalla
áhættuna.
Stefán Ingólfsson
Skoðanir annarra
Afturhald
„Um áratuga skeið unnust stórkostlegir sigrar,
þar sem kjörum alþýðunnar var gerbylt, örbirgð svo
gott sem afmáð og velferðarkerfi byggt upp og þróað.
íhalds- og afturhaldsöflin hafa sagt; hingað og ekki
lengra. Þessi öfl vilja ekki bara auka launamuninn í
þjóðfélaginu heldur svipta alþýðu manna vinnu,
réttindum og möguleikum."
Úr forystugrein Vikublaðsins 28. júli.
Spennandi Tími
„Allt bendir til þess að í hönd fari Tími þar sem í
fyrsta sinn í sögunni skapist möguleiki á að byggja
upp öflugt dagblað, með slagsíðu „félagshyggju",
blaðs sem þó er á engan hátt málsvari tiltekinna
pólitískra flokka, heldur vettvangur skoðana sem
ekki hafa átt of greiðan aðgang að útbreiddum fjöl-
miðlum um alllangt skeið.“
Jóhannes í Degi-Timanum 29. júlí.
Aldraðir
„Sem betur fer stækkar sá hópur aldraðra sem
hefur eignatekjur til viðbótar lífeyrissjóðsgreiðslum
og þarf ekki á greiðslum að halda úr almannatrygg-
ingum. í framtíðinni mun lífeyrissjóðskerfið tryggja
landsmönnum lífeyri í ellinni í stað almannatrygg-
inga. Þær munu þó áfram annast þá verst settu. Því
má segja, að um einskonar millibilsástand sé að
ræða nú og því skiptir miklu meðan það varir, að
ríkisvaldið sjái til þess, að aldraðir verið ekki af-
skiptir við úthlutun efnislegra gæða.“
Úr forystgrein Mbl. 29. júlí.